Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 29 Orð vega þungt eftir Gunnar Salvarsson Um síðustu páska heyrði ég í útvarpi endurtekinn kafla úr erindi sem þjóðkunnur maður hafði lesið upphátt í þessu sama útvarpi rúm- lega þrjátíu árum áður. Það brá fyrir hæðni í rödd mannsins þegar hann sagði frá því að Grænlending- ar væru svo miklir „skrælingjar“ að þeir hefðu ekki einu sinni orð yfir „guðslambið". Þessi orðafátækt átti, að því mér skildist, hvort tveggja í senn að lýsa lágu menn- ingarstigi grænlensku þjóðarinnar og frumstæðri tungu þeirra. Slík niðurlægjandi viðhorf til ólíkra þjóða og tungumála voru í fullu gildi á þessum tíma án þss nokkrum þætti það tiltökumál. Það þurfti reyndar ekki þjóðir til; innanlands voru auðmýkjandi viðumefni brúk- uð um ýmsa minnihlutahópa án þess _svo mikið að menn ypptu öxl- um. Í dag blygðast maður sín fýrir það eitt að kalla fram þessi ljótu orð eins og „fáviti“ og „aumingi" sem þóttu fyrir aðeins fáeinum ára- tugum réttmæt lýsing á tilteknum þjóðfélagshópum. Þá voru líka börn sem þurftu á stuðningi að halda í almennum skóla kölluð „afbrigði- leg“ af löggjafanum; hvunndags gengu þau hins vegar undir nafninu „tossar". Fatlaðir og ófatlaðir A síðustu áram hafa verið gerðar heiðarlegar tilraunir til þess að fækka þessum opinberu brenni- merkingum, hugsunarhátturinn er í þá átt að einstaklingurinn fái not- ið hæfileika sinna, jafnvel þó að þeir séu á einhvern hátt skertir í samanburði við eitthvert landsmeð- altal. í samræmi við þessa hug- myndafræði var til að mynda reglu- gerð um sérkennslu í landinu endur- skoðuð fyrir fáeinum árum og hætt að skilgreina kennslutímaþörf fyrir- fram eftir „fötlun eða tilteknum erfiðleikum nemenda“, eins og sagði í greinargerð nefndarinnar sem endurskoðaði reglugerðina. Þess í stað var álitið skynsamlegt að líta á börnin með sérþarfimar sem „fötluð". Sérkennslureglugerð- in og grunnskólalögin (einnig lögin um málefni fatlaðra 1992) sem fylgdu í kjölfarið undirstrikuðu það viðhorf að þjóðinni hefði verið skipt í tvennt, fatlaðir annars vegar, ófatlaðir hins vegar. Með lagasetn- ingunni var kveðið á um að stefnt skyldi að „samskipan fatlaðra og ófatlaðra nemenda í heimaskóla", en það fyrirbæri hefur oftar er ekki verið nefnt „blöndun". Það var sjálfsagt tímabært að hætta að draga þjóðina í dilka. Nógu illt orð fer af landbúnaðinum og sauðkindinni þó ekki sé verið að minna á réttir þegar verið að ræða þá „sem minna mega sín“ í þjóðfélaginu, eins og stundum er sagt á auðmýkjandi hátt með til- heyrandi vorkunnsemi. En þó gáfu- legt hafi verið að hætta flokkun barna með ólíkar þarfir var skyn- samlegt að leysa eina brennimerk- inguna af hólmi eða annarri? Erum við ekki hvert og eitt okkar með sínu sniðinu? Rúnar Helgi Haralds- son mannfræðingur og fleiri hafa réttilega bent á, að þegar sagt er að einhver sé fatlaður felur það einnig í sér að sá hinn sami er minna virði en aðrir, minna virði en þeir ófötluðu. Umtalsverður munur er líka á því hvort talað er um að einhver sé fatlaður eða hvort sá hinn sami hafi eða eigi við tiltekna fötlun að stríða, því í fyrra tilvikinu er gefið ranglega til kynna að fötlunin sé höfuðeinkenni einstaklings, en í síð- ara tilvikinu að um einhveijar hindranir geti verið að ræða í sam- spili einstaklings og umhverfís. Lagabókstafurinn upphefur and- stæðumar, fatlaður/ófatlaður og festir að því leyti ranglætið í sessi og kyndir undir samfélagslega við- horfið til einstaklingsins, að hann sem einstaklingur sé minna virði en aðrir. Blöndunarstefnan í skólamálum landsins er brennd sama merki ójöfnuðar. Þó henni sé ætlað það háleita hlutverk að skapa jöfnuð milli þessara tveggja hópa, fatl- aðra/ófatlaðra, felst einlægt í gem- ingnum að þeim verðminni er „blandað" saman við þann verð- meiri, leiðin liggur frá því óæðra til hins æðra, frá sérskólunum til almennu skólanna. Ef markmið okkar er réttlátara þjóðfélag með áherslu á gildi ein- staklingsins, eins og sýnist að sumu leyti vera markmið lagasetningar síðustu ára, verður að stíga skrefið til fulls og viðurkenna einstakling- ana eins og þeir eru, með þeim frá- vikum sem gerir mannlífið fjöl- skrúðugt. Stefnan um „blöndun“ ber með sér yfírbragð kúgunar, þar sem meirihlutinn telur minnihlutan- um fyrir bestu að tileinka sér gildis- mat sitt. Réttlátara þjóðfélag fæst ekki með drottnunargirni meirihlut- ans, ekki heldur með samúð, aðeins með gagnkvæmri virðingu milli ein- staklinganna sem mynda samfélag- ið; í slíku samfélagi fá einstakling- amir tækifæri til að vera þeir sjálf- ir, ef þeir samsama sig sem heyrn- arlausir, svo dæmi sé tekið, eiga þeir að hafa þann rétt. Það er frá- leitt af samfélaginu að stimpla þá „fatlaða". Heyrnarlausir rændir nafnspjaldinu Það er einmitt einkar áhugavert að skoða þessa þróun út frá sjónar- hóli heymarlausra vegna þess að hugtakið „heyrnarlaus" er í senn félagsleg brennimerking samfé- lagsins en jafnframt stolt og ein- kenni málminnihlutahópsins sem hefur íslenskt táknmál að móður- máli. Þegar „nýi“ hugsunarháttur- inn í sérkennslumálum gerði alla nemendur sérskólanna „fatlaða“ í stað þess að þeir vora áður til- greindir heyrnarlausir, blindir, þroskaheftir o.s.frv., var það gert í anda manngildis til að koma í veg fyrir samfélagslega brennimerk- ingu. Það hafði ef til vill tilætluð áhrif fyrir einhveija hópa samfé- lagsins, en ekki heyrnarlausa. Þeir voru í raun rændir „nafnspjaldinu“ sínu, sem tilgreindi stöðu þeirra í samfélaginu. Skyndilega vora þeir hluti af ótilgreindum fjölda sem var „fatlaður", sviptir sérkennum sín- um og sérstöðu. Það hefur líka komið á daginn að flest það sem talið er hæfa „fötluðum" verður líka að gilda um heyrnarlausa sam- kvæmt yfirvaldanna boði, jafnvel þó það fari í bága við hagsmuni heyrnarlausra, eins og til að mynda „blöndun". Að nota hugtakið „fatlaður“ um heyrnarlausa er sérdeilis óviðeig- andi og allt að því óafsakanlegt þegar búið er að sýna fram á það að maðurinn (Homo Sapiens) er búinn þeirri náttúru að þó heyrnina vanti opnast leið til máltöku gegn- um sjónina, svo fremi að heyrnar- laus börn fái tækifæri til að alast upp í táknmálsumhverfi. Það era þessi undur sem hefðu fyrir löngu átt að breyta viðhorfum til heyrnar- lausra. Táknið fyrir „heyrnarlaus", vísi- fingur og langatöng lögð þétt upp að eyranu með „döv“-munnhreyf- ingu, hefur ekki merkinguna að heyra ekki meðal heyrnarlausra, eins og flestir halda, heldur þýðir fremur „við“ eða „samfélag heyrn- arlausra"; hefur með öðrum orðum jákvæða merkingu til samsömunar fyrir hópinn, en ekki læknisfræði- Leifur Sigurðsson Kvígsstöðum, Anda- kílshreppi Fæddur 19. maí 1939 Dáinn 6. janúar 1994 Þó dauðinn sé jafn óijúfanlegur hluti lífsins og dagurinn nóttinni, eru það ávallt jafn erfiðar stundir þegar tíðindi berast af því að einn úr hópnum er skyndilega og án við- vörunar að því er virtist kallaður burt úr lífi þessa heims. Þannig var það um morguninn hinn 6. janúar sl. þegar starfsfólk Bændaskólans á Hvanneyri var að mæta til vinnu sinnar og þau tíðindi spurðust að þá um nóttina hefði einn af starfsfé- lögunum, Leifur Sigurðsson á Kvígsstöðum í Andakíl, verið skyndilega kallaður yfir móðuna miklu. Engum sem dagana á undan áttu samskipti við Leif gat til hugar komið að þau verk eða orðaskipti yrðu þau seinustu hérna megin grafar. Hann yrði ekki framar þátt- takandi í þeim margvíslegu umsvif- um sem fylgir því að sinna bústörf- um við skólabúið á Hvanneyri og — Minning ekki yrði framar teknar rispur um þjóðmálin yfir kaffitári í loðdýra- húsunum, hann hefur sagt sitt síð- asta orð. Þannig þjóta minninga- leiftur gegnum hugann um leið og reynt er að gera sér grein fyrir hinni óumflýjanlegu staðreynd að Leifur á Kvígsstöðum sé allur. Leifur Sigurðsson var fæddur 19. maí 1939 að Efri Þverá í Fljótshlíð og var af rangæsku bergi brotinn. Frambernsku sína lifði-hann í Hlíð- inni fríðu en fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur barn að aldri. Hann sagði þó aldrei skilið við sveit- ina, dvaldi þar löngum og átti aust- ur í Fljótshlíð sitt annað heimili öll bernsku- og unglingsárin. Hann var alla tíð sveitamaður að eðlisfari og sýndi sveitastörfum og landbúnaði áhuga þegar á unga aldri. Þegar almennri skólagöngu þess tíma var lokið hleypti hann heim- draganum og settist í Bændaskól- ann á Hvanneyri haustið 1956 og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1958. Ekki er að efa að Borgarfjörðurinn hefur heillað því fáum árum síðar eða í maí 1964 tekur hann til ábúð- ar jörðina Kvígsstaði sem er í næsta nágrenni Hvanneyrarskólans og átti hann þar heimili sitt til dauða- dags. í fyrstu var búskapurinn aðal- starf hans en smám saman þurfti að afla tekna með vinnu utan bús og urðu þau störf umfangsmeiri með hveiju ári. Síðasta áratuginn vann hann nær einvörðungu að störfum utan bús. Leifi á Kvígsstöðum kynntist ég fyrst fyrir um 20 árum þegar ég settist að á Hvanneyri og þá sem nágranna. Síðar urðu kynni okkar mun nánari þegar hann gerðist starfsmaður skólabúsins á Hvann- eyri haustið 1980, fýrst sém starfs- maður í fjósi og fjárhúsum og fjósa- meistari um skeið eða til vors 1984. Frá hausti 1989 og til dauðadags var hann starfsmaður við hirðingu loðdýra á skólabúinu. Leifur var vel greindur að eðlisfari en fremur fá- skiptinn og hafði sig ekki mikið í frammi en það kom þó fljótt í ljós að hann lét ekki hlut sinn fyrir neinum og var staðfastur á skoðun- um sínum. Trúmennska og alúð í verkum voru honum eiginleg og lagði hann.sig fram um að skila verkum þeim sem honum var trúað fyrir vel af hendi. Hann var afar Gunnar Salvarsson „Ef markmið okkar er réttlátara þjóðfélag með áherslu á gildi ein- staklingsins, eins og sýnist að sumu leyti vera markmið lagasetn- ingar síðustu ára, verð- ur að stíga skrefið til fulls og viðurkenna ein- staklingana eins og þeir eru með þeim frávikum sem gerir mannlífið fjölskrúðugt.“ lega túlkun á líffræðilegum galla eins og hamrað er á af heyrandi meirihlutanum. Leiðir til viðhorfsbreytinga Viðhorf fólks til samkynhneigðra hafa gjörbreyst á fáeinum árum. Áhugavert væri að bera saman minnihlutahópa, eins og heyrnar- lausa og samkynhneigða, skilgreina t.d. ástæðurnar fyrir árangri sam- kynhneigðra í viðhorfsbreytingu samfélagsins til þess að velta fyrir sér hvort svipaðar leiðir væri hægt að fara til þess að framkvæma við- horfsbreytingu í þágu heyrnar- lausra. Eg veit ekki hveiju samkyn- hneigðir þakka árangur sinn en ég læt mér detta í hug að þar komi einkum til tvennt; nýtt hugtak og öflug fræðsla. Áður fyrri fólst for- dæming samfélagsins í garð þessa hóps ekki síst í nafngiftinni sem brúkuð var; „kynvillingur". Hug- takið var neikvætt, fól í sér að ein- staklingurinn var afbrigðilegur, gallaður. Með því að breyta um nákvæmur um að mæta á rétum tíma til vinnu sinnar á hveiju sem gekk. Það var ekki alltaf auðvelt að komast þann stutta spotta sem er milli Kvígsstaða og Hvanneyrar í misjöfnum vetrarveðrum nánast fýrir fótaferðartíma eins og þurfti til að sinna morgunverkum í fjósi. Leifur Sigurðsson var gæfumað- ur í einkalífi sínu. Hann kvæntist eftirlifand konu sinni Særúnu Æ. Karlsdóttur 20. maí árið 1964 og eiga þau fjögur mannvænleg börn sem nú eru öll uppkomin og komin með fjölskyldur. Særún var manni sínum ávallt mikil stoð og stytta og bjó honum og börnum þeirra hlýlegt og fallegt heimili. Seinustu árin unnu þau bæði hjá Bændaskól- anum á Hvanneyri Leifur Sigurðsson hefur lokið hugtak og nota gegnsætt hlutlaust orð, „samkynhneigð", var unnt að kalla fram nýjan skilning almenn- ings á tilvist þessa minnihiutahóps. Samhliða var unnið öflugt fræðslu- starf. Heyrnarlausir eru að burðast með hugtak sem felur í sér skort eða vöntun, heymarlausir. Þegar minnihlutahópar eru skilgreindir út frá læknisfræðilegum annmörkum verða til fordómar, vantrú á getu hópsins og einstaklinganna til af- reka því það er einblínt á það sem vantar (þó þeir sem fæddir eru án heyrnar finni ekki fyrir neinum missi) en ekki á margvíslega hæfí- leika þeira eða það sem gerir þá einstaka, t.d. ótrúlega öflugt sjón- skyn og sjónrænt tungumál, í tilviki heyrnarlausra. í öðru lagi eru heyrnarlausir málminnihlutahópur sem á erfítt með að koma á frai^n færi öflugri fræðslu vegna þess að fáir skilja móðurmál þeirra. Staða þeirra væri líkastil skárri ef unnt væri að fara sömu leið og samkynj hneigðir — en vandinn er að finna nýtt hugtak og koma á víðtækri fræðslu. Það er hins vegar þegar ákveðin andúð uppi meðal heyrnar- lausra varðandi hugtak eins og „heyrnleysingjar"; það þykir niðr- andi að nota það orð í dag og hlýt- ur að kalla á nafnbreytingu á Heyrnleysingjaskólanum. Við sjáum hversu niðrandi hugtakið er þegar við yfirfærum það, aldrej; myndi t.d. hvarfla að okkur að nota hugtakið „sjónleysingi" yfir blinda. Af hveiju þá „heyrnleysingi" fyrir daufa?! Mætti blása nýju lífi í hugtakið „daufur“? Einhvern tíma á vegferð okkar gegnum söguna glopruðum við nið- ur hugtakinu „daufur“ yfir heyrnar- lausa. Það hefur reyndar ekki feng- ið jákvæða merkingu í málinu, en hugtakið sjálft gefur ekki til kynna skort en vöntun, það er að því leyti hlutlaust og ég gæti ímyndað mér að það gæti gefið heyrnarlausuu^ sbr. þá samkynhneigðu, tækifæri til að auka skilning á hópnum í samfélaginu út frá nýjum forsend- um, þ.e. sem mál- og menningar- minnihluta en ekki sem „fatlaða". Það er líka kostur við hugtakið „daufur“ að það afmarkar þennan hóp frá öðrum heyrnarskertum og heyrnarfirrtum, munnhreyfingin í íslenska táknmálinu með hugtakinu yfir þennan málminnihlutahóp er „döv“ og enn er ótalinn sá kostur að „daufur" er í stíl við norræn nöfn og ensk, sbr. „döv“, „dove“, „deaf‘. Höfundur er skólastjóri Heyrnleysingjaskólans en er í ársleyfi frá störfum ogstundar nám við háskólann íBristoI í Bretlandi. --------------------------------f hinsta dagsverki hérvistar sinnar og Bændaskólinn á Hvanneyri sér nú á bak traustum og trúum starfs- manni og þakkar verkin hans. í dag þegar hann er kvaddur hinstu kveðju í Hvanneyrarkirkju er okkur nágrönnum hans og samstarfsfólki efst í huga söknuður yfir þeim missi sem okkar litla samfélag hefur orð- ið fyrir. Við erum einnig þakklát fyrir samverustundir og samskipti áratuganna þriggja sem liðnir eru síðan hann settist hér að. ylF Við fjölskyldan og samstarfsfóllf ið á Hvanneyri flytjum Særúnu og fjölskyldunni á Kvígsstöðum dýpstu samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að varðveita þau og veita þeim huggun og styrk í sárum harmi. Magnús B. Jónsson, Hvanneyri. Guðmundur Andrés Guð- mundsson — Minning Fæddur 16. nóvember 1915 Dáinn 1. janúar 1994 Okkur langar með nokkram orð- um að minnast afa okkar. Það var alltaf gaman að heimsækja afa og ömmu. Þótt við komum óvænt þá var alltaf tekið á móti okkur með mikilli hlýju og kærleika. Afi, við munum sakna þínjpikið. Við vitum að þú ert á góðum stað og þér líður vel. Elsku amma, megi guð styrkja þig í sorg þinni. Bryndís Guðlaug, Kristinn og Kristín Helga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.