Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 109 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. / 1 ■%■ IftftólvAh !39| ; OS W >8mL Morgunblaðið/Þorsteinn Guðbjartsson 77/ hafnar á Þingeyri VARÐSKIPIÐ Ægir kom með skipverja Mána ÍS, sem sökk 11 sjómílur vestur af Barða á fímmtudag, til Þingeyrar um kvöldið. Tveimur skipveijanna, Ólafi Gunnarssyni stýrimanni og Jens A. Jónssyni vélstjóra, var bjargað en Jón Andrésson skipstjóri fórst. Reynir Gunnarsson, útgerðarmaður Mána, telur sennilegt að hann hafi látist úr vosbúð. Mennirnir biðu á sjötta tíma í gúmbát eftir aðstoð. Hann segir að þeir muni hafa lent í sjónum í vinnufatnaði, þ.e. gúmmígöllum, áður en þeir komust í gúmbát- ana. Enginn tími hafí unnist til að fara í þurr- búninga. Á innfelldu myndinni sést Sigurður Finnbogason frá Gúmbátaþjónustu Vestfjarða yfirfara gúmbátana úr Mána. Saltkaup og Hafnarbakki í beinni samkeppni um saltsölu og dreifingu Saltkaup hf. verða dótturfyrirtæki SÍF Allt hlutafé keypt fyrir 3 milljónir króna SIF (Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda) hefur gengið frá sam- komulagi við alla eigendur að Saltkaupum hf. í þá veru að SÍF kaup- ir öll hlutabréfin í Saltkaupum á genginu 0,2 og kaupverðið er rúm- ar þijár milljónir króna. Saltkaup verður rekið sem dótturfyrirtæki SÍF og SÍF yfirtekur þannig allar eignir og skuldir Saltkaupa. Gunn- ar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þessi ákvörðun hefði verið tekin, til þess að styrkja stöðu SÍF gagnvart saltfiskframleiðendum. Gunnar Órn segir SIF meta samkeppnina við Hafnarbakka á þann veg, að Hafnar- bakki stundi undirboð á salti, tU þess að halda markaðshlutdeild sinni. SIF muni ekki fara út í undirboð. Gunnar Örn sagði að SÍF væri nú með saltflutningamálin til skoð- unar. „Við gerðum tilraun með Hvítanesið, sem hefur flutt fyrir okkur saltfisk og fengum það til þess að flytja fyrir okkur salt til baka heim og það virðist ætla að ganga ágætlega," sagði Gunnar Örn. Hann sagði að saltflutningarn- ir yrðu boðnir út og Saltkaup myndu taka lægstu boðum i flutningana. „Samstarf við Hafnarbakka /Eimskip í þessu sambandi, verður líklega með þeim hætti, að þeir, sem aðrir, geta boðið í saltflutningana fyrir okkur,“ sagði Sighvatur Bjamason formaður SÍF í samtali við Morgunblaðið, „en umboðssala saltsins og dreifmg verður í okkar höndum.“ Hafnarbakki, dótturfyrirtæki Eimskips, hefur á milli 60 og 70% saltmarkaðarins hér á landi, en Gunnar Örn væntir þess að Salt- kaup nái til sín stærri hlutdeild markaða'rins á næstunni. Gunnar Örn kvaðst gera sér von- ir um að Saltkaup gætu boðið salt- ið til saltfiskframleiðenda á sam- keppnisfæru verði. „Við munum einnig geta boðið upp á ýmsa mögu- leika, varðandi fjármögnun á þessu. En við vitum að Hafnarbakkamenn hafa að undanförnu verið að selja saltið á ótrúlega lágu verði, hreinu undirverði. Við ætlum okkur ekki að taka þátt í slíkum undirboðum og ef þeir telja sig geta selt á þessu verði áfram, þá þeir um það,“ sagði Gunnar Örn. Listi lagður fram í gær yfir kaupendur hlutafjár í SR-mjöli hf Sjötíu og sjö starfsmenn eru í hópi 178 kaupenda Jón Andrésson Maðurinn sem fórst meðMána MAÐURINN sem fórst þegar Máni IS 54 sökk 11 sjómilur vest- ur af Barða eftir hádegi á fimmtudag var skipstjóri bátsins og hét Jón Andrésson. Hann fæddist 30. september árið 1937 og var því á 57. aldursári þegar ^phann lést. V Jón lætur eftir sig eiginkonu og sex börn, þau yngstu á unglings- aldri. Sonur hans, Jens A. Jónsson vél- stjóri, var skipveiji á Mána og bjargaðist ásamt Ólafi Gunnarssyni stýrimanni. Jón Andrésson var til heimilis á Brekkugötu 36 á Þingeyri. FULLTRÚAR kaupenda að SR- mjöli hf. afhentu sjávarútvegs- ráðuneytinu í gær lista yfir þá sem vilja eiga aðild að kaupsamn- ingnum við ríkissjóð. Alls eru nöfn 178 einstaklinga og félaga á listanum, þar af eru 77 starfs- menn SR-mjöls. Enginn einn að- ili að kaupunum mun samkvæmt listanum eiga meira en 7,5% hlut í SR-mjöli. Samþykki sjávarút- vegsráðuneytisins þarf fyrir nýj- um aðilum en skrifað var undir kaupsamning 29. desember á síð- asta ári og var kaupverðið á hlutabréfum rikisins i SR-mjöli 725 milljónir króna. Upphaflega áttu 21 útgerðarfé- lag, Sjóvá-Almennar hf., Draupnis- sjóðurinn, Eignarhaldsfélagið Al- þýðubankinn hf., fímm sveitarfélög og olíufélögin þtjú aðild að kaup- samningnum en skrifað var undir samninginn með fyrirvara um að auká mætti við kaupendahópinn að fengnu samþykki seljanda. Tugur lífeyrissjóða Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur um tugur lífeyris- sjóða bæst í hópinn en flestir sjóð- irnir tengjast Draupnissjóðnum og Eignarhaldsfélaginu Alþýðubank- anum. Þá hefur Þróunarfélagið bæst aftur í hópinn, en félagið var ekki aðili að kaupsamningnum þótt það.hafi upphaflega verið í kaup- endahópnum. Sveitarfélögin fjögur þar sem síldarbræðslur SR-mjöls eru, leggja öll fram lítið hlutafé auk eins olíufélaganna þriggja. Stjóm kjördæmisráðsins hefur ekki komið saman sl. viku vegna málsins þar sem reynt hefur verið að ná sáttum um uppstillingu eftir óformlegum leiðum á undanförnum dögum. Gæti stefnt í uppgjör Fulltrúar Birtingar hafa lýst sig samþykka því að Guðrún Ágústsdótt- ir skipi annað sæti á framboðslistan- um en vilja á móti að fulltrúi Birting- ar verði í fimmta sætinu. Ákveðinn hópur innan ABR hefur ekki verið Verðbréfamarkaður íslands- banka mun kanna fjárhagslega stöðu þeirra aðila sem bæst hafa í hópinn og verður kaupendalistinn borinn undir fjármálaráðuneytið og reiðubúinn að samþykkja það þar sem Birting er mun minna félag inn- an kjördæmisráðsins. Reynt verður að ná samkomulagi yfir helgina og er stefnt að stjórnar- fundi í kjördæmisráðinu strax eftir helgina en ef sættir takast ekki eru mestar líkur á að fram fari opið for- val í flokknum um frambjóðendur. Er búist við að þá muni vakna upp fornar væringar á milli ABR og Birt- ingar og gæti stefnt í uppgjör innan flokksins, sem myndi rista djúpt og forsætisráðuneytið áður en hann verður samþykktur. Nýir eigendur taka við fyrirtækinu um mánaða- mótin og er hluthafafundur fyrir- hugaður 1. febrúar. hafa áhrif á forval innan flokksins fyrir alþingiskosningarnar að ári, að sögn eins viðmælanda blaðsins. ------♦ ♦ ♦------ Fundað um „skinkumálið“ STJÓRNARFLOKKARNIR fund- uðu í gærkveldi til að freista þess að ná samkomulagi í svokölluðu „skinkumáli" í kjölfar þess að Hæstaréttur komst að þeirri nið- urstöðu að Hagkaup hafi verið í fyllsta rétti að flytja inn danska skinku á dögunum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var jafnvel talið að sam- komulag væri á næstu grösum. Fyr- irhugað var að halda áfram funda- höldum. Sjá nánar á bls. 18 og 25. Kosningabandalag minnihlutaflokka í borgarstjórn Agreiningur um val fram- bjóðenda í Alþýðubandalagi KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðubandalagsins í Reykjavík hefur ekki komist að niðurstöðu um hvernig skuli standa að vali fulltrúa fiokksins í 2. og 5. sæti á sameiginlegan framboðslista minnihlutaflokkanna fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur ekki tekist að leysa ágreining sem uppi er milli forystumanna innan Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík og Birtingar um hvort jafnræði eigi að ríkja milli félaganna við val fulltrúa á listann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.