Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 Minning Sigurlín Stefáns- dóttir á Ægissíðu Fædd 2. júní 1901 Dáin 17. janúar 1994 í dag er kvödd hinstu kveðju amma mín, Sigurlín Stefánsdóttir. Hún var fædd að morgni þessarar aldar sem nú er senn liðin, var orðin tæpra 93 ára og hafði því lokið langri en farsælli ævi. Hún fæddist á Bjólu í Djúpárhreppi 2. ,júní 1901. Foreldrar hennar voru ' ly'ónin Ásiaug Einarsdóttir og Stefán Bjamason ábúendur á Bjólu frá því um aldamót til ársins 1935. Áslaug og Stefán eignuðust átta börn og var ámma elst þeirra. Systkini hennar eru Guðfínna fyrr- um húsfreyja á Brekkum, fædd 4. mars 1905, dáin 27. júní 1992; Einar fyrrum bóndi á Bjólu, nú búsettur á Hellu, fæddur 18. júlí 1906; Sigríður fyrrum húsfreyja á Rangá, fædd 6. apríl 1908, dáin 8. febrúar 1983; Guðmundur bif- reiðastjóri í Reykjavík, fæddur 23. nóvember 1910, dáinn 8. maí 1987; stúlka, fædd 23. nóvember 1910, dó í frumbernsku; Svein- ' björn Júlíus bifvélavirki á Lyng- ási, fæddur 15. júlí 1914, dáinn 9. júlí 1990; Haraldur verslunar- maður í Reykjavík, fæddur 29. desember 1917. Amma ólst upp með systkinum sínum í föðurgarði og starfaði á búi foreldra sinna á bernsku- og unglingsárum. Um langa skóla- göngu var ekki hjá henni að ræða, frekar en flestum öðrum börnum þess tíma, en hún stundaði nám í farskóla er starfræktur var til 'fkiptis á heimilum í Bjólu- og Vetleifsholtshverfum. Um tvítugs- aldur fór hún til Reykjavíkur að nema matreiðslu og starfaði þar sem þjónustustúlka um skeið. Árið 1927 giftist amma afa mínum, Guðmundi Jónssyni, fædd- um á Ægissíðu 1. júní 1888. Hann var sonur Guðrúnar Pálsdóttur og Jóns Guðmundssonar er lengi bjuggu rausnarbúi á Ægissíðu. Þetta sama ár hófu þau búskap á Ægissíðu og bjuggu þar óslitið til ársins 1962 er afi lést. Eftir það dvaldi amma á heimili dóttur sinnar og tengdasonar allt til dauðadags. Amma og afi eignuð- ust työ böm, Stefán, fæddan 7. október 1929, dáinn 21. janúar 1930, og Guðrúnu húsfreyju á Ægissíðu, fædda 30. sejitember 1932. Hún er gift Einari Olafssyni bifreiðastjóra frá Þjótanda í Vill- ingaholtshreppi og eiga þau fjögur börn og fjögur barnaþörn. Á fyrri hluta aldarinnar og um það leyti sem amma og afi byijuðu búskap var oft erilsamt á Ægiss- íðuheimilinu því þar var bæði póst- hús og símstöð sveitarinnar. Afi sá um dreifingu póstsins i sveitirn- ar í kring og voru þær ferðir oft erfíðar og slarksamar að vetrar- lagi því allt varð að fara gangandi eða ríðandi. Afi stundaði auk þess ýmiss konar vinnu utan heimilisins og fór í göngur á Holtamannaaf- rétt hvert haust. Það kom því oft í hlut ömmu að sinna búverkunum sem henni fórst vel úr hendi. Amma var lífsglöð og félags- lynd kona og tók virkan þátt í ýmsum félagsstörfum, var meðal annars stofnfélagi í kvenfélaginu Hörpu í Djúpárhreppi og kvenfé- lagi Oddakirkju. Hún var mikill dýravinur, enda undi hún sér hvergi betur en við að sinna skepn- unum allt þar til heilsa hennar fór að bila fyrir nokkrum árum. Á yngri árum var hún mikil hesta- kona og margar hennar ánægju- legustu minningar tengdust því að spretta úr spori á góðum gæð- ingi, helst það viljugum að fremst- ur færi í flokki. Hún hafði yndi af ræktun blóma og tijáa og hafði komið sér upp fallegum garði, þar sem hún eyddi flestum þeim stund- um er hún hafði aflögu frá hinu daglega amstri. Amma var óþreytandi við að segja okkur, barnabömum sínum, sögur frá liðnum tíma, frá æsku- árum sínum, frá lífi og starfi fólks- ins í Bjóluhverfinu, en þar var mannmargt í þá daga. Þá var öllu minna um dægrastyttingu af ýmsu tagi heldur en nú er og helsta skemmtan ungs fólks var að fá að fara ríðandi á Þjórsármótin og í Landréttir. Hún kunni margar skemmtilegar sögur af förukörlun- um sem þá voru enn við lýði, körl- um eins og Guðmundi kíki og Sím- oni dalaskáldi sem jafnan voru aufúsugestir á æskuheimili henn- ar. Hún átti einmitt bjarta æsku- minningu frá því er Símon kom í heimsókn að Bjólu daginn fyrir fimm ára afmælið hennar vorið 1906 og orti þá þetta kvæði til ungu heimasætunnar: Sigurlín mér yndi ól, allt í gengur haginn. Fimm er ára áður sól, annan júní daginn. Brosir lífs um sumar svið svanfríð rósin folda. En á morgun afmælið, ætlar sitt að halda. Og nítján hundruð nú og sex náir ártal standa. Þegar upp hér vænleg vex vefjan gullinbalda. Ég tel það ákveðin forréttindi sem við systkinin urðum aðnjót- andi að fá að alast upp í návist ömmu. Hún var af aldamótakyn- slóðinni sem ólst upp við harðari lífsbaráttu og önnur iífsviðhorf heldur en við nútímafólk eigum að venjast. Það var enda dæmi- gert fyrir fólk af þessari kynslóð að það gerði meiri kröfur til sjálfs sín en annarra og hafði af miklu að miðla. Amma lét sér alla tíð annt um velferð afkomenda sinna. Þegar við vorum lítil kenndi hún okkur að lesa og draga til stafs og ófá eru þau sokkapörin, peys- urnar og vettlingarnir sem hún hefur pijónað og að okkur rétt um dagana. Henni þótti sælla að gefa en þiggja. Nú við leiðarlok vil ég og fjöl- skylda mín þakka ömmu fyrir sam- fylgdina. Úför hennar verður gerð í dag frá Oddakirkju. Guð blessi minningu hennar. Guðmundur Einarsson. Nú er hún amma mín dáin og mig langar til að minnast hennar með nokkrum orðum. Hún var frá Bjólu í Djúpár- hreppi. Þegar hún kynntist afa fluttist hún að Ægissíðu og eftir það vildi hún hvergi annars staðar vera. Oft sagði hún mér hvað það væri nú gott að búa á Ægissíðu. Um það leyti sem ég fæddist flutt- ust foreldrar mínir og amma í nýbyggt hús hér á Ægissíðu og þar bjó amma allt til síðasta dags. Amma var afskaplega bamgóð kona og hafði mikla þolinmæði. Þó að uppátækin í okkur krökkun- um hafi nú kannski stundum reynt á taugamar þá hélt hún alltaf ró sinni og gerði gott úr hlutunum. Amma hafði sérstakt yndi af dýr- um, sama hvort það voru hestar, kindur, hænur eða annað, þó sér í lagi hestum og ef hún sá hest í sjónvarpinu þá talaði hún oft um það hvað gaman væri nú að sitja hann þennan. Amma var afskaplega iðjusöm og alltaf var hún að gera eitthvað í höndunum og ófáar era lopapeys- urnar og sokkarnir sem hún pijón- aði handa mér og fleirum. Hún sagðist vera ómöguleg manneskja ef hún hefði ekki eitthvað að gera og alltaf tifuðu gömlu slitnu hend- urnar. Alltaf var gaman að spjalla við ömmu og þá var gamli tíminn oft ofarlega í huga hennar. Þó að aldurinn hafi verið orðinn hár þá gat hún oft verið ung í anda eins og hún sagði sjálf. Ég mun alltaf minnast þess þegar ég sá ömmu fyrst á peysu- fötum uppábúna, hvað mér fannst hún myndarleg kona. Minningarn- ar um hana eru margar og góðar og munu lifa lengi í huga mér og hvað hún gat verið dugleg stund- um er alveg ótrúlegt þegar maður horfir aftur í tímann. Með þessum orðum vil ég kveðja hana ömmu mína og biðja Guð að blessa hana. Hvíl þú í friði og þakka þér fyrir allt. Ólafur Einarsson. Okkur systurnar langar til þess að kveðja elsku langömmu, sem var okkur alltaf svo góð. Við sát- um oft hjá henni og hlustuðum á sögurnar hennar frá því að hún var ung. Stundum spiluðum við saman á spil, en ef enginn var til að spila við hana lagði hún bara kapal. Okkur fannst alltaf gaman að fara með henni í hænsnakofann og hjálpa henni að tína eggin. Okkur fannst langamma vera góð kona og við heyrðum hana aldrei tala illa um nokkurn mann. Elsku langamma, þakka þér kærlega fyrir alla sokkana og vettlingana sem þú pijónaði handa okkur. Við biðjum góðan guð að geyma þig. Sigurlín og Björg Elín. Látin er í hárri elli elskuleg móðursystir mín, Sigurlín Stefáns- dóttir, húsfreyja á Ægissíðu í Djúpárhreppi. Sigurlín var fædd að Bjólu í Djúpárhreppi 2. júní 1901. Dóttir hjónanna Áslaugar Einarsdóttur og Stefáns Bjarnasonar er þar bjuggu. Silla, eins og hún var alltaf kölluð af ættingjum og vinum, var elst níu systkina, svo það liggur í augum uppi að unga stúlkan mátti fljótt taka til hendinni, því nóg var að gera á barnmörgu sveitaheim- ili. Enda varð raunin sú að Sillu féll aldrei verk úr hendi. Hún var mikil hannyrðakona og gran hef ég um að pijónarnir hafi legið á vinnuborðinu hennar, þegar hún kvaddi þennan heim. Árið 1927 verða þáttaskil í ævi Sillu. Þá gengur hún í hjónaband með Guðmundi Jónassyni á Ægis- síðu og hefja þau búskap á vestur- hluta jarðarinnar, en austurhlut- ann sátu bræður Guðmundar, Þorgils og Torfi. Á Ægissíðu voru umsvif mikil. Bærinn í þjóðbraut og þar var afgreiðsla pósts og síma. Síminn í austurbænum en póstafgreiðslan í vesturbænum hjá Guðmundi. Þar var daglegur erill fólks er átti erindi við póstinn og ekkert var sjálfsagðara en að koma í eldhúsið til Sillu og þiggja kaffisopa. í október 1929 fæðist þeim hjónum sonur er hlaut nafnið Stef- án. Hann dó aðeins þriggja mán- aða gamall 21. janúar 1930. Það var mikil sorg hinum ungu hjón- um. En 30. september 1932 eign- ast þau hjón dóttur, er hlaut nafn- ið Guðrún. Hún varð þeim mikill sólargeisli og gleðigjafi alla tíð. Margar af minningum mínum frá barnsárunum eru tengdar Ægissíðu. Mjög kært var með þeim systrum, Sillu og móður minni, og við litlu frænkurnar á svipuðum aldri. Hittumst við því oft, enda stutt að fara. Ég drakk því margt mjólkurglasið og borð- aði marga kökusneiðina við eld- húsborðið hennar Sillu. Silla var mikill dýravinur og náttúruunnandi og þrátt fyrir gestkvæmt heimili fór hún fljótt að rækta garðinn sinn. Það vora mörg kvöldin sem hún eyddi í að hlúa að tijám og blómum. Enda bar garðurinn henni fagurt vitni og alltaf gat Silla miðlað öðrum plöntum úr garðinum sínum. Ég gleymi því seint er við hjón- in höfðum byggt okkur hús á Hvolsvelli, en garðurinn í kring eins og eyðimörk og lítið um pen- ing til þess að kaupa tré og blóm, að þá þurfti Silla allt í einu að grisja í garðinum sínum og sendi mér boð um að koma. Við létum ekki sitja við orðin tóm, en ókum út að Ægissíðu. Heim var komið með fullan bíl og byijað að gróður- setja. Ég held að einhver blessun hafi fylgt þessum gróðri, svo vel dafn- aði þetta allt. Og enn þann dag í dag stingur íslenska fjólan hennar Sillu upp kollinum á hveiju vori. Þannig var Silla, það var alla tíð hennar mesta gleði að gefa og miðla öðrum. Mann sinn missti Silla eftir 35 ára hjónaband, en hann lést 28. des. 1962. Það var gæfa Sillu að einkadótt- irin Guðrún og eiginmaður hennar Einar Ólafsson frá Þjótanda tóku við búi á Ægissíðu og bjó Silla hjá þeim allt til hinstu stundar. Það hefði verið henni erfitt að yfirgefa þennan fagra stað. En leitun er að fegurra útsýni en frá Ægissíðu. Fjallahringurinn glæsi- legri með Heklu, drottningu sunnslenskra fjalla, sem miðpunkt. Hin síðari ár er SiIIa var farin að heilsu sát hún löngum stundum í herberginu sínu og pijónaði. Þá var notalegt að setjast á móti henni við vinnuborðið við gluggann, njóta útsýnisins, sjá pijónana tifa í vinnulúnu höndun- um og hlusta á hana segja frá lið- inni tíð, því Silla var hafsjór fróð- leiks. En lengst mun ég minnast Sillu fyrir birtu hennar og ferskleika, þrautseigju og seiglu að standa af sér storma lífsins, alveg eins og íslenska fjólan sem hún unni svo mjög. Hafðu þökk fyrir allt, elsku frænka. Ása frá Rangá. Friðgeir Friðjóns- son — Minning Fæddur 1. október 1931 Dáinn 16. janúar 1994 Hann Friðgeir er dáinn. Þegar við félagarnir fréttum þetta sunnudaginn 16. þ.m., setti að okkur djúpan söknuð. Söknuð sem sá einn skilur sem misst hefur kæran vin. Hann var fyrsti félag- inn í klúbbnum okkar sem kallaður var á vit hins óþekkta. Friðgeir var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins . Smyrils í Borgarnesi. Hann starfaði þar af þrótti, þótt uppvaxtarárin væru oft erfíð. Fram að dánardægri var hann virkur þátttakandi þótt oft væri um langan veg að fara á fundi. Vegna reynslu sinnar í fé- lagsstörfum var hann oft kvaddur til starfa, en oftar var það hann sem sótti á að fylgja eftir verkefn- um klúbbsins með því að fara í sveitina, sem var honum svo kær, til að selja jólapappír eða K-lykil, verkefni sem voru til styrktar öðr- um sem minna máttu sín í þjóðfé- lagjnu. Á fundum var Friðgeir virkur, hvort sem var að segja okkur fé- lögunum skemmtilegar sögur eða áminna okkur um hluti sem hann taldi að betur mættu fara. Hann gegndi flestum embættisstörfum fyrir klúbbinn 'sinn og var forseti starfsárið 1982-1983. Hestamennska átti stóran þátt í lífi hans, hvort sem var á hest- baki eða í dómarasæti. Á þeim vettvangi eignaðist hann sennilega sína bestu vini. Friðgeir var hvers manns hugljúfi hvar sem hann fór. Hlátur hans var einlægur og kom mönnum yfirleitt í gott skap. Hann var góður vinur vina sinna og samskipti hans við börn og barnabörn góð. Sýndi hann það hvað best þegar hann á slðustu dögum ævi sinnar var að kaupa flugeldapakkann fyrir bamabörnin. Við Kiwanisfélagarnir í Borgar- nesi minnumst þessa félaga okkar með söknuði í hjarta. Aðstandend- um öllum færum við einlægar samúðarkveðjur. Hvíl í friði. Félagar í Kiwanisklúbbnum Smyrli. Kveðja frá Hestamannafé- laginu Glað í Dalasýslu Friðgeir Friðjónsson frá Hof- stöðum er fallinn frá á besta aldri, aðeins 62 ára. Fréttin um ótíma- bært fráfall hans kom eins og köld gusa yfir okkur í Hesta- mannafélaginu Glað í Dalasýslu. Við sjáum þar á eftir góðum dreng og dyggum stuðningsmanni fé: lagsins til fjöldamargra ára. í mörg ár sinnti hann störfum á mótum félagsins á Nesodda, bæði sem dómari og þulur. Fórust hon- um þau störf vel úr hendi. Alltaf var gott til hans að leita um ráð eða aðstoð og sá hann ekki eftir sér að gera félaginu allt það sem hann gat þrátt fýrir að hann væri aldrei félagsmaður. Hann var duglegur að mæta á aðalfundi félagsins og ræddi þá gjarnan um dómstörf, námskeið og gæðingakeppnir, en þessi mál- n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.