Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 45 Nýir menn í nýja sljóm Frá Karli Valdimarssyni: í PRÓFKJÖRI Sjálfstæðisflokksins sem fram fer eftir nokkra daga stendur okkur sjálfstæðismönnum til boða að endumýja framboðslist- ann til borgarstjómar Reykjavíkur. Ég er í hópi þeirra sem telja að tímabært sé orðið að nýir menn fái að spreyta sig í borgarmálun- um. Ég held raunar að endumýjun framboðslistans hafi aldrei verið nauðsynlegri en nú, þegar vinstri flokkamir hafa sameinast og tefla meðal annars fram fólki sem ekki situr í borgarstjórn nú. Við þessar aðstæður er ómögulegt að Sjálf- stæðisflokkurinn bjóði aðeins fram gömlu borgarfulltrúana sína sem flestir hafa setið í borgarstjóm í áratug eða lengur. Þetta er sagt með fullri virðingu fyrir þessum ágætu borgarfulltrú- um sem flestir hafa staðið sig ágætlega. En nýja menn þarf til að taka viðfangsefnin nýjum tök- um, bregðast við breyttum aðstæð- um og ekki síst koma nýjum hug- myndum í framkvæmd. Af nýjum frambjóðendum mæli ég hiklaust með Gunnari Jóhanni Birgissyni lögmanni í ömggt sæti. Ég hef fylgst með skrifum hans um nokkurt skeið og held að þar fari maður sem treysta megi til AmalRún brýturísinn Frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni: ÉG VIL mælast til þess að fólk hér á landi geri sig ekki að auðvirðileg- um sakborningum með afstöðu sinni gegn Amal Rún, því hún á það svo sannarlega ekki skilið. Út- varpsstöðin Bylgjan ætti að sýna sóma sinn í þvi að láta ekki annað eins níð um einstaklinga eins og þeir hafa komið á framfæri fyrir mannhatara frá sér fara. Þetta er alveg yfirgengilegt og era þessir menn sem ráðist hafa á Amal Rún Qase á Bylgjunni sekir um mann- orðsníð sem er svo alvarlegt að það gæti þýtt nokkurra ára fangelsi. Ég vil því krefjast þess af út- varpsstöðinni Bylgjunni, að þeir krefjist nafns og heimilisfangs fólks sem þar talar. Varðandi Amal Rún vil ég segja að kominn er tími á að jafn traust- ur ríkisborgari og hún komist til áhrifa í íslensku þjóðfélagi, ekki síst vegna hraðra breytinga í heim- inum. Amal Rún Qase hefur haft kjark til að brjóta ísinn í því efni og á margfaldan heiður skilinn og virðingu. ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON, Nökkvavogi 33, Reylqavík. VELVAKANDI STYÐJUM HILMAR GUÐLAUGSSON ÞESSA dagana er að færast líf 5 prófkjör okkar sjálfstæðis- manna vegna borgarstjórnar- kosninganna í vor og er það vel. Sjálfstæðisflokkurinn er eins og allir vita stærsti stjórnmála- flokkur landsins, flokkur allra stétta. Verkalýðsforinginn Magnús L. Sveinsson hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér í komandi kosningum. Það gladdi mig því mjög þegar Hilm- ar Guðlaugsson gaf kost á sér á nýjan leik, en Hilmar er eini maðurinn úr verkalýðsarmi Sjálfstæðisflokksins sem gefur kost á sér til prófkjörs. Til þess að Sjálfstæðisflokkurinn standi undir nafni sem flokkur allra stétta, þá skora ég á alla sjálf- stæðismenn í Reykjavík að styðja Hilmar Guðlaugsson í 4. sætið. ÞAKKIRTIL AMAL RÚNAR BM vildi koma á framfæri þökk- um til Amal Rúnar fýrir orð í tíma töluð. Þar á hann við grein hennar, Kvennalistinn er hugs- anavilla, sem birtist í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag. Hann segir þetta orð í tíma töluð. DÚKKUVIÐGERÐIR EF einhver getur tekið að sér viðgerðir á dúkkum er sá hinn sami beðinn að hafa samband í sima 94-3436. Sigrún. T AP AÐ/FUNDIÐ Kerrusvunta og teppi töpuðust MARGLIT græn svunta af kerruvagni og þykkt grænt og fjólublátt barnateppi töpuðust sunnudaginn 9. janúar í flutn- ingum frá Keflavík til Reykja- víkur. Finnandi vinsamlega hringi í Helgu í síma 91-32485. Húfa fannst SVÖRT skinnhúfa fannst á Austurgötu S Hafnarfirði sl. þriðjudag. Eigandi má hafa samband í síma 54335. Slæða týndist DIOR-slæða, svört í grunninn með rauðu og grænu rósa- mynstri, tapaðist þann 4. janúar á móts við Freyjugötu 32-34 um fimmleytið. Slæðan er eigandan- um dýrmæt. Hafi einhver fundið slæðuna er viðkomandi vinsam- lega beðinn að hringja í síma 666596. Handtaska tapaðist SVÖRT slitin leðurhandtaska sem innihélt m.a. vínrautt seðla- veski með skilríkjum o.fl. tapað- ist á Laugavegi eða Skólavörðu- stíg laugardaginn 8. janúar eða sunnudaginn 9. janúar. Finnandi vinsamlega hringi í síma 25711. Gleraugu töpuðust KVENGLERAUGU töpuðust miðvikudaginn 19. janúar, lík- lega á bílastæðinu við Austur- ver. Finnandi vinsamlega hringi í síma 92-15148. Kápa tapaðist SÁ eða sú sem tók svarbláa tere- lynkápu í misgripum á Kringlukránni í byijun desemn- ber er vinsamlega beðinn að skila henni aftur á Kringlukr- ána. GÆLUDÝR Kettlingar TVEIR rúmlega tveggja mán- aða kettlingar, svartir og hvítir, fást gefins á gott heimili. Upp- lýsingar í síma 671780. að koma fram í borgarstjóm nú- tímalegum sjónarmiðum og standa vörð um hagsmuni okkar skatt- greiðenda sem viljum að farið sé af ráðdeild og fyrirhyggju með útsvarið okkar. Virðingarfyllst, KARL VALDIMARSSON, bifreiðastjóri, Brekkustíg 19, Reykjavík. Til hvers? Frá Jóni K. Guðbergssyni: Ég hef löngum haldið að það væri starfsregla hjá fjölmiðlum, sem vandir era að virðingu sinni, að láta fram koma í fréttum og umræðum fleiri en eitt sjónarmið ef um álitamál er að ræða. Þar virðist ég hafa vaðið í villu og svíma. Að minnsta kosti era aðrir siðir tíðkaðir þegar um áfengismál er að ræða. Á sunnudaginn var skýrði fréttamaður frá breytingum á starfsemi áfengisverslunarinnar í Svíþjóð og Finnlandi. Þær breyt- ingar munu gerðar eftir valdboði frá Belgíu. Að vísu var fréttin ekki ný, síður en svo, nema kannski í augum fréttamanna Sjónvarpsins og íslenskra áfengisbraskara. Eðli- legt hefði flestum fundist að fá til viðræðu forstjóra ÁTVR eða stað- gengil hans út af þessari frétt þar sem þar á bæ er sjálfsagt betur vitað um þessa hluti en annars staðar hérlendis. Það var þó ekki gert heldur var kallaður til alþing- ismaður Verslunarráðsins sem mér skilst að Norðlendingar hafi kosið á þing og talaði hann við sjálfan sig um þetta mál eins og hann er vanur. Hlutleysisbrot Sjónvarpsins var þó ekki það versta heldur hitt að íslenskur alþingismaður skuli hlakka yfir því framan í alþjóð að íslenskt löggjafarvald hafi að hluta verið fært til Brussel (ekki Kaup- mannahafnar), til einhverra skrif- ræðismanna sem vinna undir stöð- ugri ágengni og þrýstingi stiga- manna (lobbýista) miður þokka- legra hagsmunahópa. Til hvers var þá barátta Jóns Sigurðssonar, Benedikts Sveinssonar og annarra forystumanna í sjálfstæðisbaráttu fyrir flutningi löggjafarvalds og dómsvalds heim til Islands? JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. LEIÐRÉTTIN G AR Víxlun í línuriti Á miðsíðu Morgunblaðsins í gær birtist línurit eða kort yfir útláns- vexti banka og sparisjóða. Þau mis- tök urðu við gerð kortsins, að víxl- un varð á stöplum Búnaðarbanka og sparisjóðanna. Grunnvextir yfir- dráttarlána sparisjóðanna eru 13,5, en hjá Búnaðarbanka eru þessir vextir 12%. Hér fylgir réttur hluti línuritsins, sem birtist í gær. Utlánavextir banka og sparisjóða frá 21. janúar 1994 Yfirdráttarlán (grunnvextir) 13.7S% 13,50% L Stuðningsmenn Árna Sigfússonar f 2. sætið í prófkjöri sjólfstæðismanna hafa opnað kosningaskrif- stofu ó Suðurlandsbraut 4, símar 6841 66 og 6841 54 Opið fró hódegi dag hvern og fram eftir kvöldi. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna auglýsir eftir tilboðum í eftirtaldar eignir á Dalsbraut 1, Akureyri, (áður eignir íslensks skinnaiðnaðar). Geymsluhúsnæði á jarðhæð (staðsett á móti afgreiðslu Vífilfells) alls 814m2(92 m2, 512 m2, 210 m2. 1. hæð í gömlu sútunarverksmiðjunni alls 2.171 m2(337 m2, 1.173 m2, 151 m2,510m2). 2. hæð í sama húsi (áður skóverksmiðjan Strikið) alls 1.463 m2 (1.194 m2, 269 m2. Upplýsingar gefur Sturla Haraldsson. Eignaumsýsla útlánastýring, Austurstræti 11, Reykjavík. Sími 606282. SJONVORP FRAMTIÐARINNAR BJÓÐAST NÚ Á FRÁBÆRU VERÐI UPPFYLLA STHANGAR KRÖFUR UM GÆÐI LEIÐANDI A SlNU SVIDI UIVIFRAWI ALLT GERÐ MEÐ ÞIG í HUGA AUÐVELD STJÓRNUN FÁIR TAKKAR Á FJARSTÝRINGU HEYRNARTÆKJATENGI SCART-TENGI INNILOFTNET TEXTAVARP FÁANLEGT SKARPUR 14" SKJAR' HIGH FOCUS SJÁLFVIRK STOÐVA- STILLING - APS RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 EGLA - röö ogregla Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlaiundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 *£ígt f!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.