Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 5 Þorrinn í Nausti á af- mælisári NAUSTIÐ við Vesturgötu, elzta veitingahús landsins, verður 40 ára í haust. Naustið byrjaði fyrst allra veitingahúsa að bjóða uppá þorramat í trogum, eða árið 1958. Síðan þá hefur ekkert ár fallið úr og enn á ný býður Naustið lands- mönnum upp á ekta íslenzkan mat á þorranum. Að sögn Harðar Sigur- jónssonar veitingamanns verður hinn hefðbundni matur á boðstólum og eins sjaldgæfar en rótgrónar tegundir hjá Naustinu, s.s. súrsaðir selhreifar. Fyrir þá sem eru lítið fyrir súran mat er boðið uppá hangi- kjöt, svið, saltkjöt og fleira. Hörður segir að mikið sé búið að panta. Lifandi tónlist er á föstudags- og laugardagskvöldum. Ragnar Bjarnason spilar á píanó og syngur. ------»-»-♦----- Veiðistjórí til Akureyrar Kom starfs- mönnum í opna skjöldu ÁKVÖRÐUN umhverfisráðherra um að flytja starfsemi veiðistjóra til Akureyrar kom starfsmönn- um í opna skjöldu. Ekkert sam- ráð var haft við starfsfólk að sögn Páls Hersteinssonar veiði- stjóra sem segist ekki flylja með stofnuninni norður. „Ég get ekki farið sjálfur," sagði Páíl. „Fyrir mér er það einfaldlega val á milli fjölskyldunnar og starfs- ins og þá er ekki spurning um hvort ég vel.“ Þrír starfsmenn eru í fullu starfi hjá stofnuninni auk þriggja annarra í hlutastarfi sem samtals er tæplega eitt starf. Sagði hann að þeir væru í svipaðri aðstöðu og hann varðandi flutninginn. Páll sagðist hafa sent ráðherra greinargerð um sína afstöðu eftir að ákvörðunin var tekin. Hann sagðist enn sem komið er ekki vilja segja til um hvort hann segði starfi sínu lausu. Ákvörðun um flutning hafi komið öllu starfsmönnum á óvart. Við þá hafi aldrei verið rætt. ------» ♦ ♦----- Prófkjör í Hafnarfirði um næstu helgi { frétt af prófkjöri Sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði sem birtist í blaðinu í gær, brenglaðist setning í inngangi og fyrirsögn var röng. Þar átti að standa, að prófkjörið yrði um aðra helgi en ekki næst- komandi helgi. Þetta kemur raunar fram í textanum þar sem segir að prófkjörið verði dagana 29. og 30. janúar. Þá var ranglega farið með nafn eins frambjóðandans, Ásdísar G. Konráðs. Beðist er velvirðingar á mistökunum. mánaða ábyrgð á notuðum Daihatsu og Volvo bilum I eigu Brimborgar! 1 O O % Á B Y R G Ð Opið laugardaga kl. 10:00 - 17:00 Það getur verið töluverð áhætta að kaupa notaðan bíl. Þú getur auðveldlega sannreynt að útlit bílsins sé í lagi en fæstir hafa getu né aðstöðu til að sannreyna hvað leynist undir yfirborðinu. Þess vegna býður Brimborg hf. SEX mánaða ábyrgð á notuðum Daihatsu og Volvo bílum í eigu Brimborgar. Allir notaðir bflar af þessum tegundum eru yfirfarnir af þjónustumiðstöð Ijrimborgar og þar er allt lagfært sem er í ólagi áður en bflarnir eru seldir. Þannig er öryggi þitt tryggt. Ábyrgðin gildir til sex mánaða eða að 7500 km. og allt er i ábyrgð nema yfirbygging bílsins. faxafeni > ■ sími 91- 685870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.