Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1994 21 Deila Samheija og Sjómannafélags Eyjafjarðar vegna tvíburatrollveiða Sjómenn gera kröfu um hækkun á skiptahlutfalli Messur ■ AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskólinn kl. 11, munið kirkjubílana. Fjölskyldumessa verð- ur kl. 14. Ungmenni aðstoða. Vænst er þátttöku fermingarbarna og fjöl- skyldna þeirra. Æskulýðsfundur verður í kapellunni kl. 17 á morgun. Biblíulestur verður í Safnaðarheimil- inu nk. mánudagskvöld kl. 20.30. ■ GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur Samherji kannar hvort bráðabirgðalögin nái til fyrra samkomulags um uppgjör SJÓMENN á togurum Samlierja, Margréti EA og Oddeyrinni EA, höfnuðu á fundi hjá Sjómannafélagi Eyjafjarðar í gær að róa á sama uppgjöri og var fyrir áramót, en tilboð þess efnis hafði borist frá útgerðinni, að sögn Konráðs Alfreðsson- ar formanns félagsins. Akveðið hefur verið að leggja Oddeyr- inni EA í kjölfar deilunnar og eins vegna kvótaleysis. Sam- heiji er að skoða hvort bráðabirgðalögin nái til samkomulags- ins sem gert var upp á fyrir áramótin. Undirmönnum á togurunum tveimur var sagt upp störfum síð- astliðinn mánudag í kjölfar ágreinings um uppgjör og hefur lítið þokast í samkomulagsátt í vikunni. Eftir að sjómenn höfnuðu því að fá uppgert á sama hátt og var fyrir áramót, segir Konráð að boltinn sé hjá Samheijamönnum. Uppsagnarfrestur undirmann- anna rennur út næstkomandi mánudag og sagði Konráð að ef ekkert gerðist í málinu um helgina yrðu um 40 sjómenn atvinnulausir í kjölfarið. Þungt hljóð Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrsti viðskiptavinurinn ■ >7 **’StSf§< '■ikx i 1 HANNA Stefánsdóttir varð sú fyrsta til að versla í nýrri verslun, Kjörbúðinni Kaupangi sem opnuð var í gær. Verslunin er þar sem Matvörumarkað- urinn var áður, en sem kunnugt er varð Sæborg hf. sem rak verslunina gjaldþrota fyrir nokkru. Skiptastjóri tók tilboði tveggja heildsala, Valgarðs Stefánssonar hf. og Valdemars Baldvinssonar og Bautans/Bautabúrsins í eignir þrotabúsins í vik- unni og var ný verslun opnuð þar í gærmorgun. Hanna býr skammt frá, í Víðilundi og var hin ánægðasta með að geta á ný keypt inn j nám- unda við heimili sitt. Það var Svanhildur Guð- mundsdóttir verslunarstjóri sem tók á móti Hönnu og færði henni blóm í tilefni af því að hún var fyrsti viðskiptavinur verslunarinnar. Togarar Samheija, Margrét og Oddeyrin, hafa verið á svokölluð- um tvíburatrollveiðum og snýst ágreiningurinn m.a. um hvernig skipta eigi aflaverðmæti milli tveggja skipa sem hlut eiga að veiðunum. Konráð sagði að félag- ið hefði krafist þess að fá hærri skiptaprósentu fyrir mannskapinn um borð, eða þá sömu og gildir fyrir frystitogara. Miðað við 24 menn í áhöfn vildi sjómannafélag- ið því fá 31,5% af því sem eftir er til skiptanna fyrir mannskapinn þegar búið væri að draga 25% kostnaðarhlut útgerðarinnar frá heildaraflaverðmætinu. „Við vor- um tilbúnir til að deila þessum hlut í 28 staði í stað 24 eins og vera ætti samkvæmt frystitogara- samningum, en útgerðin bauð upp á sama uppgjör og var fyrir ára- mót, þar sem skiptaprósentan er lægri,“ sagði Konráð. „Það er mjög þungt hljóð í okkar mönnum, nú hefur verið ákveðið að leggja Oddeyrinni og við það er lífsbjörg- inni kippt frá mannskapnum fyrir- varalaust." Álitamál Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samheija sagði að Oddeyrinni yrði lagt næstu mánuði. Hann sagði ýmis álitamál uppi vegna ágreinings útgerðarinnar og sjómanna. „Það er álitamál hvort bráðabirgðalögin sem sett voru um daginn næðu til þess samkomulags sem við vorum að gera upp á án athuga- semda og við erum að skoða það mál núna,“ sagði Þorsteinn. kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugar- daga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. SÍK, KFUM/KSH, Háaleitisbraut 58-60: Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. „Ég mun gefa yður nýtt hjarta" (Esek. 36,26nn). Upp- hafsorð hefur Þóra Harðardóttir. Ræðumaður Ragnar Gunnarsson. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Barna- gæsla og barnasamkoma á sama tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 11 helg- unarsamkoma og sunnudagaskóli. Lt. Sven Fosse talar. Kl. 20 hjálp- ræðissamkoma. Erlingur Níelsson talar. Leikhópur frá Kefas tekur þátt. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. Öllum opið. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Rútuferð frá safnaðarheimilinu kl. 13.30. Barna- starf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. GARÐASÓKN: Sunnudagaskóli kl. 13 í Kirkjuhvoli. Guðsþjónusta kl. 14. Fermd verðurTinna Eyjólfsdótt- ir, Bæjargili 32, Garðabæ. Sóknar- prestur. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta í Hrafn- istu kl. 13. Guðsþjónusta með altar- isgöngu í Víðistaðakirkju kl. 14. Kór Víðistaðakirkju syngur. Organisti Úlrik Ólason. Ólafur Jóhannsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingar- börn aðstoða. Barnakórinn syngur ásamt kirkjukór. Organisti Ölafur Finnsson. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Elfn Jóhannsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Magnús Guðjónsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Kaffiveit- ingar í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 með þátttöku sunnudagaskólabarna, ferming- arbarna og foreldra þeirra. Sr. Sig- fús Baldvin Ingvason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Keflavík- urkirkju syngur, organisti og stjórn- andi Einar Örn Einarsson. Prestarn- ir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Barn borið til skírnar. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Unglingastarfið kl. 20.30. Baldur Rafn Sigurðsson. SJÚKRAHÚS Keflavíkurlæknishér- aðs: Guðsþjónusta kl. 13.20. Baldur Rafn Sigurðsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barnastarf- ið kl. 11. Messa kl. 14. Fermingar- börn taka þátt í athöfninni. Kaffi- veitingar í safnaðarheimilinu eftir messuna sem fermingarbörn og foreldrar þeirra annast. Sókn- arprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta á bænadegi kirkjunnar kl. 11. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta á bænadegi kirkjunnar kl. 14. Hjört- ur Magni Jóhannsson. GARÐVANGUR, dvalarheimili aldr- aðra í Garði: Helgistund kl. 15.30. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Samvera 10-12 ára barna kl. 17. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Ágúst Einarsson guðfræðingur prédikar. Tómas Guðmundsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Kaffi eftir messu. ODDAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Skírn. Organisti Halldór Óskars- son. Sunnudagaskóli í grunnskólan- um Hellu kl. 11. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Almenn guðsþjónusta á Hraunbúð- um kl. 15.15. Kl. 20 unglingafundur KFUM & K í Landakirkju. HVAMMSTANGAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sérstakt erindi til foreldra og annarra forráða- manna barna um bænina. Kristján Björnsson. AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjón- ustaj dag laugardag kl. 11. Stjórn- andi Haukur Jónasson. Kirkjuskóli yngstu barnanna í dag kl. 13 í safn- aðarheimili. Stjórnandi Axel Gú- stafsson. Messa sunnudag kl. 14. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta i Borgarneskirkju kl. 11.15. Sóknarprestur. og bænastund kl. 13.00 í dag, laug- ardag. Barnasamkoma kl. 11, eldri systkini og/eða foreldrar hvattir til að koma með börnunum. Guðsþjón- usta kl. 14. Kirkjukaffi kvenfélags- ins verður í safnaðarsalnum að guðs- þjónustu lokinni. Fundur æskulýðs- félagsins kl. 17.30. Systrakvöld mánudagskvöldið 24. janúar kl. 20.30. ■ HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgunarsamkoma kl. 11 á morgun, sunnudagaskóli kl. 13.30, bæn kl. 19.30, almenn samkoma kl. 20. Mánudag ki. 16 er heimilasamband þar sem allar konur eru velkomnar. ■ KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyr- arlandsvegi 26 á Akureyri: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morg- un, sunnudag, kl. 11. Hörð kosningabarátta krefst sterkra frambjóðenda Inga Jóna Þórðardóttir Rétt kona á réttum stað. Inga í annað sætið Úrslit kosninga geta ráðist af vali í prófkjöri. Höfum þetta í huga þegar við veljum framboðslista fyrir kosningarnar í vor og stillum upp sigurlista! Stuðningsmenn Ingu Jónu Þórðardóttur Skrifstofa stuðningsmanna, Vesturgötu 2, (Álafoss- húsinu). Símar 16560 og 16561. Opið 10-22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.