Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 iJAIS&t-ASS/cM‘--TUAa.T 01993 Farcus Carloons/Dmnbuled by Univefsal Préss Syndicale M/a£ helctur&a aö þetla þýðl? Með morgunkaffinu Ást er. -25 ... að hringja - bara til að heyra rödd hennar. TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ° 1994 Los Angeles Times Syndtcate *■*$[*;' ^ / //im Við verðum víst að hætta núna, Magga mín. Guðmund- ur er orðinn svangur. Pabbi! má ég fylla vatnsbyss- una mína? HOGNI HREKKVÍSI > //-/7 // HéRhiA 'A AE> SV£S'£S7A NV TA PO.STH ÚSIP • " BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Til minningar um móður sem aldrei fæddist Frá Guðmundi Erni Ragnarssyni: Nú í ársbyrjun var skoski læknir- inn Roger Gosden heimsþekktur er hann greindi frá tilraunum sínum með fijóvgun eggja úr deyddum kvenfóstrum. Hann telur nú fullvíst að óbyrjur geti nýtt sér þfessi egg til bameigna. Þessu hafa ýmsir mót- mælt sem ósiðlegu athæfi og segja að það stríði gegn siðgæðisvitund almennings ef vekja á til lífsins börn mæðra sem aldrei voru til. Gosden hefur svarað þessum gagnrýnisrödd- Yfir 50 bjargað við Straumnes Frá Ólafi Elímundarsyni: Eins og Gunnar Markússon bóka- vörður í Þorlákshöfn bendir réttilega á þá er sú fullyrðing í bókinni Hel- nauð (Fróði hf. 1993) röng að hæsta tala bjargaðra úr sjávarháska „í einu hér við land“ hafi verið þegar 42 mönnum var bjargað af Grindvíking- um úr strönduðum togara (1. apríl 1955). Fyrir utan dæmi það sem Gunnar Markússon nefnir vil ég benda á annað. Nóttina 30. nóvember 1916 strandaði eimskipið Goðafoss (fyrsti) við Straumnes í Aðalvík. Um morg- uninn fór 1. stýrimaður skipsins með fáeinum mönnum öðrum á einum léttabátnum inn að Látrum í Aðalvík. Daginn eftir, 1. desember 1916, björgðuðu heimamenn á Látrum ásamt 1. stýrimanni og nokkrum úr áhöfninni yfir 50 manns af skipinu, áhöfn og farþegum. (Sjá um þetta í ritinu Frá ystu nesjum, 2. útg., 3. bindi, Skuggsjá 1982, eða Lesbók 22. tbl. 1987, 62. árg.). ÓLAFUR ELÍMUNDARSON, Stóragerði 7, Reykjavík. um og sagt að mönnum ætti að reyn- ast auðvelt að sætta sig við þetta fyrst almenningur hafr yfirleitt fallist á að leyfa dráp ófæddra barna. Hér sannast máltækið að sök bítur sek- an. Hvernig getum við varist órétt- læti ef við beitum sjálf hálfu verra óréttlæti? Kristnir menn hafa allar aldir vitað að rpaður varð maður við getnað. Um það vitna bæði Gamla- og Nýjatestamentið. Guð ávarpar Jerimía spámann svo: „Aður en ég myndaði þig í móðurlífr útvaldi ég þig og áður en þú komst af móður- kviði helgaði ég þig.“ I Lúkasarguð- spjalli er frásaga af því þegar Jesús og Jóhannes skírari hittust en þá voru þeir báðir fóstur í móðurkviði. Tók þá Jóhannes viðbragð af gleði yfir nærveru frelsarans og móður hans. Jesús var þá nýgetinn í kviði Maríu en Elísabet var komin á sjö- unda mánuð á leið með Jóhannes. í samræmi við þetta hafa læknar ver- ið látnir vinna eið, þegar þeir fá læknisleyfi, um að vinna að verndun mannlegs lífs allt frá getnaði. Eigi að síður voru árið 1975 sett lög á íslandi sem í raun heimila fóstureyð- ingar að geðþótta manna. Öll játum við og þekkjum boðorðið: „Þú skalt ekki mann deyða." Og einmitt þess vegna eru í íslenskum lögum ströng viðurlög við því að drepa manneskju. í nútímanum viljum við lifa í vellyst- ingum og ákveða sjálf hvaða stefnu líf okkar tekur. Sé það vilji okkar að fæða bam, þá fæðum við barn, jafnvel þótt náttúran leyfi ekki slíkt. Og þegar við óskum þess ekki að ala barn, þá skal okkar bam ekki fá að líta þennan heim, jafnvel þótt það hafr þegar verið getið. Við beij- um þá hausnum við stein og látum eins og barnið sé alls ekki til. Við játum að vísu að það gæti orðið til sem mannleg vera ef þungunin næði fram til fæðingar en það stöðvum við með drápi fóstursins. Af því að það „hentar okkur", breytum við þá skilgreiningu okkar á því hvenær mannlegt líf hefjist og til .samræmis afskræmum við landslög. Roger Gosden áætlunin gengur út á það að nauðga og drepa ófædd stúlku- börn. Fáir vilja koma börnunum til hjálpar enda eru þau ekki til sam- kvæmt skilgreiningu almennings og löggjafans. Samt munu þessi ógæfu- sömu böm „sem ekki eru til“ verða neydd til að geta af sér önnur börn. Guð gefi að augu okkar opnist fyrir því hvílíka glæpi við fremjum með því að deyða árlega hundruð ófædd börn okkar. Rétt mannsins til að fá að lifa verðum við að taka fram yfir allan annan rétt. Það er þess vegna sem við erum tilbúin til áð kosta öllu til að bjarga einum manni í sjáv- arháska. Hafi það hvarflað að þér að láta deyða ófædda bamið sem þú berð undir belti, skaltu varpa frá þér þeirri hugsun hvað sem það kann að kosta þig. Guð hefur þegar skap- að þetta bam og líf þess á að vera þér jafn heilagt og það er Guði. Hann mun blessa þig margfaldlega veljirðu mannslíf fram yfir heimsins gæði. Hafirðu hins vegar þegar látið eyða fóstri eða hvatt aðra til slíks, þarftu að gera iðrun og biðja Guð um fyrirgefningu. Guð bæði getur og vill fyrirgefa. „Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Jóh. 3:16. Jesú Kristi var fórnað á krossi fyrir alla menn. Blóði hans var úthellt til þess að afmá syndir. En við þurfum samt að játast honum í trú til þess að fórn hans komi að gagni fyrir okkur. Ef þú biður Jesú þá mun hann heyra. Segðu eftirfar- andi upphátt: „Jesús, ég trúi því að þú hafir risið upp frá dauðum til þess að ég öðlist eilíft líf. Ég bið þig nú að koma inn í líf mitt og ég játa þig sem Drottinn minn og herra. - Og nú þakka ég þér að þú hefur fyrirgefið mér allar misgjörðir. Ég þakka þér einnig fyrir að nú hefur þú gerst hluttakandi í lífí mínu og vegna þín er ég orðin Guðs barn og öll fyrirheitin í Guðs Orði, Biblíunni, tilheyra mér. í Jesú nafni Amen.“ - Ef þér sýnist svo, leyfðu mér þá að heyra frá þér. GUÐMUNDUR ÖRN RAGNARSSON, Orði lífsins, Grensásvegi 8 Reykjavík. Víkveiji skrifar Bankarnir og greiðslukortafyrir- tækin ætla greinilega hvergi að gefa eftir í stríðinu um debetkort- in og auglýsa þau grimmt þrátt fyr- ir andóf kaupmanna. Reglulega birt- ast síðan upplýsingar um fjölda nýrra korthafa og fyrirtækja sem veita kortunum viðtöku eins og ekkert sé sjálfsagðara að þau taki á sig aukinn kostnað vegna hins nýja greiðslu- máta. Samstaða kaupmanna í þessu máli sýnist hins vegar óijúfanleg og breiðfylking Kaupmannasamtak- anna og þeirra samstarfsaðila virðist herðast við hveija raun. Hefur Vík- veiji raunar orðið þess áskynja að fyrirtæki sem gengið hafí til samn- inga um debetkortin séu litin horn- auga af andstæðingum kortanna. í röðum kaupmanna ríkir sérstaklega gremja í garð þeirra fyrirtækja sem hafa gert auglýsingasamninga við greiðslukortafyrirtæki samhliða samningum um debetkort. Raunar mun þetta hafa gengið svo langt að einstakir kortaandstæðingar hafa ákveðið að sniðganga ákveðna veit- ingastaði í mótmælaskyni við slika samninga. Það er ljóst að debetkorta- deilan er komin í illleysanlegan hnút og fátt bendir til að lausn sé í sjón- máli. Víkveiji vonar að aðilar nái að slíðra sverðin sem fyrst og finni lausn á þessu máli enda eru debetkortin þrátt fyrir allt greiðslumáti framtíð- arinnar. Víkveiji vill vera umhverfisvænn þó stundum sé viljinn meiri.en getan. En til að klóra í bakkann brýn- ir hann fyrir öðrum fjölskyldumeð- limum að henda einnota umbúðum ekki hugsunarlaust í ruslið, heldur safna þeim saman og koma í endur- vinnslu. Þess vegna hafði safnast töluvert magn af plastflöskum undan g;osi í geymsluna svo Víkverji dreif sig með dótið í Hagkaup þar sem maskína tekur við þessum umbúðum gegn greiðslu. Þegar Víkveiji ætlaði að nota þessa ágætu vél, vildi hún ekkert fyrir hann gera en spýtti úr sér flöskunum hið snarasta. Bar þá að starfsmann Hagskaups, ungling- spilt, sem sagði að líma þyrfti strika- merkimiða á hveija flösku fyrir sig svo vélin gæti lesið úr upplýsingun- um, og afhenti Víkveija bréfspjald með svoleiðis límmiðum. Ekki voru hremmingar Víkveija þó liðnar því vélin hunsaði einnig strikamiðana, og ekki var annað ráð en hóa í pilt- inn aftur og fá frekari leiðbeiningar. Hann brást ákaflega Ijúflega við og með bros á vör sagði hann að vélin væri sjaldan í lagi, það þyrfti að opna hana og loka henni, líma fleiri miða, losa það sem væri fast í henni og svo fram eftir götunum. Víkveija leist ekkert á þetta svo starfsmaður- inn stóð við hlið hans þann tæpa klukkutíma sem barningurinn við vélina tók og mataði vélina á þessu. Upp úr krafsinu hafi Víkveiji svo hvorki meira né minna en um 230 krónur. Trúlega er það því af hug- sjón fremur en peningavon sem fólk lætur sig hafa það að safna saman ruslinu sínu og koma því í endur- vinnslu. Víkveiji er oft miður sín yfir um- búðanotkun verslunareigenda og annarra sem framleiða og selja vöru. Oft má sjá tiiboð þar sem t.d. þijú súkkulaðistykki, öll innpökkuð, eru vafin í plast og af þeim boðinn magn- afsláttur. Hvaða tilgangi þjóna þess- ar aukaumbúðir? Mætti ekki bara segja á einhveijum miða að ef keypt væru þijú stykki væri veittur aflátt- ur? Svona mætti lengi telja. Skyldi fólk gera sér grein fyrir því að frauðplastbakki, sem kannski ein paprika er sett á, er 100 ár að eyðast í náttúrunni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.