Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1994 Owen lávarður hyggst halda áfram friðarumleitunum í Bosníudeilunni Þing- Rússlands vill aflétta refsiaðgerðum gegn Serbum Moskvu, Lundúnum, París, Genf, Sarajevo. Reuter. ÞING Rússlands hvatti í gær stjórn landsins til að beita sér fyrir því að refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gegn Serbum vegna stríðsins í Bosníu yrði aflétt. Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, kvaðst reiðubúinn að heimila loftárás í Bosníu ef sérlegur fulltrúi sinn þar, Yasushi Akashi, færi fram á það. David Owen lávarður, samningamaður Evrópubandalagsins (EB) í Bosníu- deilunni, kveðst ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir ályktun Evrópu- þingsins um að nýr samningamaður verði skipaður og nýjum aðferð- um verði beitt til að koma á friði í júgóslavneska lýðveldinu fyrrver- andi. Neðri deild rússneska þingsins, dúman, samþykkti ályktun um að refsiaðgerðunum yrði aflétt með 288 atkvæðum gegn aðeins tveim- ur. Átta fulltrúar sátu hjá. í ályktuninni segir ennfremur að dúman hafí miklar áhyggjur af umræðum innan Atlantshafsbanda- lagsins um möguleikann á því að gera loftárásir á skotmörk í Bosníu. „Dúman er þeirrar skoðunar að það sé ekki aðeins ógjörningur að binda enda á stríðið með ofbeldisaðgerð- um, heldur geti slíkt þvert á móti leitt til enn grimmilegri átaka og aðeins valdið íbúum landsins enn meiri hörmungum." Rússar hafa í aldaraðir litið á Serba sem banda- menn sína. Boutros-Ghali fól fulltrúa sínum, Akashi, að leggja fram áætlun um hugsanlegar hernaðaraðgerðir í Bosníu. Hann sagði í gær að hann myndi heimila loftárás ef hinar stríðandi fylkingar reyndu að koma í veg fyrir að hollenskir hermenn tækju við störfum kanadískra her- manna í landinu. Öryggisráð Sam- einúðu þjóðanna hefur veitt Bout- ros-Ghali vald til að heimila loftá- rásir í Bosníu. Ætlar að þrauka út veturinn Owen lávarður sagði á fimmtu- dagskvöld, eftir að Evrópuþingið hafði hvatt EB til að skipa nýjan samningamann í hans stað, að það væri ekkert leyndarmál að hann vildi losna við þetta erfiða starf. Hann hefði hins vegar lofað utan- ríkisráðherrum EB-ríkjanna að halda áfram friðarumleitunum „út þetta erfíða tímabil“. „Forgangs- verkefni okkar er að tryggja að Bosníumönnum berist hjálpargögn í vetur. Þessi vetur gæti auðveld- lega reynst hörmulegur,“ sagði hann. Thorvald Stoltenberg, samninga- maður Sameinuðu þjóðanna, kom Owen til varnar og sagði að ekki væri hægt að kenna honum um að ekki hefur tekist að koma á friði. „Enginn hefur lagt eins mikið af mörkum og lagt jafn hart að sér í langan tíma til að koma á friði í Bosníu og Owen lávarður,“ sagði Stoltenberg. Owen hefur reynt að semja um friðsamlega lausn á Bos- níudeilunni frá því í september 1992. Francis Briquement hershöfð- ingi, yfirmaður friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, lét svo um mælt í gær að embættis- menn Sameinuðu þjóðanna og EB ættu ekki að ræða við leiðtoga hinna stríðandi fylkinga því þeir hefðu margoft sýnt að þeim væri ekki treystandi til að standa við samninga sína. Embættismenn ríkja sem sent hafa friðargæsluliða til Bosníu ræða nú hvort það þjóni tilgangi að vera með 12.000 hermenn í landinu þeg- ar vetri lýkur. Allar hinar stríðandi fylkingar hafa ráðist á friðargæslu- liðana og það er nánast ógjörningur fyrir þá að sinna hlutverki sínu í landinu vegna bardaganna. Malcolm Rafkind, varnarmála- ráðherra Bretlands, sagði í gær að Bretar myndu ekki kalla hermenn sína heim nema Sameinuðu þjóðim- ar ákvæðu að hætta starfseminni. Ekkert lát á þjóðernishreinsunum Serbar hafa undanfarna daga myrt að minnsta kosti átta múslima og Króata og ráðist 90 sinnum á hverfi þeirri með byssum og hand- sprengjum til að flæma þá í burtu í Banja Luka, stærstu borginni á yfirráðasvæði Serba í Bosníu. Emb- ættismenn Sameinúðu þjóðanna segja að ekkert lát sé á „þjóðernis- hreinsunum" Serba á svæðinu. Allar hinar stríðandi fylkingar hafa gerst sekar um ofsóknir gegn óbreyttum borgurum, en Serbar hafa gengið lengst og flæmt hund- ruð þúsunda múslima og Króata frá heimkynnum sínum í Bosníu. Reuter Kaldar hvílur KULDARNIR í Bandaríkjunum hafa kostað tugi manna lífið, þar á meðal marga, sem hvergi eiga höfði sínu að halla nema kannski á bekkjum almenningsgarðanna. Hér í Lafayette-garðinum í Washington, steinsnar frá Hvíta húsinu, hafast nokkrir við undir dúkum, sem breiddir hafa verið yfir þá og bekkina. Veðurfræðingar sögðu í gær að frosthörkurnar væru í rénun og búast mætti við að hitinn færi upp fyrir frostmark um helgina eða í- byrjun næstu viku. Róttækir umbótasinnar hverfa úr ríkisstjórn Rússlands Tsjemómýrdín óttast hrun risafyrirtækjanna gömlu UMBÓTASINNAR í Rússlandi eru margir felmtri slegnir yfir niður- stöðu stjórnarkreppunnar er hófst með afsögn Jegors Gajdars efna- hagsmálaráðherra, eins aðalhöfundar þeirra róttæku umskipta frá miðstýringu í átt til markaðsbúskapar sem hafin var fyrir tveim árum. Aðeins einn róttækur umbótasinni er nú eftir í ríkissljórn Viktors Tsjernómýrdíns forsætisráðherra, það er Anatolíj Tsjúbajs, sem annast hefur einkavæðingu. Tsjernómýrdín segir að hægar verði farið í sakirnar í markaðsvæðingu. Enn er óljóst hver þáttur Borís Jeltsíns forseta er í mannabreytingunum; einn af helstu ráðgjöfum hans, Viktor Ujúshín, fullyrti í gær að forsetinn væri ekki að leggja róttækri umbótastefnu fyrir róða. Ráðherra segir af sér GUY Coeme, aðstoðarforsætis- ráðherra Belgíu og tveir aðrir háttsettir ráðamenn Sósíalista- flokksins sögðu af sér í gær vegna mútuhneykslis sem vald- ið hefur miklúm deilum i land- inu að undanförnu. Mennirnir þrír eru allir grunaðir um að hafa tekið við mútum í tengsl- um við kaup á ítölskum Agusta- þyrlum árið 1988. Forseti landshlutastjórnarinnar í Vallóníu, Guy Spitaels og einn af ráðherrum hans, Guy Mat- hot, hafa ásamt Coeme vísað ásökununum harðlega á bug en þeir munu nú verða yfir- heyrðir. Coeme sagði að fjöl- miðlar hefðu staðið fyrir áróð- ursherferð gegn sér og beitt orðrómi, lygum og slúðursög- um. Kröfum Sinn Fein hafnað BRESK stjórnvöld höfnuðu í gær kröfum Sinn Fein, stjóm- málaarms hryðjuverkasamtak- anna IRA, um að betur yrði útskýrt hvað fælist í samkomu- lagi stjóma Bretlands og ír- lands um að hvetja til friðar- samninga milli kaþólikka og mótmælenda á Norður-írlandi. Albeif Reynolds, forsætisráð- herra íra, gagnrýndi á fimmtu- dag Sinn Fein fyrir að ætla sér tvo mánuði til að segja endan- lega álit sitt á hugmyndum hans og Johns Majors, forsætis- ráðherra Breta. Fullnægja ekki skilyrð- um EB VERÐBÓLGA í Svíþjóð, 4.8%, og Austurríki, 3,5%, var nógu há í desember til þess að ríkin tvö, sem bæði hafa sótt um aðild að Evrópubandalaginu (EB), fullnægðu ekki skilyrðum sem sett hafa verið fyrir þátt- töku í væntanlegri mynteiningu EB fyrir aldamót. írar, Bretar, Danir, Hollendingar, Frakkar og Belgar fullnægðu skilyrðun- um, einnig Norðmenn og Finnar. Eitur í fjörum hreinsað YFIRVÖLD í Hollandi segja að loka verði 100 km langri sand- fjöru á strönd landsins um helg- ina vegna eiturefnamengunar.. Fjöldi manna vinnur nú að því að hreinsa fjöruna, búinn hlífð- arklæðnaði. Um 200.000 tunn- ur með sveppaeitrinu Apron Plus 50 DS eru sagðar vera á floti á Norðursjó, tugþúsundir hefur þegar rekið á land. Er talið að þær hafi komið úr frönsku fragtskipi sem missti hluta af farminum fyrir borð i óveðri í desember. Alitið er að eitrið geti borist á land í Þýska- landi og Danmörku næstu daga. Öldruðum bannað að ala börn FRANSKA öldungadeildin samþykkti í gær lög sem kveða á um bann við því að konur sem komnar eru úr barneign fái að ala glasaböm. Einnig var sam- þykkt að setja strangari skil- yrði fyrir glasafrjóvgun, m.a. að mæðurnar séu í traustu sam- bandi við karl. Lagt var bann við því að átt væri við fóstur til að „framleiða betri“ börn. Iljúshín sagði að vissulega bæri að harma brottför umbótasinna á borð við Jegor Gajdar og Borís Fjod- orov úr stjórn en umbótum yrði haldið áfram. Forsetinn þyrfti að að taka tillit til breyttra aðstæðna, m.a. styrks þjóðernisöfgamanna og kommúnista á nýja þinginu. „En það er ekkert óðagot á honum, hann flýr ekki úr einu virkinu í annað. Hann hvikar hvergi frá sannfæringu sinni“, sagði ráðgjaf- inn í samtali við Reuters-fréttastof- una. Umbótasinninn Anatolíj Sobt- sjak, borgarstjóri í Pétursborg, var á öðru máli. „Síðustu breytingar á stjórninni eru stórhættulegar“, sagði hann á fréttamannafundi. „Mér finnst yfirlýsingar stjórnar- innar núna minna á yfirlýsingar [þjóðernisöfgamannsins Vladímírs] Zhírínovskíjs“. Dagblaðið Sevodníja, sem er hallt undir sjónar- mið Zhírínovskíjs, gaf í skyn að mannabreytingum Tsjernomýrdíns mætti jafna við hallarbyltingu og sagði að sett hefði verið á laggirnar „samsteypustjórn" til bráðabirgða. Borís Fjodorov spáði því .að nú tæki við tímabil óðaverðbólgu, tekin yrði upp sama stefnan og í Úkraínu þar sem ráðamenn hafa ýtt á undan sér öllum ákvörðunum um markaðs- umbætur með þeim afleiðingum að efnahagsgrundvöllur ríkisins er að hrynja. Hann sagði að þetta væri einmitt þróunin sem Zhírínovskíj vonaði að hæfist. Vestrænir efnahagssérfræðingar eru yfirleitt á sama máli, þeir telja að hægfara umbætur, sem Tsjerno- mýrdín boðar, séu ekkert annað en tilraun til að fresta óhjákvæmileg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.