Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 TmicH ffiOÁBOU NÖTHING A KENNETH BRANAGH FILM spæ jari sem á á hættu að færast of mikið í fang! YS OG ÞYS ÚT AF ENGU Ný hörkugóð spennumynd frá Tony Scott sem leikstýrði „Top Gun“. „...skondið sambland af „The Getaway" og „Wild at Heart", mergjuð ogeldheitástarsaga...sönnásteródrepandi.“ ★ ★ ★ A.l. Mbl. Sýnd kl. 9 og 11.15. B.i. 16 ára. Sannkölluð stórmynd með úrvals leikurum sem hefur fengið fra- bæra dóma. „Fyrirtaks skemmtun, ærslafullt og hressilegt bió sem svikurengan." ★ ★ ★ A.l. Mbl. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15. Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. HÁSKOLABÍÓ SÍMI22140 ★ ★ ★ ★ NEW ÝORK POST ★ ★★★ EMPIRE ★★★ ★★★ Rás 2 MBL. MICHAEL KEATON KEANU REEVES DENZEL WASHINGTON KENNETHBRANAGH ROBERT SEAN LEONARD EMMA THOMPSON | CHRISTIAH SLATER PATRICIA ARQUETTE é Dennis HOOPER Val KILMER f Gary OLDHftM Brad PITT f0*" Christopher WALKEN LAj^* ★★★ Hp^ 1.1. Mll. ★★★★ Slity Secanil Pieiiw f laiirlt QUEHTIN TftRAMTIMO Lelkstjirl TONY SCOTT INDOKINA Sýndkl.9.15. Síðustu sýningar. B. i. 14ára. Bráðfyndin fjölskyldumynd. Sýnd kl. 3 og 5.10. BRAÐFWDÍN^oBSSÍMýW meb islensku taii An Adventurc 65 MillionYears In l’heMaking. Sýnd kl. 3 og 7. B.i. 10 ára. Meiriháttar grínbomba þar sem gert er stólpagrin að stórmyndum á borð við „Fatal Attraction" og „Basic Instinct". Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. ■ í KOLAPORTINU verða um helgina á annað hundrað böm og unglingar meðal seljenda þar sem þeim verður gefín ókeypis aðstaða til hvers konar fjáröflunar- starfsemi. Þetta er í annað sinn sem Kolaportið efnir til slíks sérdags en börnum og unglingum er að sjálfsögðu velkomið að fá þar sölubása alla markaðsdaga. Tilgang- urinn með þessu er að vekja athygli barna og unglinga á því hvernig þau geta notað Kolaportið til að afla fjár á heiðarlegan hátt með eigin vinnu og hugvitsserni. Til að örva hugmyndaflug ung- mennanna - mun Kolaportið veita sérstaka viðurkenningu og verðlaun fyrir frumleg- ustu fjáröflunarstarfsemina. Áskorendaeinvígi FIDE-heimsmeistarakeppninnar Anand og Salov sigursælastir Skák Margeir Pétursson TVEIR stórmeistarar hafa tek- ið örugga forystu í áskorenda- einvígjum sínum í Wijk aan Zee í Hollandi sem nú standa yfir. Indverjinn Vyswanathan An- and hefur unnið tvær skákir í röð af reynda rússneska einvíg- ismanninum Artúr Júsupov. Anand stendur þeim Kasparov og Karpov næstur á stigum og þykir líklegur áskorandi þeirra beggja, en sem stendur eru tvær heimsmeistarakeppnir í gangi. Rússinn Valerí Salov hefur einnig tveggja vinninga forskot en hann mætir landa sínum, Alexander Khalifman. Salov hefur unnið tvö löng og ströng endatöfl með hvitu mönnunum í sannkölluðum Karpov-stíl. Eftir er að tefla fimm skákir í einvígjunum sex og stefnir í æsi- spennandi baráttu í flestum þeirra. Tvítugi Frakkinn Joel Lautier jafnaði metin gegn Jan Timman með laglegum sigri í þriðju skákinni. Hollendingurinn Van der Sterren jafnaði gegn Gata Kamsky með sigri í annarri skákinni, en koltapaði svo þeirri þriðju í aðeins 25 leikjum. Allar þrjár skákir þeirra hafa unnist á svart. Eftir glæsitaflmennsku í fyrstu skákinni hefur 18 ára gamla rúss- neska „krónprinsinum" Vladímír Kramnik ekki tekist að auka for- skot sitt á Júdasín frá Israel. Eina einvígið sem er í járnum er á milli þeirra Michael Adams frá Englandi og Boris Gelfand, Hvíta- Rússlandi. Þrjár hörkuskákir þeirra hafa allar orðið jafntefli. Eftir að hafa haldið öruggu jafntefli með svörtu í fyrstu skák- inni hefur Artúr Júsupov ekki verið svipur hjá sjón. Hann fékk engar bætur fyrir peðsfórn í ann- arri skákinni og Anand vann hana léttilega. Hann virtist þó ekkert læra af þessu og eftir að hafa jafnað taflið í þriðju skákinni hugðist hann hrifsa til sín frum- kvæðið með peðsfórn, en reiknaði ekki dæmið rétt út: Hvítt: Vyswanathan Anand Svart: Artúr Júsupov Spánski leikurinn 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - d6, 5. c3 Í fyrstu skákinni svaraði Anand fáséðri Steinitz-vörn andstæð- ingsins með 5. Bxc6+, en komst ekkert áfram. 5. - Bd7, 6. d4 - Rge7, 7. Be3 - h6!?, 8. Rbd2 - g5, 9. dxe5 - dxe5, 10. h4 - g4, 11. Rh2 - h5, 12. Rhfl - Rg6, 13. g3 - Be7, 14. Bc2 - Be6, 15. Bb3 - Dd7, 16. Bxe6 - Dxe6, 17. Db3 - Dxb3, 18. axb3 - 0-0 Hér kom einnig til greina að leika 18. — a5, en Júsupov virðist þegar hafa valið ranga áætlun. 19. b4 - b5, 20. Rb3 - a5?, 21. Rxa5 — Rxa5, 22. bxa5 — c5, 23. Rd2 - Ha6, 24. Rb3 - Hc8, 25. Ke2 - c4, 26. Rcl - b4, Eða 26. - Bd8, 27. Hdl - Bxa5, 28. Hd5 - Hb8, 29. b4 - cxb3, 30. Rxb3 — Hba8, 31. c4! með vinningsstöðu. 27. Hdl - bxc3, 28. bxc3 - Bd8, 29. Ha4 - Rf8, 30. Hd5 - f6, 31. Ra2 - Hca8 32. Hxd8! - Hxd8, 33. Rb4 - Haa8, 34. a6 - Re6, 35. Rd5 - Hxd5, 36. exd5 - Rc7, 37. d6 - Rb5, 38. Hb4 - Rxc3+, 39. Kd2 - Rd5, 40. Hb7 - c3+, 41. Kc2 — Hxa6, 42. Hb8+ og svart- ur gafst upp. Þröstur þriðji í Noregi Þröstur Þórhallsson, alþjóðleg- ur skákmeistari, náði góðum árangri á opnu móti í Gausdal i Noregi sem lauk um miðjan jan- úar. Þröstur byrjaði illa og átti því ekki möguleika á að hreppa áfanga að stórmeistaratitli, en með glæsilegum endaspretti komst hann upp í þriðja til fjórða sætið. í næstsíðustu umferð sigr- aði hann Jonathan Tisdall, helsta stórmeistaraefni Norðmanna, og tefldi síðan úrslitaskák við banda- ríska stórmeistarann Nick deF- irmian sem lauk með jafntefli. Þröstur hefur einn áfanga að stór- meistaratitli, náði honum einmitt í Gausdal sumarið 1991. Tveir aðrir Islendingar tóku þátt á mótinu. Ungu skákmenn- irnir Ólafur B. Þórsson og Krist- ján Eðvarðsson hlutu báðir fjóra vinninga. Sjö stórmeistarar tefldu á mótinu í Gausdal og margir al- þjóðlegir meistarar. Urslit mótsins: 1.-2. Nick deFirmian, Bandaríkjun- um, og Thomas Ernst, Svíþjóð, 7 v. af 9 mögulegum 3.-4. Þröstur Þórhallsson og Einar Gausel, Noregi, 6V2 v. 5.-10. Rune Djurhuus, Noregi, Loek Van Wely, Hollandi, Patrick Lyr- berg, Svíþjóð, Igor Rausis, Lett- landi, Klaus Berg, Danmörku, og Heikki Westerinen, Finnlandi, 6 v. Skákþing Reykjavíkur Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari, hefur unnið allar sex skákir sínar á Skákþingi Reykja- víkur 1994 sem nú er rúmlega hálfnað. Sævar hefur tekið ör- ugga forystu á mótinu. I fyrra sigraði Guðmundur Gíslason með fullu húsi vinninga, 11 v. af 11 mögulegum. Staðan eftir 6 umferðir: 1. Sævar Bjarnason 6 v. 2. Matthjas Kjeld 5 v. 3. -7. Magnús Örn Úlfarsson, Áskell Örn Kárason, Haraldur Baldursson, Arnar E. Gunnarsson og Tómas Bjömsson 4 'h v. 8.-13. Jón Viktor Gunnarsson, Ólaf- ur B. Þórsson, Kristján Eðvarðsson, Hli'ðar Þór Hreinsson, Bragi Þor- finnsson, Oddur Ingimarsson 4 v. 14. Róbert Harðarson 3'/2 v. og frestuð skák. Kvennaflokkur: 1. Svava B. Sigbertsdóttir 3 v. af 3. 2. -3. ína B. Ámadóttir og Anna B. Þorgrímsdóttir 2 v. Unglingaflokkur: 1. Bergsteinn Einarsson 4 v. af 4. 2. Björn Þorfinnsson 3'/2 v. 3. -5. Davíð Guðnason, Einar Hjalti Jensson og Jón Viktor Gunnarsson 3 v. ■ OPIÐ hús verður sunnudag- inn 23. janúar í Nýja Dansskólan- um, Reykjavíkurvegi 72, Hafn- arfirði. Þar ætla þeir nemendur sem fara til keppni í Blackpool 2. apríl nk. að vera með kaffisölu og bjóða fólki að koma og skoða skól- ann. Auk kaffisölunnar verður dansfatamarkaður í skólanum. ■ NÁMSSJÓÐUR Verslunar- ráðs íslands styrkir árlega tvo námsmenn til framhaldsnáms er- lendis á háskólastigi eða í sam- bærilegu námi, enda tengist námið atvinnulífinu. Að þessu sinni er hvor styrkur 195.000 krónur og fer styrkveitingin fram á aðalfundi Verslunarráðsins 23. febrúar nk. Með umsókn á að vera stutt en greinargóð lýsing á námi og áformum það varðandi, en með þarf að fylgja Ijósrit af prófskír- teini, staðfesting á skólavist og ný ljósmynd af umsækjanda. Um- sóknir verða að berast i síðasta lagi föstudaginn 28. janúar nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.