Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 I Morgunblaðið/Rúnar Þór Svæði undir bensínstöð í JAÐRI útivistarsvæðis við gatnamót Hlíðarbrautar og Borgarbrautar, vestan Glerárgils, er gert ráð fyrir að reist verði bensínstöð, en tillaga að breytingum á aðalskipulagi Akureyrar sem hún hefur í för með sér liggur frammi almenningi til sýnis. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar Bensínstöð við jaðar útivist- arsvæðis vestan Glerárgils TILLAGA að breytingu á aðal- skipulagi Akureyrar 1990 til 2010 þar sem gert er ráð fyrir 4.000 fm lóð fyrir bensínstöð í norð-vestur horni útivistarsvæð- is vestan Glerárgils, við gatna- mót Hlíðarbrautar og Borgar- brautar liggur frammi almenn- ingi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, en frestur til að gera athugasemdir við fyrir- hugaðar breytingar á aðalskipu- lagi er til 14. mars næstkomandi. Tilefni breytingarinnar er um- sókn frá olíufélagi um lóð fyrir bensínstöð, en ekki hafði verið gert ráð fyrir fleiri slíkum stöðvum í Glerárhverfi á því tímabili sem aðal- skipulagið nær yfír. Umrædd lóð er á svæði sem skil- greint er sem vemdunarsvæði og umlykur neðri hluta Glerárgils sem er á náttúruminjaskrá, en í aðal- skipulagi er gert ráð fyrir að allt Glerárgil verði verndunarsvæði. Það er hluti útivistarsvæðis þar sem nú þegar er nokkur trjárækt og um það liggur göngustígur. Lóðin er á jaðarsvæði hins eiginlega vemdun- arsvæðis. Vandað verði til mannvirkjagerðar Fram kemur í greinargerð með breytingartillögunni að byggingar og önnur mannvirki muni hafa áhrif —á umgjörð útivistarsvæðisins og verði því lögð á það áhersla að vand- að verði til allra mannvirkja á lóð- inni þar sem um svo áberandi stað í nánd mikilvægra útivistarsvæða og gönguleiða sé að ræða. Taka þurfí fullt tillit til umhverfissjón- armiða hvað varðar landformun, efnisval og útlit og byggingar þurfí allar að falla vel að umhvefinu. Þá er við það miðað að tijágróður muni með tímanum hylja bensín- stöðina þannig að hún sjáist ekki frá göngustígnum um útivistar- svæðið. Skóvinnustofa Harðar í Hafnarstræti Isklær og mannbrodd- ar renna út í háJkunni Morgunblaðið/Rúnar Þór ísklær í hálkutíð ISKLÆR hafa runnið út eins og heitar lummur í hálkutíðinni siðustu daga og þá hafa margir keypt sér mannbrodda til að setja undir skóna, þannig að það hefur verið mikið að gera hjá Herði Hafsteinssyni skósmiði á Akureyri að und- anförnu. MIKIL hálka hef- ur verið á götum Akureyrar síðustu daga og hafa hjón- in Hörður Haf- steinsson og Lilja Stefánsdóttir, sem reka Skóvinnu- stofu Harðar í Hafnarstræti, varla undan að selja ísklær undir skó og þá hefur sala á mannbrodd- um verið afar mik- il að undanförnu. „Það er búið að vera ansi mikið að gera enda mjög hált úti, þessi veðrátta undanfarið minnir á Suðurlandið," sagði Hörður.sem einmitt er alinn upp á því svæði. ísklærnar eru festar undir hælinn á skónum, en mannbroddunum aftur á móti smeygt upp á skóinn, en einnig er hægt að setja klær undir all- an skósólann. „Það er langörugg- ast, en jafnframt líka dýrasta lausnin og fólk verður þá að fóma skónum alveg og nota þá bara í hálkunni," sagði Lilja. Rauði lampinn í Borgarbíói Kvikmyndaklúbbur Akureyrar mun sýna kínversku myndina Rauða lampann á morgun, sunnudag kl. 17 og mánudag kl. 18.30. Þetta er ein af myndunum sem keppti við Börn náttúrunnar um Óskarinn sem besta erlenda mynd- in, en hún ijallar um 19 ára stúlku sem gerist fjórða eiginkona auðugs kínversks aðalsmanns. Hún lendir fljótlega í hatrammri baráttu eigin- kvennanna um að fá rauða lampann fyrir framan dyrnar hjá sér en það þýðir að húsbóndinn muni sofa hjá viðkomandi eiginkonu. (Fréttatilkynning.) Mest eldra fólk Langflestir úr hópi viðskipta- vina eru eldra fólk og hefur straumurinn verið stöðugur á vinnustofuna í hálkutíðinni síðustu daga. „Það er dálítið áberandi að fólk kemur eftir að það hefur dott- ið í hálkunni og kannski meitt sig, en aðrir sýna fyrirhyggju,“ sagði Lilja. --------» ♦ ♦---------- ■ ÍÞRÓTTAMAÐUR Þórs 1993 verður útnefndur í hófí í Hamri í dag laugardaginn 22. janúar, kl. 13.30. Jafnframt verður kunngjört val á bestu íþróttamönnum einstakra deilda, þ.e. í körfuknattleik, hand- knattleik, knattspymu og skíðum. Að þessu sinni hlutu níu íþróttamenn tilnefningu í kjörinu: Geir Kristinn Aðalsteinsson, Jóhann Samúelsson, Sævar Árnason, Hlynur Birgisson, Júlíus Tryggvason, Birgir Örn Birg- isson, Hafsteinn Lúðvíksson, Jóhann Þórhallsson og Rögnvaldur Ingþórs- SOn. (Fréttatilkynning.) r jfókftóur r a morgun V. ASKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Agnes Sigurðardóttir prédikar. Sóknar- prestur þjónar fyrir altari. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Gideonfé- lagar kynna starf sitt. Ræðumaður Magnús Þorleifsson verslunarmað- ur. Barnakórinn syngur undir stjórn Erlu Þórólfsdóttur. Kirkjukaffi eftir messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Barnastarf í safn- aðarheimili á sama tíma í umsjá Maríu Ágústsdóttur. GRENSÁSKIRKJA: Heimsókn í Bú- staðakirkju kl. 10.30. Farið frá Grensáskirkju kl. 10.30. Ath. breytt- an tíma. Messa kl. 14. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Gylfi Jóns- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðsluer- indi kl. 10 um Biblíuútgáfur á liðnum öldum. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Messa og barnasamkoma kl. 11. Guðspjall dagsins: (Matt. 6.). Er þér biðjist fyrir. Sr. Sigurður Pálsson. Barnakór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi Kristín Sigfúsdóttir. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. HÁTEIGSKIRKJA:Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Hámessa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Kór Lang- holtskirkju (hópur III) syngur. Barna- starf kl. 13 í umsjá Hauks Jónasson- ar og Jóns Stefánssonar. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjarts- son. Organisti Ronald Turner. Barnastarf á sama tíma í umsjá Þórarins Björnssonar. NESKIRKJÁ: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðmundur Óskar Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 14. Gideonfélagið kynnt. Geir Jón Þórisson pródikar. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr: Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Hákon Leifsson. Barnastarf á sama tíma í umsjá Eirnýjar og Báru. Fundur með foreldrum skírnarbarna eftir messu, þar sem sr. Jón Ragnarsson flytur erindi um skírnarfræðslu kirkj- unnar. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þór Hauksson. Barnaguðsþjónustur á sama tíma í Árbæjarkirkju, Ártúnsskóla og Se- lásskóla. Organleikur: Sigrún Stein- grímsdóttir. Sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Kvöldmessa í samvinnu við UFMH kl. 20.30. Altarisganga. Ný tónlist. Kaffi á eftir. Organisti Daní- el Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Biskup (slands Herra Ólafur Skúla- son vísiterar söfnuðinn og prédikar. Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Máté- ová. Guðsþjónusta kl. 18. Altaris- ganga. Prestur sr. Hreinn Hjartar- son, organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Org- anisti Ólafur Finnsson. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur þjónar. Barnastarf á sama tíma. Kór Hjallakirkju syngur. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 14. Biskup íslands Herra Ólafur Skúlason vcsiterar söfnuðinn og prédikar í guðsþjónustunni- Dómprófastur sr. Guðmundur Þor- steinsson ávarpar kirkjugesti í lok guðsþjónustunnar. Kór Kópavogs- kirkju syngur undir stjórn Arnar Falkner organista. Skólakór Kárs- ness syngur stólvers undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Dr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson prédikar. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Sókn- arprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Söguhornið kemur aft- ur. Valgeir Guðjónsson riður á vað- ið. Eftir guðsþjónustu verður fugl- unum gefið. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil Har- aldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.