Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1994 EFNI Davíð Oddsson forsætisráðherra segir atvinnuleysistölur í samræmi við spár Verður að skoða í réttu samhengi DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, segir að menn verði að skoða I réttu samhengi þær atvinnuleysistölur sem nú birtast. Hröð hækkun þeirra stafi sérstaklega af sjómannaverkfallinu og ekki þýði að vera með æsing út af því. 4.000 færri ársverk en árið 1988 FÆKKAÐ hefur um 6.800 árs- verk þjá fyrirtækjum síðan árið 1988, mest í iðnaði. Á móti hefur á sama tíma fjölgað um 2.100 ársverk hjá hinu opinbera og um 650 ársverk í annarri starfsemi. Atvinnuleysi er mest meðal ófag- lærðs fólks af yngri kynslóðinni. Þessar upplýsingar komu fram hjá Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra á Alþingi. Mest hefði árs- verkum fækkað í iðnaði eða um 4.200 ársverk, þar af um 1.800 í fiskiðn- aði. Fækkað hefði um 1.400 ársverk í verslun, veitinga- og hótelrekstri, um 40 ársverk í byggingastarfsemi, f landbúnaði hefur fækkað um 570 ársverk, um 450 í peningastofnunum og 315 í samgöngum og fjarskipta- starfsemi. Á móti hefði orðið aukning í þjónustustarfsemi um alls 200 árs- verk og fiskveiðum um 90 ársverk. Þá hefur ársverkum hjá hinu opin- bera Qölgað um 2.100 og um 650 ársverk í annarri starfsemi. Því hefur samtals fækkað um 4.000 ársverk á þessu tímabili. Verst hjá ófaglærðu fólki Jóhanna sagði að atvinnuleysi væri verst hjá ófaglærðu fólki. { síð- asta nóvembermánuði var ófaglært fólk þriðjungur atvinnulausra og hefði vafalaust fjölgað mjög í desem- ber og janúar. Þetta væri hátt hlut- fall þegar á það væri litið, að um 17% af fólki á vinnumarkaði væri ófaglært. Útifundur verkalýðsfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gegn at- vinnuleysi sem haldinn var síðast- liðinn fímmtudag samþykkti áskorun til ríkisstjómarinnar þar sem krafíst er tafarlausra aðgerða til að ráða bót á atvinnuleysi. Þróunin stöðvuð „Meginmálið er það að ef ekki hefði verið gripið til allra þeirra ráðstafana gagnvart íslensku at- vinnulífí sem gripið hefur verið til og komið á stöðugleika í verðlagi og á vinnumarkaði væri atvinnu- leysið hjá okkur orðið það sama og hjá öðrum þjóðum. Það hefur verið stöðvað," sagði Davíð af þessu tilefni. Núna hækki atvinnu- leýsistölumar hratt, sérstaklega vegna sjómannaverkfallsins og verði að skoða málið í því sam- hengi. Snýst við á næsta ári „Við erum núna að ganga í gegnum síðustu dýfuna og þá dýpstu í þorskskerðingunni og þær tölur um atvinnuleysi sem nú eru nefndar koma engum á óvart, þær eru nákvæmlega í samræmi við þær spár sem gerðar hafa verið. Reyndar spáði Þjóðhagsstofnun í byrjun síðasta árs 5% atvinnuleysi en það varð 4,3%. Stofnunin hafði áður spáð 6% atvinnuleysi á árinu 1994 en hefur lækkað þá spá nið- ur í 5% og telur enn að sú spá muni standast, en síðan muni at- vinnuleysi fara minnkandi eftir því sem hagvöxtur muni aukast á ár- inu 1995 með aukinni veiði. Menn verða því að skoða þetta mál í eðlilegu samhengi og vera ekki með æsing út af því,“ sagði Davíð Oddsson. Prófkjör Sjáifstæðisfiokksins Morgunblaðið/Kristinn Prófkjör í Hafnarfirði PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vegna bæjar- stjórnarkosninganna í vor hófst í gær og lýkur því kl. 19. í kvöld. Þrátt fyrir leiðindaveður í gærmorgun mættu Hafnfirð- ingar snemma á kjörstað. Kosið á þremur stöðum í dag PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosn- inganna í vor hefst í dag og byrjar kjörfundur kl. 9 og stend- ur til kl. 22. Prófkjöri í Hafnarfirði og á ísafirði sem hófst í gær lýkur í dag og ei búist við að niðurstaða liggi fyrir á báðum stöðunum um miðnætti. Prófkjör fór fram á Akranesi og í Njarðvík í gær. í Reykjavík fer prófkjör fram í dag og á morgun, mánudag. Kosið er í sex kjörhverfum í dag og hefst kjörfímdur kl. 9 og stendur til kl. 22. Kjörhverfí 1 er á Hótel Sögu A-sal fyrir Nes- og Mela-, Vest- ur- og Miðbæjar- og Austur- og Norðurmýrarhverfí að Rauð- arárstíg. Kjörhverfí 2 er í Val- höll, vestursal Háaleitisbraut 1, fyrir Hlíða- og Holta-, Laugar- nes- og Langholtshverfí. Kjör- hverfí 3 er í Valhöll, austursal, fyrir Háaleitis- og Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfí. Kjörhverfi 4 er í Hraunbæ 102, suðurhlið, fyrir Árbæjar- og Seláshverfí og Ártúnsholt. Kjör- hverfí 5 er í Álfabakka 14a, Mjódd, fyrir alla byggð í Breið- holti. Kjörhverfí 6 er í Hvera- fold 1—3, fyrir byggð í Grafar- vogi. Á mánudag er eingöngu kosið í Valhöll, Háaleitisbraut, og hefst kjörfundur þar kl. 13 og stendur til kl. 21. í Hafnarfírði er kosið í Sjálf- stæðishúsinu við Strandgötu 29 og hefst kjörfundur kl. 10 og stendur til kl. 19. Á ísafírði er kosið í Sjálf- stæðishúsinu Hafnarstræti 12, 2. hæð, og hefst kjörfundur kl. 13 og stendur til kl. 19. Forsætisráðherra segir að deilan um tollflokkana hafi komið sér á óvart Trúi ekki öðru en að bú- vörudeilan leysist fljótlega FORSÆTISRÁÐHERRA segir að deila ráðherra ríkisstjórnar- innar um tollflokka í búvörulagafrumvarpinu komi sér mikið á óvart því menn hafi nánast verið búnir að ná saman áður en hann fór á fund Alþjóða efnahagsráðstefnunnar (WEF) í Davos í svissnesku ölpunum. „Eg hef sagt í gríni að menn ættu að finna tollflokk yfír tittlingaskít því menn eru að ræða tittlingaskít í þessu sambandi." Segist Davíð Oddsson ekki trúa öðru en að deilan leysist fljótlega eftir að hann komi heim en hann er væntanlegur frá Sviss í dag. Ósmekklegar getgátur í garð forseta íslands Davíð sagði að staðið hefði ver- ið að setningu bráðabirgðalaga á verkfall sjómanna með eðlilegum og venjubundnum hætti og ásakanir þingmanna stjómarand- stöðunnar um að hann hafí ekki veitt forseta íslands réttar upplýs- ingar um þingmeirihluta að baki bráðabirgðalögunum væru óviður- kvæmilegar og þeim mönnum til skammar sem viðhefðu slík um- mæli. „Þetta er afskaplega sérkenni- legt. Ekki vita þeir hvað okkur forseta íslands fór á milli, ekki hef ég skýrt frá því og ekki hefur forsetinn heldur gert það. Slíkar getgátur eru afskaplega ósmekk- legar í minn garð og ekki síður í garð forsetans. Þessir menn, sem meira segja hafa verið í ríkis- stjóm, eiga að vita það að bráða- birgðalöggjafínn, það er ráðherr- ann sem ber ábyrgð á útgáfu lag- anna, þarf aðeins að vera í nokkuð öruggri vissu um að lögin verði samþykkt. Hann getur ekki lofað því fyrirfram, það er aldrei hægt því lögin eiga eftir að fara til umræðu í Alþingi, og er það ekki gert í neinum samtölum við for- seta íslands. Það leikur hinsvegar enginn vafí á því að þessi lög verða samþykkt," sagði Davíð. Fundur með utanríkisráð- herra ísraels Á fundi Alþjóða efnahagsráð- stefnunnar í Davos er fjöldi póli- tíska forystumanna allsstaðar að úr heiminum, meðal annars marg- ir forsætis- og fjármálaráðherrar, seðlabankastjórar, þekktir menn úr atvinnulífí heimsins og fjöl- miðlamenn. Davíð sagði að fund- urinn væri mjög gagnlegur. Auk hins formlega ráðstefnuhalds væru smærri fundir og menn hitt- ust auk þess á fömum vegi. í gærmorgun þegar Morgunblaðið náði sambandi við forsætisráð- herra hafði hann nýlokið fundi með Shimon Peres, utanríkisráð- herra Israels, og var að fara á fund með Valdis Birkavas, for- sætisráðherra Lettlands, sem Lett- ar höfðu óskað eftir, og um kvöld- ið var fyrirhugaður fundur for- sætisráðherra allra Norðurland- anna með forsætisráðhermm Eystrasaltsríkjanna. Aðspurður um fundinn með Peres sagði Davíð að hann hefði verið haldinn í framhaldi af heim- sókn utanríkisráðherrans til ís- lands í sumar. Peres hefði rifjað upp samskipti þjóðanna og farið yfír þau mál sem væru framund- an, meðal annars stöðu friðarvið- ræðnanna, en fundur Peresar og Arafats var ákveðinn á laugar- dagskvöld. Sagði Davíð að þetta hefði verið góður fundur. Bjartsýni í efnahagsmálum heimsins Davíð sagði að á ráðstefnunni væri ríkjandi ákveðin bjartsýni um framvinduna í efnahagsmálum heimsins. Hann sagði að menn sæu fram á efnahagsbata, eftir mikinn samdrátt, en reiknuðu með að batinn yrði hægur. í þessu sam- bandi hefðu menn þó áhyggjur af þróuninni í Rússlandi og öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Forsætisráðherra kemur heim í dag og tekur því ekki þátt í skíða- dagskrá ráðstefnunnar sem hefst í dag. ►Rætt er um hvort hægt sé að lauma lögum gegnum alþingi og þá vakna spumingar hvort löggjöf- inni hraki vegna tíðra málamiðl- anna stjómmálamanna, tímahraks og skorts á sérfræðiþekkingu og í þessu felist valdaafsal þingsins í reynd. /10 Blekkingar undir brjál- semisstjórn ►Rúmenarera smám saman að fá mynd af fáranleikanum og spill- ingunni sem einkenndi stjómartíð Ceausescus. /18 LífiA er heilagt ►John O’Connor kardináli í við- tali við Morgunblaðið. /14 Kvótaþing fær dræm- ar viðtökur ►Útgerð og vinnsla á móti en sjó- menn fá nokkrar úrbætur. /16 ► l-32 Læra frönsku hjá gangbrautarverði ►Allaoua Sisaid fæddist í N-Afr- íku, er alinn upp í Frakklandi og rafmagnsverkfræðingur að mennt. Hann heitir nú Ægir upp á ís- lensku ogergangbrautarvörður við Hólabrekkuskóla milli þess sem hann kennir krökkunum frönsku sem taka hana sem valgrein. /1-2 Roy Jenkins ►Upphaf flokks viðtala Jakobs F. Ásgeirssonar við breska stjóm- málamenn sem nú sitja á friðar- stóli og byijað á þeim manni sem stundum hefur verið nefndur besti forsætisráðherrann sem Bretar fengu aldrei. /6 Um Valgerði Briem Haraldsdóttur ►Ólafur Oddsson menntaskóla- kennari hefur ýmislegt við þá ætt- artölu að athuga sem gert hefur föðurömmu hans að afkomanda Hans Jonathans hins svarta frá Þrælaeyjunum. /8 Sönn ást ►Hallur Helgason ræðir við aðal- leikenduma í True Love þau Christian Slater og Patricia Arqu- ette. 16 BÍLAR_____________ ► L4 Norðurlandamót ítor- færuakstri ►íslendingar og Svíar taka upp samvinnu./2 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 26 Helgispjall 26 Reykjavíkurbréf 26 Minningar 30 Iþróttir 46 Útvarp/sjónvarp 48 Gárur 51 Mannlífsstr. lOb Kvikmyndir 18b Dægurtónlist Fólk í fréttum Myndasögur Brids Stjömuspá Skák Bíó/dans Bréf til blaðsins Velvakandi Samsafnið innlendar fréttir- 2/6/BAK erlendar fréttir- 1/4 19b 20b 22b 22b 22b 22b 23b 28b 28b 30b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.