Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1994 KNATTSPYRNA „Óhugnanlegur hávaði - flugvélin ruddi niður girðingunni" 6. FEBRÚAR1958 er dagur, sem seint gleymist í Manchest- — er. Þennan dag var borgin niðurbrotin af sorg, eftir að fréttir bárust frá Munchen í Þýskalandi, þess efnis að sjö af leikmönn- um Manchester United hefðu farist íflugslysi og nokkrir væru þungt haldnir á sjúkrahúsi í Munchen, éftir að flugvél frá Eliza- bethan-flugfélaginu hafði hlekkst á íflugtaki. 21 lést. Flugvélin millilenti í Miinchen, eftir flug frá Belgrad í Júgó- slavíu, þar sem Manchester United lék gegn Red Star Belgrad í Evrópu- keppninni. Slyddusnjór var í S- Þýskalandi. Komið var við í Miinchen til að taka bensín og var stansað stutt. Þegar flugvélin hélt út á flugbrautina, hægðu hreyflam- ir á sér, þannig að henni var snúið á ný að flughöfninni. Eftir tíu mín. var farþegum sagt að fara aftur i flugvélina, en hún stöðvaðist aftur og nú á brautarendanum. Það var greinilegt eitthvað meira en lítið að, en samt var þriðja tilraunin gerð til að koma flugvélinni á loft. Bobby Charlton, hinn kunni leik- maður Manchester United, var í þessari sögulegu ferð og slapp ómeiddur. Hann lýsti hinni hrylli- legu lokatilraun þannig: „Vélin hélt eftir brautinni og jörðin geystist framhjá glugganum, eftir því sem hraðinn jókst. Ég hugsaði: „Það tekur langan tíma að komast á loft.“ Allt í einu sá ég girðinguna við enda flugbrautarinnar og vissi þá, að flugvélin myndi aldrei komast yfir hana — ég sá aðeins girðing- una. Ég vissi ekki hvað væri hinum megin við hana. Ég sá aðeins að við geystumst í átt að girðingunni. Því næst kom óhugnanlegur há- vaði, þegar flugvélin ruddi girðing- unni niður. Eftir það ekkert — ekk- ert hljóð, og það sem best var eng- ar minningar. Þegar ég kom aftur til gálfs mín var ég nokkra metra frá flugvélinni, enn bundinn við sætið. Alls staðar var slydda og vatn. Einmanaleiki, hryllingur. Ég hélt að ég hefði verið meðvit- undarlaus nokkrar sekúndur, en það hljóta að minnsta kosti að hafa verið meira en tíu mínútur. Harry Gregg hafði þegar verið inní vélinni til að hjálpa hinum slösuðu. Þá sá ég húsið. Við hljótum að hafa rekist á það. Slökkviliðsmenn komu hlaupandi í átt til okkar og hrópandi. Ég var gegnblautur. Eld- tungur léku um fremsta hluta flug- vélarinnar. Dennis Violet sat við hliðina á mér. Nokkrir piltanna lágu í kring. Enginn hreyfði sig. Ég hugsaði ekki neitt, því að það var engin hugsun — aðeins tómleiki. Gregg kom hlaupandi út úr vélinni, ég hélt að hinir kæmu á eftir. Ég vissi þá ekki, að hann hafði tvíveg- is farið inn í vélina til að aðstoða konu með böm. Matt Busby lá skammt frá okkur. Hann reyndi að setjast upp, en átti í erfíðleikum með fætuma. Ég losaði ólina og gekk til hans og Jackie Blanchflow- er, sem var næstur honum,“ sagði Charlton m.a. þegar hann rifjaði upp flugslysið. ATT US Y Skoski kolanámudrengurinn „SIR MATT Busby var ekki aðeins United, heldur miklu meira en það - hann var Manchester, enda starfaði hann með báðum félögum borgarinnar. Fyrst sem leikmaður með City, en síðan framkvæmdastjóri og þá forseti United fram til dauðadags," sagði séra John Ahern, þegar hann minntist dýrlingsins Sir Matts, sem lést 20. janúar sl., 84 ára. Það táruðust margir á Old Trafford, þegar minningarathöfn fór fram fyrir leik Manchest- er United og Everton, og þegar sekkjapipuleikari lék lagið „A Scottish Soldier". Þar í hópi voru kunnir kappar eins og Bobby Charlton, George Best og Ungverjinn Ferenc Puskas, sem ætl- aði að heilsa upp á vin sinn ítengslum við dráttinn í Evrópu- keppni landsliða, sem fór fram í Manchester. ^cusby fæddist í skoska smábænum Orblston í Lanarkshire 26. maí 1909. Áður en hann varð tíu ára gamall var faðir hans drepinn af þýskri leyniskyttu í fyrri heimsstyrjöldinni, en hann sá einnig á eftir þremur frændum sínum úr Kamerún- hálandahersveitinni, falla í Frakk- landi. Nokkrum árum eftir það sótti móðir hans um að komast sem inn- flytjandi til Bandaríkjanna, ásamt syni sínum, og voru þau á biðlista. Þegar Busby var táningur vann hann í kolanámu og lék knattspymu með Denny Hibs á sunnudögum. Hann var mjög leikinn og hugmyndaríkur inn- hetji. „Njósnari“ frá Manchester City kom auga á hæfíleika hans og lét yfirboðara sína vita. Það var svo þeg- ar Busby var 19 ára, 1928, að boð kom frá Manchester City og Busby skrifaði undir atvinnumannasamning við félagið. Móðir hans táraðist þegar hún heyrði fréttimar — sonurinn bjargaði henni frá því að flytja vestur um haf. Busby klæddist landsliðsbúningi Skota í leik gegn Wales í Cardiff 1933 og hann varð bikarmeistari með City 1934. Liverpool keypti Busby á átta þús. pund 1936 og lék hann með félaginu fram að seinni heimsstyij- öldinni, lengi sem fyrirliði. Busby gengdi herþjónustu á stríðsámnum í Austurlöndum og var liðsforingi í 8. herdeildinni í Norður-Afríku og í flóttamannabúðunum í Bari á Ítalíu. Þar kynntist hann Jimmy Murphy, fýrrnrn leikmanni WBA og landsliðs Wales, en þeir áttu síðan eftir að íitarfa mikið saman hjá United. Valdi Manchester United Eftir að seinni heimsstyijöldinni lauk bauð Liverpool honum starf að- alþjálfara félagsins. Þá hafði James Gibson, forseti Manchester United, samband við hann og bauð honum starf framkvæmdastjóra félagsins. Gibson hafði mikið álit á Busby og sagði' samstarfsmönnum sínum að Busby væri heiðarlegur og hug- myndaríkur maður. Það tók Gibson aðeins örfáar mínútur að fullvissa sjjórn félagsins um að Busby væri betrí en nokkur annar til að rétta við skútuna á Old Trafford. Busby þáði boðið, en aðkoman var ekki fögur á Old Trafford. Völlurinn var í rúst eftir sprengjuárásir Þjóðveija — ónot- hæfur og áhorfendapallar ónýtir, og félagið skuldum vafíð. Þegar Busby tók við stjórninni í febrúar 1945, varð hann að láta sér nægja skrif- stofuhúsnæði í hálfgerðum skúrræfli, og United varð að fá lánaðan leik- völl Manchester City, Maine Road, til að leika heimaleiki sína, en þar lék liðið allt fram til 1949. Þegar Busby tók við voru leikmenn liðsins vart komnir heim af vígvellin- um. Stríðið tók sinn toll af leikmönn- um United og þegar æfingar hófust gat Busby talið fyrrverandi 1. deildar- leikmenn á fíngrum annarrar handar; Johnny Cary, Stan Pearson, Jack Rowley, AHenby Chlinton, sem tók þátt í innrásinni í Normandy 1944, og Charlie Mitten. Flestir fram- kvæmdastjóramir í 1. deild settu fyrr- um 1. deildarleikmenn til hliðar, en Busby ákvað að halda sínum, en lét þá gjarnan skipta um hlutverk. Lét t.d. framheijana Cary og John Aston leika í stöðum bakvarða, en margir leikmanna hans urðu síðar landsliðs- menn. Busby keypti aðeins einn leik- mann — skoska landsliðsframheijann Jimmy Delaney frá Celtic. Sterkasta vopn Busby var að hann náði að láta leikmenn sína vinna sem eina sterka liðsheild og bað hann leikmenn sína alltaf að fara inná völlinn til að skemmta sjálfum sér — njóta þess sem þeir voru að fást við. Hann vildi að leikmenn sínir léku skapandi knattspyrnu og meiri einhugur og tengsl væru á milli þeirra, en tíðkað- ist þegar hann lék með City og Liverpool. „Einn fyrir alla og allir fyrir einn.“ Fyrsti bikarinn og giæsileg tilboð Það var mikill sigur fyrir Busby þegar Manchester United varð bikar- meistari 1948, með því að leggja Blackpool að velli. Leikmenn Blackpool skoruðu fyrst — og það var þá sem skilaboðin komu frá Busby til John Carey, hins yfírvegaða fyrirliða frá Irlandi: „Haldið áfram að leika knattspymu!“ Leikmenn United gerðu það — komu, sáu og sigruðu, 4:2. Fyrstu þijú árin í 1. deild varð United í öðru sæti og einn- ig fimmta árið, en meistaratitillinn kom á því sjötta — 1952. Virðingin sem menn báru fyrir Busby var takmarkalaus. Mörg félög vildu fá hann til liðs við sig og buðu bæði Manchester City og Tottenham starf. Þá hafði ítalska knattspyrnu- sambandið samband við Busby og óskaði eftir að hann gerðist landsliðs- þjálfari Ítalíu. Busby voru boðin him- inhá laun. En slík tilboð freistuðu ekki Matt Busby, sem hafði hugann við aðeins eitt — Manchester United. Metnaður hans var að skapa besta knattspyrnulið í heimi, sem byggt væri á vináttu, heiðarleik og sam- heldni. Hann ætlaði sér að koma slíku liði upp á Old Trafford. sem gerði Manchester United að stórveldi Sir Matt Busby gengur á undan leikmönnum sínum á Wembley 1957, þegar United lék bikarúrslitaleik gegn Aston Villa. Roger Byrn (lést í Munchen), Johnny Berry og Jackie Blanchflowers, sem slösuðust báðir það illa í Munchen, að þeir léku ekki framar, Ray Wood, Bill Foulkes, Bobby Charlton, Tommy Taylor (lést), Liam Whelan (lést), Duncan Edwards (lést), Eddie Colman (lést) og David Pegg (lést). Klukkan á skrifstofubyggingu Manc- hester United, sem sýnir hvað klukkan var í Munchen, þegar slysið varð. Prestamir sagðir „njósna“ fyrir Busby Matt Busby lagði mikla áherslu á að ná til Old Trafford stórum hópi af ungum og efnilegum leikmönnum. Hann kallaði Jimmy Murphy, sem varð síðan einnig landsliðsþjálfari Wales, til liðs við sig. Þeir félagar ásamt nokkrum öðrum ferðuðust um alit á Bretlandseyjum í leit að ungum leikmönnum. Þá kom það Busby til góða að hann naut mikillar velvildar hvarvetna og þá ekki síst meðal íjöl- marga skólastjóra, sem hringdu rakleitt í Busby þegar þeir komust á snoðir um að einhver nemandinn bjó yfir knattspyrnuhæfíleikum. Það voru margir komnir á þá skoðun að Manchester United væri kaþólskt fé- lag — og að allir klerkar landsins væru helstu „njósnarar" þess. Hin raunverulega uppbygging á „draumaliðinu" hófst 1952, en þá komu margir ungir leikmenn til fé- lagsins, eins og perlan Duncan Edw- ards, sem fæddist í Dudley — rétt við húsvegg Úlfanna — 1936. Matt Busby fékk fréttir af honum og var ekki lengi að sjá út hæfileika stráks- ins, sem hann tók með sér til Old Trafford. Edwards skrifaði undir áhugamannasamning 16 ára og lék sinn fyrsta leik fyrir United á sama aldursári, skrifaði undir atvinnu- mannasamning 17 ára og 18 ára og 183 daga lék hann sinn fyrsta lands- leik — í sigurleik, 7:2, gegn Skotum á Wembley. Aðrir ungir leikmenn voru Bobby Charlton, Eddie Colman, David Pegg og margir fleiri. Það var á þessum árum sem almenningur og fjölmiðlar á Bretlandseyjum byijuðu að kalla leikmenn Manchester United „Busby Babes“ — bömin hans Busby. Busby leitaði útum allt að hlutum í púsluspil sitt og var Tommy Tayl- or, sem byijaði að leika með Bamsley 17 ára 1949, fljótlega kominn undir smásjá Busbys. Taylor vildi ekki fara frá Bamsley og félögum sínum, en hann gaf sig 1953. United borgaði 29.999 pund fyrir hann. Undir stjóm Busbys og Murphys hófst hörð vinna á Old Trafford. Margir snjallir leikmenn hópuðust til Old Trafford og þeir komust fljótt að því að það væri ekkert gefíð — lífið væri ekki leikurinn einn. Þegar menn bönkuðu uppá hjá Matt Busby, komust þeir ekki hjá því að sjá skilt- ið sem hékk á hurðinni — skilti sem letrað var á: „Ekkert kemur í stað harðrar vinnu.“ Það vom aðeins þrír spilarar í stór- um leikmannahópi United sgm vom keyptir til Old Trafford — Taylor, Ray Wood, markvörður, og Liam Whelan. Með ungu strákana sína, meðalaldurinn 22 ára, jafnaði United stigamet, 60 stig, í 1. deildarkeppn- inni — varð Englandsmeistari 1956 með ellefu stiga forskot, sem var met. Busby notaði fleiri leikmenn en nokkurt annað félag og var það ekki í neyð, heldur til að gefa sem flestum ungum leikmönnum tækifæri til að spreyta sig. Árið eftir endurtóku leik- menn félagsins leikinn, auk þess að komast í undanúrslit í Evrópukeppni meistaraliða — töpuðu samtals 3:5 fyrir Evrópumeistumm Real Madrid. Þetta ár, 1957, átti United möguleika á að vinna „tvöfalt" — bæði deild og bikar, en leikið var til úrslita í bikar- keppninni gegn Aston Villa á Wembl- ey. Það má segja að Peter McParland hjá Villa hafi „rænt“ möguleikanum frá United, með því að hlaupa Wood markvörð niður eftir aðeins átta mín., þannig að hann kjálkabrotnaði. Eftir það léku leikmenn United aðeins tíu og Jackie Blanchflower fór í markið. Martröðin í Múnchen Manchester United hafði sett stefnuna á Evrópumeistaratitilinn 1958, lagt Dukla Prag að velli og tryggði sér síðan sæti í undanúrslit- um með því að slá Red Star í Belgrad að velli. Það var þá sem draumurinn um „Bömin hans Busbys“ varð að martröð. Átta leikmenn létust í flug- slysi í Munchen. Fýrirliðinn Roger Byme, Geoff Bent, Eddie Colman, Mark Jories, David Pegg, Tommy Taylor og Liam Whelan létust strax, en eftir sextán daga legu á sjúkra- húsi í Miinchen, lést Duncan Edw- ards. Þjálfaramir Bert Whalley og Tom Curry, létust einnig ásamt blaðamanninum Frank Swift, fyrrum landsliðsmarkverði Englands, sem lék með Manchester City. Tveir leikmenn meiddust það alvar- lega, að þeir léku ekki knattspymu framar — Johnny Berry og Jackie Blanchflower. Þeir leikmenn sem sluppu ómeiddir eða með smáskrám- ur, vom: Bobby Charlton, Dennis Viollet, Ken Morgan, Billy Foulkes og Harry Gregg. Knattspyman í heiminum varð fyr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.