Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1994
23
Unga fólkiö heldur sig fast viö sínar heittelsk-
uöu galla buxur og á þaö til aö draga fram
lopapeysuna.
Gervipels
ar njóta
vinsælda
hjá
ungum
stúlkum.
Hvernig klæðast
íslendingar
í kuldanum?
KULDASAMFESTINGAR ern nánast einkennisbúningur barna og ungl-
inga og hinir eldri eru óðum að galiavæðast. Jafnvel stásslegar frúr
skammast sín ekkert fyrir að skreppa í bæinn í klæðnaði sem fyrir
nokkrum árum hefði ekki þótt nothæfur nema í skíðabrekku.
Svonefndir KRAFT gallar njóta mikillar útbreiðslu meðal yngri
og eldri, en þeir eru saumaðir hjá 66N-Sjóklæðagerðinni hf.
Svo mikið leggja unglingar upp úr því að vera rétt merktir að
þegar merkið fer að mást koma þeir með gallana og biðja um nýja i
KRAFT-merkingu. B
Hver er tískuhöimuðuriim?
Að sögn Þórarins Elmars Jensen framkvæmdastjóra verður #
hönnun KRAFT-gallans ekki eignuð einum tilteknum hönnuði,
heldur hefur flíkin þróast á 10 árum og er nú til í ijölda gerða /M
og mörgum litum. Fram leiðsla gallanna hófst í saumastofu
66N-Sjóklæðagerðarinnar á Selfossi og þá voru þetta
ófóðraðir hlífðarsamfestingar. Seinna var farið að fóðra
samfestingana með vattfóðri sem ekki var jafn lilýtt og J|
loðfóðriö sem notað er í dag. Rennilásar hafa verið endur- H
bættir, ýmsar útfærslur eru á vösum og nú eru gallarnir jH
skreyttir endurskinsmerkjum í bak og fyrir.
Það var úti á landi sem unglingar uppgötvuðu ágæti þess H
að klæðast kuldasamfestingum og ekki leiö á löngu uns
tískan barst til höfuðborgar innar. Þórarinn segir ekkert Hj
lát á eftirspuminni og eru 60 starfsmenn á saumastofum
fyrirtækisins á Selfossi og Akranesi uppteknir við galla
saum frá því í byrjun október og framundir páska. Svo mikið
er að gera við gallagerðina að önnur framleiösla situr á
hakanum.
Nýjar útfærslur }
Gestur Þörarinsson, framleiðslustjóri, segir að nú sé hægt að fá
sam festingana í ýmsum útfærslum. Ein gerð er fyrir vélsleðafólk
og önnur fyrir hestafólk, sá er með ekta leður á setflötum. Fyrir
veiðimenn er til samfestingur úr nýju slitþolnu efni í felulitum. Eins
er nú hægt að fá samfestingana úr efni sem er vatnsvarið en andar.
Nýjasta vopnið í baráttunni við kuldabola eru föt sem saumuð eru
úr svonefndu Polartech-fleece” efni. Þessi föt geta hentað jafnt sem
íveru föt og aukaeinangmn undir hlífðarfót þegar kuldinn gerist
verulega bitur.
Konur klæöast loöfeldum
og alpahúfurnar eru
greinilega aö komast í
tísku aftur.
™ Mk & *
Hinn 5. febrúar 1994 hefst nýstárlegt fræðslu- og
þjálfunarnámskeið sem stendur í 12 vikur.
Námskeiðið fræðir okkur um samspil hreyfingar,
mataræðis, heilsu og vellíðunar. Aukin þekking
leggur grunn að nýjum lífsstíl sem bætir heilsu og
eykur vellíðan. Njótið lífsins og verið í góðu formi,
án þess að hlaða upp aukakflóum. Námskeiðið er
fyrir konur og karla á öllum aldri. Tilhögun æfinga
miðast við getu hvers og eins.
A. Fæðsluhlutinn er m.a. sem hér segir:
Fyrirlestrar með umræðum og fyrirspurnum á eftir:
Dr. Gísli Einarsson, læknir:
Áhrif hreyfingar á vöðva og heilbrigði likamans.
Endurhaefing og uppbygging þreks og þols.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi:
Skynsamlegt mataræði.
Gunnar Páll Jóakimsson, MA í íþróttafræðum:
Þjálfun, skokk og ganga.
Dr.Gunnar Sigurðsson yfirlæknir:
Áhrif líkamsræktar/kyrrsetu á hjarta- og æðasjúkdóma.
ingólfur Sveinsson, geðlæknir:
Líkamsrækt og andleg líðan.
Ragnar Tómasson:
Heilsurækt sem þáttur í nýjum lífsstíl.
Sigurður Björnsson, yfirlæknir:
Samspil mataræðis, hreyfingar og krabbameins.
Fjöimörg önnur umræðuefni tekin fyrir og rædd, svo
sem um klæðnað, meiðsli, skyndihjálp, matarupp-
skríftir, teygjuæfingar o.fl.
Farið yfir lesefni (bókinni „Hristu af þér slenið".
Fyrirlestrar eru 12 alls og verða á laugardögum og
sunnudögumkl. 10-12 og 13-15 í Gerðubergi,
Reykjavík, þrjár helgar í röð, í fyrsta sinn laugar-
daginn 5. febrúar 1994. í hádegi á milli fyrirlestra
verður boðið upp á létt-an og hollan mat.
B. Verklegi hlutinn, undir umsjón íþróttaþjálfara, er sem
hér segir: í byrjun eru þátttakendur vigtaðir,
fitumældir, blóðþrýstingur tekinn, kólesteról-magn i
blóði mælt og gengist undir þolpróf.
Þrek- og þolæfingar eru þrisvar í viku í líkamsræk-
tarstöðinni World Class, Skeifunni 19, Reykjavík.
Æfingar gerðar skv. töflum sem útbúnar eru fyrir hvern
þátttakanda. Æft þá daga og þann tíma dagsins sem
þátttakendum hentar best. Byggt er á einföldum grunn-
æfingum sem miðast við að þátttakendur geti haldið
áfram þjálfun á eigin vegum, óháðir æfingastöðvum.
Engar harðar eða erfiðar æfingar sem fólk þarf að
kvíða. Það er aðeins tekið á að því marki sem hver og
einn ræður vel við.
C. Sfmaráðgjöf - einkaviðtöl.
Læknir, næringafræðingur og þjálfari, auk stjórnanda
veita persónubundna ráðgjöf á námskeiðstímanum.
D. Kynntar áhugaverðar gönguleiðir í Reykjavík og
nágrenni í fylgd leiðsögumanna. Sætagjald ef farið er út
úr borginni með hópferðabifreið.
Námskeiðsgjald er kr. 28.000 og má greiða með rað-
greiðslum (Dreifist á 3-6 mánuði. Veittur er 10% stað-
greiðsluafsláttur og 5% afsláttur með greiðslukorti.)
Innifalið i námskeiðsgjaldi er, auk þess sem áður er
nefnt:
Aðgangskort að World Class i þrjá mánuði.
Dagbók til að færa inn æfingar, vigt o.fl.
Heilsuræktarbókin „Hristu af þér slenið“.
Afsláttarskírteini við kauþ á sþortvörum.
Athugið:
Hægt er að kaupa aðgang að fyrirlestrunum einum
(sbr. lið A) fyrir kr. 18.000.
Stjórnandi námskeiðanna verður Ragnar Tómasson
höfundur bókarinnar Hristu af þér slenið.
Skráningar í World Class í símum 30000 og 35000 og hjá
Ragnari kl. 11-14 virka daga í síma 682500 og í síma
672621 kvöld og helgar.
Fjölda þátttakenda getur þurft að takmarka.