Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1994
UTGERÐ OG VINNSLA A MOTIEN SJOMENN FA NOKKRAR URBÆTUR
KVÓTAMHG FJER
DRÆMAR VUfOKUR
eftir Hjört Gíslason
TILLÖGUR þríhöfða-
nefndarinnar um sérstakt
Kvótaþing hafa fengið afar
dræmar viðtökur helztu
hagsmunaaðila í sjávarút-
vegi. Nefndin var skipuð af
ríkisstjórninni til að koma
fram með tillögur, sem kæmu
I veg fyrir þátttöku sjómanna
í kvótakaupum. Nefndin
leggur til að framsal afla-
heimilda verði takmarkað
verulega og allt framsal ann-
að en skipti á jöfnu og flutn-
ingur milli skipa innan sömu
útgerðar, fari um Kvótaþing-
ið. Þar með er þremur leiðum
af þessu tagi lokað; Fisk-
markaðir mega ekki útvega
kvóta, og bannað verður að
leigja útgerðir til að veiða
fyrir aðra og aðferðin tonn
á móti tonni verður þá einnig
bönnuð. Sjómenn tejja þess
leið ekki setja nægilega vel
undir lekann og útgerðar-
menn og fiskvinnslan telja
þessar hugmundir vinna
gegn hagræðingu í sjávarút-
vegi. Þegar frumvarp sjávar-
útvegsráðherra til laga um
breytingar á sljórn fiskveiða
var lagt fram á Alþingi voru
engar hugmyndir uppi um
Kvótaþing. Þar er gert ráð
fyrir áframhaldandi frjáls-
ræði við framsal á aflaheim-
ildum. Því þarf væntanlega
að samræma hinar nýju hug-
myndir frumvarpi ráðherr-
ans.
Tillögur „Þríhöfða“ hefta fram-
sal aflaheimilda verulega frá
því, sem áður var. Samkvæmt
þeim verður aðeins leyfílegt
að færa heimildir á milli skipa
innan sömu útgerðar og
skipta við aðrar útgerðir á
jöfnu. Að öðru leyti skal sá, sem
selja vill aflaheimildir sínar, leggja
inn á Kvótaþing upplýsingar um teg-
undir, magn og lágmarksverð. A
sama hátt leggur sá, er kaupa vill,
inn á þingið tilboð í ákveðið magn
ákveðinna tegunda og hvaða verð
hann er tilbúinn til að greiða. Kaup-
andi og seljandi vita hvorugur af
hinum og geta heimildir, sem lagðar
eru inn til sölu bæði selzt í mörgum
hlutum eða sem hluti af stærri heild.
Nokkrir kvótamarkaðir hafa verið
starfræktir hér á landi hin síðari
misseri með svipuðujsniði. Ekki verð-
Leyfi til fiskveiða er úthlutað á skip, þ.e. í upphafi kvóta-
árs er hverju skipi úthlutað ákveðnu hlutfalli af leyfi-
legum heildarafla. Viðskipti með þessi veiðileyfi hafa
farið fram á eftirfarandi hátt:
Þríhöfðanefndin hefur
lagt til að viðskipti með
aflakvóta f ari f ram á
eftirfarandi hátt:
2Jöfn skipti. Útgeröarmenn skiptast á kvót- .<033
um. Ákveðið magn af t.d. karfa kemur í stað-
inn fyrir ákveðið magn af þorski eða annari tegund.
Útgerðarmaður selur kvóta sinn
gegn peningum eða öðru verðmæti.
fO
4Tonn á móti tonni. Utgerðarmaður með
Irtinn kvóta, t.d. 30 tonn, semur við annan
sem jafnframt er með fiskvinnslu um að leggja
fram 30 tonna kvóta á móti sínum og landar síðan t
60 tonnum hjá viðkomandi fiskvinnslu gegn fðstu verði.
mmJ - Ifl-
5Útgerðarmaður sem er með fiskvinnslu semur ,
við annan eiganda fiskiskips um að veiða hluta af
kvóta þess fyrrnefnda og landa í fiskvinnsluna gegn fðstu gjaldi.
6Fiskmarkaður er handhafi aflakvóta (sbr. t.d. lið '
enda hefur hann umráð yfirfiskiskipi (enginn er hand-
hafi aflakvóta án skips). Hann semur við annan eiganda fiski-
skips um veiðar og aflanum er síðan landað á fiskmarkaðinn.
3Vilji útgerðarmaður selja kvóta leggur hann
upplýsingar um það svo og hugmyndir um
verð inn á Kvótaþing. Hverjum og einum eig-
anda kvótaskips er þá heimilt að kaupa kvóta ef semst um verð.
„Verði tillögur
Þríhöfða að veru-
leika, verður þrem-
ur leiðum lokað.
Óleyfilegt verður að
veiða beint fyrir aðra,
tonn á móti tonni
verður bannað og fisk-
markaðir geta ekki
lengur lagt til kvóta.
<(
ur betur séð, en starfsemi þeirra
leggist þá af, nema þeir geti með
einhveijum hætti tekið að sér milli-
göngu þegar skipt er á kvóta á jöfnu.
Megin leiðimar
Samkvæmt núgildandi reglum má
segja að 6 megin leiðir séu famar
við framsal aflaheimilda;
Framsal milli skipa innan sömu
útgerðar er frjálst;
Kvóti er keyptur beint og greitt
fyrir hann með peningum;
Veitt er beint fyrir aðra útgerð
á föstu verði;
Veitt er fyrir fyrir aðra útgerð
eftir fyrirkomulaginu tonn á móti
tonni á föstu verði. Önnur útgerðin
leggur þá til ákveðinn tonnafjölda,
sem veiða má, og þeir, sem veiðarn-
ar stunda, leggja sama magn á móti
og landa öllu hjá þeim fyrrnefnda;
Fiskmarkaðir útvega kvóta
gegn því að landað sé á þeim. Þá
dregst verðið á kvótanum frá brúttó-
verði aflans og mismunurinn kemur
til skipta;
Skipt er á veiðiheimildum á
jöfnu miðað við verðmæti viðkom-
andi fiskitegunda. Þá skiptir útgerð
A við útgerð B þannig að sú fyrri
leggur til 100 tonn af þorski og fær
til dæmis 200 tonn af karfa í stað-
inn, sé þorskurinn taljnn tvöfalt verð-
mætari en karfínn.
Þremur leiðum lokað
Verði tillögur Þríðhöfða að veru-
leika, verður þremur leiðum lokað.
Óleyfílegt verður að veiða beint fyrir
aðra, tonn á móti tonni verður bann-
að og fískmarkaðir geta ekki lengur
lagt til kvóta. Við allar þessar leiðir
hefur fiskverð til skipta og um leið
hlutur sjómanna verið lægra en í
beinum viðskiptum eða við sölu á
mörkuðum. Minnstur er þó munurinn
við tonn á móti tonni. Með því að
stöðva þessi viðskipti verður komið
í veg fyrir að sjómenn þurfi að sætta
sig við lægra fískverð en ef engin
kvótakaup ættu sér stað.
Kvótaþingið kemur því í veg.fyrir
að þessar leiðir verði farnar. Eftir
stendur, að bein kvótakaup, þar sem
kaupin eru greidd með reiðufé, hljóta
að aukast. I kjarasamningi sjómanna
og útgerðarmanna, sem framlengdur
hefur verið með bráðabirgðalögum
fram á sumar, er bókun þess efnis
að óheimilt sé að sjómenn taki þátt
í kvótakaupum, séu hýrudregnir
vegna þeirra. Þar var ekki amazt við
því að veitt væri fyrir aðra, að fisk-
markaðir útveguðu kvóta eða veitt
væri samkvæmt tonni á móti tonni.
Kemur ekki að fullu
í veg fyrir „braskið“
Kvótaþingið lokar þessum leiðum,
sem samningsaðilar vildu á sínum
tíma halda opnum. Kvótaþingið lokar
ekki þeirri leið, að sjómenn greiði
fyrir kvótakaup af hlut sínum. Það
beinir viðskiptum í vaxandi mæli í
bein kaup og eykur þar með þrýsting-
inn á þá stöðu, að útgerðarmaður
komi til áhafnar sinnar og segi að
/f ú sé illt í efni. Kvóti bátsins sé
-4 uinn og nú verði að leggja honum
j yí útgerðin hafí ekki ijárhagslegt
bolmagn ’til að kaupa kvóta fullu
verði til að halda bátnum úti. Sé
áhöfnin hins vegar tilbúin til að
leggja sitt að mörkum geti dæmið
gengið upp. Sjómennimir standa þá
frammi fyrir því að fara á atvinnu-
leysisbætur, að minnsta kosti miðað
við núverandi ástand, eða sætta sig
við launalækkun með þvi að leggja
til fé til kvótakaupa. Bannað er að
þvinga sjómenn til þess, en er leyfi-
legt að standa svona að málum, ef
samkomulag verður um það? Ljóst
er að svo verður áfram gert, enda
setur Kvótaþing ekki undir þann
leka. Ekkert eftirlit er með kvóta-
kaupum sjómanna og þau koma ekki
upp á yfírborðið, nema einhver láti
af þeim vita.
Breytt viðskipti
Verði Kvótaþingið niðurstaðan
munu viðskipti með kvóta óhjá-
kvæmilega breytast nokkuð frá því,
sem verið hefur. Skipti á jöfnu verða
væntanlega áfram umfangsmest, en
bein sala á kvóta hlýtur að aukast.
Þar sem útgerðir geta ekki lengur
fengið aðrar verkefnalitlar útgerðir
til að sækja aflann fyrir sig, hvort
sem er með tonni á móti tonni eða
ekki, er líklegt að þær setji það á
markað, sem fyrirsjáanlegt er að
náist ekki. Þangað verða útgerðir,
sem áður veiddu fyrir aðra eða fengu
kvóta á fískmörkuðum, að sækja við-
bótarkvóta, ætli þær sér á annað
borð að lengja úthald sitt.
Þegar útgerðir hafa veitt fyrir
aðrar á föstu verði, hafa þær í raun
afsalað sér ákveðnum tekjum, sem
nema um það bil mismun á umsömdu
fiskverði og því almenna í föstum
viðskiptum eða á fískmörkuðum. Þó
þar sé ekki um bein fjárútlát að
ræða, er útkoman svipuð hvort sem
kvóti er keyptur eða veitt fyrir aðra.
Sé þorskkvóti keyptur á 36 krónur
og aflinn seldur á fiskmarkaði á
meðalverði síðasta árs, 81 krónu, fær
útgerðin 45 krónur í raun. Þegar
veitt er beint fyrir aðra eru borgaðar
um 48 krónur á kílóið. Þegar tonn
er lagt á móti tonni er útkoman í
raun svipuð. Verð í þeim viðskiptum
er um 65 krónur á kíló af þorski.
Sé litið nánar á þá leið, má segja
að sá, sem veiðir, fái fullt verð fyrir
sinn hluta aflans, 81 krónu, en 48
krónur fyrir þann hluta sem lagður
er á móti. Meðaltalið af þessum tölum
er 64,50 krónur. Munurinn á því að
kaupa kvóta beint og veiða fyrir
aðra, kemur því fram í því að við
kvótakaupin þarf útgerðin að greiða