Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 36
; 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1994 4 Listmálarafélagið Myndlist Eiríkur Þorláksson Nýlega var opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnum Hafn- arfjarðar, samsýning ellefu félaga í Listmálarafélaginu. Á sýningunni getur að líta yfir sextíu málverk og vatnslitamyndir eftir ólíka lista- menn, sem hver um sig hefur í gegnum árin þróað sína sjálfstæðu listsýn, og því ná verk þeirra hveiju sinni að skapa sér sitt eigið rými, þannig að ekki hallast á. Slíkt jafn- vægi hlýtur að vera keppikefli hverrar samsýningar listamanna, því aðeins þapnig fá listunnendur tækifæri til að bera saman efnis- tök, viðhorf og vinnuaðferðir. Listmálarafélagið hefur um ára- bil haldið samsýningar í svipuðu formi, og hópur þátttakenda breyt- ist aðeins lítillega frá einni sýningu til annarrar. Að þessu sinni eiga verk á sýningunni listamennirnir Bragi Ásgeirsson, Einar Þorláks- son, Elías B. Halldórsson, Guð- munda Andrésdóttir, Gunnlaugur St. Gíslason, Jóhannes Geir, Jó- hannes Jóhannesson, Kjartan Guð- jónsson Pétur Már Pétursson, Sig- urður Sigurðsson og Vilhjálmur Bergsson. A sýningunni getur ekki að líta nein straumhvörf, heldur öruggt framhald þess sem viðkomandi hafa verið að fást við um langt skeið. Uppsetning sýningarinnar gerir gestum ágætlega kleift að nálgast hvem listamann fyrir sig, þar sem hér er nær eingöngu um ný verk að ræða. Eins og verða ‘vill ná sumir sér betur á strik en aðrir, og er athyglisvert að sjá að þar skiptir aldur engu máli. Sigurður Sigurðsson heldur ótrauður áfram að mála hefð- bundnar landslagsmyndir, óháð tískusveiflum; í tveimur myndum hér tæpir hann á þokkafullan hátt á hinni einkennilegu bleiku birtu íslensku sumarnæturinnar, sem listmálarar hafa oft átt erfitt með, og kemur henni einkar vel til skila í „Sumardraumur" (nr. 5). Bragi Ásgeirsson sýnir í efri salnum þrjú ólík verk, þgr sem e.t.v. má sjá vel vinnuferli og uppbyggingu málverka hans; „Himnafar" (nr. 8) er einkar sterkt í hreinleika lit- anna, þar sem flöturinn ólgar þó með ólíkum hætti undir niðri. Elías B. Halldórsson heldur sig við hin mjúku blæbrigði litanna í málverkinu, þar sem stemmning lands og lofts ræður ríkjum. Þessi mýkt krefst nálægrar skoðunar, en getur þá verið afar gefandi, t.d. í „Morgunsól" (nr. 23). Kjartan Guðjónsson nýtur þess að gera myndmál sitt stöðugt margræðara og myndfletina ríkulegri, jafnvel um of; báturinn er áberandi tákn í verkum Kjartans, sem nýtur sín vel hér í ágætu verki, „Bátur gömlu mannanna“ (nr. 34). Verk Jóhannesar Jóhannessonar skipa nokkuð öndvegi á besta vegg sýningarsalarins. Það er mikill leikur í myndum Jóhannesar, sem byggir verkin upp af reglulegu gotnesku bogaformi, og þeim línu- skiptum sem verða þegar formin skerast. í sumum myndanna • er útkoman nær skrautleg, en í öðrum næst fram ágætt jafnvægi forms og lita, eins og hér má sjá í „Svif“ (nr. 14). Sýningin hefur einnig iagt undir sig Sverrissal á neðri hæð hússins, og þar eru vatnslitamyndir Gunn- laugs St. Gíslasonar mest áber- andi. Sem fyrr eru veðrabrigði himins og hafs helsta viðfangsefni hans, og vald hans á þeim mynd- efnum kemur vel fram í t.d. „Byl- ur“ (nr. 47); en honum hentar einnr ig ágætlega að vinna einfaldari verk, og einangrunin sem kemur fram í „Brúsi“ (nr. 52) minnir um margt á landslagsverk .Hrings Jó- hannessonar. Við nánari umhugsun er athygl- isvert, hversu fáar sýningar af þessu tagi eru haldnar hér á landi í seinni tíð, þ.e. sýningar nokkuð stórs hóps listamanna, þar sem Sem myndskreytingu með um- sögninni má nota merkið fram- an á meðfylgjandi skrá, og þá án texta. hver ber fram það sem viðkomandi telur tilhlýðilegt. Árlega er haldið nokkuð af samsýningum þar sem örfáir vinir eða vinnufélagar taka sig saman um sýningarpláss; einn- ig eru haldnar samsýningar um ákveðin afmörkuð viðfangsefni eða tækniatriði, en þær eru þá oftast skipulagðar af opinberum söfnum eða öðrum en listamönnum sjálf- um. Fijáls samtök listamanna eru nánast horfin af þessu sviði, þó samsýningar þeirra hafi á árum áður verið einn sterkasti þátturinn í starfsemi þeirra. Hvað veldur þessum doða? Sýning Listamálarafélagsins er þannig að verða sjaldgæft dæmi um framtak listamanna sjálfra, og gefur hún listunnendum ágætt tækifæri til að riíja upp kynni sín við verk listamálara, sem hafa lengi verið þekktir á þessum vett- vangi. Sýning Listmálarafélagsins í Hafnarborg í Hafnarfirði stendur til sunnudagsins 6. febrúar. Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður Þingmeim látnir standa frammi fyrir orðum sínum í kosningum ÓLAFUR Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokksins og einn flutningsmanna frumvarps um breytingar á útvarpslögum, segir að það sé mikill misskilningur að þingmenn séu ekki látnir standa frammi fyrir orðum þeim sem þeir láta falla í ræðustóli á Ál- þingi því á fjögurra ára fresti séu þeir dregnir fyrir dóm þjóðar- innar í kosningum og sá dómur ráði því hvort þeir fari aftur á þing. Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, staðfestir orð Sigurð- ar G. Tómassonar, dagskrárstjóra Rásar 2, í Morgunblaðinu á föstudag þess efnis að þingmenn geti óhindrað fjallað um einstakl- inga sem ekki geti borið hönd fyrir höfuð sér á Alþingi. Ekki sagðist hún hafa hugleitt sérstaklega hvort breyta ætti þingsköp- um til að vernda rétt einstaklinga utan þings en slíkt yrði eflaust mjög vandasamt. Ólafur segir að fyrir utan dóm þjóðarinnar í kosningum séu sumir flokkar með síu, sem séu prófkjör- in, og þannig gangist þeir undir tvöfaldan dóm. Aðrir flokkar hafí fulltrúakerfi til að meta hvort þeir séu hæfir og sé það líka dómsstig. Þá bendir hann á að forseta Alþingis sé ætlað að hafa eftirlit með orðfæri þingmanna. „Honum er ætlað að spretta upp og hafa eftir þau orð sem þingmaður lætur falla og eru óviðkvæmileg og segja um leið: „Ég víti þessi orð.“ Hitt er svo aftur annað mál að það getur verið misjafnt mat á því hvenær beri að gera slíkt.“ Ummæli slitin úr samhengi „Höfundarréttarlög, sem við sömdum einu sinni, ná aðeins yfir listamenn. Við höfum spurt okkur að því hvort þingmenn eigi ekki að fá að.njóta sama réttar. Þá er ég ekki að tala um tekjuþáttinn sem er til staðar, STEF-gjöld og allt það, heldur hitt hvort heimilt sé að slíta úr samhengi ummæli manna í ræðum, eins og við mátt- um búa við og búum enn við að sé því miður gert. Stundum af Det Nodvendige Seminarium Danmörku i GETUR TEKIÐ INN ÍSLENSKA NEMENDUR ÞANN 1. SEPT. 1994 4ra ára alþjóðlegt, nútíma kennaranám, sem veitir réttindi til kennslu í mörg- um skólum og uppeldisstofnunum í Evrópu og þriðja heiminum. Námið er: • 1 ár með alþjóðlegu námsefni, innifalin 4ra mánaða námsferð til Asíu. • 1 ár námsefni innanlands, innifalið er 6 mánaða þátttaka í dönsku atvinnu- lífi. • 2ja ára fagnám, innifalið 2x6 mánaða starfsnám í grunnskóla og öðrum skölum innanlands og utan. Eftir útskrift tekur við eins árs vinna í skóla í Afríku. Allír nemendur búa í skólanum. Kynningarfundur um skólann verður haldinn í Reykjavík í lok febrúar. Ef þú hefur áhuga, hringdu í síma 90 45 65 91 40 45 eða sendu símbréf 90 45 66 11 50 61. Det Nedvendige Seminarium, DK - 6990 Ulfborg. STEINAR WAAGE r Candita Sveppaóþolsnámskeið Hefst 14. febrúar, 4 skipti. Hefst 15. febrúar, 4 skipti. Hefst 28. febrúar, 4 skipti. Sólveig Eiríksdóttir býður upp á námskeið í matreiðslu grænmetisrétta úr hráefni sem er laust við sykur, hvítt hveiti, ger og óæskileg aukaefni. Leiðbeiningar frá ónæmissérfræðingi fylgja. , Námskeiðin verða haldin á Matstofúnni á „Næstu grösum“, Laugavegi 20B. Upplýsingar og bókanir í síma 671812. SKOVERSLUN Rúmgóðir, vandaðir og fallegir skór frá JIP íotKHí'r aKÚur Litur: Svartur, naturbrúnn og vínrauður. Stærðir: 21-40. Verð frá kr. 3.990 Pantanir óskast sóttar POSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR SENDUM NOTAÐA SKÓ TIL ÞRÓUNARLANDAl Domus Medica, Krínglunni, Toppskórinn Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, Veltusundi, sími 18519 sími 689212 sími 21212 JKJÓSUM Ki \TRÍNU GUNNARSDÓTTUR ÁGÆTU SJÁLFSTÆÐISMENN! Kjósum Katrínu Gunnarsdóttur í 6. sætið í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þann 30. og 31. janúar. Kosningaskrifstofa Katrínar er í Skipholti 35 "S 81 33 50 og 81 33 69 heiðarlegri vinnu þess fréttamanns sem fjallar um verkið — hann veit að hann kemur ekki öllu að og þarf að velja úr — stundum er beinlínis höggvið sundur til þess að gera merkinguna tortryggilega eða koma á framfæri annarlegum sjónarmiðum. Við höfum stundum spurt okkur sjálfa, eða í það minnsta ég, hvort eðlilegt sé að þetta atriði sé leyft.“ Misnotkun hættulegasti óvinur frelsisins „Ég held að ekki fari á milli mála að fjölmiðlar eru eitt af því sem við í þessu landi viljum öll að haldi velli á fijálsræðisvísu en maður spyr sig að því hvort misnotkun sé ekki þar sem annars staðar einmitt hættuleg- asti óvinur frelsisins. Mér finnst stundum að menn þurfi að gá að sér í þeim efnum að gefa ekki þeim sem eru kannski á móti hinu mikla rit- frelsi sem við búum við, tækifæri til að finna rök fyrir slíku þannig að óvönduð blaðamennska eða frétta- flutningur taki gjörsamlega yfir,“ sagði Olafur Þ. Þórðarson. Mat hvers og eins „Staðreyndin er sú að engar reglur í þingsköpum kveða á um að menn megi ekki nafngreina eða tala um í ræðum sínum menn sem ekki geta svarað fyrir sig. En mér finnst vera mat hvers og eins hvað honum finnst við hæfi að gera í slíkum tilvikum. Forseti getur ekk- ert við þessu gert. Hitt er annað mál að manni fínnst oft að menn mættu fara hóflegar í sakirnar þegar verið er að taka fyrir ein- hveija aðilá úti í þjóðfélaginu sem ekki hafa tækifæri til að svara fyrir sig,“ sagði Salome Þorkels- dóttir, forseti Alþingis, þegar um- mæli Sigurðar voru borin undir hana. Hún sagði að í þingsköpum væri aðeins tekið fram að vítavert væri að bera brigslyrði á þing- menn, ráðherra og forseta íslands eða víkja með öllu frá umtalsefn- inu. Ekki sagðist hún hafa hug- leitt sérstaklega hvort breyta ætti þingsköpum til að vernda rétt ein- staklinga utan þings en slíkt yrði eflaust mjög vandasamt, Þegar Salome var spurð hvort til greina kæmi að setja tafarbúnað á útsendingar Sýnar frá Alþingi minnti hún á að ef svo færi væri ekki verið að gefa rétta mynd af þinginu. „Þessar útsendingar Sýn- ar eru þannig að það er í raun og vera verið að gefa fólki kost á því að fylgjast með því sem er að ger- ast í þingsalnum; að vera vitni að ræðum manna beint. Og ef ætti að fara að ritskoða það er ekki lengur um opinn ræðustól að ræða. Þá yrði það eitthvað annað. Ég held að það hljóti að vera erfitt,“ sagði Salome og endurtók að ekk- ert í reglum Alþingis kvæði á um að umdræddur búnaður væri nauð- synlegur. Hins vegar viðurkenndi hún að henni þætti oft afar óþægi- legt að hlusta á þegar verið væri að gagnrýna menn utan þings, sem ekki hefðu tækifæri til að svara fyrir sig á þeim vettvangi þó þeir gætu gert það utan þings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.