Morgunblaðið - 30.01.1994, Side 27

Morgunblaðið - 30.01.1994, Side 27
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1994 f + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1994 27 JMítrgmittMtófl* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuöi innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Prófkjör Um þessa helgi fara fram prófkjör á vegum Sjálf- stæðisflokksins í fímm sveitarfé- lögum, þ.e. Reykjavík, Hafnar- firði, ísafírði, Akranesi og í Njarðvíkum. Gera má ráð fyrir, að þúsundir kjósenda taki þátt í þessum prófkjörum og þar með í vali frambjóðenda á framboðs- listum Sjálfstæðisflokksins í þessum sveitarfélögum. Athyglin hefur fyrst og fremst beinzt að prófkjörsbaráttunni í Reykjavík og að nokkru leyti í Hafnarfirði. Átök hafa oft verið hörð á milli frambjóðenda í próf- kjörum Sjálfstæðismanna eins og raunar í prófkjörum á vegum stjórnmálaflokka yfírleitt. Að þessu sinni má segja, að próf- kjörsbaráttan hafí farið nokkuð rólega fram. Það er styrkur fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn vegna þess, að oft hafa atvik í próf- kjörsbaráttu valdið sárindum, sem seint hafa gróið. Hins vegar má merkja það, að sumum almennum stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins, fínnst nóg um þau umsvif, sem einstakir frambjóðendur í próf- kjöri hafa haft og þann kostnað, sem lagður hefur verið í próf- kjörsbaráttuna. í þeim efnum er ekki sízt vísað til þess, að tíðar- andinn á krepputímum sé með þeim hætti, að ekki sé við hæfí að eyða miklum peningum í kosningabaráttu af þessu tagi. Þessar ' athugasemdir eru um- hugsunarverðar fyrir stjórn- málaflokkana, þegar kemur að kosningunum sjálfum í vor. Ætla má, að margt af því, sem peningum er varið til vegna kosninga sé einfaldlega óþarfí. Það á ekki sízt við um bækl- ingaútgáfu, sem í langflestum tilvikum lendir í ruslakörfum og ólíklegt er að hafí mikil áhrif á kjósendur. Prófkjörin verða alltaf um- deild. En ætla verður að með kostum þeirra og göllum séu þau orðin nokkuð fastur þáttur í starfí stjórnmálaflokka og að tæpast verði snúið til baka af þeirri braut. Þau valda því hins vegar, að fjölmargir þeirra, sem ella mundu gefa kost á sér til þátttöku í stjórnmálum gera það ekki, þar sem þeir vilja ekki kalla yfír sig og fjölskyldur sínar allt það, sem prófkjörum fylgir. Of mörg dæmi eru um það, að menn þekki ekki sinn vitjun- artíma og átti sig ekki á því, hvenær tímabært er að hætta þátttöku í stjómmálum en fái í þess stað upplýsingar um það í niðurstöðu prófkjörs. Slík niður- staða stjórnmálaferils veldur miklum sársauka, sem menn í sumum tilfellum komast aldrei yfír. Raunar er það undantekn- ing en ekki regla, að menn kom- ist sæmilega sáttir frá afskiptum af stjórnmálum. En hvað sem því líður er ástæða til að hvetja kjósendur til að nota atkvæðisrétt sinn í prófkjörum. Þetta er ekki galla- laus aðferð til þess að velja fram- bjóðendur en þetta er lýðræðis- leg aðferð. Enginn getur haldið því fram með rökum, að stjóm- málaflokkur, sem velur fram- bjóðendur í almennu prókjöri, lúti stjóm og yfírráðum fámenns hóps manna. Hér koma svo margir við sögu hinnar endan- iegu ákvörðunar um val á fram- boðslista að lengra verður varla komizt í þeim efnum. HELGI 3EINSOG BIBUAN ER • spegill, þannig er góð skáldsaga einnig spegill ein- sog segir raunar í sögu • >i Stendahls, Rauðum og svört- SPJdU um. Hún endurspeglar eðlis- þætti okkar og umhverfi. Stendahl lýsir hégómanum ekkisízt í umhverfisgreiningu sinni á frönsku þjóðfélagi eftir byltinguna og fallvaltan keisaratíma; sýnir okkur öðrum betur hvemig takmarka- laus hégómagimd leiðir hetjuna ungu í bithvassa gildru grimmilegrar niðurlægingar. Hamskipti bíða hetjunnar og andhetja brennur í eigin loga. Svo nútímaleg er þessi saga sem fjallar um öll hugsanleg vandamál sem enn er glímt við; bresti og breyskleika; freistingu, eigingimi og fordild. Madame Bovaiy er ekkisíður spegill en saga Stend- hals en hún er þó umfram aUt sterkara safngler. í henni verður ástin einsog geislar í miðju gieri og undan þeim brennur í sterkri sól. En stundum er ástin sólin sjálf. Um það er minna fjallað og frekar í ljóðum en prósa. Það er svo einnig umhugsunarefni fyrir okkur að af- höggvinn haus Julien Sorels verður sérstakt viðfangsefni í sögulok og minnir sá hryliingur á saltan haus Grettis sem var jafnósýnt um að lifa með öðru fólki og Frakkan- um unga í sögu Stendhals. En hvaðsem því líður em þessar mannlífssögur snerting liðinnar aldar við aðra og þannig mikilvæg reynsla og jafnvel ómetanleg tU skilnings á mannfólki allra tima. Og raunar em þær svo magnaðar og raunsæjar lýsingar á mannlífinu að aðrar yngri sögur svipaðs eðlis em nánast óþarfar. Og oftarenekki einungis léleg eftirlíking þessara snilldarverka. 4SAMT MUNDUM VIÐ EKKI VIUa VERA ÁN •jafneftirminnilegra skáldsagna og ástarrómana Sigrid Undsets í upphafi aldarinnar. Slíkar „kvennabók- menntir", eða sálfræðileg greining á umhverfi og til- finningum konunnar sem einstaklings en ekki tegund- ar ef svo mætti segja hefur ekki verið betur gerð í öðmm ritum nútímalegri, enda rís Undset úr skáldskap- arlegu umhverfi sfnu einsog fjall af fiatneskju og skrif- aði hún þó snilldarverk sín löngu fyrir alla „kvennabar- áttu“. En í verkum hennar er konan einstaklingur og hreyfiafl í umhverfi sínu einsog oftast er í íslendinga sögum en ekkert sjálfgefið félagslegt vandamál, eða ósjálfbjarga fómarlamb. Hún er frjáls. En hún lýtur þá einnig frelsinu og örlögum sínum rétteinsog karlper- sónur skáldsagnanna. Allt er þetta fólk leiksoppar eig- in tilfinninga — eins og við öll. Qulie Marta Qulie í samnefndri skáldsögu Sigp-id Undsets var Ottó manni sínum ótrú og elskaði hann samt og eignaði honum bam bezta vinar hans, Henrys. Að Ottó látnum hafnar Marta Henry en Henry segir Ottó sé hvergi til nema í minningu þeirra. Sumir halda víst að slík afstaða sé kristin, að látinn lifi einungis í minningu þeirra sem eftir lifa en fyrirheit Krists em ekki hugar- burður Henrys, heldur eilíft líf í samfélagi þeirra sem trúa. Ó, við sem lifum með Henry í hjarta okkar kristslausu hjarta okkar Marta. Konan í daglegu lífi og leit hennar að hamingju er leiðsögustefið í skáldsögum Sigrid Undsets. En hver höndlar hamingjuna þegar rök og tilfinningar rekast á? Um þetta fjallar skáldkonan m.a. í fyrstu sögum sínum, Frú Marta Qulie (1907) og Jenný (1911). En hún sótti einnig söguefni í íslenzka skáldskaparhefð og kannaði undirdjúpin í miðaldasögu sinni Víga-Ljót- ur og Vigdís sem Heinrich Böll sagði mér að hefði haft mikil áhrif á sig og vegna þessarar sögu komst hann í kynni við íslenzkar fornbókmenntir. Þannig kallast skáldin á og öld bregður við aðra einsog segir í Velleklu. 5ÉG GET SOFIÐ ÞEGAR ÉG ER DAUÐUR, • sagði Fassbinder sem var ákafamaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvortsem það var kvik- myndastjóm eða fíkniefnaneyzla. Paul Johnson segir hann hafi í verkum sínum gengizt upp við ofbeldi, fíkni- efnum, og hedónisma eða trúlausri lífsnautnastefnu. Hann reykti hundrað vindlinga á dag. Þegar hann lézt þurfti þýzka lögreglan að rannsaka líkið betur en venja er til og því var kistan tóm við útförina. Mér skilst af Johnson að Fassbinder hafí svo verið jarðsettur eft- ir útförina. Þá var tekin af honum dauðagríma einsog jötnum þýzkrar menningar, Goethe og Beethoven. 6JOHNSON MINNIST Á ANNAN MENNINGAR- •vita sem einnig varð fómardýr viðtekins ofbeldis einsog hann kemst að orði, James Baldwin, sem var einn frægasti rithöfundur Bandaríkjanna af svörtum kynstofni. Ég sé nú ekki það hatur sem Johnson lýsir í því verki Baldwins sem mér er einna eftirminnileg- ast, Another Country, enda var hann afar viðfelldinn maður og minnisstætt að hafa kynnzt honum í Kaup- mannahöfn uppúr 1960. Þá flutti hann á rithöfundaráð- stefnu einlægari og skáldlegri ræðu en ég hafði áður heyrt. Hann gekk aðminnstakosti ekki með þá grillu sem einkennir afstöðu margra öfgamanna, að hug- myndir eða kenningar skipti meira máii en fólk. Baldw- in var ekki vinstrisinnaður á okkar mælikvarða. Hann var andófsmaður og gagnrýnandi bandarísks þjóðfé- lags þar vestra. Og hann hlífir þá ekkertfrekar svörtum mönnum en hvítum, ef því er að skipta, þótt viðfangs- efni hans sé einkum kynþáttamisrétti. M (meira næsta sunnudag) UTGÁFA BREZKA dagblaðsins The Inde- pendent þótti tíðind- um sæta á sínum tíma. Bæði vegna þess, að í fyrsta skipti í áratugi var gerð tii- raun til að koma á fót nýju dagblaði í Bretlandi til þess að keppa við gamalkunnug blöð á borð við The Tim- es og Daily Telegraph en einnig vegna hins, að þrír blaðamenn stóðu að stofnun blaðsins og grundvallarhugmyndin var sú, að það yrði óháð ekki bara flokkum og hagsmunasamtökum heldur líka blaðaút- gáfusamsteypum og þar með fjölmiðla- kóngum. Það er svo önnur saga, sem ekki verður rakin hér, að þessi tilraun er þessa dagana að mistakast endanlega að því leyti til, að blaðið er að komast í eigu þriggja blaðavelda í Evrópu. Á síðasta ári kom svo út bók eftir einn af stofnendum blaðsins, Stephen Glover, þar sem hann rekur aðdragandann að stofnun The Independent og átökin á milli stofnenda, sem leiddu til þess, að hann hrökklaðist frá blaðinu. Bókin hefst með lýsingu á hádegisverði hóps blaðamanna á sunnudagsblaði Independent með John Major, forsætisráðherra Breta, og er sú lýsing svohljóðandi: „Miðvikudaginn 20. marz 1991 snæddi John Major hádegisverð með nokkrum blaðamönnum Independent on Sunday. Slík heimsókn átti sér ekki fordæmi, hvorki á Independent né hinu unga systurblaði. Independent hafði gert harða hríð að Margaret Thatcher svo að segja allt frá því fyrsta tölublaðið kom út í október 1986 og ekki var líklegt að hún vildi koma og matast með þeim, sem hún taldi meðal þeirra sem legðu hana í einelti. Major, sem hafði verið forsætisráðherra í fíóra mán- uði, hafði enga ástæðu til þess að gera sér slíkar hugmyndir og þáði snarlega boð það sem Don Macintyre, stjórnmálarit- stjóri okkar, hafði sent fyrir mína hönd. Heimsókn hans átti eftir að marka þáttaskil í samskiptum blaðanna, en litlu munaði að hann léti ekki sjá sig. Mánudag- inn 18. marz tilkynnti Major fyrir milli- göngu blaðafulltrúa síns, Gus O’Donnells, að hann mundi ekki koma til hádegisverð- arins, þar sem hann væri óánægður með frétt, sem hafði birzt á forsíðu Independ- ent on Sunday daginn áður. Hermt hafði verið í þessari frétt, sem Don Macintyre skrifaði, að þegar forsætisráðherrann hefði komið til Bermuda til leiðtogafundar Bandaríkjamanna og Breta hefði hann „verið svo þreytulegur að Bush forseti hefði orðið áhyggjufullur og spurzt fyrir um þetta“. Orðrétt var haft eftir Bush „Hvernig líður þreytta ferðalanginum?" og „Ertu útkeyrður?“. Að sögn O’Donnells taldi Major fréttina ekki ranga, einungis að athyglinni væri beint að léttvægum orðaskiptum. O’Donnell hélt því fram, að ef ég segði sem ritstjóri Independent on Sunday að okkur þætti þetta miður kynni Major að samþykkja að koma. Ég sagði að ég gæti varla beðizt afsökunar, ef ekki hefði verið farið rangt með staðreyndir, en ég vonaði eindregið að við mundum hitta hann á miðvikudaginn. Á þriðjudag- inn hringdi O’Donnell aftur síðla dags til þess að segja mér að forsætisráðherrann hefði ákveðið að koma eftir allt saman „þótt þú kunnir að komast að því að hann sé ekki eins hress og hann er venjulega". Ég sagði Andreas Whittam Smith, rit- stjóra Independent og aðalframkvæmda- stjóra Newspaper Publishing, móðurfyrir- tækis blaðanna beggja, frá þessari tilraun minni til þess að koma stefnumóti í kring og öllum málaflækjunum. Honum virtist skemmt. Andreas hafði vitað um þennan fyrirhugaða hádegisverð í nokkrar vikur, en ég hafði ákveðið að bjóða hvorki honum né nokkrum öðrum frá Independent. Hádegisverðurinn var ánægjulegur og fræðandi, þótt Major væri hörundsár í fyrstu. Þegar hann kom í matsalinn fór ég með hann út að glugganum, sem gefur vítt útsýni yfir fjármáia- og viðskipta- hverfi Lundúna. „En hvað þetta er leiðinlegt útsýni,“ sagði hann. „Og þarna," sagði ég, og benti niður níu hæðir á kirkjugarðinn, sem bygging okkar gnæfir yfír, „er Bunhill Fields." „Nú, er það?“ „Já. Þarna hvíla menn eins og William Blake og Daniel Defoe og John Bunyan og sálmaskáldið Isaac Watts ... Einu sinni var þetta grafreitur utankirkjumanna.“ „Ég held að ég hefði getað gizkað á það,“ sagði hann hvass. Ástandið batnaði, þótt aftur sækti í sama farið þegar Major vakti máls á „þess- ari illkvittnu frétt“, sem hann kallaði svo. „Hún var ekki illkvittin," sagði ég. „Jú, hún var það. Þetta var hrein ill- kvittni.“ „Jæja, hún kann að hafa verið hrekkj- ótt“, sagði ég og við sættumst á það.“ Fjölmiðlar og ráða- menn ÞESSI FRÁSÖGN Stephens Glovers, þáverandi ritstjóra Independent on Sunday, hefði getað verið skrifuð af rit- stjóra dagblaðs, hvar sem er á Vesturlönd- um a.m.k., hvort sem er í Bretlandi, Banda- ríkjunum, á íslandi eða annars staðar. Hún lýsir því vel, hvernig innri samskipti íjöl- miðla og stjórnmálamanna eða forsvars- manna hagsmunasamtaka eða stórfyrir- tækja geta verið og eru, oftar en menn grunar. í hita augnabliksins geta þeir, sem starfa í stöðugu sviðsljósi fíölmiðla, verið ótrúlega hörundsárir. Þegar tilvik, sem valda miklu uppnámi á milli forsvarsmanna fíölmiðla og ráðamanna, eru skoðuð nokkr- um árum síðar eru þau yfirleitt svo lítil- væg, að furðu gegnir, að nokkur maður hafi nokkru sinni haft orð á þeim. Fréttin í Independent þar sem vikið er að þreytu Johns Majors, skipti engu máli, hvorki fyrir störf hans sem forsætisráðherra né stjómmálaferil hans yfirleitt. Engu að síð- ur varð hún til þess að hann hugleiddi að afþakka hádegisverðarboð ritstjóra eins áhrifamesta dagblaðs í Bretlandi um þær mundir. Þeir sem utan við standa mundu ætla, að leiðtogi íhaldsflokksins hefði kom- ið sér upp svo harðri skel, að hann kippti sér ekki upp við slíka smámuni en þeir sem til þekkja innan dyra í heimi stjómmála og raunar atvinnu- og menningarlífs einn- ig vita, að slíkir smámunir geta orðið að stóru máli í samskiptum fjölmiðla og við- komandi ráðamanna. Þeir sem starfa ámm saman í sviðsljósi fjölmiðla starfa undir gríðarlegu álagi. Þeir geta ekki um frjálst höfuð strokið. Fjölskyldur þeirra eiga sér lítið einkalíf. Viðkvæmni þeirra er skiljanleg að því leyti til, að álagið getur sjálfsagt verið óbæri- legt á stundum. Á hinn bóginn hafa þeir kosið sér þetta hlutskipti. Enginn hefur þvingað þá til þess að leita í sviðsljósið. Þeir sækja í það með kostum þess og göll- um og hljota þá að taka því, sem að þeim snýr, innan hóflegra marka að sjálfsögðu. Stjómmálamenn, sem komist hafa til hinna æðstu valda eða í námunda við þau, sjá oft samsæri í hverju horni. Fyrir nokkr- um dögum tilkynnti væntanlegur varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, að hann hefði ákveðið að taka ekki við starfinu, sem forsetinn hafði boðið honum og hann samþykkt að taka, vegna þess að hann vildi ekki starfa í því sviðsljósi, sem beið hans. Ein skýringin, sem hann gaf, var sú, að honum væri kunnugt um samsæri á milli eins helzta dálkahöfundar New York Times og leiðtoga repúblikana í öld- ungadeild Bandaríkjaþings um að bregða fæti fyrir tilnefningu hans, þegar hún kæmi til kasta þingsins. Bæði öldunga- deildarmaðurinn og dálkahöfundurinn hafa borið af sér sakir. Þótt sjálfsagt séu þess einhver dæmi að samsæri hafi verið gerð af hálfu fjöl- miðla gegn stjórnmálamönnum eða á milli fjölmiðla og stjórnmálamanna gegn öðrum REYKJAVÍKURBREF Laugardagur 29. janúar f -' * Si i'h W3M stjórnmálamönnum eru þau tilvik áreiðan- lega tiltölulega fá. Fjölmiðlaheimurinn er einfaldlega svo opinn, að menn kæmust ekki upp með slík samsæri nú á tímum, þótt það kunni að hafa verið auðveldara á árum áður. John Major hefur vafalaust talið, að fréttin í Independent um þreytu hans væri úthugsuð tilraun forráðamanna blaðsins til þess að koma á hann höggi eða veikja stöðu hans. Hins vegar eru yfír- gnæfandi' líkur á því, að blaðamaðurinn, sem skrifaði fréttina, hafí einfaldlega tal- ið, að þama væru á ferðinni forvitnileg og persónuleg orðaskipti, sem ættu erindi inn í frétt hans um fund Bush og Majors, fréttastjóri sem væntanlega hefur lesið fréttina yfír, hefur ekki séð neitt athuga- vert við hana og ritstjórar Independent ekki komið nærri afgreiðslu málsins. Hægt væri að rekja mörg tilvik í sam- skiptum íslenzkra fjölmiðla og þá ekki sízt Morgunblaðsins, við stjómmálamenn og forystumenn í atvinnulífí og jafnvel menn- ingarlífi, þar sem smámunir hafa orðið að stórmáli vegna tortryggni og samsæris- kenninga af ýmsu tagi. í langflestum til- vikum kemur forráðamönnum fjölmiðla gersamlega á óvart hvað það er, sem kem- ur svo illa við hömndsára ráðamenn. Frá sjónarhóli þeirra, sem stýra fjölmiðlum, getur verið skiljanlegt að átök og skoðana- munur um meginmál valdi hnökrum í sam- starfi þeirra, sem í raun og veru eiga jafnra hagsmuna að gæta, að samskipti séu í starfhæfum farvegi. En þeir hætta aldrei að verða hissa á því, hvaða smámun- ir það eru, sem valda mestu uppnámi. Þótt þessi mál hafí verið reifuð hér í tilefni af frásögn hins brezka blaðamanns og sjónarmiðum lýst, má ganga út frá því sem vísu, að engin breyting verði á þessum samskiptum fjölmiðla og ráðamanna. Stundum liggja leiðir fjölmiðla og stjórn- málamanna eða forráðamanna atvinnu- og menningarlífs saman og þá fer vel á með þeim. Stundum verða árekstrar á milli ólíkra hagsmuna og þá hljóta fjölmiðl- ar að líta á það sem skyldu sína að sinna hlutverki sínu í samfélaginu án tillits til stundarhagsmuna ráðamanna. Stjóm- málamenn koma og fara, stjómendur at- vinnufyrirtækja koma og fara, stjómendur fjölmiðla koma og fara en dagblöð, sem sum hver eiga sér langa sögu — Times í London er yfir 200 ára gamalt, Morgun- blaðið er 80 ára — halda sínu striki, hvað sem líður smávægilegum gámm á yfir- borðinu. Hið íslenzka rekstrarfé- EIMSKIPAFELAG íslands átti 80 ára afmæli fyrr í þess- um mánuði. Af því tilefni birtist hér í ® blaðinu samtal við Hörð Sigurgestsson, forstjóra félagsins, þar sem hann vék að rekstri íslenzka þjóð- arbúsins í ljósi þess, hvemig unnið hefur verið að umbótum í rekstri Eimskips og annarra fyrirtækja á undanförnum ámm. Forstjóri Eimskipafélagsins sagði m.a.: „Mér fínnst það vera markmið, að hér sé hagvöxtur til jafns við eða betri en er í okkar nágrannalöndum. Annars tekst okkur ekki að halda uppi því velferðarsam- félagi, sem hér er og menn em í aðalatrið- um sammála um, þótt þá greini á um áherzlur. Við þurfum að gera hlutina bet- ur. Ég held, að þetta íslenzka rekstrarfé- lag þurfí, líkt og við hjá Eimskip og fleiri hafa þurft að gera, að lækka kostnað og auka hagkvæmni. í því tel ég að séu feyki- lega miklir möguleikar enn, maður horfir þar til ríkisrekstrarins, þótt menn séu byij- aðir þar að taka á hlutum. Einnig er þetta spurning um að auka verðmætin og auka tekjur. I mínum huga er það engum vafa undir- orpið, að sjávarafli er ennþá okkar grunn- undirstaða og verður mjög lengi. Eg tel líka áhugavert og nauðsynlegt að þróa aðra hluti. Til lengri tíma litið horfum við þar til stóriðju að einhveiju marki, en líka til ýmissa minni þátta. Auðvitað þurfum við að endurskipuleggja okkar landbúnað og gera hann hagkvæman. Ferðamanna- þjónusta er vaxtargrein, sem við verðum að þróa. Þekking er líka eitthvað, sem við getum flutt út. Við þurfum í vaxandi mæli a.ð horfa lengra fram í tímann, gera hlutina af meiri yfirvegun og nota betur þá þekkingu, sem við ráðum yfir. Allir þessir möguleikar eru fyrir hendi. Þá er það spurning um kerfín, sem ráða því að hvaða marki þetta tekst. Það skiptir afskaplega miklu máli að eiga góða og heilsteypta stjómmálamenn. Það er mfn persónulega skoðun, að það þurfí að breyta kjördæmaskipaninni og fá fram meiri virkni og yfirsýn.“ Það er mikið til í þessum orðum Harðar Sigurgestssonar. Engin spurning er lengur um það, að atvinnufyrirtæki í einkageiran- um hafa á undanfömum ámm lyft grettis- taki í því að draga úr kostnaði og aðlaga rekstur sinn gjörbreyttum aðstæðum. Þeg- ar ný uppsveifla kemur í íslenzku atvinnu- lífi verða þessi fyrirtæki vel undir það búin að nýta sér hana til hins ýtrasta. En það fer tæpast á milli mála, að rekstur hins íslenzka rekstrarfélags, eins og for- stjóri Eimskips kemst að orði, hefur ekki verið tekinn sömu tökum, nema að mjög takmörkuðu leyti. Hvað veldur? Er það vegna þess, að það skortir hæfa stjómend- ur meðal stjórnmálamanna? Er það kjör- dæmaskipunin, sem Hörður Sigurgestsson víkur að, sem veldur því að misgengi er í stjómkerfí landsins, sem gerir ókleift að takast á við niðurskurð í útgjöldum rekstr- arfélags þjóðarbúsins að nokkm marki? Þetta er ekki lengur umhugsunarefni heldur er brýnt að takast á við þetta vanda- mál. Vel má vera, að tímabært sé orðið að kalla til starfa í opinbera geiranum menn, sem hafa langa reynslu í viðamikl- um atvinnurekstri og láta á það reyna, hvort þeir nái meiri árangri en stjómmála mennirnir. Slíkt fyrirkomulag tíðkast víða, ekki sízt í Bandaríkjunum, og hefur gefið góða raun. Morgunblaðið/Kristinn „Stundum verða árekstrar á milli ólíkra hagsmuna og þá hljóta fjöl- miðlar að líta á það sem skyldu sína að sinna hlut- verki sínu í sam- félaginu án tillits til stundarhags- muna ráðamanna. Stjórnmálamenn koma og fara, stjórnendur at- vinnufyrirtækja koma og fara, stjórnendur fjöl- miðla koma og fara en dagblöð, sem sum hver eiga sér langa sögu— Timesí London er yfir 200 ára gamalt, Morgunblaðið er 80 ára — halda sínu striki, hvað sem líður smá- vægilegum gár- um á yfirborðinu. +

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.