Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 38
fíp. leet fl/.Tvam. ,os flnn/auvfvi’jg Aiyi8\SAn\Ayu/mn’A niGA TÍTMTTr ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVIN N MMAUGL YSINGAR REYKJALUNDUR Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Húsvörður Húsfélag í austurborginni óskar eftir hús- verði til starfa frá og með 1. mars nk. Starfinu fylgir íbúð. Reglusemi áskilin. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. febrúar merktar: „H-4414". Hársnyrtifólk Ég vil ráða starfsmann til starfa á stofu mína strax. Hársnyrting Villa Þórs, Ármúla 26, sími 34878 og 684334. Nokkrar stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eru lausar til umsóknar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 666200. Tölvuverkf ræðingur/ tölvunarfræðingur Lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem einkum selur á erlenda markaði, óskar eftir að ráða tölvun- arfræðing eða tölvuverkfræðing sem fyrst. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og farið langferðir erlendis. Góð tungumála- kunnátta nauðsynleg, einkunn enska. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum svarað. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 4. febr., merktar: „GPS - 10385“. UNIVERSITETETI OSLO Sendikennarastaða í fslensku við háskólann í Ósló Laus er til umsóknar staða sendikennara (amanu- ensis) í íslensku máli og bókmenntun við Institutt for nordistikk og litteraturvitenskap við háskólann í Ósló frá 1. ágúst næstkomandi í þrjú ár, með möguleika á framlengingu í önnur þrjú ár. Fyrir liggur stöðulýsing þar sem kveðið er á um fagsvið og verksvið, vinnuskyldur og önnur atriði sem mikilvæg eru varðandi ráðningu í stöðuna. Stöðulýsing þessi fæst hjá ofanrituðum. Sérþekking á íslenskum nútímabókmenntum er æskileg. Krafist er kennsluréttinda. Nánari upplýsingar um staðfestingu og mat á slík- um réttindum fást einnig hjá ofanrituðum. Laun eru samkvæmt launaþrepi 15 til 22. Sá sem ráðinn verður getur sótt um framgang í stöðu sem fyrsti amanuensis (launaþrep 23) og er heimilt að taka fram að umsóknin verði dregin til baka ef hann fæst ekki. Ef tveir eða fleiri umsækjendur teljast nokkurn veginn jafnhæfir eftir að lagt hefur veriö mat á vís- indastörf, kennslureynslu og aðra hæfni verður kona tekin fram yfir karlmann. Nánari upplýsingar gefa Sigurborg Hilmarsdóttir sendikennara, í síma 90 47 22856943 eða Eskil Hanssen fagráðsformaður, í síma 90 47 22856941. Umsóknir skulu vera í fjórum eintökum og inni- halda nákvæmar upplýsingar um menntun, fyrri störf, rannsóknir og ritstörf (curriculum vitae). Umsóknum skulu fylgja þrjú eintök af þeim verkum sem óskað er eftir að verði metin og listi yfir öll fræðirit umsækjenda. Umsóknir merktar „lslandsk“ sendist fyrir 15. febr- úar 1994 til: Institutt for nordistikk og litteraturvitenskap, Postboks 1013 Blindern, 0315 Oslo, Norge. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Droplaugarstaðir - Snorrabraut 58 - sfmi 25811 Droplaugarstaðir heimili aldraðra Snorrabraut 58 Hjúkrunarfræðinga vantar á næturvaktir á hjúkrunardeild Droplaugarstaða. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 13-16 alla daga. Leikskólar Reykjavíkurborgar Matráðskona Óskum að ráða matráðskonu til starfa í leik- skólann Hraunborg v/Hraunberg. Nánari upplýsingar gefur Sigurborg Svein- björnsdóttir, leikskólastjóri, í síma 79770. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Tölvutæknideild Óskum eftir að ráða mann til starfa í tækni- deild hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, Sauðár- króki. Tölvutæknideildin annast uppsetningu og þjónustu á netkerfum og PLC-stýringum og framleiðir m.a. gaskynjara og álagsstýringar. Starfssvið: Viðhalds vélbúnaðar og tölvu- kerfa í PC umhverfi. Aðstoða notendur við notkun kerfanna. Uppsetning vélbúnaðar og hugbúnaðar. Við leitum að manni með góða tölvumennt- un. Menntun í rafvirkjun eða rafeindavirkjun einnig æskileg. Haldgóð þekking á PC um- hverfi og nettengingum nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Tölvutæknideild 311“, fyrir 5. febrúar nk. Hagvangurhf jhr Meðftrð œ UNGLINGAHEIMILI RIKISINS Fjölskyldusambýli Sólheimum 17, Reykjavík Á fjölskyldusambýli UHR búa 4-5 unglingar á aldrinum 15-18 ára. Dvalartími er að jafn- aði 1 -2 ár. Sambýlið er deild í Unglingaheim- ili ríkisins og tengist ráðgjafar- og meðferðar- deild þess. Hjón eða sambýlisfólk býr og starfar á staðnum. Að auki gengur einn upp- eldisfulltrúi vaktir á sambýlinu. Auglýst er eftir hjónum eða sambýlisfólki til búsetu og starfa á fjölskyldusambýlinu. Annað þeirra verður deildarstjóri og þarf að hafa lokið þriggja ára háskólanámi í sálar-, uppeldis- eða félagsfræði, eða öðru námi sem telst sambærilegt. Krafa er gerð um reynslu af starfi með unglingum í vanda og af því að ala upp eigin böm. Nánari upplýsingar gefa forstjóri UHR í síma 91-689270 og deildarstjóri fjölskyldusambýl- isins í síma 91-685944. MIÐSTÖÐ FÓLKS Í ATVINNULEIT Breiðholtskirkju, Mjódd, sími 870 880 Opið hús í Breiðholtskirkju, Mjódd, mánudago kl. 12-15 og safnaðarheimili Dómkirkjunnar fimmtudaga kl. 12-15. ÁDAGSKRÁ mánudaginn 31. janúar kl. 11.30: Gestir í Opnu húsi eru nokkrir danskir fé- lagsráðgjafar, sem í óformlegu kaffispjalli ræða um atvinnuleysið út frá sinni reynslu. Staður: Breiðholtskirkja - jarðhæð. Námskeið: Fjármál heimilanna Miðstöð hefur í samvinnu við Samband ís- lenskra bankamanna ákveðið að gangast fyrir námskeiðum um fjármál heimilanna. Námskeiðin eru ætluð atvinnulausum, sem vegna atvinnumissis sjá framá skertartekjur heimilisins. Innritun hefst í vikunni í síma 870880 kl. 14-16 virka daga. Fyrsta námskeiðið hefst föstudaginn 11. feb. nk. kl. 13-16. Staður: Breiðholtskirkja, Mjódd, jarðhæð. Gerbakstursnámskeið Vegna mikillar aðsóknar að gerbaksturs- námskeiðum Margrétar Sigfúsdóttur, hús- stjórnarkennara, verður innritað í vikuna á það þriðja, sem haldið verðurföstudaginn 4. febrúar kl. 13-16. Staður: Breiðholtskirkja, Mjódd, jarðhæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.