Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1994
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur
Mengun og
hormónavöxtur
Manni hnykkti obbolítið við
að sjá á götu í Bandaríkj-
unum eintök af þessu sérkenni-
lega feita fólki með breiða
kvaprassinn og gríðarlegu
lausu keppina á lærum. Er
akfeitt og breikkar ofboðslega
niður. Að vísu hafði maður tek-
ið eftir hve mikið er t.d. í New
York af ungu fólki sem virðist
afmyndað á þennan hátt. Getur
víst lítið gert til úrbóta. En
eftir að hafa víða lesið um or-
sakir þessa einkennilega vaxt-
arlags, verður manni enn verr
við. Þama em semsagt komnar
afleiðingamar af snarl- eða
sjoppufæðinu sem börnin og
unglingarnir vom aldir á í upp-
vextinum. Sumir nefna það
„hamborgarafæði" í Ameríku
eða hormónahakkið. Það tákn-
ar að kjötið í þessháttar fæði
og raunar
ýmsu öðru sé
af dýmm,
sem alin
hafa verið
með hormó-
nagjöfum til
þess að auka
vaxtarhrað-
ann. Og nú
blasir við hvemig maður getur
orðið af því að lifa á fæði af
skepnum hvers framleiðendur
sjást ekki fyrir til að auka vöxt
og kjötframleiðslu. í upphafí
hafa menn eflaust ekki áttað
sig á afleiðingunum. En ódýra
hraðfæðið krafðist einkum
hraðframleiðslu á kjöti. Óhugn-
anlegt er að sjá svo marga sem
hafa verið aldir á þannig fram-
leiddri fæðu. <
Myndin af þessu fólki fram-
kallaðist við umræðumar um
að íslendingar hasli sér völl í
krafti hreins lands og ómeng-
aðrar framleiðslu. Stórkostleg
hugmynd í heimi sem er farinn
að sjá svona fólk og átta sig á
því hvað slík fæða getur þýtt.
Sá hópur stækkar sem vill
borga meira fyrir matvöru, sem
framleidd er hægar og hefur
ömgglega ekki verið keyrð
áfram með meðulum af neinu
tagi eða skepnumar lifað á
fæðu sem ræktuð er með því
sem við köllum „tilbúinn
áburð“ eða varin fyrir skordýr-
um með eiturefnum. Meira að
segja farið í gang eitt „átakið“
til að koma slíkri hugmynd í
framkvæmd. En þá verður vita-
skuld að vera tryggt hreint land
og algerlega ómenguð fram-
leiðsla. Umheimurinn er búinn
að læra að vera var um sig.
Minnsta feilspor eða orðspor
um að íslensk matvælafram-
leiðsla sé nú ekki eins ómenguð
og af sé látið eða landið jafn
hreint, getur eyðilagt allt sam-
an. Raunar þarf á stöku stað
að taka til hendi og hreinsa
út, svo þetta megi verða.
í sumar klingdi viðvörunar-
bjalla. Við veðjum nú mjög á
erlendan ferðamannastraum
og að aðdráttarafl íslands sé
þá óspillt náttúra og kyrrð frá
stórborgar- og þéttbýlisysnum.
Liður í því eru hugmyndirnar
um jarðvarmann sem heilsu-
lind. Virðist hreint upplagt,
enda hefur Bláa lónið orðið
mikið og sérstætt aðdráttarafl.
Að vísu gefur það baðendum
ekki sama ævintýrablæinn og
þegar orkuverið stóð eins og
álfaborg upp úr hrauninu við
lónið. Nánast ofan í vatninu
hinum megin er komin afskap-
lega hefðbundin íslensk sjoppa
við búningsklefana. Er ég kom
þar með þrjá Ameríkana í sum-
ar, eftir að hafa lýst fyrir þeim
þessum einstaka náttúrulega
baðstað, og við gengum gegn-
um sjoppuna út á trépallinn,
var eins og við værum komin
í herskóla í hörkuþjálfun. Úr
útvarpstæki glumdi svo að ekki
heyrðist mannsins mál og
kvenmaður öskraði skipanir
fullum hálsi, sem nokkrar
manneskjur hoppuðu eftir svo
glumdi í pallinum. Þarna var
komin eróbikkþjálfum. Við
hörfuðum auðvitað úr „náttúr-
unni og kyrrðinni". Á flóttan-
um hugsaði maður skelfdur:
Ætlum við nú að fara að eyði-
leggja þessa ímynd áður en hún
er almenni-
lega komin
af stað? Yrði
þá skamm-
vinnur
draumur.
Vonandi voru
þetta stök
mistök.
í könnun
frá í sumar er einmitt komið í
ljós að við erum á réttu róli.
Ferðamenn voru spurðir hvað
þeir teldu eftirsóknarvert fyrir
ferðamenn á Austurlandi. 90%
töldu náttúruna og stórbrotið
landslag eftirsóknarverðast og
nær 60% krossuðu við „friður
og ró“.
Allt er þetta af sömu rót.
Heilnæm fæða af óspilltu og
mengunarlausu landi, til að
neyta í landinu og til útflutn-
ings. í nútímaþjóðfélagi gerist
það nú samt ekki án kynningar
og trúverðugleika. Og nú kom
einhver góður matreiðslumaður
með þá snjöllu tillögu, að nýta
öll hátíðahöldin vegna lýð-
veldisafmælisins til að kynna
íslenskt lambakjöt. í stað allra
snarlréttanna af erlendum rót-
um, hamborgara og þvílíks,
verði heilir lambaskrokkar á
snúningi yfir eldi í tjöldum og
sneitt af „lambakjötssnarl".
Þetta er stórkostlegur kostur.
það þekkir maður frá Grikk-
landi og Krít, þar sem heilu
ferðamannagöturnar ilma af
lambakjöti á teinum yfir eldi
og fólk fær sér í pítu eða sam-
lokubrauð eða á pappadisk með
salati. Vegna ullarbragðsins af
erlendu lambakjöti er kryddað
vel með hvítlauk. Hér þarf ekki
krydd til að taka af lambakjöts-
bragðið, og mætti allt eins nota
ómengað íslenskt blóðberg eða
aðrar jurtir, sem gerði það að
íslenskum sérrétti. Þessi gríski
siður hefur breiðst út til stór-
borganna. í París er heil mjó
gata við St. Micheltorg og
Signu lögð grískum matsölu-
stöðum með sjoppum af þess-
ari gerð og alltaf fullt af ferða-
fólki. Manni skilst að á Þing-
völlum verði mannaval mikið,
kóngafólk og forsetahirðir úr
öllum áttum. Vonandi líka fleiri
aðvífandi að utan þótt lítt hafi
enn af því frést. Væri ekki
aulaskapur mikill að nýta ekki
svo stórkostlega hugmynd til
að útbreiða það fagnaðarerindi
að við höfum á boðstólum
ómengað lambakjöt í hreinu
landi, hreint upplagt í snarl-
mat?
Ný viðhorf
og ný vinnubrögð
KALLA Á
NÝTT FÓLK
Frestum Korpúlfsstöðum.
Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Þess vegna getur Reykjavíkurborg
ekki ráðist í endurbyggingu Korpúlfsstaða eins og staðan er nú.
Byrgjum brunninn.
Borgin verður að taka frumkvæði og samræma starf opinberra aðila og félaga-
samtaka í forvörnum gegn ofbeldi og vímuefnum. í þessum efnum verðum
við að standa saman.
Fellum niður skatt af skrifstofu- og verslunarhúsnæði.
Látum ekki söguna frá vinstri meirihlutanum 1978-1982 endurtaka sig þegar
hvert fyrirtækið á fætur öðru flúði frá Reykjavík. Á kjörtímabilinu verður að fella
niður skatt af skrifstofu- og verslunarhúsnæði í áföngum og styrkja þannig
atvinnulíf í borginni.
Aukum áhrif almennings.
Borgarfulltrúar eru kjörnir af borgarbúum til að gæta hagsmuna þeirra. Þeir verða
að hafa hæfni og þekkingu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir óháð sérhagsmuna-
hópum og án þess að borgarstjórn verði afgreiðslustofnun fyrir embættismannakerfið.
sœtið
Sjálfstceðismenn!
Ég óska eftir stuðningi ykkar í
prófkjörinu og hefsett tnarkið á
4. sœti framboðslistans. íprófkjörs-
baráttunni undanfama daga
hefégfundið að sjónarmið mín
eiga mikinn hljómgrunn meðal
sjálfitœðisfólks í Reykjavík
Ég vil nota þetta takifieri til þess
aðþakka þann stuðning og heita því
að bregðast ekki því trausti sem mér
verður sýnt. Breytingar á framboðs-
listanum gerast ekki sjálfkrafa. Ég
hvet alla stuðningsmenn Sjálfitœðis-
flokksins til þess að kjósa og leggja
þannigsitt af mörkum til að
framboðslistinn verði sigurstranglegur.
Aksiur á kjörstað.
Við aðstoðum á kjördag.
Upplýslngar á kosningaskrif-
stofunni Grensásvegi 8,
simi 883244.
STUDNINGSMENN
GUNNARSJÓHANNS
BIRGISSON AR