Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1994
ERLEIMT
Uppsagnir á Akureyri
ALLS fengu 155 starfsmenn
tveggja stórra atvinnufyrirtækja
á Akureyri uppsagnarbréf á
föstudaginn. Slippstöðin Oddi
sagði upp öllu sínu starfsfólki,
132 manns, vegna endurskipu-
lagningar á rekstri, og SS-Byggir
hf. sagði upp 23 af 30 starfs-
mönnum sínum vegna fyrirsjáan-
legs verkefnaskorts.
Innheimt 9% útsvar hjá
langflestum sveitarfélögum
STAÐGREIÐSLUHLUTFALL
skatta við innheimtu á árinu 1994
verður 41,84%, sem er hálfu pró-
sentustigi hærra en á árinu 1993.
ÍJtsvarsprósenta langflestra
sveitarfélaga er 9%, og innheimt-
ir tæplega fjórðungur þeirra leyfi-
legt hámark, sem er 9,2%. Leyfi-
legt lágmark, sem er 8,4%, inn-
heimta 16 sveitarfélög, en þar á
meðal eru Reykjavík, Kópavogur,
Garðabær, Vestmannaeyjar og
Seltjarnarnes.
Ákvörðun um þyrlu-
kaup væntanleg
FJÖLDI sjómanna og aðstand-
enda þeirra kom saman við Al-
þingishúsið á mánudag og af-
henti Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra áskorun um kaup á nýrri
björgunarþyrlu. Eorsætisráðherra
sagði við þetta tækifæri að samn-
ingaviðræður hefðu átt sér stað
við umboðsmenn og framleiðend-
ur nokkurra þyrlutegunda, og
allra manna mál væri að innan
skamms tíma yrði tekin ákvörðun
um kaup.
Næturakstur hjá SVR hf.
NÆTURAKSTUR SVR hf. á
föstudags- og laugardagskvöld-
um er hafinn þar sem farþegum
er ekið úr miðbænum út í út-
hverfin. Kostar farið 200 krónur,
en farmiðar og græn kort gilda
ekki.
ERLENT
Afturhvarf
í Rússlandi
BORÍS Fjodorov, fjármálaráð-
herra fyrrverandi stjómar í Rúss-
landi og einn helsti leiðtogi um-
bótamanna, sagði af sér embætt-
inu í síðustu viku og eru nú flest
ráðherraembættin í höndum
miðjumanna eða þeirra, sem vilja
hverfa frá umbótastefnunni.
Spáði Fjodorov ofurverðbólgu og
þjóðfélagslegri sprengingu í land-
inu næðu hugmyndir um gífur-
lega seðlaprentun og fjáraustur í
ríkisfyrirtæki fram að ganga og
sagði, að framtíð Rússlands væri
nú í höndum Borísar Jeltsíns
forseta. Eftirmaður Fjodorovs er
Sergei Dúbínín, sem er hlynntur
umbótastefnunni, en fjármálaráð-
herraembættið heyrir nú beint
undir Víktor Tsjernomyrdín
' forsætisráðherra og því á Dúbínín
ekki auðvelt með að leita fullting-
is Jeltsíns. Jeltsín er að sögn eins
og á báðum áttum og stuðnings-
menn hans spá því, að lokaupp-
gjör milli umbótasinna og aftur-
hvarfsmanna sé á næstu grösum.
Eystrasaltsríkin vöruð við
STJÓRNVÖLD í Rússlandi hafa
varað yfírvöld í Eystrasaltsríkjun-
um við að vera með ögranir og
segja, að þau gæti best hagsmuna
sinna með nánu samstarfí við
stjómina í Moskvu. Kom þetta
fram hjá Vítalíj Tsjúrkín, að-
stoðarutanríkisráðherra Rúss-
lands, á fímmtudag, en þar hélt
hann því einnig fram, að hvorki
hefði verið um innrás né hernám
að ræða þegar Eystrasaltsríkin
voru innlimuð í Sovétríkin 1940.
Gildandi alþjóðalög hefðu komið
, til síðar.
Clinton tilnefnir Perry
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
William Perry
anna, hefur tilnefnt William
Perry sem eftirmann Les Aspins
varnarmálaráðherra. Perry hefur
verið aðstoðarráðherra Aspins og
kom hann hingað til lands fyrr í
mánuðinum til að undirrita sam-
komulag íslenskra og bandarískra
stjómvalda um vamarstöðina á
Keflavíkurflugvelli. Talið er, að
þingið greiði atkvæði um tilnefn-
inguna eftir mánuð.
Deilt um loftárásir í Bosníu
BOUTROS Boutros-Ghali,
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, hefur fengið í hendur
skýrslur um áætlanir Atlantshafs-
bandalagsins, NATO, um loftá-
rásir á stöðvar Serba í Bosníu en
meðal vestrænna ríkja er djúp-
stæður ágreiningur um hemaðar-
afskipti af Bosníustríðinu.
Francois Mitterrand, forseti
Frakklands, og Edouard Ballad-
ur forsætisráðherra hvöttu til
þeirra í sameiginlegri yfírlýsingu
í síðustu viku en Bandaríkjastjórn
er mjög á móti þeim. Segist hún
ekki geta tekið þátt í aðgerðum,
sem hefðu það að markmiði öðr-
um þræði að neyða múslima til
að fallast á fyririiggjandi tillögu
um skiptingu Bosníu milli þjóðar-
brotanna. Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands, varar einnig við
þeim.
INNLENT
Deilt um
búvöru-
frumvarp
FRESTA varð að leggja fram
stjórnarfmmvarp um breytingu á
búvörulögum á Alþingi vegna
deilu Halldórs Blöndals landbún-
aðarráðherra og Sighvats Björg-
vinssonar viðskiptaráðherra.
Snýst deilan um hvort bæta eigi
fjölda vömtegunda sem innihalda
landbúnaðarhráefni, sem heimilt
er að flytja til landsins, á bann-
lista sem samkomulag náðist um
milli stjórnarflokkanna um síð-
ustu helgi að fylgdi stjórnarfrum-
varpinu. Akveðið var að bíða
komu Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra til landsins og láta hann
höggva á hnútinn.
Atvinnuleysi mótmælt
UM fímmtán hundmð manns
komu saman á Austurvelli á
fímmtudag að frumkvæði verka-
lýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu
í þeim tilgangi að mótmæla at-
vinnuleysi. Samþykkti fundurinn
að krefjast tafarlausra aðgerða
til að ráða bót á atvinnuleysi, og
var starfandi forsætisráðherra,
Þorsteini Pálssyni, afhent yfírlýs-
ing þar að lútandi. Atvinnuleysið
var einnig til umræðu utan dag-
skrár á Alþingi sama dag.
Tveggja pilta leitað
VÍÐTÆK leit var gerð að tveim-
ur piltum úr Keflavík, 13 og 14
ára gömlum, sem saknað hefur
verið frá því á miðvikudaginn. Á
fjórða hundrað manns hefur ár-
angurslaust leitað piltanna, en
fjöldi vísbendinga sem bárust um
ferðir þeirra reyndust ekki vera
á rökum reystar.
Kappreiðará Gaza
PALESTÍNUMENN hafa mikið yndi af hrossum og þrátt fyrir erfíðar aðstæður em hestamannafélög furðu-
mörg í byggðum þeirra. Fréttinni fylgdu engar upplýsingar um gangtegundir arabísku fákanna en kapp-
reiðar era í miklum metum og héstamannafélagið í Gaza efnir til þeirra mánaðarlega. Hér hafa nokkrir
knapar hleypt á skeið á ströndinni og hefur sá steingrái forystuna.
Fjöldi spennandi kosninga framundan í Þýskalandi
Jafnaðarmenn sigurstrang-
legir en róttækum smá-
fLokkum spáð fylgisaukningu
Berlín. Frá Hrönn Marínósdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÁTJÁN kosningar eru fyrirhugaðar í Þýskalandi á þessu ári, fleiri
en nokkru sinni i sögu ríkisins. Hæst ber kosningu til sambandsþings
(Bundestag) í október en ef marka má nýjustu skoðanakannanir fengi
Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) meira fylgi en Kristilegi demókrata-
flokkurinn (CDU) sem nú heldur um stjórnartaumana. SPD gæti því
myndað ríkisstjórn með fulltingi græningja eða frjálslyndra. Auk þing-
kosninga verða forsetakosningar í maí, kosningar til þings Evrópu-
bandalagsins (EB) í júní, kosið verður til sjö landsþinga og í níu sam-
bandslöndum verða bæjar- og sveitastjórnarkosningar. Mögulega bæt-
ast nítjándu kosningarnar við ef kosið verður til landsþings í Saarlandi.
Fyrirsjáanlegt er aukið fylgi
hægriflokks Republikana og Lýð-
ræðislega sósíalistaflokksins, (PDS)
sem samanstendur af fyrrum með-
limum gamla kommúnistaflokks
Austur-Þýskalands, en hæpið þykir
að flokkamir fái menn kjörna á sam-
bandsþingið því í kosningalögum er
miðað við 5% lágmarksfylgi í hveiju
sambandslandi.
í nýrri skoðanakönnun kemur
fram að rúmlega helmingur þjóðar-
innar vill frekar Rudolf Scharping,
formann SPD sem kanslara en
Helmut Kohl, núverandi kanslara
sem fékk 34%. Sharping yrði því
yngsti kanslari Þýskalands en hann
er 46 ára gamall. í sömu könnun
sem unnin var fyrir ZDF sjónvarps-
stöðina fær CDU 31% stuðning en
SPD 44%.
Fyrstu kosningamar verða 12.
mars, í sambandslandinu Niedersac-
hsen. Ef SPD nær þar að halda
meirihluta og einnig að vinna lands-
þingskosningar í tveimur sambands-
löndum í austurhlutanum, þá mun
flokkurinn í lok árs hafa 2/3 hluta
atkvæða í sambandsráðinu (Bun-
desrat) sem gerir annars konar lit-
aða rikisstjóm nánast óstarfhæfa.
Vegna hneykslisins í austurþýska
sambandslandinu Sachsen-Anhalt
þar sem ráðherrar CDU reiknuðu
sér of há laun, er talið ólíklegt að
stjórnin muni halda velli. Kristilegir
em nú með meirihluta í fjómm sam-
bandslöndum austurhlutans en jafn-
aðarmenn fara með völdin í þvi
fimmta, Brandenburg.
Nýr kanslari?
Áhyggjuefni flestra Þjóðverja
samkvæmt skoðanakönnun er at-
vinnuleysið en 4 milljónir eru opin-
berlega skráðar atvinnulausar. Með-
byr Helmuts Kohls hefur ekki verið
mikill að undanförnu og sá orðrómur
hefur verið á kreiki að fái flokkurinn
slæma útreið í Niedersachsen, verði
Wolfgang Scháuble, þingflokks-
formaður CDU, útnefndur kanslara-
frambjóðandi flokksins í hans stað.
Samsteypustjóm CDU og Fijáls-
lynda flokksins (FDP) hefur verið
við völd í ellefu ár og hafa kristileg-
ir lýst yfír áframhaldandi samstarfs-
vilja en fijálslyndir halda hins vegar
öllum dymm opnum.
Repúblíkanaflokkurinn og PDS,
munu líklega njóta góðs af óánægju
almennings með stjórnvöld. PDS er
spáð 15-20% fylgi í sambandslönd-
„Dönsku stórverslanimar hafa
komið fram með hveija nýjungina á
fætur annarri á neysluvömmark-
aðinum en nú hafa þær gert upp-
götvun, sem á eftir að vekja athygli
meðal sagnfræðinga um allan heim.
Aftan á flöskunum með „Geyser“
stendur nefnilega, að á sinni tíð
hafi víkingarnir verið mjög hrifnir
af brennivíni. Þar með er sú gamla
trú að engu orðin, að það hafi verið
franski prófessorinn Arnauld de Vil-
leneuve og lærisveinn hans, Ray-
mundus Lullius, sem fundu upp eim-
ingartækið undir lok 12. aldar.
Ekkert ákavíti í Árnasafni
Nú er að vísu vitað, að arabískir
og egypskir efnafræðingar voru
farnir að reyna fyrir sér með eim-
ingu þegar fyrir Krists burð og hugs-
um austurhlutans. Athygli vekur að
af um 145.000 flokksbundnum með-
limum er ríflega helmingur kominn
yfir sextugt.
Það kemur í ljós 12. júní þegar
kosið verður á þing EB hve vel áróð-
ur Republikana hefur skilað sér en
þeir hafa lýst yfír miklum efasemd-
um um ágæti Evrópubandalagsins.
í síðustu kosningum til þingsins
vann flokkurinn sinn stærsta kosn-
ingarsigur og fékk atkvæði um 2
milljóna Þjóðveija og sex menn
kjöma.
Stofnun Simons Wiesenthals fór
í fyrra fram á bann við starfsemi
flokksins, eftir að ísraelskur blaða-
maður fór huldu höfði meðal þýskra
hægriöfgasinna í hálft ár og komst
að nánu sambandi Republikana við
hægriöfgahreyfíngar og nýnasista í
öðram löndum. .
anlegt er, að mikill samgangur hafí
verið milli íslands og Austurróm-
verska ríkisins á dögum Gorms hins
gamla og Haralds blátannar. For-
stöðumaður Árnasafns, Peter
Springborg, fínnur þó ekkert í gömlu
sögunum um ákavíti eða eldvatn en
af öli og miði er meira en nóg. Það
er þó ástæðulaust að setja það fyrir
sig því að miðarnir aftan á vínflösk-
um segja alltaf satt.
Standi þar til dæmis, að vínið sé
komið frá suðrænum sólarlendum
og eigi vel við allan mat, þá er það
að sjálfsögðu rétt og þegar lesa má
á miðanum á hinum ágæta „Geys-
er“, sem kostar 110 kr. (1.188 kr.
ísl.), að hann sé víkingadrykkur, þá
er það rétt og engin auglýsinga-
mennska."
Sagnfræðileg upp-
götvun á flöskumiða
ÍSLENSKT brennivín er nú komið í danskar stórverslanir og eru við-
tökurnar góðar ef marka má umsagnir í dönskum blöðum. Raunar
heitir það ekki brennivín, heldur „Geyser akvavit“ og á miðanum fram-
an á flöskunni er einmitt mynd af Geysi. Dagblaðið Börsen gerði
þessari nýjung á borðum danskra vínunnenda góð skil á baksíðunni
sl. mánudag en það, sem vakti þó hvað mesta eftirtekt blaðamanns-
ins, var miðinn aftan á flöskunni og það, sem þar kom fram. Hér á
eftir verður stiklað á stóru í fréttinni.