Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1994 FASTEIGNASALA hOLl Garðabær - 2ja herb. 'S' 10090 SKIPHOLTI 50B, 2. hæð t.v. Franz Jezorski, lögg. fast.sali. Stórgl. 67 fm 2ja herb. neöri sérhæð v. Brekkubyggö m. fráb. útsýni. Sérþvhús. Vandaðar innr. Skipti mögul. á stærri eign í Gbæ. Verð 6,9 millj. Hagamelur - hæð Góð 117 fm íbhæð (á 1. hæð) á þessum sívinsæla stað rótt v. Vesturbæjarlaugina. Rúmg. bílsk. fylgir. Skoðaöu í dag milii kl. 14 og 17. Þú veröur ekki svikinn af henni þessari! Verð 10,8 millj. Hálsasel - raðhús Sórl. glæsil. raðh. á tveimur hæðum m. innb. bílsk. alis 186 fm. Húsið er í algj. sérfl. 5 svefnherb. og stór stofa. Verð 13,3 millj. Reynihvammur Lundarbrekka - 4ra Mjög falleg 93 fm fb. m. sérinng. í austurbæ Kóp. Verð 7,9 mlllj. Opið í dag frá kl. 14-17 80 fm neðri hæð á veðursælum staö í Kópa- vogi. íb. er nýmál. og laus. Keyptu í dag, fiyttu á morgun! Bílskúr. Verð 7,0 miilj. Hagstæð lán Erum nýbúnlr að fá nýlega 3ja oq 4ra harb. íb. í vesturbaa m. hagst. lánum áhv. Hrlngdu og fáíu nánari uppl. Opið i dag. Næfurás - 3ja Gullfalleg 94 fm íb. á fráb. útsýnisstað. Nýtt parket, nýir skápar í öllum herb. Hór er ekkert annaö að gera en að flytja beint inn og stinga sjónvarpinu í samband. Verð 7,8 millj. Seljabraut - 5 herb. Fullvaxin 140 fm íb. á tveimur hæðum m. bílskýti v. Seljabraut. Makaskipti á minni eign. Verð 10,5 mlll). Miðborgin Mjög mikið endurn. 3ja herb. íb. v. Lauga- veginn. Glæsil. sórsmíðað eldh. Nýtt parket á gólfum. Verð 6,5 millj. Flúðasel - 4ra herb. Falleg íb. í nýklæddu húsi v. Flúðasel. Áhv. byggsj. og húsbr. alls 4,7 millj. Verð 7,2 millj. Reykás - raðhús Sérl. glæsil. 200 fm raðhús á tveimur hæð- um auk 37 fm bílsk. Hór er alit „tipp topp“. 4-5 svefnherb. Verð 14,5 millj. Öldugata Lítil pen og mikið endurn. 2ja herb. íb. Mik- ið áhv. byggsj. Verð 3,8 millj. Garðabær - Löngumýri Falleg 87 fm 4ra herb. íb. m. sérinng. auk bílsk. v. Löngumýri í gamla góða Garðabæn- um. Það er gott aö búa í Garðabænum! Áhv. byggsj. 5,0 millj. Verð 9,5 millj. Langagerði - risíbúð Björt og skemmtil. 5 herb. risibúð í suður- svölum á þessum eftirsótta stað. Verð að- eins 6,5 mlllj. Garðabær - Eskiholt Funafold Glæsil. efri sórhæð ásamt bílsk. á þessum fráb. útsýnisstað í Grafarv. Skipti á minni eign. Verð 12,5 millj. Bræðratunga - 2 íb. raðh. Þetta reisul. hús hefur að geyma 2 íb. alls 220 fm auk þess sem 2 bílsk. fylgja með í kaupunum. 4 svefnherb. eru í stærri íb. Skoðaðu í dag, kauptu á morgun! Verð 13,7 milij. Baughús - einbýli Þetta glæsil. teiknaða hús alls 210 fm auk 40 fm bílsk. Mögul. aö hafa 2 ib. í húsinu. Arinn í stofu. Ótakmarkað útsýni. Misstu ekki af þessu tækifæri. Áhv. 5,7 millj. Verð 15,9 millj. Garðhús með bflskúr Mjög skemmtil. 104 fm 4ra herb. íb. í nýju húsi. 3 svefnherb. Bflsk. fylgir. Áhv. byggsj. o.fl. 6,0 millj. Makaskipti ó minni eign. Verð 10,1 millj. Ekrusmári 17 og 19 Loks getur þú keypt þér eitt af þessum glæsil. raðh. sem standa á besta staö í Kóp. Húsin sem eru 117-126 fm á ejnni hæð m. innb. bílsk. veröa afh. tilb. aö utan, fokh. að innan fljótl. Stærðin hentar þér og þínum. Verð 7,5 millj. Þetta afar glæsil. einbhús vorum við að fá í einkasölu. Húsið hefur að geyma tvöf. bflsk. m. fjarstýringu, rúmg. bjarta stofu m. óviðjafnanlegu útsýni, koníaksstofu meö arni, glæsi- legu eldhús, 6 svefnherb. o.m.fl. Heitur pottur í garði. Hér er allt sem hugurinn girnist! Mögul. á 2 aukaíb. Verð 22,6 millj. Tómasarhagí - hæð Til sötu 105 fm hæð ásamt bílák. á þessum fréb. stað fóft v. Háskóla ísl. oq steln- 8nar frá fjörunni v. Ægtsiðu. Tvennar svalir. Nýtt þek. nýtt gler. Góð eign. Gunnar Sigurgeirs son — Minning Fæddur 31. maí 1912 Dáinn 24. janúar 1994 Á morgun, mánudaginn 31. jan- úar, verður jarðsettur frá Foss- vogskirkju Gunnar Sigurgeirsson frá Hömluholti i Eyrarsveit. Gunn- ar fæddist 31. maí 1912, sonur hjónanna Sigurgeirs Þórarinsson- ar og Jófríðar Jónsdóttur og var í hópi níu systkina. Sjö systkin- anna komust á legg og eftir lifa tvö, þau Sólveig og Gísli. Gunnar ólst upp í föðurgarði en fór snemma að vinna, fyrst í vega- vinnu og síðar stundaði hann al- menna verkamannavinnu, ásamt sjómennsku. í janúar 1946 hóf Gunnar störf hjá Flugfélagi ís- lands og starfaði hjá Flugfélaginu og síðar hjá Flugleiðum í tæp 40 ár og var einn af elstu starfsmönn- um Flugleiða þegar hann lét af störfum í maí 1985. Fyrst starfaði Gunnar við þjónustu flugbáta Flugfélagsins á Skeijafirði, feijaði farþega og eldsneyti út í vélamar. Síðar hóf hann störf við bifreiða- verkstæði Flugfélagsins og síðar Flugleiða og starfaði þar til starfs- loka. Hinn 5. apríl 1950 kvæntist Gunnar eftirlifandi konu sinni Helgu Ólafsdóttur frá Eyri í Svína- dal. Þau hófu búskap sinn á Snorrabraut en byggðu síðan framtíðarheimili sitt í Heiðargerði 49. Þau voru bamlaus en Gunnar átti eina dóttur fyrir hjónaband. Undirritaður átti því láni að fagna að kynnast Gunnari við störf hjá Flugfélaginu. Það sem dró okkur saman í upphafí var sam- eiginlegt dálæti okkar á hestum. Gunnar var á sínum yngri áram mikill hestamaður og átti hesta eftir að hann fluttist til Reykjavík- ur. Við byrjuðum að ræða þetta sameiginlega áhugamál okkar, og síðar beindust umræðumar að þjóðmálunum og við eyddum oft löngum tíma í háalvarlegar um- ræður um landsins gagn og nauð- synjar. Sá granur læðist að mér að Gunnar hafí sér til gamans fljótlega ákveðið að vera mér ósammála um flesta hluti til þess að lífga upp á samtöl okkar á þessum tíma. Það hvarflaði ekki að okkur þá, að síðar meir ætti ég eftir að giftast dóttur hans. Þó hún væri ekki alin upp hjá honum áttum við eftir að eiga ánægjuleg kynni í nær 30 ár. Þær era ótaldar minningamar sem við hjónin og böm okkar eig- um frá heimsóknum okkar í Heiðargerðið þar sem alltaf var tekið höfðinglega á móti gestum og bömin nutu ánægjustunda í stóram garði þar sem byggð vora hús og bílar til að stytta smáfólk- inu stundir. Síðastliðin ár hefur Gunnar átt við erfíð veikindi að stríða, en Helga hefur verið óþreytandi við að létta honum veikindin. Nú þeg- ar komið er að ferðalokum viljum við þakka fyrir allar samvera- stundirnar og votta Helgu okkar innilegustu samúð. Magnús Gunnarsson. Það er erfítt að vera í öðra landi og geta ekki verið til staðar til að kveðja _þig í hinsta sinn, elsku afí minn. I huganum leita minningar frá því að ég var lítil og þið amma pössuðuð okkur systkinin. Þá bjuggu afí og amma í Heiðargerð- inu, húsinu sem afí byggði sjálfur. Fyrir framan húsið stendur svarta Volgan hans afa, sem tindrar á eins og svarta perlu, og þegar inn í húsið er komið tekur pönnuköku- ilmur á móti manni. Hvert her- bergi virðist tengjast vissum minn- ingum. Afi var mikill fagurkeri og lagði mikið upp úr því að maður kynni að skrifa fallega. Við sátum því stundum í litlu skrifstofunni hans og hann reyndi að kenna mér að skrifa með alls konar krúsidúllum. Niðri í kjallara var heill ævin- týraheimur. Þar mátti fínna ýmsa fjársjóði ef vel var að gáð, gamalt dót og kassa sem hægt var að grúska í. í þessum kjallara var líka til kassabíllinn okkar sem afí smíðaði og málaði appelsínugulan. Á honum geystumst við systkinin um hverfíð við mikla aðdáun ann- arra bama. Helst hefði afí nú samt viljað að við geystumst um á leirljósum hestum því hestar áttu hug hans allan og margar sögumar til af afa þar sem hann þeysti um Snæ- fellsnesið. Afa þótti óskaplega vænt um öll dýr. Kettirnir í nágrenninu voru tíðir gestir í ijómabland og garður- inn var ætíð fullur af smáfuglum sem afí og amma gáfu reglulega svoleiðis að feitari og pattaralegri smáfugla hefur maður aldrei séð. í garðinum var líka margt ann- að að gera en að gefa smáfuglun- um. Við hjálpuðum afa að taka upp kartöflur, nældum okkur í rabarbara og lékum okkur í dúkkuhúsinu sem afí smíðaði. Afí tjaldaði líka stundum fyrir okkur úti í garði og við ímynduðum okk- ur að við væram uppi í sveit með nesti frá ömmu. í seinni tíð fluttu afí og amma úr Heiðargerðinu á Grandaveginn. Þetta var mikil breyting en afa líkaði það samt mjög vel að geta labbað um húsið og spjallað við jafnaldra sína um gamla og nýja tíma. Afí er búinn að vera mikið veik- ur núna síðasta árið. Það átti illa við hann að geta ekki verið sjálf- bjarga, greitt silfurgráa hárið sitt og farið í jakkafötin sín. Ég veit að afa líður vel núna og að hugsan- ir mínar og kveðja komast jafn sterkt til skila til hans hvort sem ég er hér eða heima. Elsku amma mín, ég votta þér mína innilegustu samúð. Heiða. Sólbaðsstofa Á góðum stað í austurborginni. 5 nýir lampar, Dr. Kern. Stofan er í miklum uppgangi. Upplagt tækifæri fyrir einstakling eða fjölskyldu tii að skapa sér sjálfstæða atvinnu. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 19540 og 19191. Hafnarfj. - atvhúsnæði Til leigu - til sölu viö Skútahraun gott ca 500 fm at- vinnuhúsnæði byggt ’84 úr steinsteypu. Mikii lofthæð. Háar innkeyrsludyr. Upplýsingar gefpr „RAUNHAMAR, fasteignasala, Bæjarhrauni 22, Hafnarf., sími 654511. Melhæð 6, Garðabæ - glæsilegt einbýlishús Til sýnis í dag kl. 14-16 (Opið hús) Vorum að fá í sölu þetta glæsilega og vandaða einbýlishús sem byggt var árið 1991. Húsið er á tveimur hæðum, alls um 382 fm, auk 85 fm tvöfalds bílskúrs. Hér er um að ræða sérlega vandað og sérstakt hús með sérsmíðuðum innréttingum. Möguleiki á að útbúa skemmtilegan rúmlega 50 fm sólskála eða sundlaug. Glæsilegt útsýni. Húsið er að mestu fullbúið. Teikningar á skrifstofu. Húsið er til sýnis í dag kl. 14-16 - Gjörið svo vel að líta inn. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 19540 og 19191.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.