Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1994 33 Fyrir nokkrum dögum sat ég við skrifborð mitt í Bandaríkjunum og horfði í sólina. Ég hugsaði til þín og afa og hringdi um leið, því mig langaði að fá ykkur í hlýjuna. Þá sagði afi mér að þú værir þyngri en venjulega og 10 klukkustundum síðar varstu öll. í raun er lífið í núverandi mynd svo alvarlegt þegar maður lítur í kringum sig að það er erfitt að taka það alvarlega, en aðgát skal höfð í nærveru sálar. Elsku amma mín, ég er stoltur að hafa átt þátt í að gera ykkur afa kleift að vera saman undanfar- in ár og að hann hafí getað létt á byrði þinni. Missir okkar fjölskyldunnar er mikill, en okkur léttir að vita af þér í góðum höndum og án þess sárs- auka sem þú hefur borið í hljóði. Vaktu yfir okkur, við hugsum vel um afa. Með von og trú um Guð og gæfu, þá held ég áfram áformum okkar. Til þess er vonin að veita inn í líf okkar birtu og hlýju. Ég mun aldrei gefast upp í því sem ég trúi á. Það kenndir þú mér. Ég elska stjörnnr sem ekki hrapa sem unað lífsins og fegurð skapa sem breyta sorg í sólaryl og lýsa upp myrkur í dauðans hyl. Öll höldum við áfram í leit að innri frið uns við sameinumst öll á ný. Amma mín, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu, stund í huga mínum og ég mun alltaf sakna þín. Látum gleði móta hugsanir okk- ar. Ég elska þig. Þinn Birgir. Elsku amma mín. Þakka þér fyrir að vera alltaf til fyrir mig. Þakka þér fyrir brosið, sem gaf svo mikið. Þakka þér fyrir að vera svona sterk í veikindum þínum, nú líður þér betur. Þakka þér fyrir hlýjuna sem geislaði frá þér. Þakka þér fyrir lífsgleði þína, sem ég á eftir að sakna svo mikið. Ég gieymi aldrei þeim stundum sem við áttum saman. Lífið verður ekki það sama og áður án þín, en minn- ingin um þig lifir og dafnar og hjálpar mér í sorg minni. Tárin lækna og lauga sárin. Oft kemur depurðin og harmurinn yfir mig en þá kemur huggunin í góðum og fallegum rpinningum um þig og um okkur. Það er ekkert sjálfsagt að eiga ömmu, svo ég verð að þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman, í stað þess að gráta tímann sem nú gengur í garð. Ég þakka þér af öllu hjarta fyrir alla samveruna. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, unnustu minni Sólveigu Þor- valdsdóttur og syni mínum Arnóri Gísla. Ég bið guð um að taka vel á móti þér, eins og þú tókst svo vel á móti öllum. Hlakka til að hitta þig hjá guði. „Þú telur tárin mín, Drottinn, og veist hvað mér líður. Jafnvel þau andvörp, sem ég kann ekki að orða, skilur þú og metur rétt. Gef mér nú þann grát, sem laugar sárin og leysir kökkinn og vermir hugann. I Jesú nafni. Amen.“ Þinn dóttursonur, Reynir Þór Valgarðsson. ár og harmaði mann sinn til dauða- dags. Þegar Alzheimersjúkdómur tók að herja á hana og minnisleysi að segja til sín leitaði hún að As- mundi þar til af henni bráði. Pála varð fyrir öðru áfalli þegar hún missti Díönu dóttur sína úr hjarta- sjúkdómi á besta aldri. Hún bar sig vel en líklega náði hún sér aldrei eftir dótturmissinn. Nokkrum mánuðum áður en Ás- mundur varð bráðkvaddur fluttust þau Pála í hús sem þau höfðu reist sér við Vesturhóla í Reykjavík. Það var þá ekki fullgert. Pála hafði allt- af haft yndi af fallegum hlutum og langaði til að eignast glæsilegt heimili og gróskumikinn garð, og þar átti að vera víðsýnt eins og hafði verið heima í Hátúni- við Vopnafjörð. En það reyndist henni um megn að ljúka húsinu og það var ekki fyrr en Ingi sonur hennar fluttist til hennar að það tókst. Pála bjó um sig í kjallaranum og undi sér vel enda naut hún frábærr- ar umhyggju sonar síns. Hún kvart- aði ekki þegar heilsan fór að bila og hún hætti að geta farið ferða sinna. Hún gat alltaf slegið á létta strengi með sínum fallega vopn- firska hreim og á kjarnmiklu máli þegar gesti bar að garði. Nokkrum dögum áður en hún dó spjallaði hún þannig við gesti á afmælisdegi Inga þótt hún væri þrotin að kröftum og minnið að bila. Það sem gerst hafði fyrir áratugum mundi hún best og hafði gaman af að rifja upp liðna tíð. Það var hent gaman að mörgu þetta kvöld, meðal annars minnti Jakob mágur hennar á að hann hefði fengið skíðin hennar ónotuð þegar hann var smástrákur, hún hefði aldrei stigið á þau sjálf. Pálu var skemmt. Hún mundi vel eftir þessu og taldi að skíðin hefðu ekki verið of góð handa stráklingn- um. Svo kom sagan. Þau Ásmundur Unnur D. K. Rafns- dóttír — Miiming Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir samverustundirnar og vona að þú hafir það gott þar sem þú ert núna. Ég ætla að geyma minningam- ar okkar í hjarta mínu og huga, þar sem ég get skoðað þær aftur og aft- ur. Fæddur 30. september 1937 Dáinn 20. janúar 1994 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Dauðinn kemur öllum að óvörum. Engan grunaði hvað dagurinn bæri í skauti sér, er Máni ÍS lét úr höfn fimmtudagsmorguninn 20. jan- úar. Hann kom ekki aftur og ekki heldur skipstjórinn, Jón Andrésson, faðir tveggja skólabræðra okkar. Jóns er sárt saknað hér á Þing- eyri. Þar fór mikill sjómaður. skruppu til Reykjavíkur þegar þau voru trúlofuð, þetta var rétt fyrir brúðkaupið og var var nokkurs kon- ar brúðkaupsferð. Þá var heilsu- bylgjan ekki farin af stað, en ungu hjónin keyptu sér skíði og ætlunin var að stunda íþróttina af kappi þegar þau kæmu heim. En þá kom babb í bátinn. Tengdamóðir hennar harðbannaði henni að stíga á skíð- in. Hún vissi að von var á fyrsta barnabarninu í fjölskyldunni og vildi ekki vita af vanfærri tengdadóttur sinni á fleygiferð á skíðum niður hlíðar og hjalla. Hlýjan í rödd Pálu leyndi sér ekki þegar hún sagði þessa sögu af tengdamóður sinni. Ekki hvarflaði að okkur, sem spjöll- uðum við Pálu þetta kvöld, að hún ætti svo skammt eftir ólifað sem raun varð á, en henni þyngdi veru- lega nokkrum dögum síðan. Læknir var kvaddur til og vildi leggja hana inn á sjúkrahús en hún neitaði að fara. Trúlega hefur hún fundið að hveiju stefndi og þótt óþarfi að gera eitthvert veður út af því. Það er alltaf erfitt fyrir þá sem eftir lifa að sætta sig við dauða ástvinar. En Pála átti fyrir höndum að berjast við erfiðan sjúkdóm. Forsjónin leyfði henni að deyja meðan hún hélt enn reisn sinni og fyrir það erum við þakklát. Margrét E. Jónsdóttir. Hún elsku Gógó amma er dáin. Gömul og veik kona er svefninum fegin þar sem þjáningar og áhyggjur eru víðs ljarri. Ég vona að Guð taki ömmu minni opnum örmum og hugsi vel um hana þangað til ég kem að heimsækja hana. Ég kem til ykkar, vinir, ég klökkur er í dag, með kveðjuorð og fyrirbæn á vörum,- í hinsta sinni skulum við kátir kveða lag og kveðjast svo,- því nú er ég á förum,- Nú kveð ég allt og alla, sem ég unnað hefi hér og allt, sem hinir liðnu dagar geyma. Alla, sem að liðsinni vildu veita mér og vonunum, sem fæddust héma heima. Ég kveð þig síðast allra, litla leiksystirin mín, við löngum höfum saman náð að gleðjast. í hinsta sinni vina ég horfi í augun þín. - Það er heilög stund, er góðir vinir kveðjast- Við eigum ekki samleið, það veistu, vina mín, því vegir mínir liggja um sortans hallir. I heiðum sölum vorsins era heilög sporin þín og helgir era draumar þínir allir,- Og því er ég að kveðja og þakka fyrir allt. Ég þrái aðeins friðinn til að gleyma,- Á hugarlöndum mínum er klökugt bæði og kalt og hvergi á þar geisli nokkur heima,- Ég kyssi gullna lokka og krýp við fætur þér - en kveðjuorðin deyja mér á vöram,- Viltu ekki í bænum þínum biðja fyrir mér og blessa mig, - því nú er ég á fórum,- Og loksins þegar stjömumar lýsa bláan geim ég legg af stað og þakka horfnu árin,- Ég lít til baka, vina og horfi til þín heim í hinsta sinn og brosi í gegnum tárin. (Valdimar Hólm Hallstað) / Jón B. Andrésson skipsljóri - Minning + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HAFSTEINS B. KRÖYER. Aðstandendur. ^ crans montana • crans montana • crans monta/, 1 Skíðaferð til Swiss i E “ w c 2 o CO c CO +-■ c o E (fí c 2 o CO c co +-> c o E co c CO V. o co c CÖ +-> c o E Cfí c 2 o co c cO +-> c o E 10 daga páskaferð til Crans Montana 25. mars til 3. apríl. Eitt af allra bestu skíöasvæðum Alpanna. Verö frá kr. 72.325,- á mann. <S> Flugvallaskattur (1.310,- kr.) ekki innifalinn. íslensk fararstjórn. Leitiö nánari upplýsinga. GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, s/mi 683222 O Cú o 03 3 o 3 rf o Ö3 Í/BJO • BUBJUOLU SUBJO • BUBJUOUJ SUBJO • BUBIUOÖ* Bless, amma mín, og sjáumst seinna. Elsku afi, mamma og aðrir ætt- - ingjar, ég vona að -Guð standi við hlið ykkar á þessari stundu og styðji við ykkur. Fríða og Gunnar. Blömastofa Friöfinm Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tilkl. 22,-einnig umhelgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Við vottum ijölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri. ÚTSALAN HEFST MÁNUDAGINN 31. JANÚAR SKÓVERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.