Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1994
Jóhann Guðna-
son - Minning
Fæddur 9. ágúst 1965
Dáinn 20. janúar 1994
Það er komið að kveðjustund.
Elskulegur tengdasonur okkar, Jó-
hann Guðnason, hefur kvatt þenn-
an jarðneska heim.
Það var þungbær raun þegar
hann greindist með illvígan sjúk-
dóm í ágúst 1992. Erfiðir tímar
fóru í hönd, en á aðdáunarverðan
bátt hélt hann ró sinni, glaðværð
æðruleysi. Lífið var honum dýr-
mætt og hann var sjálfur miklu
fremur veitandi en þiggjandi í
umgengni við aðra. Hann var stað-
ráðinn í því að beijast til þrautar
og gefast ekki upp. Jóhann trúði á
mátt bænarinnar og bjartsýni og
lífsgleði voru ríkur þáttur í fari
hans.
Hann var gæfumaður sem átti
eiginkonu og böm sem hann elsk-
aði og skyldmenni og vini sem hann
mat mikils. Það er erfitt að sætta
sig við að lífsglaður maður í blóma
lífsins sé horfinn frá okkur. Við
stöndum ráðþrota og skiljum ekki
þessa ótímabæru brottför. En vegir
Guðs eru órannsakanlegir og lög-
málum hans verðum við að lúta.
Við minnumst orða frelsarans: „Ég
er upprisan og lífið, sá sem trúir á
mig mun lifa þótt hann deyi.“ Þessi
orð veita okkur styrk þegar við
syrgjum látinn vin sem skilur eftir
sig ótal ljúfar minningar.
Jóhann Guðnason fæddist í
Reykjavík 9. ágúst. 1965. Hann
var yngsta barn foreldra sinna,
Guðna Sigfússonar trésmíðameist-
ara og Sóleyjar Jónsdóttur. Systk-
^ini hans eru: María, f. 8. ágúst
1955, Valur, f. 5. nóvember 1956,
og Sigfús, f. 6. ágúst 1963. Jóhann
átti góða bemsku í faðmi fjölskyld-
unnar og hópi vina sinna. Hann
fékk þó snemma að kynnast alvöm
lífsins því að móður sína missti
hann snögglega tæplega 9 ára
gamall. Þetta var miidð áfall fyrir
alla Qölskylduna og markaði sín
spor. A unglingsámnum eignaðist
hann marga af sínum bestu vinum.
Þeir hafa staðið saman í blíðu og
stríðu og sýnt einstakt trygglyndi.
Jóhann lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla íslands sumarið
1986. Að loknu námi þar stundaði
hann ýmis störf, en hóf nám í við-
—skiptafræðum við Háskóla íslands
haustið 1989. Hann hafði því lokið
þremur árum af námi sínu þegar
hann greindist með ólæknandi
sjúkdóm sem breytti öllum framtíð-
aráætlunum.
Jóhann var svo lánsamur að fá
starf hjá vátryggingafélaginu
Skandia vorið 1992. Þar fékk hann
mjög góða húsbændur og vinnufé-
laga sem hann mat mikils. Stuðn-
ingur þeirra og skilningur í erfiðum
veikindum var honum ómetanlegur,
enda reyndi Jóhann að láta sig
ekki vanta þótt hann væri oft sár-
þjáður.
Það urðu tímamót hjá Guð-
Júörgu, dóttur okkar, og Jóhanni
pegar kynni tókust með þeim
haustið 1986. Það var mikið gæfu-
spor af beggja hálfií og gagn-
kvæma ást innsigluðu þau með
giftingu sinni 16. júlí 1988. Þetta
var mikill gleðidagur og vinir og
vandamenn samglöddust þeim. Þau
voru sérlega samrýnd og aldrei bar
skugga á hjónaband þeirra. Guð-
björg hafði valið rétt og Jóhann
vann hug og hjörtu allra í fjölskyld-
unni. Bjartsýni fylgdi Jóhanni hvert
sem hann fór og það var okkur
■jyikið gleðiefni að geta átt saman
ó vikur í Flórída sl. sumar. Þar
áttum við ógleymanlegar stundir
ásamt börnum þeirra Guðbjargar
og Jóhanns, Birgi Daða, f. 12. ág-
úst 1987, og Agnesi, f. 5. febrúar
1990. Rebekka, litli sólargeislinn,
fæddist svo 25. júli sl.
Umhyggjan fyrir fjölskyldunni
■siipti Jóhann meginmáli. Honum
var því mikið kappsmál að komast
í nýtt og rýmra húsnæði fyrir jól.
Hann fann að tíminn styttist óð-
fluga, en honum tókst að ljúka
ætlunarverki sínu. 12. des. fluttist
fjölskyldan í nýja húsið í Vesturási
36. Það var ævintýri líkast að hann
skyldi sjá drauminn verða að veru-
leika. Margir lögðu þar sitt af
mörkum, ekki hvað síst faðir hans
og bræður.
Síðustu vikur var auðséð hvert
stefndi og allt var gert til að létta
Jóhanni byrðarnar. Læknar og
hjúkrunarfólk gerði það sem í
þeirrra valdi stóð til að lina þjáning-
arnar og Guðbjörg, dóttir okkar,
vék ekki frá eiginmanni sínum. Hún
vildi vera hjá Jóa sínum eins lengi
og hægt var.
Að leiðarlokum sækir sorg og
söknuður á hugann, en jafnframt
þakklæti fyrir einlæga vináttu og
góðar minningar. Það er sárt að
sjá á bak góðum dreng í blóma lífs-
ins. Við trúum því að hans bíði góð
heimkoma, þar sem ekkert geri
hann viðskila við kærleika Guðs.
Guð blessi minningu Jóhanns
Guðnasonar og gefi Guðbjörgu,
börnunum og öðrum ástvinum
styrk á erfiðum tímum.
Tengdaforeldrarnir í
Lækjarási 5.
Kynslóðir koma,
kynslóðir fara
aílar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei
eilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.
(M. Joch.)
Þessi sálmur kom sterkt í huga
minn er mér barst fregnin um and-
lát Jóhanns Guðnasonar.
Nýlega héldum við jól og hljóm-
aði þá boðskapur þessi meðal þjóð-
arinnar okkar í öllum kirkjum
landsins. Okkur var flutt gleði-
fregnin, fagnaðartíðindin góðu, um
komu frelsarans, fæðingu Krists í
þennan heim.
„Kynslóðir koma, kynslóðir
fara.“ Þessi orð minna okkur á eig-
in hverfulleika, hinn mesta leyndar-
dóm tilveru okkar. Andstæður lífs-
ins blasa við okkur í allri sinni
mynd. Við mætum lífinu sem og
dauðanum, göngum í gegnum gleði
og sorg. Við sem lifum í þessum
hluta heims höfum allar forsendur
til að gleðjast yfir lífínu og þeim
auðæfum sem lífið færir okkur.
Dauðinn er þó óhjákvæmilega stað-
reynd lífs okkar, sem er okkur tor-
skilin. Þegar dauðinn knýr dyra hjá
okkur persónulega verðum við ber-
skjölduð og einskis megnug. Áleitn-
ar spurningar vakna og við íhugum
fremur en ella eðli og tilgang lífs-
ins. Oft hefur verið sagt að þegar
stórt er spurt verði fátt um svör
og sú er raunin í þessu tilliti. Mann-
leg viska og speki nær ekki að
höndla þessar spurningar nema að
takmörkuðu leyti.
Kristin trú gefur okkur þó svar
í þessum aðstæðum. Boðskapur
Biblíunnar um Jesú Krist og nær-
veru hans kemur til okkar.
„Sjá, ég er með yður alla daga
allt til enda veraldar." (Matt.
28:20) Jesús Kristur er með okkur,
hann umvefur okkur með kærleika
sínum og er með okkur í öllum
kringumstæðum lífs okkar, í dauð-
anum, í gleðinni og í þjáningunni.
Fyrirheit hans standa stöðug og
fyrir hann eigum við vonina um
eilíft líf með honum, þar sem „...
dauðinn mun ekki framar til vera,
hvorki harmur né vein né kvöl er
framar til. Hið fyrra er far-
ið.“(Op.Jóh. 21:4)
Trúin á Krist gefur okkur styrk
á sorgarstundu, þar sem við vitum
að allt er í hendi hans, sem þerrar
tárin og gjörir okkur styrk á ný.
Það er trú mín og vissa að Guð-
björg, Birgir Daði, Agnes, Rebekka
og aðstandendur þeirra eru í hendi
Guðs.
Er ég lít til baka verða ýmsar
minningar ljóslifandi. Mér er efst
í huga þegar ég fékk að samfagna
hinum ungu hjónaefnum, Guð-
björgu og Jóhanni á brúðkaupsdegi
þeirra. Hann rann upp bjartur og
fagur. Ég hafði kynnst Jóhanni er
hann tengdist fjölskyldu Guðbjarg-
ar, en hún er yngsta dóttir vina-
hjóna minna og er ég því búin að
þekkja hana allt frá því hún fædd-
ist. Þarna stóð hún, fögur ung brúð-
ur frammi fyrir altari Guðs með
myndarlegan brúðguma sér við
hlið. Þessi stund var hátíðleg og
falleg. Saman ætluðu þau að ganga
út í lífið, hönd í hönd.
Þau áttu allt, ástina sem brann
í hjörtum þeirra, trúna á tryggðina
og kærleikann. Guðbjörg og Jó-
hann voru sólargeislar í lífi hvors
annars og duldist engum sem sá
þau saman hversu mikils virði þau
voru hvort öðru. Fjölskyldan
stækkaði, bömin komu eitt af öðru
og var mikil gleði yfir hverju þeirra.
Hamingjan var þeim hliðholl. En
þá kom reiðarslagið. Jóhann veikt-
ist af alvarlegum sjúkdómi. Allt var
gert sem í mannlegu valdi stóð og
ungu hjónin voru samstíga í því
að takast á við erfiðleikana með
bjartsýni, trú og von að leiðarljósi.
Bænahringir söfnuðust saman.
Bænir stigu upp til Drottins Guðs
um náð og miskunn. Var það mik-
ill styrkur fyrir Guðbjörg og Jóhann
að vita að þau voru borin á bænar-
örmum. Jóhann barðist harðri bar-
áttu og unga eiginkonan tók þátt
í baráttunni með honum og gaf af
kærleika sínum og ást.
Okkur setur hljóð. Þjáningu
Jóhanns er (okið, en eftir situr tóm-
leiki, söknuður og sorg ástvina
hans.
Ég og fjölskylda mín sendum
þér, elsku Guðbjörg, börnum þín-
um, vinum okkar Eddu og Birgi
og öðrum aðstandendum innileg-
ustu samúðarkveðjur. Við erum hjá
ykkur í huganum og biðjum Guð
að blessa ykkur eitt og sérhvert.
Guðlaug Ragnarsdóttir.
Það er með söknuði og trega að
við kveðjum elskulegan mág og
svila, Jóhann Guðnason. Jóhann
lést 20. janúar síðastliðinn langt
um aldur fram, aðeins 28 ára að
aldri, eftir langa baráttu við illvígan
sjúkdóm..
Fyrsta minningin um Jóa er/rá
jólunum 1986 er Guðbjörg systir
kynnti okkur fyrir unnusta sínum,
aðlaðandi ungum manni. Fljótlega
stofnuðu þau heimili og eignuðust
saman þijú böm.
Það má segja að Jói hafí slegið
í gegn innan fjölskyldunnar ,frá
fyrstu tíð, með ljúfu og léttu við-
móti sínu. Hann átti afar auðvelt
með að umgangast fólk, unga sem
aldna. Það var því oft glatt á hjalla
á góðri stund, er við systkinin hitt-
umst ásamt mökum okkar og síðar
bömum. Jói var alltaf í miklu uppá-
haldi hjá dætrum okkar og leyfðist
meira en mörgum öðrum.
Jóhann tók veikindum sínum af
æðruleysi og án biturðar. Þess
vegna gerðum við okkur ef til vill
ekki grein fyrir hversu veikur hann
var og erfitt að hugsa að hann sé
ekki lengur á meðal okkar.
Við viljum þakka Jóa samfylgd-
ina og kveðjum góðan dreng.
Hvíl þú í Guðs friði.
Borghildur og Egill.
Það er sárt að þurfa að horfast
í augu við þá staðreynd að Jói er
farinn frá okkur. Þrátt fyrir erfið
veikindi síðastliðið ár er erfítt að
trúa að svona hafí farið.
Við kynntumst Jóa fyrst síðla
árs 1986 stuttu eftir að hann og
Guðbjörg höfðu hist. Hann var
fljótur að vinna hug og hjörtu allra
jafnt innan sem utan fjölskyldunn-
ar með líflegri og gáskafullri en
jafnframt hlýlegri og vinalegri
framkomu. Það kom fljótt í ljós að
milli Guðbjargar og Jóa var full
alvara þrátt fyrir ungan aldur og
að örlögin höfðu ætlað þeim að
eigast.
• Það er með söknuði sem við
horfum til baka og minnumst
margra ánægjulegra samveru-
stunda. Oft spunnust heitar um-
ræður um menn og málefni en aldr-
ei var gamansemin langt undan.
Það var einmitt á slíkum stundum
sem sá eiginleiki Jóa að horfa fram
hjá því neikvæða, en líta þess í
stað á hið jákvæða, kom svo vel í
ljós.
Eftir að Jói hóf nám við Háskóla
íslands haustið 1989 urðu talsverð
kaflaskipti í lífí hans og það varð
strax ljóst að námið átti vel við
hann. Veturinn 1991-1992 vorum
við öll við nám í sömu deild og þá
var gott að geta leitað ráða hjá
þeim sem lengra voru komnir. Oft
var það svo þegar setið var yfir
bókunum í miðri próftörn að bæk-
umar voru lagðar til hliðar og sleg-
ið á létta strengi yfir kaffibolla eða
tekist á við borðtennisborðið með
viðeigandi hrópum og köllum og
vildi þá oft teygjast úr „smápás-
unni“.
Sú minning sem er okkur hvað
efst i huga frá síðastliðnu sumri
er brúðkaupsdagurinn okkar. Þetta
var yndislegur dagur, en það sem
gerði hann enn dýrmætari var sú
staðreynd að Jói gat glaðst með
okkur. Þrátt fyrir alvarleg veikindi
lét hann á engu bera, tók þátt í
gleði.okkar og lagði sitt af mörkum
til að gera okkur þennan dag
ógleymanlegan.
Það er óhætt að segja að ótíma-
bært fráfall Jóa skilji eftir sig stórt
skarð. Hin venjubundna tilvera
verður snöggtum litlausari og
hversdagslegri en hún var áður því
Jói var okkur meira en mágur og
svili, hann var líka félagi og vinur
sem bar með sér birtu og glaðværð
hvar sem hann kom. Það er erfítt
að hugsa til þess að allt það sem
átti að framkvæma að námi loknu
mun einungis lifa í minningunni.
Enda var það oft svo að það var
bjartsýni og jákvæðni Jóa sem
gerði það að verkum að allt virtist
mögulegt þó oft væru draumarnir
stórir.
Guð blessi minningu góðs drengs
og gefí Guðbjörgu, Birgi Daða,
Agnesi, Rebekku og öðrum að-
standendum styrk í sorg þeirra.
Gunnar og Erla.
Hve sárt er að sjá þig hníga
er sólin gyllir hðf
og lífið sviptan síga
um sumarmál í gröf,
svo fjörlegan og fríðan,
svo frækilegan svein
því skerpan bæði og blíðan
í bijósti þínu skein.
(M. Joch.)
Hann elsku Jói okkar er farinn
til Guðs, þar sem honum líður nú
vel. Við erum svo ung og eigum
svo erfitt með að skilja að hann
sé farinn frá okkur.
Hann kom alltaf svo hress og
kátur í afmælin til okkar, nú síðast
í nóvember til Tómasar. Það dugði
aldrei minna en að syngja afmælis-
sönginn tvisvar sinnum og það með
tilþrifum.
Það var alltaf svo glatt á hjalla
þegar Jói, Guðbjörg og börnin
komu í heimsókn eða þegar við
fórum til þeirra.
Við eigum eftir að sakna hans
svo mikið. Hann var okkur öllum
svo kær. Minningin um Jóa frænda
mun lifa í hjörtum okkar.
Vér oft munum hugsa um það allt, sem þ
varst,
hve andi þinn hreinn var og fagur
og einlægnin sönn, er í sálu þú barst,
og svipurinn bjartur sem dagur.
(E.H. Kvaran)
Elsku Guðbjörg, Birgir Daði,
Agnes og Rebekka okkar. Missir
ykkar er mikill. Það er erfítt að sjá
á eftir svo yndislegum eiginmanni
og föður.
Megi góður Guð styrkja ykkur á
erfiðum stundum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Halldór, Eva Sóley, Guðni
og Tómas Sigfúsarbörn.
Ég get varla sagt að ég hafi
þekkt hann nema í fjóra daga. En
tíminn er afstæður, eins og sannað-
ist hér, því fljótlega fannst mér
eins og ég hefði þekkt hann lengi.
Vinnufélagar tóku sig saman og
fóru i helgarferð til London. Þar
sem ég er maki eins þeirra fékk
ég að fara með. Ég hafði heyrt
talað um Jóa og þann hræðilega
sjúkdóm sem heijaði á hann. Ég
undraðist að hann ætlaði með þvi
ég vissi að hann var nýkominn út
af spítala. Sennilega vissi hann að
þetta yrði hans síðasta ferð til út-
landa. Ég varð hálfhvumsa við því
eftir kynni okkar var ég sannfærð
um að hann myndi ná sér. Sjúk-
dómurinn var þó augsýnilega búinn
að marka hann sporum sínum.
En hann var svo sterkur og bjart-
sýnn og hreif alla með sér. Lífsgleð-
in og -viljinn fóru ekki fram hjá
neinum. Hann tók þátt í öllu og
naut þess á meðan hann entist en
tók því með æðruleysi þegar út-
haldið brast.
Það var líka aðdáunarvert hve
eðlilega vinnufélögum hans tókst
að umgangast hann því eflaust
hafa þeir verið nær raunveruleikan-
um en ég. Þeir nutu þess greinilega
að vera samvistum við hann. Hann
gerði grín að sjálfum sér og öðru
og kom okkur sífellt til að hlæja.
Hann naut vináttu og virðingar.
Það síðasta sem hann sagði við
mig þegar við kvöddumst á Kefla-
víkurflugvelli við heimkomuna var:
„Við hristum þetta af okkur, held-
urðu það ekki?“ Jú, ég var ekki í
nokkrum vafa og hlakkaði til að
kynnast betur þessum strák og fjöl-
skyldu hans.
En vegir Guðs eru órannsakan-
legir. Æðri máttarvöld ætluðu hon-
um annað þrátt fyrir ungan aldur
og stóra fjölskyldu.
Ég er þakklát fyrir þau stuttu
kynni sem ég hafði af Jóa og bið
að allar góðar vættir vemdi fjöl-
skyldu hans, ættingja og vini í sorg-
inni.
Guðlaug Freyja.
Jói vinur minn er dáinn. Það er
sárt að kveðja góðan vin sem manni
þótti svo vænt um. Óskiljanlegt
hvers vegna svona ungur maður í
blóma lífsins fær ekki að lifa leng-
ur. Hvers vegna er okkur gefið líf
ef við fáum svo ekki að lifa því til
fulls?
Jói hafði barist á annað ár við
þann illvíga sjúkdóm sem að lokum
hafði yfírhöndina. Þrátt fyrir það
kom andlátsfregn hans manni í
opna skjöldu. Hann bar ætíð veik-
indi sín með hugrekki, missti aldrei
vonina og reyndi að sinna sínum
störfum eins og kostur var. Vilja-
styrkur hans var mikill, en víst er
að aðeins hans nánustu gerðu sér
grein fyrir hvers konar baráttu
hann háði. Jói barðist nefnilega
ekki einn. Eiginkona hans, Guð-
björg, og börn þeirra, stóðu við
hlið hans með aðdáunarverðri um-
hyggju og uppörvun.
Við Jói kynntumst þegar við
vorum sex ára guttar á Seltjarnar-
nesinu. Valhúsahæðin, ísbjörninn,
Gróttuvöllurinn, Melabrautin og við
tveir, vinirnir. Alltaf gátum við
brallað eitthvað saman. Jói var