Morgunblaðið - 30.01.1994, Blaðsíða 31
31
skemmtilega uppfínningasamur og
ekki skorti hann ímyndunaraflið í
leikjum sem urðu iðulega ævintýri
líkastir. Þrátt fyrir það gætti hann
alltaf hófs í uppátækjum sínum
enda var Jói heilbrigður og góður
drengur. Atvik sem á sínum tíma
virtust lítilvæg, verða ógleymanleg.
Minningar um Jóa verða ljóslifandi
í huga mínum, minningar sem ég
mun varðveita að eilífu.
Kynni okkar hafa haldist aila tíð
enda breyttist hann lítið og var
alltaf jafn gott að heimsækja hann.
Hann var vel gefinn og átti auð-
velt með nám. Hann var maður sem
ræktaði fjölskyldu og vinasambönd
vel, var lífsglaður og átti sérlega
auðvelt með að umgangast fólk.
Hann var þess vegná vinamargur
og gladdi svo sannarlega marga í
kringum sig með uppákomum sín-
um.
Jói steig mikið gæfuspor í lífinu
er hann kynntist konu sinni, Guð-
björgu, en þau voru með eindæm-
um samrýnd. Saman áttu þau þijú
yndisleg börn, sem sjá nú á eftir
föður sínum, þau Birgi Daða sem
er sex ára, Agnesi fjögurra ára og
Rebekku litlu sem er aðeins sex
mánaða gömul. Harmur þeirra er
mikill en megi minningin um góðan
dreng lifa með ykkur.
Jói réðst í þær framkvæmdir síð-
asta sumar að fara byggja, enda
var það metnaðarmál hans að koma
fjölskyldunni, sem hann svo mjög
unni, vel fyrir. Þessum fram-
kvæmdum tókst að ljúka nú fyrir
jólin, ekki síst vegna dugnaðar og
elju hans sem var vakinn og sofinn
yfir þessu verkefni. En Jói fékk
aðeins að búa þar í mánuð áður
en kallið kom.
Ég vil þakka Guði fyrir að hafa
fengið að njóta samvista við hann
í þessu lífi. Hann á eftir að skilja
stórt skarð eftir sig sem ekki verð-
ur hægt að fylla, en minningin um
þennan góða mann mun alltaf lifa
í hjörtum okkar sem vorum svo
heppin að kynnast honum.
Um leið og ég votta öllum að-
standendum og vinum mína dýpstu
hluttekningu, sendi ég fyrir hönd
móður, systkina og fjölskyldna okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Ragnar.
Vegir Drottins eru órannsakan-
legir, það sannast enn einu sinni
nú þegar stórt skarð er höggvið í
vinahópinn í annað sinn á skömm-
um tíma. Þegar ég kynntist Jó-
hanni Guðnasyni var hann búinn
að hlaupa af sér táningshornin,
átti yndislega konu og ungan son.
Hann kom mér strax fyrir sjónjr
sem mjög opinn og sterkur per-
sónuleiki, en einnig ákaflega ljúfur
þegar hann vildi það við hafa. Jói
var jafnan hrókur alls fagnaðar á
mannamótum og átti auðvelt með
að lífga upp á þvinguðustu sam-
komur. Hann hafði þann hæfileika
að geta nánast hvar og hvenær sem
er fengið mann til að gleyma stað
og stund með sprelli og alls konar
uppátækjum. í erfiðum veikindum
virtist hann aldrei missa sjónar af
broslegu hlið tilverunnar. En auð-
vitað átti hann sér líka aðrar og
alvarlegri hliðar, því hann var ákaf-
lega ástríkur eiginmaður og faðir
og jafnframt mjög metnaðargjarn
í námi sem starfi, en hann stund-
aði nám við viðskiptadeild Háskóla
íslands.
Þrátt fyrir mjög erfið veikindi
var með eindæmum hvað hann var
ósérhlífinn í baráttu síðustu mán-
aða við að koma þaki yfír eigin-
konu og börn og það þótt læknar
hefðu sagt honum að taka það
mjög rólega. En ætlunarverkið
tókst og ég efast ekki um að hann
sefur rólegar af þeim sökum.
Það er ekki hægt að skilja við
Jóa í bili án þess að minnast allra
þeirra stunda er vinahópurinn hef-
ur átt saman á KR-vellinum í gegn-
um tíðina. Ef ætti að taka út eitt-
hvað eitt sem hann lifði fyrir, þeg-
ar frá er talin fjölskyldan, var það
frammistaða Vesturbæinga á
knattspyrnuvellinum. Hann lét ekki
mikil veikindi aftra sér frá því að
mæta á sem flesta leiki síðasta
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1994
sumar, enda honum eins og öllum
vinunum mikið hjartans mál að vel
gengi. Stundum ók ég honum heim
eftir leiki og gat þá legið nokkuð
þungt á mönnum ef hlutirnir höfðu
ekki gengið á þann veg er óskað
var. Eg er í engum vafa um að Jói
mun halda áfram að fylgja okkur
á völlinn, standa í stúkunni þeim
megin er KR sækir og hvetja sína
menn.
Guð geymi þig, Jói minn, og
veiti eiginkonu þinni og börnunum
þremur styrk á þessum erfiðu tím-
um.
Guðjón Rúnarsson.
Það er erfítt hlutskipti allra sem
þekktu Jóhann Guðnason að þurfa
að standa frammi fyrir því að
kveðja hann langt um aldur fram,
þegar hann ætti að vera í blóma
lífsins. Við sem eftir stöndum get-
um þó huggað okkur við það, að
hinir dánu eru ekki horfnir að fullu.
Þéir eru aðeins komnir á undan.
Við Jói ákváðum sumarið 1989
að halda áfram, þaðan sem frá var
horfíð úr Versló, að mennta okkur
og nú skyldi það verða viðskipta-
fræði við Háskóla íslands. Fullir
bjartsýni á framtíðina og ákveðnir
í því að standa saman í náminu
hófum við samstarf á nýjum vett-
vangi þá um haustið. Það er því
kaldhæðni örlaganna að hafa
tvennum skyldum að gegna í sömu
vikunni, að útskrifast úr viðskipta-
fræðinni og fylgja sessunaut sínum,
vini og samstarfsfélaga til grafar.
Lífið getur tekið óvænta stefnu
hvar og hvenær sem er og það er
hlutskipti okkar sem eftir lifum að
sætta okkur við það hlutverk sem
okkur er ætlað, jafnvel þó það geti
verið erfítt og óskiljanlegt.
Allir þeir sem þekktu Jóa eru
sammála um að þar fór góður
drengur, sem var vinur vina sinna.
Hann átti einstaklega auðvelt með
að aðlagast fólki og hafði lag á að
smita þá sem í kringum hann voru
af góða skapinu. Það var því mitt
lán að fá að kynnast honum strax
í fjórða bekk í Versló og fá að
eyða með honum þremur árum sem
sessunaut og bekkjarfélaga. Fá
tækifæri til að ferðast með honum
í tæpa tvo mánuði um Evrópu,
vinna með honum og fara samferða
honum í háskóla. Minningin um
fjölmargar stundir sem við eyddum
saman við erfiðan lestur, íj)róttir
og aðra skemmtun er það sem ég
get hlýjað mér við. Þetta eru
skemmtilegar og fallegar minning-
ar um góðan og traustan vin.
Fjölskyldu og vinum Jóhanns
Guðnasonar votta ég mína dýpstu
samúð á erfiðri stundu. Einkum
eftirlifandi eiginkonu, Guðbjörgu,
og börnum þeirra þrem, sem staðið
hafa sem klettar við hlið hans í
erfiðri baráttu sem tapaðist að lok-
um. Megi góður guð veita þeim
styrk á erfiðum tímum. Minning
um góðan dreng lýsir upp hjörtu
okkar sem eftir lifum, því hinn eig-
inlegi grafreitur hinna látnu eru
hjörtu þeirra lifandi.
Gunnar Már Sigurfinnsson.
Hann Jói er farinn og það sest
að manni ákveðinn tómleiki. Heim-
urinn verður óneitanlega tómlegri
án manna eins og Jóa. Veikindin
lögðu hann að velli að lokum. Frá-
fall hans kom ekki á óvart. Sjálfur
vissi hann að baráttan yrði brátt á
enda. Baráttu sem hann háði við
hlið Guðbjargar í eitt og hálft ár.
Okkar kynni hófust fyrst á Sól-
eyjargötu 1. Ég sat við skrifborðið
mitt með fæturna uppi á borði og
talaði við tjónaskoðunarmann í
Englandi og Jói spurði hvort hann
mætti trufla mig á eftir. Jói var þá
í viðskiptafræði að gera könnun
meðal starfsfólks Reykvískrar
tryggingar. Ég veit að maður á
ekki að hafa fæturna uppi á borði,
en seinna sagði Jói mér að honum
hefði fundist það heimilislegt.
Sumarið eftir hóf Jói vinnu hjá
Skandia. Það sumar var ég eitt
sinn staddur á Grensásveginum að
bíða eftir strætisvagni. Þá sá ég
Jóa veifa brosandi gegnum glerið
á leið tíu. Við hlið hans sat Birgir
sonur hans, lítill stúfur á leiðinni á
völlinn með pabba. Þessi endur-
minning finnst mér í hnotskurn
geyma það sem Jói stóð fyrir. Hann
var léttlyndur, traustur og góður
pabbi.
Um haustið flutti fyrirtækið í
nýtt húsnæði þar sem ég og Jói
deildum saman skrifstofu. Barátta
hans við veikindin var þá hafin en
Jói hélt áfram að vera forsöngvari
þegar vinnufélagamir áttu afmæli.
Við áttum góðar stundir saman og
spjölluðum um heima og geima.
Við ákváðum m.a. að læra texta
þjóðsöngsins saman. Eini erindi er
lokið en tveimur ólokið og verð ég
að læra þau einn því Jói er farinn
og kemur ekki aftur. En ég veit
að Jói verður með mér í anda við
námið. Guðbjörgu og börnunum
votta ég mína dýpstu samúð.
Þeir dagar koma,
að þagnar jafnvel sorgin,
og sálin situr
mitt í auðninni
ein
sem könguló við spuna
og spinnur - tómleik.
(Þýð. Magnús Ásgeirsson)
Ingólfur Björnsson.
Það eru ekki nema rúm tvö ár
síðan ég kynntist Jóa en það var
þegar ég flutti í Skógarásinn haust-
ið ’91. Bróðir minn og Birgir Daði,
elsta barn Jóa og Guðbjargar, urðu
fljótt mjög góðir vinir og fljótlega
byijaði ég að passa Birgi og Agnesi
og þannig tókust góð kynni milli
minnar fjölskyldu og þeirra. Það
var alltaf gaman að hitta Jóa, hann
var skemmtilegur, opinn, hlýr og
alltaf var stutt í brosið og stríðnina.
í ágúst ’92 greindist Jói með
krabbamein en þrátt fyrir þessi
erfíðu veikindi bar hann sig alltaf
mjög vel. Hann barðist hetjulega
og af miklu hugrekki við þennan
sjúkdóm sem þó að lokum dró hann
til dauða.
Ég þakka Jóa fyrir stutt en
ánægjuleg kynni og ég veit að
núna líður honum vel og bið góðan
Guð að gæta hans vel. Blessuð sé
minning hans.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar nemur,
og eilíflega, óháð því, sem kemur
í æsku sinnar tipu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófa lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki -
(Tómas Guðmundsson)
Elsku Guðbjörg, Birgir Daði,
Agnes og Rebekka þið hafið misst
mikið en minning um góðan eigin-
mann og föður mun ávallt fylgja
ykkur og ég bið algóðan Guð að
veita ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Kristín Helga Viggósdóttir.
Jóhann Guðnason lést hinn 20.
janúar sl. eftir langa og erfíða sjúk-
dómsbaráttu. Andlátsfregnin sem
slík kom í sjálfu sér ekki á óvart.
Sjúkdómurinn var kominn á það
stig. Og nú tekur sorgin við, syrgð-
ur er góður, indæll vinur.
Það er oft sagt að augun séu
spegill sálarinnar. Augu Jóa endur-
spegluðu þá einlægni, ró og yfír-
vegun sem einkenndu hann. Hann
dæmdi ekki fólk fyrirfram og frá
honum geislaði viss hlýja sem fyrir-
finnst svo sjaldan. Hann var ákaf-
lega traustur vinur með svo ljúft
skap. Þegar hann hló, hló hann svo
innilega að oft komu tár í augun
á honum. Og nú grátum við.
Við kynntumst fyrst í Verzlunar-
skólanum. Eftir stúdentspröf fórum
við nokkrir félagar í ferð um Evr-
ópu. Við stóðum allir á krossgötum
og ræddum þar af leiðandi mikið
um framtíðina. Eftir þessa ferð
héldum við áfram skólagöngu okk-
ar og að leggja grundvöll að lífs-
starfi okkar. Jói var hins vegar
alltaf skrefi á undan okkur hinum.
Jói var sá fyrsti af okkur vinunum
til að kaupa sér bíl og íbúð. Fyrst-
ur til að gifta sig, eignast börn,
og fara svo að byggja. Og nú er
Jói fyrstur til að fara.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
MAGNEAGUÐRÚN
ERLENDSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1A,
andaðist í Borgarspítala föstudaginn
28. janúar.
Hulda Alexandersdóttir, Ingimar Sigurðsson,
Jórunn Alexandersdóttir, Lórens Rafn
og fjölskyldur.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir,
PÁLA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Vesturhólum 17,
lést á heimili sínu 21. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 31. janúar
kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingi Sigurður Asmundsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir og
fósturfaðir,
GUÐMUNDUR GÍSLASON,
Engjaseli 66,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju
þriðjudaginn 1. febrúar kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim
sem vildu minnast hans er bent á
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Sigurlaug B. Gröndal,
Valgerður Gréta Guðmundsdóttir,
Gfsli Bjarki Guðmundsson,
Páll Ingi Hauksson.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
RAGNHILDUR ODDNÝ JÓNSDÓTTIR,
Brekkubyggð 89,
Garðabæ,
verður jarðsungin mánudaginn 31.
janúar nk. kl. 13.30 frá Áskirkju.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er
bent á heimahlynningu Krabbameinsfé-
lags íslands.
Kristján Arnfjörð Guðmundsson,
Jóna Guðbjörg Gunnarsdóttir, Valgarður Bjarnason,
Kristjana Kristjánsdóttir, Pétur A. Maack,
Hilmar Sigurður Kristjánsson,
Ragnar Kristján Kristjánsson, Helga J. Hallgrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför systur okkar
og mágkonu,
INGIBJARGAR SIGRÍÐAR BERGSVEINSDÓTTUR.
Rögnvaldur Bergsveinsson, Fríða Kristjánsdóttir,
Jón Lárus Bergsveinsson, Nfelsa Magnúsdóttir.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug
og samúð við andlát og útför
MAGNÚSAR JÓSEFSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Elli- og hjúkrun-
arheimilisins Grundar.
Ingibjörg Vilhjálmsdóttir,
Jósef Magnússon, Ruth Magnússon,
Guðriður Magnúsdóttir, Þórir Ragnarsson,
Jakob Magnússon, Valgerður Jóhannsdóttir
og barnabörn.
1
LOKAÐ
Skrifstofur okkar verða lokaðar ífá kl. 9:00 -13:00,
mánudaginn 31. janúar, vegna jaiðarfarar
Jóhanns Guðnasonar.
m
Skandia
J