Morgunblaðið - 22.03.1994, Side 1
64 SIÐURB
67. tbl. 82. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Norður-Bosnía
Stefnu-
breyting-
í hjálpar-
starfinu
Banja Luka. The Daily Telegraph.
HJÁLPARSTARF í norðurhluta
Bosníu hefur tekið nýja stefnu
vegna þjóðernishreinsana Bosn-
íu-Serba. Rjálparstofnanir hafa
hingað til ekki viljað flytja músl-
ima og sígauna frá svæðum sem
Serbar vilja „hreinsa" en þær
ráðgera nú að flytja hundruð
manna á brott þaðan til að bjarga
þeim.
Rauði krossinn hyggst flytja 450
manns á brott í vikunni frá Norður-
Bosníu. Hjálparstofnanir eiga í mikl-
um vanda; með fólksflutningunum
eru þær í raun að leggja Serbum lið
við að ná fram markmiðum sínum
en þær neyðast til þess þar sem fólk-
ið er í mikilli hættu.
Christian Brunner, yfirmaður
Rauða krossins í Norður-Bosníu, seg-
ir að ákvörðun hafi verið tekin um
að flytja alla músiimska íbúa þörps-
ins Volari á brott eftir að tveir
þorpsbúa voru skotnir fyrir utan
heimili serbnesks prests um 100
metrum frá lögreglustöðinni. Serb-
nesk yfirvöld segjast ekki bera
ábyrgð á morðum á minnihlutahóp-
um þar sem þau hafí ekki stjórn á
öllum vopnuðum mönnum. Hjálpar-
stofnanir fullyrða að um serímeska
hermenn sé að ræða.
Serbar földu þungavopn
Friðargæslusveitir Sameinuðu
þjóðanna fundu í gær skriðdreka og
þungavopn, sem Serbar höfðu falið
innan þess svæðis umhverfis
Sarajevo þar sem þungavopn höfðu
verið bönnuð. Fundu kanadískir frið-
argæsluliðar fjóra skriðdreka, þrjár
loftvamabyssur og um tuttugu
sprengjuvörpur. Embættismenn
Sameinuðu þjóðanna ítrekuðu í gær
hótunina um að gerðar yrðu loftárás-
ir á þungavopnin innan svæðisins ef
Serbar létu þau ekki af hendi.
Reuter
Sharpeville-
drápanna
minnst
BLÖKKUMENN í Suður-Afríku
efndu til útifunda í gær til að
minnast fjöldamorða lögreglunn-
ar á blökkumönnum sem mót-
mæltu lögum sem takmörkuðu
ferðafrelsi þeirra í Sharpeville 21.
mars árið 1960. Suður-afrískir
blökkumenn líta á þann dag sem
upphaf uppreisnar þeirra gegn
aðskilnaðarstefnunni. Um
50.000 manns voru á útifundi í
Sharpeville í gær, þeirra á meðal
Nelson Mandela, leiðtogi Afríska
þjóðarráðsins (ANC), er sést hér
klæddur í hlébarðaskinn og með
skjöld sem stuðningsmenn hans
gáfu honum. Mikil spenna er nú
milli zulu-manna og stuðnings-
manna ANC í Natal-héraði og
að minnsta kosti 42 menn biðu
þar bana um helgina, þeirra á
meðal fjórir embættismenn Af-
ríska þjóðarráðsins.
Óttast að styrjöld blossi
upp milli Kóreu-ríkjanna
Suður-Kóreustj órn óskar eftir Patriot-varnarflaugum frá Bandaríkjunum
Seoul, Vín, Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph.
HÓTUN Norður-Kóreumanna um að segja Suður-Kóreu stríð á
hendur hefur valdið miklum ugg á meðal Suður-Kóreumanna
og forseti þeirra, Kim Young-sam, fól ráðherrum sínum á neyðar-
fundi í gær að ræða við Bandaríkjastjórn um að senda Patriot-
varnarflaugar sem fyrst til landsins. Suður-Kóreustjórn ákvað
einnig að hefja að nýju undirbúning undir heræfingar með
Bandaríkjamönnum sem hætt hafði verið við til að freista þess
að fá Norður-Kóreumenn til að heimila eftirlit með verksmiðjum
sem taldar eru tengjast tilraunum þeirra til að smíða kjarnavopn.
Stjórn Norður-Kóreu hótaði aft-
ur í gær að rifta samningnum um
takmörkun útbreiðslu kjarnavopna
og utanríkisráðherra landsins
sagði að Norður-Kóreumenn væru
reiðubúnir að heyja stríð við Suður-
Kóreu. Bandaríkjastjórn aflýsti
samningaviðræðum við Norður-
Munkur sýnir hugarorku sína
Reuter
ÁHORFENDUR á sýningu kínverskra búdda-munka reyna að toga skál af maga ungs munks til að at-
huga andlegan og líkamlegan styrk hans. Munkarnir eru frá Shaolin-musterinu í Henan-héraði í Kína og eru
á ferð um Singapore til að sýna sjálfsvarnarlist sehi kennd er við musterið.
Kóreumenn eftir að þeir höfðu
meinað eftirlitsmönnum á vegum
Sameinuðu þjóðanna að rannsak.a
meintar kjarnavopnastöðvar.
Norður-kóresk samninganefnd
gekk af fundi með suður-kóreskum
embættismönnum á laugardag og
hótaði stríði.
Margir fréttaskýrendur í Seoul
segja að þetta kunni að vera sýnd-
arhótun. Helsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn í Suður-Kóreu, Lýðræð-
isflokkurinn, gagnrýndi þá ákvörð-
un stjórnarinnar að heíja undir-
búning undir heræfingar og óska
eftir Patriot-flaugum og sagði að
Norður-Kóreumenn gætu litið á
það sem ögrun.
Knúið á um refsiaðgerðir
Stjórn Alþjóðakjarnorkumála-
stofnunarinnar í Vín samþykkti
ályktun þar sem deilunni er vísað
til Öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna. Bandaríkjastjórn knýr nú á
Öryggisráðið um að samþykkja
refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu
og vonar að Kínveijar, bandamenn
Norður-Kóreumanna, beiti ekki
neitunai-valdi sínu.
Suður-Kóreustjórn hefur verið
treg til að fallast á refsiaðgerðir
þar sem þær kynnu að skapa hættu
á stríði. Norður-Kóreumenn gætu
til að mynda gert eldflaugaárásir
á níu kjarnorkuver í Suður-Kóreu
sem gæti haft hörmulegar afleið-
ingar. Talsmaður utanríkisráðu-
neytisins í Seoul sagði þó um helg-
ina að refsiaðgerðir kynnu að reyn-
ast ólijákvæmilegar.
Andrej Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, kvaðst styðja
heilshugar tilraunir kjarnorku-
málastofnunarinnar til að knýja
fram eftirlit með kjamavopna-
stöðvunum í Norður-Kóreu.
Allt að 126
ára humri
bjargað
Los Angeles. The Daiiy Telegraph.
NÍU kílóa humar, sem talinn
er meira en aldargamall, var
í gær fluttur um 4.800 kíló-
metra frá veitingaln'isi í
Kaliforníu til austurstrand-
ar Bandaríkjanna og ráð-
gert er að sleppa honum þar
í sjóinn.
Ætlunin var að sjóða
humarinn í veitingahúsmú en
sjónvarpsstöð komst á snoðir
um það og sló málinu upp.
Fréttin vakti mikla athygli og
eigandi veitingahússins og
dýraverndarsamtök á staðnum
ákváðu að senda humarinn,
sem hefur fengið nafnið Rudy,
með flugvél til austurstrandar-
innar. „Okkur þykir orðið svo
vænt um hann að við getum
ekki hugsað okkar að elda
hann,“ sagði veitingahússeig-
andinn.
Þar sem humrar þyngjast
að jafnaði um hálft kíló á sjö
árum gæti Rudy verið allt að
126 ára.