Morgunblaðið - 22.03.1994, Side 4

Morgunblaðið - 22.03.1994, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 f Sveinn Ingólfsson útgerðarmaður um meintar ólöglegar veiðar Rex við Rockall Bresk yfirvöld réðust á skip í íslenskri eigu og rændu því Breska strandgæslan hefur ákveðið að herða eftirlit á Hatton-Rockall svæðinu „SKIPIÐ var statt á alþjóðlegu hafsvæði á laugardag, um 170 mílur vestan við Rockall, þegar skip bresku strandgæslunn- ar, Norna, kom að því. Bretarnir sögðust þurfa að koma um borð til að líta á veiðarfæri og kanna hvort verið væri að veiða kvótabundnar tegundir. Þegar þeir voru komnir um borð tilkynntu þeir að nú tækju þeir við stjórninni og sigldu Rex til hafnar í Stornoway í Skotlandi. Þarna réðust bresk yfirvöld á skip í íslenskri eigu og rændu því ásamt 13 manna áhöfn. Það liggur í loftinu að við verðum sektaðir um stórfé,“ sagði Sveinn Ingólfsson, framkvæmdasljóri Skagstrendings. Réttað verður í málinu í Stomoway í dag eða á morgun. Þar hefur dómstóll undanfarið dæmt útgerðir í allt að 45 þúsund punda sektir fyrir ólöglegar veiðar, hátt í fimm milljónir króna. í Igölfar þess að Rex var fylgt til hafnar ákváðu bresk yfirvöld að herða eftirlit með veiðum skipa á þessu svæði. Flugvél frá bresku strandgæsl- unni kom auga á Rex við veiðar á Hatton Rockall svæðinu á laug- ardag og voru fleiri skip þá að veiðum þar. Skip bresku strand- gæslunnar, Norna, stöðvaði veiðar Rex, en skipið hefur verið á veiðum á þessu svæði undanfarnar tvær vikur og einu sinni landað 30-40 tonnum af blálöngu og stinglaxi á írlandi. Þær tegundir eru utan kvóta og var Rex með um 50-60 tonn þegar Bretar gripu í taumana á laugardag. Rex er í eigu dóttur- fyrirtækis Skagstrendings á Kýp- ur og siglir undir þarlendum fána, VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 22. MARZ YFIRLIT: Viö Lófót er 981 mb kyrrstæð lægð. Yfir Grænlandi er 1.030 mb hæð ogfrá henni hæðarhryggur langt suður i hafi áem þokast austur. Við vesturströnd landsins er dálítið lægðardrag sem þokat austur í bili. Skammt suðvestur af Faereyj- um er 997 mb lægð sem hreyfist aust-suðaustur. SPÁ: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi með allhvössum éljum um sunnan- ogvest- anvert landið en annars þurrt. Hiti +3 til +3 stig. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á öllum miðum og djúpum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Fremur hæg suðaustlæg átt og él víða um land í fyrstu- en gengur síðan í vaxandi norðaustanátt með snjókomu norðan til. Hiti nálægt frostmarki. HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðanátt, víða nokkuð hvöss. Snjókoma norðanlands- en sum8taöar bjartviðri syðra. Frost 1 til 5 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt og víða bjartviðri. Frost 2 til 7 stig.kald- ast i innsveitum. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svar- sími Veðurstofu íslands — Veðurfregnlr: 990600. o a rjk Q Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. r r r * r * * * * • JL * 10° Hitastig r r r r r * r r * r * * * * * V v V V Súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él = Þoka ^ FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 igær) Greiðfært er um vegi í nágrenni Reykjavíkur nema Mosfellsheiði er ófær. Fært er um Suðurland og með suðurströndinni til Hafnar og þaðan um Suðurfirði til Reyðar- fjarðar. Á Snæfellsnesi er Fróðárheiði ófær en aðrir vegir á Snæfellsnesi eru fær- ir. Fært er í Dali um Heydal og til Reykhóla, en Brattabrekka er ófær. Fært er mílli Brjánslækjar, Patreksfjarðar og Bíldudals. Á norðanverðum Vestfjörðum eru allar heiðar ófærar. Fært er um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og um Norðurland allt til Húsavikur og Kópaskers en þar fyrir austan eru vegir ófærir. Mývatns- og Mörðudalsöræfi eru ófær svo og heiðar og fjallvegir a Austfjörðum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti i síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hiti 3 3 veður úrkomaígr. rigning Bergen 1 léttskýjað Helsinki 1 skýjað Kaupmannahöfn 4 léttskýjað Narssarssuaq +3 skýjað Nuuk vantar Osló 1 iéttskýjað Stokkhólmur 3 léttskýjað Þórshöfn 3 alskýjað Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 8 skýjað Barcelona vantar Berifn 2 rigning Chicago 7 þokumóða Feneyjar vantar Frankfurt 8 skýjaö Glasgow 4 alskýjað Hamborg 4 skýjað London 9 léttskýjað Los Angeles 13 heiðskírt Lúxemborg 4 rigning Madrid vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal +4 léttskýjað NewYork 2 skýjað Oriando 18 þoka París 11 skúr Madeira 17 skýjað Róm 17 skýjað Vín 8 alskýjað Washington 5 alskýjað Winnipeg 1 alskýjað en togarinn, sem áður hér Arnar HU, hefur ekki heimild til veiða innan íslenskrar landhelgi. Flestir skipveija eru færeyskir, en nokkr- ir íslenskir. Gengið friðsamlega „Bretar hafa ekkert leyfi til að eigna sér þetta svæði,“ sagði Sveinn Ingólfsson. „Mér skilst að Bretarnir hafi ætlað að taka annað skip, færeyskt, sem þama var að veiðum, en það sinnti ekki ábend- ingum strandgæslunnar heldur sigldi á brott. Málið hefur þó geng- ið friðsamlega og kurteislega fyrir sig hingað til.“ Útgerðarstjóri Rex, Jón Steinar Ámason, hélt til Bretlands þegar fregnir bárust af því að togarinn væri á leið til hafnar í Skotlandi, ásamt lögmanni útgerðarinnar, Friðrik Arngrímssyni. „Þeir fóm fyrst til London til viðræðna við fulltrúa stjómvalda á Kýpur, þar sem togarinn er skráður, en síðan til Storrioway. Sendiráð Kýpur í London benti á utanríkisráðuneyti landsins og það á eftir að koma í Ijós hvaða áhrif það hefur að leita þangað.“ Framtíðin óráðin Sveinn segir að ómögulegt sé að segja til um það nú hvort skip- ið haldi aftur til veiða á Hatton Rockall svæðinu þegar málarekstri í Skotlandi lýkur. „Við ætlum að reyna að ljúka þessu máli sem fyrst. Það er nú ef til vill full mik- ið sagt að Bretar hafi rænt skip- inu, en staðreyndin er sú, að þó það sé skráð á Kýpur þá eru ís- lenskir ríkisborgarar um borð.“ Sveinn var inntur eftir því hvort útgerðin myndi una því að greiða sekt, þegar hann liti svo á togar- inn hafi verið í fullum rétti, eða hvort farið yrði með milið lengra fyrir dómstólum. „Það er ekki hægt að taka ákvörðun um slíkt nú, fyrst þurfum við að ljúka málinu í Stornowaý. Ég býst við Leitað til stjórnvalda Útgerðin leitaði til íslenskra stjórnvalda, þegar í ljós kom að skipinu hafði verið vísað til hafnar í Skotlandi. Þar sem skipið er skráð í eigu fyrirtækis á Kýpur og telst því ekki íslenskt litu stjórnvöld svo á_að þau gætu ekk- ert aðhafst. „íslensk stjórnvöld vilja fremur aðstoða okkur að ein- hveiju leyti í kyrrþey," sagði Sveinn Ingólfsson. Deilt um yfirráð á Rockall-svæðinu BRETAR og íslendingar eru ekki á eitt sáttir um yfirráð á Hatton-Rockall svæðinu, þar sem togarinn Rex var staðinn að meintum ólöglegum veiðum á laugardag. Auk íslendinga og Breta hafa Danir fyrir hönd Færeyinga og írar gert til- kall til réttinda á þessu svæði. Bretar náðu hins vegar sam- komulagi við íra um markalínu þvert yfir Hatton-Rockall hásléttuna. Bretar hafa talið sig eiga öll réttindi á Hatton-Rockall svæðinu og miða fiskveiðilögsögu sína við 200 mílur út frá Rockall-klettin- um, eða að miðlínu við nágranna- ríkin. Efnahagslögsaga Islend- inga miðast hins vegar ekki við Rockall og fer yfir miðlínu þar. Hatton-Rockall er á landgrunns- svæði sem íslendingar gera tilkall til, líkt og Bretar og Færeyingar. Bretar miða lögsögu sína fyrst og fremst við Rockall, en til vara að þeir hafi lögsögu á landgrunn- inu frá Skotlandi. Samkvæmt ís- lenskum reglugerðum er þetta hins vegar landgrunnssvæði ís- lands. 12 mílna landhelgi Samkvæmt 121. grein Hafrétt- arsáttmálans skulu klettar, sem ekki geta borið mannabyggð eða haft eigið efnahagslíf, ekki hafa efnahagslögsögu eða landgrunn. Miðað við það fengi Rockall því aðeins 12 mílna landhelgi. Sátt- málinn er hins vegar ekki genginn í gildi og Bretar eru ekki aðilar að honum. Þegar hann tekur gildi kemur hins vegar í ljós að hve miklu leyti þetta ákvæði er í gildi gagnvart öðrum en þeim sem eru aðilar að samningnum. Bretar munu nú vera að vinna ásamt öðrum ríkjum að breytingum samningnum til þess að þeir geti gerst aðilar, en þær breytingar lúta að málmvinnslu á hafbotni. Eins og málum er háttað nú eru Bretar hins vegar ekki bundnir af ákvæði 121. greinar. 1 P I I I I að réttað verði í málinu á miðviku- dag.“ Rex kom til hafnar í Stornoway undir miðnætti á sunnudag. í kjöl- far þess að togarinn var staðinn að meintum ólöglegum veiðum hafa Bretar ákveðið að herða eftir- lit á svæðinu. Andrew Slorance,. talsmaður strandgæslunnar, segir að eftirlitsskipið Sulisker muni vakta norð-vestur miðin, auk Nomu. „Þetta þýðir hins vegar ekki að dregið verði úr eftirlit annars staðar í breskri landhelgi," segir Slorance. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins í Stomoway kemur málið fyrir rétt þar í dag eða á morgun, en skýrslur voru teknar af áhöfn- inni í gær. Samkvæmt sömu heim- ildum hafa sektir vegna ólöglegra veiða verið á bilinu 2 þúsund til 45 þúsund pund, eða frá rúmum 200 þúsund krónum til nær 5 millj- óna króna, eftir alvarleika brots. Debbie Wilson, saksóknari, sagði í gær að hún gæti ekki gefið upp ákæruatriðin, svo ekki er hægt að giska á hversu há sekt skip- stjóra og útgerðar Rex verður. Líkur benda þó til að hún verði í hærri kantinum. I >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.