Morgunblaðið - 22.03.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 22.03.1994, Síða 14
.14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 Ókennilegar stjörn- ur yfír Vestfjörðum eftir Asgeir Jakobsson Á dögunum sá ég bregða fyrir á lofti yfir Vestfjörðum tveimur rísandi frystitogarastjörnum. Ég vissi þær á lofti, en undraðist að þær skyldu sjást í þessum lands- hluta á himingöngu sinni. Mér var sagt, að þessar stjörnur hefðu bor- izt önnur af hafnfirzkum himni en hin af eyfirzkum til að lýsa upp þennan skuggalega landshluta. Ekki varð ratljós í fjórðungnum af þeirri birtu. Vestfirðingum gagnast ekki til sjóferða í dimmunni þær stjörnur, sem varpa mestri birtu sinni inn í sjálfar sig, auk þess að rísa of hátt til að glætan af þeim nái jörð. Slík- ar háloftastjörnur eiga að halda sig á lofti yfir öðrum stöðum en þeim, sem eiga stutt að sækja á fiskimið og allt landfólk bíður daglega eftir komu skipa sinna að leggja fisk á land. Á Vestíjörðum er sjávarútveg- ur atvinnuvegur fólks í landi jafnt og á veiðum. Þetta voru tvö útgerðarstirni, en þau eru jafnan mörg á himni uppi í einn tímann og annan. Sagan bókar ekki aðeins ris þeirra heldur einnig hversu lengi þau haldast á lofti. Lífaldur útgerðarstjarnanna er almennt stuttur, nær sjaldan mannsævinni. Margt útgerðarstirn- ið hefur risið hátt við tilteknar að- stæður, en fallið lágt þegar þær aðstæður breyttust. Almenna sagan Almennar orsakir þess, að íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa orðið skammlíf, þótt þau hafi risið hátt í einhvern tíma, eru: markaðsfall — aflabrestur — röng gengisskráning — verðbólga — háir vextir — og nú hömlun veiða. Stundum raðast þessir áfallaþættir saman tveir eða fleiri. Af þessu hefur það svo til geng- ið í íslenzkum sjávarútvegi allt frá aldamótum að sjávarútvegsfyrir- tæki hafa risið og fallið á víxl og í þeim víxlgangi hefur sjávarútveg- urinn byggt upp landið. Á tækniöld breytast skipagerðir og búnaður Sambyggdar trésmíðavélar Hjólsagir Bandsagir Rersnibekkir Spónsugur Bútsagir mjög ört, svo og tækni í vinnslunni. Eftir styijöldina þurfti að byggja upp nýjan fiskiflota, allan stærri hlutann frá grunni — bæði togara- og bátaflotann. Þessi dýri floti var byggður í skuld. Það var einungis til í sjóðum sem svaraði þriðjungs verðs á fyrstu togurunum og enn minna í nýbyggingarsjóðum báta- flotans. Þessi floti fékk aldrei að borga sig heldur hlóðust á hann rekstrarskuldir ofan á stofnskuldir. Því olli markaðsfall á fimmta ára- tugnum, ferskfiskmarkaðurinn brást. Saltfiskvinnsla hafði fallið út á stríðsárunum og þurfti að vinna sig upp. Þau urðu úrræðin að byggja upp frystivinnslu og reyna að vinna rússneskan markað, en síðan bandarískan. í þessari upp- byggingu allri í veiðum og vinnslu geisaði verðbólga , gengið rangt skráð, eða í óreiðu, margskonar gengi í einu, síldarbrestur alger og minnkandi þorskveiði, þegar út- lendingar voru komnir með sína flota á miðin í byijun sjötta áratug- arins. Á sjötta áratugnum var farið að veiða með astikki (1954) og síðan kraftblökk (1959), og þá þurfti að endurnýja síldarflotann með stórum skipum og dýrum. Á síldarárunum miklu, 1960-67, vegnaði bátaflot- anum vel, en allur Nýsköpunarflot- inn var í reiðileysi ýmist vegna mannaskorts eða rekstrarörðug- leika. Árið 1976 var ekkert skip eftir í rekstri úr þeim flota, en nokk- ur biðu þess að verða seld í brota- járn. Þá varð það 1967 að síldin brást, og því fylgdi einnig markaðsfall á þorski. Fangaráðið varð að auka veiðar með nýrri skipagerð, sem hafði sýnt yfirburði sem togskip. Verðbólgan var þá orðin svo óð, að sett var á laggirnar nefnd til að reikna út, hvort þessi dýru skip gætu borið sig — og nefndin reikn- aði og reiknaði og komst að þeirri niðurstöðu að skipin þyrftu að veiða 3.500 tonn til að endar næðu sam- an í rekstrinum. Þannig var útlitið á þeim bæ. En skipin varð að kaupa, þjóðin þurfti gjaldeyri til kaupa á nauðsynjum sínum og frystihúsin, sem unnu fyrir Bandaríkjamarkað stóðu fisklaus. Bátaflotinn gat ekki birgt þau upp af nægum fiski, en þessi markaður orðinn haldreipi okkar íslendinga og hann þurfti hágæðavöru, og af því stöðuga end- umýjun I vinnslutækninni eftir kröfu tímans. Skuttogaraflotinn var byggður hratt upp á áttunda áratugnum, og skip einiíig stækkuð til loðnusóknar norður í höf. Sjávarútvegurinn var af þessari endumýjun allri skuldum hlaðinn árið 1980, þegar skuldir voru skyndilega verðtryggðar og á þær komu háir vextir. Nær allur sjávarútvegurinn varð gjaldþrota um leið, og hófust þá „bjargráðin“, gamalkunnug, færsla milli vasa. Þau sjávarútvegsfyrirtæki, sem síðustu tvö þijú árin hafa verið lög- formlega tekin til gjaldþrotaskipta urðu í raun gjaldþrota 1980. Hvern- ig átti fyrirtæki að mæta vaxta- greiðslu, sem hækkaði milli ára úr 50 milljónum í 150 milljónir, svo dæmi sé nefnt i\m meðalfyrirtæki. Sjávarútvegurinn hefur verið með réttu að stórum hluta gjald- þrota í 14 ár. Nú er eðlilegt að spyija: Hvaða nauður rak þjóðina til að reka þenn- an atvinnuveg í sífelldu skulda- basli? Þá nauð þekkja allir, þessi atvinnuvegur aflaði kaupeyris fyrir þjóðina. Engin ráð voru til að bjarga þess- um síþrota atvinnuvegi ofnotuðum af þjóð sinni frá markaðsfalli eða aflabresti. Það komu bæði góð markaðsár og góð aflaár, en sjávar- útvegurinn fékk aldrei að nýtajiessi góðu ár' fyrir 'sjálfan sig. Ymist eyddust þau fyrir honum í innlendri óðaverðbólgu eða gjaldeyririnn var keyptur af honum á of lágu verði. Almenningur talar um of mikla fjárfestingu í sjávarútvegi. Þar er almenningur að kasta steininum úr glerhúsinu, með 135 milljarða í bíl- um, svo eitthvað sé nefnt af fjár- festingu almennings á síðustu árum. Þó er ekki því að neita, að oft hefði þurft að gæta meiri hag- kvæmni, einkum í vinnslunni. Sjáv- arútvegurinn hefði getað borgað alla þá fjárfestingu, ef hann hefði fengið sjálfur það fé, sem hann aflaði sér. En þjóðin þurfti að bæta húsakost sinn, og þjóðin þurfti að ferðast, og hún þurfti að kaupa sér bíla, og ekki er nú að rekja allt, sem blessuð þjóðin þurfti til sín erlendis frá — og hvaðan áttu peningarnir að koma nema frá sjávarútveginum og það var alltaf gengið of nærri honum. í áðurnefndri færslu milli vasa í þjóðarbúskapnum var það eitt af ráðunum til að koma í veg fyrir algera stöðvun í útveginum, að hon- um var Iánað til að borga háa vexti af skuldunum, en þar kom að ekki heldur þetta dugði, það þurfti að lækka skuldirnar. Og þá er spurn- ingin hér: Hver skuldar hveijum? Það er nefnilega hægt að sanna með óyggjandi rökum, að sjávarút- vegurinn væri ekki skuldugur, nema af því að hann er með alla þjóðina á bakinu. Spilamennskan hefði getað geng- ið áfram með gömlu tilfærslunum milli vasa, ef ekki hefði komið til þessi þráhyggja um þorskuppeldi á Islandsmiðum. Sú þráhyggja hefur leitt til síminnkandi afla nær því ár af ári í tuttugu ár með horfum til ördeyðu. Vestfirzka sóknin Vestfirðir liggja vel við þorskmið- um. Á þau er stutt að sækja frá ströndum og miðin gjöful. I allri uppbyggingu fiskiflota okkar á þessari öld, hafa Vestfírðingar jafn- an miðað gerð fiskiflota síns við nýtingu heimaslóðar sinnar. Hún dugði þeim í fámenni sínu. Reykvíkingum og Hafnfirðingum hentaði aftur á móti fiskifloti, sem sótt gat víðar en á heimaslóð, þótt þessir bæir nýttu hana einnig fyrir stórskip sín meðan þess var kostur. Á sjötta áratugnum var þessi sunn- lenski stórfloti allur flæmdur af nærliggjandi slóð, Selvogsbankinn tekinn af honum og mikill hluti Faxaflóamiðanna. Við þetta jókst sókn þessa stóra flota á Vestfjarð- amið. Síðar bættust svo- Akur- eyringar í hópinn með stórskip sín og sóttu vestur. Það tók að þrengjast verulega að Vestfirðingum þegar skuttog- araöld hófst, einkum urðu djúpmið Vestfirðinga fyrir miklum ágangi, og það stöðvaði göngur á grunnslóð vestra. Vestfírðingar stækkuðu þá sinn flota til að sækja dýpra út frá strönd sinni. Þeir breyttu þó ekki þeim hætti að færa fiskinn að landi til vinnslu. ísfisktogararnir, sem þeir byggðu sér til að nýta djúpmið- in, gátu fært að landi góðan fisk til frystivinnslu eftir viku útivist. Ekki var handtak að vinna fyrir landfólkið í þessum landshluta, ef ekki var lagður fiskur á land. Sökum fámennis, og byggðir dreifðar, aðskildar af fjöllum, gat ekki þróast neinskonar iðnaður, sem samkeppnisfær gæti orðið við þann, sem var að rísa í þéttbýlis- stöðunum. Það þótti öllum landslýð sjálfsagður gangur á Vestfjörðum að menn þar nýttu heimamiðin til sóknar og fiskinn af þeim til að skapa fólki atvinnu í landi. Það komu ár, sem Vestfirðingar lögðu til nær 20% af gjaldeyri þjóðarinn- ar. Ásgeir Jakobsson. „Samdráttur í þorsk- veiðum Vestfírðinga undir kvótakerfi er um 29%, en í öðrum lands- hlutum 12-17%. Þessi rýrði hlutur í síminnk- andi heildarafla var rothögg á þennan landshluta, sem átti allt sitt undir þorskaflan- um.“ Eftir styijöldina síðari, þegar menn tóku að leggja allt kapp á fiystingu fisks, og þá fyrst og fremst þorsks, reistu Vestfirðingar frystihús við firði sína, og þurfti hver sitt hús eins og samgöngum var háttað yfir fjöllin. Þetta gekk nú allt vel fyrir Vestfírðingum þrátt fyrir að atiur íslenzki togaraflotinn væri oft á tíðum á þeirra miðum. Vestfirzku útgerðarfélögin voru náttúrulega eins og flest önnur útgerðarfyrirtæki í landinu skuld- um hlaðin eftir alla uppbygginguna og endurnýjunina í veiðum og vinnslu á áttunda áratugnum. Það horfði þó til þess að vestfirzku fyr- irtækin stæðu af sér verðtrygging- una og vextina 1980. En svo verð- ur það 1984, að það er farið að taka af þeim miðin, fyrst með svæðafriðunum, en síðan aflatak- mörkunum. Vestfirðingar undir kvóta Það var náttúrlega undarleg ráð- stöfun að takmarka sókn skipa, sem áttu tveggja til fjögurra tíma sigl- ingu á inið sín, en láta önnur skip halda áfram að nýta sömu mið, þótt þau skip þyrftu að sigla í sólar- hring fram og til baka í sókninni vestur. Þegar kvótakerfið var tekið upp 1984, og árlegur heildarafli ákveð- inn, var Vestfirðingum úthlutað sem svaraði 17% af ieyfilegum há- marks þorskafla. Það horfði strax illa fyrir Vestfirðingum undir kvóta- kerfinu, verst allra landshluta, þar sem þorskafli var 40-45% af heild- arafla Vestfirðinga, og Vestfirðing- ar bjuggu hvorki að síld eða loðnu. Undir fiskveiðistjórnuninni og því kvótakerfi, sem henni fylgdi, hefur afli farið síminnkandi ár af ári; fisk- mælingarmenn, studdir af vangefn- um ráðamönnum, hafa í 20 ár ver- ið að gera tilraun með þorskuppeldi. Undir þessu aflaleysiskerfi hefðu Vestfirðingar líkast til bjargast, ef þeir hefðu haldið hlutfalli sínu í leyfðum heiladarafla, en svo varð ekki. Það var fljótlega tekið að rýra hlut þeirra af leyfilegum afla og færa í aðra staði, og sum árin fór hann niður í 12% og svo horfir nú á næsta fiskveiðiári, ef ekki minna. Samdráttur í þorskveiðum Vestfirðinga undir kvótakerfi er um 29%, en í öðrum lándshlutum 12-17%. Þessi rýrði hlutur í síminnkandi heildarafla var rothögg á þennan landshluta, sem átti allt sitt undir þorskaflanum. Vestfírzku fyrirtæk- in töku að hrynja hv.ert af öðru og skip þeirra, og með þeim kvótinn færður til annarra landshluta þar sem peningar voru til kaupanna, eða skuldug fyrirtæki áttu meira innhlaup í banka en þau vestfirzku. „Af hverju gerðuð þið ekki eins ogvið?“ Svo spurði fyrrnefnt tvístirni, sem komið var til að lýsa upp Vest- firðina og leiða þar fólk úr villu sinni. Þessu er til að svara fyrst, að vestfirzku útgerðarmennirnir eru þrúgaðir af óhugnanlegum hugsun- arhætti — þeir halda sig ekki vera að róa og gera út aðeins fyrir sjálfa sig. Auðvitað kann þetta ekki góðri lukku að stýra. Enn er ekki sannað, að peninga- hyggjufólk í nútímanum hafi orðið fóarn í hjartastað, en það er þó staðreynd að hjartalag nefnir eng- inn maður upphátt í hagræðingar- tímanum, ef hann vill hanga í því að teljast með fullu viti. Það var heldur ekki hjartað sem bilaði vest- firzka útgerðarmenn þegar þeir héldu áfram að ieggja fisk á land, heldur taugakerfið. Það sem tvístirnið, Stálskip hf. og Samheiji hf., ekki skildi, þegar það gaf Vestfirðingum þau ráð að fylgja þeirra fordæmi í útgerðar- háttum og senda öll fiskiskip sín út með fiskinn, var sá munur, sem er á því að nokkrar hræður í fjöl- mennri byggð standi á bryggjunni og horfi soltnum augum á eftir skipinu, hlöðnu af fiski, sigla burt, og hinu, að allt plássið sé mætt á bryggjunni, og útgerðarmaðurinn þar í miðjum hópnum. Þegar hann svo gengur um plássið sér hann ekki einn einasta vinnandi mann. Sú var tíðin að útgerðarmaður í plássinu þoldi ekki að sjá iðjulausan mann, fannst það vera sér að kenna. Rík sektarkennd af þessu tagi gæti vissulega sett allt hag- ræðingarkerfi landsmanna á haus- inn, ef hún væri smitandi, en hún er það ekki, heldur sá arfgengi fæðingargalli Vestfirðinga, að fisk eigi að veiða til að veita vinnu fólk- inu, sem bíður eftir honum á ströndinni, og hefur ekki að ann- arri vinnu að hverfa. Það er nú reyndar fleira að nefna en þessa arfgengu sektarkennd vestfirzkra útgerðarmanna, þegar þeir tóku ekki upp útgerðarhætti tvístirnisins þegar þeir sýndust út- gerðinni hagkvæmir. Frystihús Vestfirðinganna hefðu nefnilega staðið tóm og þeir áttu eftir að borga þau. Þannig var þetta hvorttveggja og af því glapráðin, sem tvístirnið gaf Vestfirðingum, að tvístirnið var ekki haldið arfgengri sektarkennd af iðjulausu fólki, og átti ekki held- ur, þegar tvístirnið hóf útgerð sína, önnur stjarnan á Akureyri en hin í Hafnarfirði, óborguð frystihús. Þessi fyrirtæki hófu útgerð sína án bagga, sem á öðrum lá. Nú er aðeins eftir, að minna tví- stirnið á það sem hér í upphafi seg- ir um ris og fall sjávarútvegsfyrir- tækja í íslenzkri sjávarútvegssögu. Síbreytilegt er sóknarmunstrið í veiðum og í nútíma vinnslu. Frystitogaraútgerð er tvímæla- laust góður þáttur í fiskveiðum okkar, og þá frá stöðum, sem hún leggur ekki í eyði, og hagkvæmnin af henni fari þá í að borga atvinnu- lausu fólki. Hins vegar er erfitt að spá fyrir hversu langæ þessi útgerð reynist og veldur þar mestu óvissa um al- þjóðafiskveiðistefnu, og þar með hvaða mið skipunum gefast til að sækja á. Þá er einnig þess að gæta í fram- tíðarspám, að ef það lifnar yfir sókn á heimaslóð og það verður jafnt að frystivinnslan í landi nær að endur- hæfa sig til betri afkasta og auk- inna gæða og fjölbreytni í markaðs- vörum, þá fæst ekki einn einasti maður til að manna þessi skip tii mánaðarútiveru — og þá fer eins og gerðist um hinn mikla flota Nýsköpunar, þegar stríðsárin hóf- ust. Við þurfum að eiga frystitogara í sókn um þessar mundir, en halda áfram að þróa frystivinnsluna og þá ekki sízt í þeim fjórðungi sem bezt liggur að miðum. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.