Morgunblaðið - 22.03.1994, Síða 15

Morgunblaðið - 22.03.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 15 Lausir þankar, út og suður, um skipulagsmál í Reykjavík Seinni grein eftir Sjöfn Kristjánsdóttur í fyrri hluta þessarar greinar ræddi ég um hversu óheppileg nýting það væri á lóðinni bakvið Safnahúsið að reisa þar hæstaréttarhús. Það yrði þar homreka. Hvað það gerði miðbæ Reykjavíkur miklu skemmti- legri og betri ef þar kæmi lýðveldis- eða þjóðhátíðargarður með torgi fyr- ir útileikhús. Hvað á að gera við Safnahúsið? - Menningarmiðstöð miðbæjar Ef skynsemin næði nú tökum á mönnum og hætt yrði við byggingu hæstaréttarhúss á lóðinni á bak við Safnahúsið þá er énnþá óleyst hvað gera eigi við Safnahúsið þegar Landsbókasafn er komið í Þjóðarbók- hlöðu og Þjóðskjalasafn allt flutt á Laugaveginn. Best færi á gefa því hlutverk sem færi vel við uppruna þess og garð- inn. Menn hafa sagt að þetta hús hafi sál. Þeir sem taka svona til orða skynja, að ég held, fegurð - fegurð þá sem stafar af samræmi og jafn- vægi, því sem veldur að gott er at- hafna sig við það sem húsið er ætlað til. Slíkum húsum tengjast þægilegar tilfinningar og saga þeirra verður oftar en ekki áhugaverð og ánægju- leg. Þetta á svo sannarlega við um Safnahúsið. Því þarf allur almenn- ingur að eiga áfram rétt á aðgangi í þetta húsi. Það er alls ekki réttlæt- anlegt að stjórnsýslan leyfi sér í skjóli valds síns að draga til sín húsnæði eða annað sem hefur komið í hlut menningarinnar - olnbogabarns þjóðarinnar. Almenningur og menn- ingargeirinn eiga allan rétt á þessu húsi. Húsið væri mjög vel komið sem Safnahús og menningarmiðstöð - Menningarmiðstöð miðbæjar. Það vantar meira líf i miðbæinn. Það vantar tilfinnanlega fleiri söfn til að gefa íslenskru æsku innsýn í fyrri tíð. Það vantar söfn fyrir ferðamenn. Það er út í bláinn að ætla sér að auka ferðamannastraum og það á öllum árstímum ef ekkert er til að sýna gestum. Æska landsins er líka ferðamenn í sögu og fortíð þjóðarinn- ar og þarfir þessara tveggja hópa fara að nokkru saman. Það var mik- ið slys þegar íslenska ríkið eignaðist hús með svo til ósnertu aldamóta- heimili í Þingholtunum en tvístraði því. Nú er tækifæri til að bæta fyrir það. Það er vísast dýrt að halda úti mörgum og misjöfnum söfnum og gæti því verið hagkvæmt að hafa fjölbreytt safn undir einum hatti. Þar mætti hafa standandi sýningar frá hinum ýmsu söfnum. Hugsanlega mætti setja upp stofur heldri borgara frá fyrri tíð eða minningarstofur skálda. Við hér í Reykjavík eigum engin skáldahús, Akureyringar eiga tvö. Hugsanlegt væri að koma upp stofu Jóns Sigurðssonar eða eftir- mynd þingsalarins í Menntaskólan- um og margt margt fleira í þeim dúr. I þessu húsi mætti líka koma upp kaffistofu, þar mætti hafa (ef t.d. hljómburður er góður) tónleika, upplestur, fyrirlestra og svo ótal margt annað. Lestrasal með dagblöð- um, tímaritum, þemaefni í tengslum við sýningar. Nýútgefnar bækur eða hvað sem þætti henta að vel athug- uðu máli. Þjóðhátíðarsýningu, sem opnuð væri 17. júní ár hvert, mætti setja upp fyrir sumarið fyrir böm og ferðamenn. í garðinum og torginu á bak við væri á sama tíma þjóðhátíð- ardagskrá sem dreifðist yfir Arnar- hól og Lækjartorg. Nú er tímabært að menn staldri við, fari með minna kappi og meiri forsjá. Gefi sér tíma til að hugsa sig um. Líti ekki svo á fylkingar séu að takast á um auða lóð. Arkitektar á móti safnamönnum, með eða móti hæstaréttardómurum. Hér er um mikilvægar ákvarðanir að ræða sem varðar alla landsmenn og varða miklu um útliti og starfhæfni borgar- innar. Ef vel tekst til gæti þess borg fengið sál, fegurð og samræmi. Þá gæti Ingólfur hugsað á þessa leið: Það var nú alls ekki svo vitlaust hjá mér að koma öllu> þessu af stað. Þeim er nú ekki alls varnað. Þjóðarbókhlaða Fyrirhyggja réð í upphafi þegar Safnahúsið var byggt og gert ráð fyrir stækkun þess á þessari lóð, sem styrinn stendur nú um. Þessa fyri- hyggju mætti taka til fyrirmyndar og framkvæmd hennar sem víti til varnaðar. Nú þegar ætti að taka frá næstu lóð til stækkunar Bókhlöðunn- ar. All langur t.ími er síðan bókhlað- an var teiknuð og má draga þann tíma sem tekið hefur að byggja þetta hús frá líftíma þess. Öll upplýsinga „Húsið væri mjög vel komið sem Safnahús og menningarmiðstöð - Menningarmiðstöð mið- bæjar.“ og námsþörf hefur aukist geysilega síðan. Bókhlaðan á ekki bara að þjóna háskólastúdentum, kennurum þeirra og örfáum öðrum. Hún á líka að þjóna kennurum annarra skóla og öllum almenningi í landinu. Öllu því fólki sem farið hefur í gegnum nám við Háskóla íslands og aðra skóla landsins og þarf að halda þekk- ingu sinni við og auka hana stöðugt, öllum þeim sem hafa hlotið nám er- lendis sem ekki er hægt að afla hér og einnig þurfa að halda menntun sinni í fullu gildi og síðast en ekki síst þeim sem hafa takmarkað nám að baki og þurfa að takast á við samkeppni í tæknivæddum þekking- arheimi. Þjóðbókasafnið okkar verð- ur lunga allrar menntunar og þekk- ingar í landinu. Höfundur er handritavörður í Landsbókasafni. Sjöfn Krisljánsdóttir Sjónvarpjmarkaðurinn hefdt 5. apriL Ný verslun með 70.000 útsöluslaði! Sjónvarpsmarkaðurinn er nýtt og áhrifaríkt sölutæki Sjónvarpsmarkaðurinn veitir kjörið tækifæri sem hefur víðtæk áhrif. Með Sjónvarpsmarkaðnum til markaðssetningar gefst kaupmönnum og innflytjendum kostur # Ahrifarík leið til að koma vöru á framfæri á að koma vörum sínum á framfæri Ódýr og hentug aðferð á nær öllum heimilum landsins. Sjónvarpsmarkaðurinn er á Stöð 2 alla virka daga kl. 18.45 og hefst þann 5. apríl. Fljótvirkur og hvetjandi viðskiptamáti Tíð áminning — bein tengsl við neytendur Sjónvarpsmarkaðurinn Aflacfu þér frekari upplýjuiga í dímum 91-622070 og 91-12111 Ahr ifaríkur og þœgilegur viðokiptaniátiJyrir kaupnienn og innflytfeiuhir HVlTA HÚSID / SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.