Morgunblaðið - 22.03.1994, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
Afmælisrit með greinum
eftir Jóhannes Nordal
JÓHANNES Nordal, fyrrv. seðla-
bankastjóri, verður sjötugur 11.
maí næstkomandi, og þann dag
ætla vinir hans og samstarfs-
menn að heiðra hann með veg-
legu afmælisriti er nefnist Máls-
efni og er safn greina Jóhannes-
ar. Hið islenska bókmenntafélag
gefur afmælisritið út, en umsjón
með útgáfunni hafa Sigurður
Snævarr og Þorsteinn Hilmars-
son. Ritið verður um 500 bls. og
skiptist í kafla sem heita Mennig
og þjóðmál, Saga og samfélag,
Af ýmsu tilefni, Samferðamenn,
Áfangar í efnahagsþróun,
Bankakerfið og Stóriðja og orku-
mál.
Þeir sem heiðra vilja Jóhannes
Nordal og gerast áskrifendur að
afmælisritinu geta snúið sér til út-
gefanda fyrir 25. mars og fengið
nöfn sín skráð í „tabula gratulator-^
ia“ semm birt verður fremst í ritinu.
Jóhannes Nordal hefur verið einn
helsti áhrifamaður í efnahags- og
orkumálum íslendinga um áratuga
skeið, og að auki starfað að marg-
víslegum menningar- og framfara-
málum. Ennfremur hefur hann
skrifað nokkuð um félagsfræði og
söguleg efni. Um allt þetta mun
afmælisritið bera glöggt vitni, og
Jóhannes Nordal fagnar 70 ára
afmæli 11. maí næstkomandi.
hefur nokkur hluti efnisins ekki
birst á prenti fyrr.
Ritnefnd afmælisritsins skipa
Ágúst Einasrsson, Gylfi Þ. Gísla-
son, Jón Sigurðsson, Matthías Jo-
hannessen, Sverrir Hermannsson
og Þorvaldur Gylfason.
Jorgen Holm
skipamiðlari látínn
J0RGEN Holm, skipamiðlari og
íslandsvinur, lést í Danmörku á
laugardag, tæplega sextugur að
aldri. Hann lætur eftir sig eigin-
konu og tvær uppkomnar dætur.
Jorgen ólst upp í Esbjerg á stríðs-
árunum. Sextán ára fór hann á
samning hjá Esbjergs Skibshandel
þar sem hann lærði viðskiptafræði
með áherslu á þjónustu við skip.
Hann gengdi herskyldu í Dan-
mörku og starfaði síðar um þriggja
ára skeið sem herlögregla á vegum
Sameinuðu þjóðanna fyrir botni Mið-
jarðarhafs þegar Súez-deilan stóð
sem hæst.
Árið 1961 réðst hann til starfa
hjá skipamiðlaranum Oscar Ralff og
keypti hann fyrirtækið sex árum síð-
ar. Jörgen Holm seldi fyrirtækið á
níunda áratugnum. Fyrirtækið Oscar
Ralff sá meðal annars um innkaup
fyrir íslensk skip sem komu til Dan-
merkur. Jorgen Holm heimsótti ís-
land oft og hafði ferðast víða um
landið. Hann aðstoðaði íslenska
námsmenn í Danmörku og veitti
þeim húsaskjól. Hann var síðar
sæmdur hinni íslensku fálkaorðunni.
Eftir að Jörgen seldi fyrirtækið
vann hann meðal annars að því að
afla verkefna fyrir skipasmíðastöðina
Stálvík og sat í atvinnumálanefnd
íslensku ríkisstjórnarinnar árið 1989.
Morgunblaðið/Þorkell
Frá fundi Reyly'avíkurlistans á laugardag þar sem sameiginlegur málefnasamningur var kynntur.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans
Atvinnuþróunarsjóð-
ur er áhættulánasjóður
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarsljóraefni Reylgavíkurlistans
segir að ekki sé búið að útfæra í smáatriðum hvernig staðið verður
að því að setja á fót atvinnuþróunarsjóð sem sagt er frá í stefnuyfir-
lýsingu Reykjavíkurlistans, en slíkir sjóðir séu hins vegar alþekkt
fyrirbæri alls staðar í nágrannalöndunum.
Ingibjörg sagði að þarna væri um
að ræða áhættulánasjóð og auðvitað
skorti hann ekki bara í Reykjavík
heldur almennt í atvinnulífi hér á
Jorgen Holm
Iandi. Stjórnvöld hefðu hins vegar
ekki sinnt þessu verkefni sem skyldi.
Það væri til dæmis hægt að hugsa
sér að Reykjavíkurborg færi út á
lánamarkaðinn. Hún væri það öflug
og traustur lántakandi að hún ætti
að gæta tryggt sér lánsfé á hagstæð-
um vöxtum miðað við vexti á lánsfé
sem smærri aðilum stæði til boða
og borgin gæti síðan endurlánað
þetta fé. „Reykjavíkurborg hefur
millgöngu og er ábyrgðaraðili og hún
metur þá líka lánsumsóknir, en þetta
útheimtir að það fari fram sjálfstætt
mat á öllum lánsumsóknum," sagði
Ingibörg Sólrún.
Hún sagði að þetta fæli í sér mat
á þeim hugmyndum sem sótt væri
um lán vegna og hvort þær væru
vænlegar til árangurs og myndu
skapa mörg störf. Ekki yrði hins
vegar horft á fjárhagslegt bolmagn.
Hún sagði að svona atvinnuþróunar-
sjóðir væru þekktir í Bandaríkjun-
um. Þar fjármögnuðu slíkir sjóðir
staðbundin atvinnuþróunarfélög í
einstökum ríkjum og veittu ábyrgðir
og lán, oft með niðurgreiddum vöxt-
um, til fyrirtækja á sínu svæði.
Hún sagðist ekki endilega vera
að tala um að vextir yrðu niður-
greiddir á þessum lánum heldur að
borgin útvegaði lánsfé með. hag-
kvæmum vöxtum og tæki hugsan-
lega örlitla þóknun fyrir milli-
gönguna. Hins vegar ætti eftir að
útfæra þessa hugmynd í einstökum
atriðum. Þarna væri um stefnumörk-
un að ræða.
----»■♦ ■»--
Peningum og
lyfjum stol-
ið í heilsu-
gæslustöð
Suðureyri.
AÐFARANÓTT sunnudags var
brotist inn í heilsugæslustöðina á
Suðureyri og þaðan stolið pening-
um og lyfjum. Talið er að farið
hafi verið inn um glugga á húsinu.
Að sögn lögreglu hafði verið rótað
nokkuð til innandyra en hlutaðeig-
andi haft lítið upp úr krafsinu. Eitt-
hvert lítilræði var tekið af lyfjum og
1.800 kr. í peningum. Ekki voru
unnar neinar skemmdir á húsbúnaði
né tækjum heilsugæslustöðvarinnar
utan að peningarskápur var brotinn
upp. Rannsóknarlögreglan á
ísafirði vinnur að rannsókn málsins.
Nýskipan í ríkisrekstri
eftír Friðrik
Sophusson
Að undanförnu hefur verið unnið
að tillögum um það hvernig megi
bæta rekstur hins opinbera. Astæð-
an fyrir vaxandi áhuga á þessu
sviði er m.a. sú krafa skattgreið-
enda að fjármunum þeirra sé varið
af meiri ráðdeild en verið hefur.
Til þess að efla aðhald í ríkisrekstr-
inum og koma í veg fyrir skatta-
hækkanir er brýnt að beita þeim
hugmyndum sem felast í stefnu um
þróun ríkisrekstrarins og kölluð
hefur verið „Nýskipan í ríkis-
rekstri".
Þegar hafa verið stigin skref í
þessa átt. Árangurinn er smám
saman að koma í ljós. Ríkisstarfs-
menn hafa sýnt þessum málum
áhuga og skilningur almennings á
þörfínni fyrir að bæta opinberan
rekstur hefur haft sitt að segja.
Hér á eftir verða nefndir nokkrir
þættir, sem lýsa innihaldi stefnunn-
ar.
Útboð
í fyrsta lagi eru útboð á vegum
hins opinbera árangursrík leið til
að spara útgjöld. Spamaður af út-
boðum undanfarinna ára skiptir
hundruðum milljóna. Útboðsstefna
ríkisins, sem nýlega var samþykkt
í ríkisstjórninni, felur í sér að stofn-
anir bjóði út flest innkaup sín og
ýmsa þjónustu. Með skýrri útboðs-
stefnu er komið í veg fyrir að hægt
sé að koma sér fyrir í kerfinu í
skjóli ónógrar samkeppni. Mark-
miðið er að kaupa inn fyrir árslok
1994 a.m.k. helming rekstrarvara
samkvæmt útboðum. Það jafngildir
árlegum innkaupum fyrir u.þ.b.
4.000 milljónir króna. Ennfremur
skulu innkaup og verksamningar
vegna framkvæmda og viðhalds að
jafnaði vera samkvæmt útboði fyrir
árslok 1994.
Sala ríkisfyrirtækja
í öðru lagi er sala ríkisfyrirtækja
þáttur í nýskipan í ríkisrekstri.
Leggja ber áherslu á sölu fyrir-
tækja sem eru í samkeppni eða
geta búið við samkeppni, því að
þannig er hagur neytenda og skatt-
greiðenda best tryggður. Þrátt fyrir
að sala ríkisfyrirtækja hafi gengið
hægar en til stóð hefur orðið góður
árangur af þeim aðgerðum. Ferða-
skrifstofa Islands var seld starfs-
fólki fyrirtækisins. Gutenberg-
prentsmiðjan var seld og hefur
starfsemi fyrirtækisins styrkst við
breytinguna. Sömu sögu má segja
af Jarðborunum þar sem starfs-
menn og á fímmta hundrað ein-
staklinga keyptu hlut. Þá var Is-
lensk endurtrygging seld trygg-
ingafélögunum. SR-mjöl var selt
rúmlega tvö hundruð einstaklingum
og fyrirtækjum. Komið hefur fram
almenn ánægja starfsmanna SR-
mjöls með þessar breytingar. Loks
keypti Grandi hf. nýlega hlut ríkis-
„Ríkisstarfsmenn hafa
sýnt þessum málum
áhuga og skilningur al-
mennings á þörfinni
fyrir að bæta opinberan
rekstur hefur haft sitt
að segja.“
ins í Þormóði ramma hf. Sú sala
gæti markað upphaf að því að sterk
og vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi
dreifðu rekstraráhættu með því að
fjárfesta í fyrirtækjum annars stað-
ar á landinu.
Þá má einnig nefna lokun fyrir-
tækja sem engin ástæða er fyrir
ríkið að reka. Lokun Ríkisskipa og
sala eigna fyrirtækisins er gott
dæmi um breytingar sem skila sér
til skattborgara án þess að bitna á
þjónustu við almenning.
Áfram verður haldið að selja rík-
isfyrirtæki eða loka stofnunum sem
ekki er ástæða fyrir ríkið að reka.
Þannig má einfalda ríkisreksturinn
og gera hann skilvirkari.
Umbætur í ríkisrekstri
í þriðja og síðasta lagi má nefna
ýmsar umbætur í ríkisrekstri sem
breyta rekstrarumhverfi opinberra
stofnana og auka samkeppnis- og
gæðavitund þeirra. Eitt þeirra verk-
efna sem unnið er að er svokölluð
samningsstjórnun. Með samnings-
stjómun er átt við það, að ráðu-
Friðrik Sophusson
neyti og stofnanir gera með sér
þjónustusamning þar sem stofnunin
„selur“ ráðuneytinu tiltekna þjón-
ustu. Þannig má auka aðhald en
um leið veita stofnunum meira sjálf-
stæði. Lykillinn að árangri er að
notendur þjónustunnar hafí eitt-
hvað að segja um gæði hennar,
markmið séu skýr og vel sé vandað
til áætlana. Þetta er ein þeirra leiða
sem geta skilað betri rekstri og
meiri gæðum í opinberri þjónustu.
Hér að framan hefur í grófum
dráttum verið sagt frá nokkrum
þáttum þess verkefnis sem nefnt
hefur verið „Nýskipan í ríkis-
rekstri". Þetta verkefni hefur aug-
ljósa þýðingu fyrir viðskiptavini rík-
isins og starfsfólk þess. Hagsmunir
skattgreiðenda eru einnig í fiúfi því
að aukin ríkisútgjöld verða ekki
fjármögnuð nema með meiri skatt-
heimtu.
Betri ríkisrekstur
Á morgun, miðvikudag, verður
haldin ráðstefna um nýskipan í rík-
isrekstri. Ráðstefnan er öllum opin
og verður haldin í Háskólabíói. Til
ráðstefnunnar boða, auk fjármála-
ráðuneytis, Aðgerðarannsóknafé-
lagið, Gæðastjórnunarfélagið, Hag-
ræðingarfélagið og Stjórnunarfélag
íslands. Ráðstefnan er framhald
tveggja annarra sem haldnar voru
á sl. ári.
Frá því að ríkisreksturinn tók á
sig núverandi mynd hafa afskipti
og umfang ríkisins sífellt vaxið.
Skiptir ekki máli hvort það er mælt
í útgjöldum ríkisins miðað við lands-
framleiðslu, eða hlutfalli starfs-
manna ríkisins af heildarvinnuafl-
inu. Stefna ríkisstjómarinnar er að
draga úr umfangi ríkisreksturs með
því að selja fyrirtæki eða loka þeim
þar sem eðlilegt er að einkarekstur
taki við. I öðru lagi má ná fram
verulegum árangri með því að bjóða
rekstrarverkefni út í stærri stíl en
gert hefur verið. Og í þriðja lagi
þarf að bæta rekstur fyrirtækja og
stofnana, sem ríkið hlýtur að starf-
rækja um ófyrirsjáanlega framtíð.
Um þennan síðasta þátt verður sér-
staklega rætt á ráðstefnunni á
morgun.
Höfundur er fjármálaráðherra.