Morgunblaðið - 22.03.1994, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
Kosið um sameiningu þriggja sveitarfélaga
Sameining felld
í Skriðuhreppi
ÍBÚAR Skriðuhrepps felldu í kosningum á laugardag tillögu
Eyþings um sameiningu þriggja syeitarfélaga í Eyjafirði, Glæsi-
bæjarhrepps, Skriðuhrepps og Öxnadalshrepps. íbúar hinna
hreppanna tveggja samþykktu tillögu um sameiningu. Forsvars-
menn sveitarfélaganna hafa ekki hist en gert er ráð fyrir að
fundað verði fljótlega um niðurstöðuna.
í Glæsibæjarhreppi voru 167 á
kjörskrá, 89 gi-eiddu atkvæði eða
rúm 53%. Já sögðu 50 manns, 38
sögðu nei og 1 seðill var auður.
Stefán Halldórsson hreppstjóri á
Hlöðum í Glæsibæjarhreppi sagði
Svæðisskrifstofa um
málefni fatlaðra
Sótt um tvær
byg’gingalóðir
SVÆÐISSKRIFSTOFA um mál-
efni fatlaðra hefur sótt um tvær
lóðir til að byggja á sambýli
fyrir fatlaða á einni hæð,
280-320 fermetra að stærð.
Æskilegt er að húsin verði stað-
sett sitt hvoru megin við Glerá.
í erindi forsvarsmanna Svæðis-
skrifstofunnar til bygginganefndar
Akureyrar er jafnframt vakin at-
hygli á, að fyrirhugað er að byggja
þriðja sambýlið og dagheimili fyrir
þroskahefta.
Auk þess að vekja athygli á laus-
um íbúðarhúsalóðum í Giljahverfi
benti bygginganefnd á lóðir á mið-
svæði við Lindarsíðu, á grænu
svæði við Litluhlíð, og einnig á
grænu svæði við Helgamagra-
stræti og þá er bent á svæði við
Þórunnarstræti sunnan Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
að vegna lítillar kjörsóknar væri
niðurstaðan vart marktæk, en
hann taldi áhugaleysi helstu skýr-
ingu á lélegri kjörsókn. Hann sagð-
ist halda að sameiningarhugmynd-
ir væru úr myndinni að sinni í kjöl-
far þessarar niðurstöðu.
í Skriðuhreppi voru 76 á kjör-
skrá og kusu 55 eða 72%. Sam-
þykkir tillögu um sameiningu voru
28 en 23 voru henni mótfallnir.
Fjórir seðlar voru auðir.
í Öxnadalshreppi voru 40 á kjör-
skrá, 27 kusu eða 67,5%. Mikill
meirihluti þeirra sem kusu í
hreppnum voru samþykkir samein-
ingu eða 22 sem er yfir 81%. Fjór-
ir voru mótfallnir sameiningunni
og einn seðill var auður.
Sveitarfélögin tvö þar sem sam-
einingin var samþykkt hafa heim-
ild til að sameinast og sagði Ari
Jósavinsson á Auðnum í Öxnadals-
hreppi að eðlilegt væri að forsvars-
menn þeirra myndu ræða næstu
skref í málinu fljótlega.
■ KYRRÐARSTUND verður í
Glerárkirkju á morgun, miðviku-
daginn 23. mars frá kl. 12-13. Or-
gelleikur, helgistund, altarisakra-
menti, fyrirbænir. Léttur málsverð-
ur að stundinni lokinni. Allir vel-
komnir. Þátttakendum í bæna-
stundum kvenna er beint í föstu-
messur í Akureyrarkirkju á föst-
unni.
Nýja íþróttahúsið í Ólafsfirði senn tekið í notkun
Uppbyggingu lokið
NÝJA íþróttahúsið á Olafsfirði er hið glæsilegasta en til stendur að vígja húsið 1. maí.
Iþróttaaðstaða batnar
Ólafsfirði.
FRAMKVÆMDIR við nýja íþróttahúsið í Ólafsfirði eru nú komn-
ar á lokastig. Nú er verið að vinna við flísalögn og málningu
innanhúss auk annars frágangs og fyrirsjáanlega mun sú áætlun
standast að vígja húsið formlega 1. maí næstkomandi.
Unnið við flísalögn í íþróttahús-
inu.
Arkitektarnir Páll Tómasson
og Gísli Kristinsson á Akureyri
hönnuðu húsið sem er hið glæsi-
legasta og ber hönnuðum sínum
gott vitni. Aðalsalur hússins rúm-
ar löglegan handboltavöll 20X40
m, auk áhorfendasvæðis og verð-
ur nú gjörbreyting á aðstöðu til
íþróttaiðkunar í Ólafsfirði því
gamli íþróttasalurinn í Barnaskó-
lanum sem hingað til hefur verið
notaður er einungis 8X15 m og
kæmust því níu slíkir fyrir á gólf-
fleti nýja salarins.
Staðsetning nýja íþróttahússins
milli sundlaugarinnar og Barna-
skólans var gerð með það fyrir
augum að búningsaðstaða
íþróttahússins nýttist einnig við
sundlaugina en sundlaugarmann-
virkin voru byggð 1944 og eru
orðin allt of lítil og úrelt. í gamla
sundlaugarhúsinu verður nú kom-
ið fyrir tækjum til líkamsræktar.
A undanförnum árum hefur
markvisst verið unnið að upp-
byggingu aðstöðu fyrir íþrótta-
og tómstundastarf í Ólafsfirði.
Hafa bæjaryfirvöld litið svo á að
koma eigi til móts við auknar
kröfur fólks um betri aðstöðu til
líkamsræktar og hollari lífshátta.
3 dúndur tilbob
frá
INDY 440 - INDY 500 EFI SKS - INDY XLT SKS
50.000 kr. afsláttur
Kynntu þér málin strax í dag, takmarkað magn
Á NORÐUBLANDS
Bnkaumboö á íslandi
HJÓLBARÐAf’JÓNUSTAN,
Undirhlíö 2, símí 96-22840, Akureyri.
L-
11576,
, sími 94-3800,
Bæjarráð styður til-
lögu um Norðurstofnun
BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur
lýst yfir stuðningi við tillögu til
þingsályktunar um stofhun sér-
stakrar Norðurstofnunar á
Akureyri.
Umhverfisnefnd Alþingis leitaði
umsagnar bæjarstjórnar Akur-
eyrar um tillögur Hjörleifs Gutt-
ormssonar til þingsályktunar um
Norðurstofnun á Akureyri. Stofn-
uninni er ætlað það hiutverk að
stuðla að sem öflugustum rann-
sóknum innlendra aðila á norður-
slóðum og alþjóðlegri þátttöku ís-
lendinga í málum er varða heim-
skautasvæðið.
Bæjarráð styður tillöguna og
telur að slík stofnun eigi vel heima
á Akureyri. Hún styddi og félli vel
að þeirri uppbyggingu sem á sér
stað í vísindum og rannsóknum í
bænum m.a. við Háskólann á Ak-
ureyri og setur Náttúrufræðistofn-
unar íslands. Bæjarráð mælir því
með að tillagan verði samþykkt.
Morgunblaffið/Rúnar Þór
Höfnin dýpkuð
Sanddæluskipið Sóley er nú við vinnu í Fiskihöfninni á Akureyri, en verið
er að dýpka höfnina og er efnið flutt út í Krossanes þar sem fljótlega
verður haíist hætda við að setja niður stálþil.