Morgunblaðið - 22.03.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
23
Kvöldstund í Friðriks-
kapellu til heiðurs
dr. Sigurbirni biskupi
Forysta ASI vill breyta skipulagi og stefnu í sjávarútvegsmálum
Heilsteypt fiskvinnslustefna
komi í stað fiskveiðistefnu
Söluaðiiar m.a.
FORYSTUMENN í Alþýðusambandi íslands vilja að fallið' verði frá þvi
að móta fiskveiðistefnu og þess í stað verði mótuð heilsteypt fiskvinnslu-
stefna. Benda þeir á að slík stefna verði bæði að miða að því að allur
fiskur veiddur í íslenskri efnahagslögsögu fari til vinnslu hér innan-
lands, meðal annars með því að skylda verði að setja allan afla á mark-
að, og einnig því að auka verulega vinnslustigið á þeim takmarkaða
afla sem að landi kemur. Þetta kom fram á ráðstefnu ASÍ um stefnumót-
un í atvinnu- og kjaramálum sem haldin var síðastliðinn fimmtudag.
í erindum þeirra Björns Grétars
Sveinssonar, formanns Verka-
mannasambands Islands, og Gylfa
Arnbjörnssonar, hagfræðings ASÍ,
kom fram að miðað við aflahorfur í
þorski á komandi árum verði að gera
ráð fyrir því að ekki verði mikið svig-
rúm til að auka afla fyrr en í fyrsta
lagi eftir árið 1997. Því sé ekki
hægt að vænast þess að núverandi
skipulag og stefna í sjávarútvegs-
málum verði mikill þátttakandi í því
að auka hagvöxt á íslandi á kom-
andi árum og reyndar virðist stefna
stjómvalda með frumvarpi um Þró-
unarsjóð sjávarútvegsins miðast við
það eitt að aðstoða greinina við að
draga saman seglin.
Fullnýting í stað
hráefnisvinnslu
Sem lið í því að móta fiskvinnslu-
stefnu í stað fískveiðistefnu benda
þeir Björn Grétar og Gylfi á að um-
breyta verði fiskvinnslunni úr hrá-
efnaframleiðslu yfir í meiri fullnýt-
ingu þess takmarkaða hráefnis sem
íslendingar búi við. Þetta sé hægt
að gera.með því að setja upp mark-
vissa áætlun líkt og gert var í byijun
áttunda áratugarins, þegar frysti-
húsa- og skuttogaraáætlunin var
sett í gang. Með hertum heilbrigðis-
reglum í Evrópu og Bandaríkjunum
standi íslendingar í svipuðum spor-
um og þá og ef frystihúsin verði
ekki endumýjuð sé hætta á að missa
töluverða markaði. Með slíkri fjár-
festingaráætlun megi gera ráð fyrir
að töluverður markaður myndist fyr-
ir hönnun og framleiðslu á fram-
leiðslukerfum fyrir fullnýtingu og
þannig verði hægt að tengja saman
útgerð og vinnslu sjávarafurða ann-
ars vegar og framleiðslu á tækjum
og aðföngum fyrir þá atvinnugrein
hins vegar. í beinu framhaldi af því
myndi síðan styrkjast möguleiki ís-
lendinga á útflutningi á þessum
framleiðslukerfum og aðföngum til
þeirra landa sem standa frammi fyr-
ir því að byggja upp sjávarútveg sinn.
Breyta þarf vöruþróun og
markaðssetningu
Þá benda þeir Björn Grétar og
Gylfi á að með mótun fiskvinnslu-
stefnu verði einnig að breyta þeirri
hugsun sem ríkjandi hefur verið í
vöruþróun og markaðssetningu af-
urða. Þannig verði að veita aukið fé
í að þróa upp íslensk vörumerki á
erlendum mörkuðum svo stærri hluti
endanlegs söluverðs falli til hér inn-
anlands. Einnig verði að skoða að-
komu íslendinga að viðskiptasamn-
ingum við erlend ríki og viðskipta-
svæði til þess að tryggja aðgang með
fullunnar vörur og þar skipti EES-
samningurinn ákaflega miklu máli.
Ágreimngur eftir forval
H-listans í Hveragerði
Hveragerði.
FORVAL H-listans í Hveragerdi fyrir sveitarstj órnarkosningarnar í
vor fór fram sl. laugardag. Að H-listanum standa Alþýðubandalag,
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Óháðir. Öllum kjörgengum
Hvergerðingum var heimil þátttaka í forvalinu. AIIs greiddu um 270
bæjarbúar atkvæði.
Enn sem komið er hefur ekki ver-
ið birtur listi yfir þá aðila sem flest
atkvæði fengu í forvalinu. Fá at-
kvæði skilja á milli manna og var
endurtalið á sunnudag án þess að
niðurstaða fengist. Einhvers ágrein-
ings virðist gæta milli flokkanna um
endanlega niðurröðun á listann.
Flóknar reglur ríkja í forvali sem
þessu og hægt er að túlka þær á
mismunandi vegu.
Þeir flokkar sem að listanum
standa réðu ráðum sínum sl. laugar-
dag og sameiginlegur fundur allra
aðila verður á miðvikudagskvöld. Þar
mun væntanlega fást niðurstaða um
skipan manna í efstu sæti.
Heimildir fréttaritara herma að
Ingibjörg Sigmundsdóttir, garð-
yrkjubóndi, frá Alþýðubandalagi hafí
hlotið flest atkvæði og muni því halda
1. sæti listans í komandi kosningum.
Einnig munu þeir Egill Gústafsson,
bifreiðastjóri, frá Framsóknarflokki
og Hjörtur Benediktsson, garðyrkju-
stjóri, frá Óháðum vera í tveimur af
fjórum efstum sætum listans.
Við síðustu sveitarstjómarkosn-
ingar hlaut H-listinn fjóra menn
kjöma en sjálfstæðismenn þijá. Ingi-
björg Sigmundsdóttir hefur verið for-
seti bæjarstjórnar síðasta kjörtíma-
bil.
-AH
KVÖLDSAMKOMA verður í
Friðrikskapellu við Hlíðarenda i
Reykjavík þriðjudagskvöld 22.
mars og verður hún helguð dr.
Sigurbirni Einarssyni biskupi og
verkum hans.
Dómkórinn mun frumflytja lag
eftir Þorkel Sigurbjörnsson og
syngja sálma við texta sem dr.
Sigurbjörn hefur ort eða þýtt. Guð-
rún Ásmundsdóttir leikkona les úr
verkum hans og predikunum. Sig-
urður A. Magnússon rithöfundur
ljallar um dr. Sigurbjörn og ís-
lenskan sálmakveðskap. Prófessor
Einar Sigurbjörnsson flytur hug-
vekju.
Friðrikskapella er reist af fjöl-
mörgum einstaklingum meðal ann-
arra samferðarmönnum sr. Frið-
riks, minningu hans til heiðurs.
Samtökin um byggingu Friðriks-
kapellu afhentu þeim félögum í
Reykjavík sem sr. Friðrik stofnaði
húsið til eignar og afnota sl. vor.
Dr. Sigurbjöm var í stjóm samtak-
anna sem reistu kapelluna. Kvöld-
stundin nk. þriðjudag er örlítill
þakklætis- og heiðursvottur til
hans. Öllum er heimill ókeypis að-
gangur á meðan húsrúm leyfir.
Friðrikskapella er vettvangur
ýmis konar starfs í anda sr. Frið-
riks. Aðildarfélög kapellunnar, sem
eru KFUM, KFUK, Fóstbræður,
Knattspymufélagið Valur og
Skátasamband Reykjavíkur, hafa
Dr. Sigurbjörn Einarsson
með sér sjálfeignarstofnun um
rekstur hennar. Á vegum aðildarfé-
laganna og stjómar sjálfseignar-
stofnunarinnar fer fram marghátt-
uð starfsemi í húsinu. Friðrikskap-
ella er lánuð til funda, tónleika-
halds og einkaathafna. Á vegum
kapellustjórnarinnar eru þar mán-
aðarlegar kvöldguðsþjónustur auk
kyrrðarstunda sem eru að jafnaði
í hádegi annars mánudags í hveij-
um mánuði.
Alþýðuflokkurinn á Akranesi
Ingvar lenti í efsta sæti
MATVÖfíUVERSLUNtN
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.:
4507 4500 0022 0316
4543 3700 0009 7116
4543 3718 0006 3233
4546 3912 3256 0090
4842 0308 1995 3028
ÖLL ERLEND KORT
SEM BYRJA Á:
4550 50** 4560 60**
Dúkurinn er margnota,
vatnsvarinn og er
auðvelt að þrífa hann.
Dúkarnir og
servíetturnar fást í ýmsum
litum og eru unnin úr
hágæða pappír.
INGVAR Ingvarsson, bæjarfulltrúi
og aðstoðarskólastjóri, varð í 1.
sæti í prófkjöri Alþýðuflokksins á
Akranesi, sem fram fór um helg-
ina. 444 kusu og hlaut Ingvar 167
atkvæði í 1. sæti. Bindandi kosning
er í fjögur efstu sætin.
Guðmundur Vésteinsson, fyrrver-
andi bæjarfulltrúi og deildarstjóri,
fékk 134 atkvæði í 1.-2. sæti, Frið-
rik Alfreðsson svæðisumsjónarmaður
fékk 177 atkvæði í 1.-3. sæti, Haf-
steinn Baldursson, bæjarfulltrúi og
renpismiður, fékk 204 atkvæði í 1.-4.
sæti, Hervar Gunnarsson, bæjarfull-
trúi og formaður Verkalýðsfélags
Akraness, fékk 199 atkvæði í 1.-5:
sæti og Kristján Sveinsson deildar-
stjóri fékk 202 atkv. aði í 1.-6. sæti.
Sigríður K. Óladóttir hússtjórn-
arkennari fékk 119 atkvæði í 1.-7.
sæti, Rannveig Edda Hálfdánardóttir
móttökuritari fékk 112 atkvæði í
1.-8., Sigríður Ríkharðsdóttir gjald-
keri fékk 106 atkvæði í 1.-9. sæti
og Siguijón Hannesson framkvæmda-
stjóri fékk 108 atkvæði í 1.—10. sæti.
Tuttugu manns gáfu kost á sér í próf-
kjörinu en atkvæðatölur eru eingöngu
gefnar fyrir fyrstu tíu sætin. Próf-
kjöri var opið öllum sem ekki eru
flokksbundnir í öðrum flokkum.
Alþýðuflokkurinn hefur núna þijá
bæjarfulltrúa, Ingvar Ingvarsson,
Hafstein Baldursson og Hervar Gunn-
arsson.
4552 57** 4941 32**
Mgreiftslutólk vinsamlegast takið otangreind
kort úi umtert og sendié VISA islandi
sundurklippt
VERDLAUN kr. 5000,-
fyrir að klótesta kort og visa á vágest.
VISA I5LAND
Hðfðabakka 9 • 112 Reykjavik
Sími 91-671700