Morgunblaðið - 22.03.1994, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
JMwgtiiiMflfrfí
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Fjölskyldan, atvinn-
an og velferðin
Fjölskyldumálin eru hörð-
ustu málin því þau eiga
að sýna þau raunverulegu gildi
sem sjálfstæðisstefnan býr yf-
ir. Það er Árni Sigfússon, nýr
borgarstjóri í Reykjavík, sem
þannig kemst að orði í viðtali
við Morgunblaðið síðastliðinn
sunnudag, þegar hann tíundar
lífsviðhorf sín og markmið í
borgarmálum.
„Atvinnumálin eru hluti af
fjölskyldulífinu. Þess vegna
segi ég að fjölskyldumálin séu
hörð mál. Ef menn halda því
fram að ég sé fulltrúi mjúku
málanna þá er það alrangt.
Fjölskyldumálin eru hörðustu
málin ... Og þessi málaflokkur
þarf að fá aukið vægi.*’
Þegar Árni Sigfússon tók
við starfi borgarstjóra á dögun-
um lagði hann megináherzlu á
atvinnu- og fjölskylaumál.
Hann sagði þjónustu borgar-
innar í þágu barna og ung-
menna annars vegar og rosk-
inna borgarbúa hins vegar vera
víðtæka og umfangsmikla.
Þessa þjónustu þurfi að
styrkja. Jafnframt þurfi borg-
arstjórn að að gera allt sem í
hennar valdi stendur til að
treysta starfsgrundvöll at-
vinnulífsins og fjölga störfum.
Til atvinnuveganna sækjum við
þau verðmæti sem rísa verða
undir lífskjörum okkar og fé-
lagslegri þjónustu hvers konar.
Er ekki úrelt að dæla pen-
ingum í verkefni sem skapa
vinnu í nokkra mánuði, spyr
blaðamaður í viðtalinu. „Það
er ekki úrelt fyrir þá einstak-
linga sem eru atvinnulausir og
þurfa á vinnu að halda til að
viðhalda starfsþreki sínu og
sjálfsvirðingu,“ svaraði borg-
arstjóri. „Hér á landi, þar sem
menn eru svo óvanir atvinnu-
leysisvofunni, óttast ég að
slæmu áhrifin komi fyrr og risti
dýpra en annars staðar ...“
Víst er að mörg fyrirvinnan,
sem misst hefur atvinnu sína
í efnahagssamdrætti síðustu
ára, getur tekið undir þessi
orð. Sama máli gegnir um þau
fimm þúsund ungmenni sem
fengu sumarstörf á vegum
borgarinnar á síðastliðnu ári.
Arni Sigfússon er fulltrúi
yngra fólksins í borgarmálun-
um og hann hefur lagt áhezlu
á ný vinnubrögð og málefni,
sem hafa átt undir högg að
sækja. Hann hefur verið for-
maður Skólamálaráðs Reykja-
víkur og segist vilja „mynda
stóran hóp sem nær samstöðu
um hvernig við sköpum beztu
grunnskóla í Vestur-Evrópu.
Til þess að auka gæði mennt-
unar þarf einsetinn heilsdags-
skóla“, segir hann. „Ég vil
ekki tala um breyttar áherzlur
heldur aukna áherzlu á verk-
efni af þessum toga... Fjár-
mögnun snýst um forgangs-
röðun. Þetta eru forgangsverk-
efnin. Annað verður þá að
bíða.“
Og nú hefur þessi fulltrúi
yngra fólksins og fjölskyldu-
gildanna valizt til foiystu borg-
arstjórnarflokki sjálfstæðis-
fólks. „Þjóðfélagið er að breyt-
ast,“ segir hann. „Þessi gildi
eru að verða meira áberandi í
umhverfi okkar. Fyrir tíu árum
þegar haldin voru barna-
íþróttamót þótti eiginlega hjá-
kátlegt að foreldrar væru með
bömunum. í dag þykir það
hjákátlegt ef foreldrar eru ekki
með börnunum ... Menn eru
tilbúnir og bíða eftir tækifæri
til að snúa sér meira að fjöl-
skyldunni. Og ég held að menn
grípi fegins hendi í þann sem
tekur slík mál upp og fylgir
þeim eftir. Ég held það skipti
máli að það sé karlmaður sem
gerir það. Sem lýsi því yfir að
þetta séu hörðu málin.“
Er ekki frami í pólitík og
fjölskyldulíf ósættanlegar and-
stæður, spyr blaðamaður. Það
telur hinn nýi borgarstjóri af
og frá. „Mér finnst ég vera
allt öðruvísi stjórnmálamaður.
Ég vona að ég sé fulltrúi nýrr-
ar kynslóðar í stjórnmálum,"
segir hann. Mergurinn málsins
er að leggja sig allan fram í
þágu góðra mála sem til heilla
horfa og tileinka sér jákvæð
og nútímaleg vinnubrögð. „Við
eigum að vinna heiðarlega,
eiga okkar fjölskyldur og eiga
rétt á að lifa fjölskyldulífí fyrir
utan hið opinbera líf.“
Þau svör sem hér að framan
hefur verið vitnað til lýsa vel
lífsviðhorfum og markmiðum
hins nýja borgarstjóra. Áherzl-
ur hans varða einstaklinginn
og ijölskylduna, almenna hag-
sæld og velferð í borginni.
Annars vegar atvinnulífið, sem
er kostnaðarleg undirstaða af-
komu fólks og samfélagslegrar
þjónustu. Hins vegar rammann
um heilbrigt mannlíf í borg-
inni. — „Maður stjórnar sjálfur
sínum huga og því, hvernig
maður upplifir atburði. Ég vel
að uppjifa þá á jákvæðan hátt,“
segir Árni Sigfússon í lok við-
talsins, ummæli, sem lýsa bet-
ur afstöðu borgarstjóra til
manna og málefna en flest
annað.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Afkoma Flugleiða 1988-93 (á verðlagi í árslok 1993)
1200
Hagnaður (tap)
skv. ársreikningi
Hagnaður (tap)
án söluhagnaðar
Hagnaður (tap)
eftir bókfærða
vexti af eigin fé
'88 '89 n-.-j ; J j_. J '93
'90 ’91 '92
-600 milljónir kr.
'91 '92 '93
10%------------
Raunávöxtun
5 — hluthafa —
0
’91
Raun
krafa
spari
Ar
í F
Sa
spi
Markaðsveðmæti hlutafjár
í Flugleiðum (á verðlagi í árslok 1993)
5.000 milljónir kr.
Markaðsvirði h
fjár Flugleiða f
um 51% á 3 áru
MARKAÐSVIRÐI hlutafjár Flug-
leiða hefur fallið um 51% frá
árslokum 1990 til ársloka 1993,
á verðlagi ársloka sl. árs. Þannig
hefur markaðsverðmæti hluta-
fjárins fallið úr 4.612 milljónum
króna í 2.263 milljónir króna, eða
um 2.349 milljónir króna. Raun-
ávöxtun hlutafjár hluthafa í
Flugleiðum á undanförnum árum
hefur verið neikvæð. Hún var
neikvæð um 15% árið 1991, nei-
kvæð um 28% árið 1992 og nei-
kvæð um 11% á liðnu ári. Hörður
Sigurgestsson, stjórnarformaður
Flugleiða, valdi síðustu sex árin
í sögu Flugleiða, í ræðu sinni á
aðalfundi félagsins sl". fimmtu-
dag, er hann sagði: „I þessu sam-
bandi er fróðlegt að horfa til
þess, að ef litið er yfir til dæmis
síðastliðin sex ár, þá hefur með-
alávöxtun hlutafjár í Flugleiðum
numið um 7,5% umfram verð-
bólgu.“ Söluhagnaður af flugvél-
um á árinu 1988 var upp á 945
milljónir króna, söluhagnaður af
flugvélum var upp á 214 milljón-
ir á árinu 1989 og söluhagnaður
af flugvélum á árinu 1990 var
upp á 243 milljónir króna. Með
því að reikna tekjurnar af flug-
vélasölunni inn í afkomutölurnar,
má fá þá niðurstöðu sem stjórnar-
formaðurinn kemst að, að því er
varðar meðalávöxtun hlutafjár-
ins, en þessar tekjur eru tilkomn-
ar vegna þess að afskriftir fyrri
ára hafa numið hærri upphæð
en sem nemur lækkun á verðgildi
vélanna á sama tíma. Því má
skýra þessar tekjur sem leiðrétt-
ingy á afskriftum fyrri ára að
stórum hluta.
Þannig var um 143 milljóna
króna rekstrartap að ræða á árinu
1988 hjá Flugleiðum, þegar sölu-
hagnaður flugvélanna hefur verið
dreginn frá, sem jafngildir 210 millj-
óna króna tapi á verðlagi í árslok
1993. Á árslokaverðlagi ársins í
fyrra varð útkoma ársins 1989 hjá
Flugleiðum neikvæð um 584 millj-
ónir króna (án söluhagnaðar), hún
varð jákvæð um 59 milljónir króna
árið 1990 (án söluhagnaðar), já-
kvæð um 105 milljónir króna árið
1991, jákvæð um 106 milljónir
króna árið 1992 og neikvæð um 188
milljónir króna árið 1993.
Samkvæmt ársreikningum Flug-
leiða eru niðurstöðutölur talsvert
aðrar. Á verðlagi ársloka 1993 fyrir
árið 1988 er hagnaður félagsins
samkvæmt ársreikningi 1.183 millj-
ónir króna (söluhagnaður vélanna
er hagnaðurinn), ársreikningur
1989 sýnir 229 milljóna króna tap,
ársreikningur sýnir 452 milljóna
króna hagnað 1990 (þar af er sölu-
hagnaður flugvéla 284 milljónir
króna), ársreikningur sýnir 157
milljóna króna hagnað 1991, 138
milljóna króna tap 1992 (það ár
voru flugvélavarahlutir færðir niður
um 229 milljónir króna, sem er lík-
Hlutabréf félagsins
hafa lækkað um 2,3
milljarða króna á
markaði á þremur
árum á verðlagi árs-
loka 1993
Markaðsvirði hluta-
fjárins fallið um 83
milljónir króna frá
áramótum
lega leiðrétting á kostnaði fyrri ára,
og meðhöndluð í ársreikningi eins
og söluhagnaður flugvélanna) og
188 milljóna króna tap 1993.
Hagnaður eða tap Flugleiða eftir
reiknaða vexti af bókfærðu eigin fé
er á þessum árum sem hér segir (á
verðlagi í árslok 1993): 1988 er
hagnaðurinn 1.023 milljónir króna,
1989 er tapið 435 milljónir kr'na,
1990 er hagnaður upp á 193 millj-
ónir króna, 1991 er tap upp á 241
milljón króna, 1992 er tap upp á
560 milljónir króna og 1993 er tap
upp á 564 milljónir króna.
Samtals vantar 584 milljónir
króna upp á, að ávöxtun eigin fjár
á árunum 1988 til 1993 samsvari
meðalútlánavöxtum bankanna á
sama tíma. Það gerist þrátt fyrir
að söluhagnaður flugvéla er yfir 1,9