Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
27
Endanlegar afskriftir útlána ríkis
viðskiptabankanna 1993
Fiskeldi
Landsbanki
2.306,3 millj.kr.
Sjávar-
útvegur
Iðnaður
321,9 m.kr.
Verslun (235,2 m.kr.)
Einstaklingar (234,6 m.kr.)
5,9%, Þjónusta (137,0 m.kr.)
'— 2,3%, Byggingarverktakar(52,2m.kr.)
— 1,5%, Annað (32,8 m.kr.)
Þjónusta
Búnaðarbanki
876,8 millj.kr.
Iðnaður
Verslun (169,6 m.kr.)
A 7%, Sjávarútvegur (41,5 m.kr.)
, Einstaklingar (36,3 m.kr.)
- 3,0%, Byggingarverkt. (26,0 m.kr.)
-1,8%, Annað (15,7 m.kr.)
Ríkisbankarnir töpuðu 3,2 milljörðum
króna á árinu 1993 samanlagt
270 millj. afskrif-
aðar vegna lána
til einstaklinga
RIKISBANKARNIR tveir Landsbanki íslands og Búnaðarbanki íslands
afskrifuðu samtals tæplega 3,2 milljarða króna á síðasta ári að því er
fram kom í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Pálmadótt-
ur á Alþingi í gær um hvernig útlánatöp ríkisbankanna skiptust eftir
atvinnugreinum. Mest var tap vegna útlána til fiskeldis tæpar 700 milljón-
ir króna og vegna lána til sjávarútvegs 640 milljónir og eru þetta nær
eingöngu lán frá Landsbankanum. Einnig voru verulegar afskriftir vegna
lána til iðnaðar, 586 milljónir, þjónustu, 460 milljónir og til verslunar
rúmar 400 milljónir. Samtals 270 milljónir eru hins vegar afskrifaðar
vegna lána til einstaklinga, samanborið við 204 milljónir árið 1992 og
57 milljónir árið 1991.
'92 '93 '91 '92 ’93
ávöxtunar- Meðalvextir vísi-
3-5 ára tölubundinna
skírteina útlána bankanna
leg ávöxtun hluthafa
lugleiðum 1991-93
manburður við
ariskírteini og bankavexti
luta-
allið
m
milljarða króna á árslokaverðlagi
1993 á tímabilinu 1988-1990.
Eiginfjárhlutfall komið á
hættustig?
Flugrekstur hvarvetna í heimin-
um hefur verið erfiður undanfarin
ár, og í þeim efnum eru Flugleiðir
engin undantekning. Taprekstur
félagsins árið 1992 reyndist nema
134 milljónum króna og á liðnu ári
nam hann 188 milljónum króna. í
reynd var útkoma félagsins bæði
árin verri en þessum tölum nemur,
því lækkun tekjuskattsskuldbind-
ingar Flugleiða frá liðnum árum er
færð til tekna í rekstrarreikningi
og bætir þannig afkomuna. Tap
Flugleiða fýrir tekju- og eignaskatt
var á liðnu ári 372 milljónir króna,
og á árinu 1992 var sambæriteg
tala 298 milljónir króna. Á aðal-
fundi félagsins nú á fimmtudag var
samþykkt sú tillaga stjórnar að
greiða engan arð í ár, í ljósi lakrar
afkomu félagsins á liðnu ári, en í
fyrra var eins og kunnugt er greidd-
ur út 7% árður.
Eiginljárhlutfall Flugleiða er nú
16% og hefur lækkað úr 18% í árs-
lok 1992. Þessi staða hlýtur að vera
forsvarsmönnum félagsins áhyggju-
efni, m.a. í ljósi þess sem segir í
ársskýrslu Flugleiða árið 1990, und-
ir fyrirsögninni „Öflugt fyrirtæki“
(bls. 21): „Það er markmið félagsins
að eigið fé sem hlutfall af eignum
verði ekki lægra en 25%.“ Augljós-
lega hefur jafnt og þétt sigið á
ógæfuhliðina hjá Flugleiðum, að því
er eiginfjárhlutfallið varðar, því
þegar tilvitnuð orð birtust í árs-
skýrslunni 1990, þá var eiginfjár-
hlutfallið 22,5%.
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, segir í ársskýrslu Flug-
leiða fyrir liðið ár, er hann víkur
að eiginfjárstöðu félagsins: „Félagið
hefur fjarlægst markmið sitt um
25% eiginfjárhlutfall. Því verður
sem fyrst að snúa rekstri félagsins
til betri vegar þannig að hann skili
hagnaði auk þess sem auka þyrfti
hlutafé. Hlutafjármarkaðurinn hér
á landi hefur verið í mikilli lægð
og því hefur ekki verið ráðist í hluta-
fjárútboð.“
Heildareignir Flugleiða í árslok
1988 á árslokaverðlagi 1993 voru
7,7 milljarðar króna og eiginfjár-
hlutfallið var 42%. Heildareignir
félagsins í árslok 1993 voru 24,4
milljarðar króna, auk langtíma-
skuldbindinga upp á 3,5 milljarða
króna, vegna leigusamninga á
Fokkerflugvélum, sem félagið hefur
ekki full not fyrir. Eiginfjárhlutfall-
ið í árslok í fyrra var, eins og áður
segir, komið niður í 16%. Það gæti
bent til þess að stjórnendur félags-
ins hafi farið of geyst í fjárfestingar
sl. sex ár og fjárfest umfram getu
félagsins og þannig stofnað fjár-
munum hluthafa í hættu.
Markmið um ávöxtun hlutafjár
ekki náðst
Það er ljóst, að markmið stjórn-
enda Flugleiða, að því er varðar
ávöxtun hlutafjáreignar hluthaF
anna, hafa engan veginn náðst. í
ársskýrslu félagsins fyrir árið 1989
segir m.a. undir fyrirsögninni „Þjón-
usta í þágu hluthafa“: „Hluthafar
félagsins skapa eigin fé þess í upp-
hafi og gera því kleift að ráðast í
fjárfestingar og hefja rekstur. Ár-
legur fundur hluthafa er æðsta vald
í málefnum félagsins.
Hlutafé í Flugleiðum er nú 1.095
milljónir króna. Starfsfólk fyrirtæk-
isins er ábyrgt gagnvart hluthöfum,
sem hafa falið því umsjón fjármuna
sinna. Það er markmið Flugleiða
að litið sé á hlutabréf í félaginu sem
vænlega langtímaljárfestingu.
Til að félagið geti haldið áfram
uppbyggingu og öflugri samkeppni
á flugleiðum sínum þarf það tiltrú.
Sú tiltrú byggir á því, að hlutafé
beri ávöxt, að minnsta kosti til jafns
við aðra kosti sem bjóðast. Sú tiltrú
aflar félaginu nýrra hluthafa og
styrkir hina cldri. Það er nú mark-
mið Flugleiða, að ávöxtun hlutafjár
í félaginu verði um 5-7% meiri en
af áhættulausum fjárfestingum,
eins og til dæmis ríkisskuldabréf-
um.“
Sé litið til þess að raunávöxtun
þriggja til fimm ára spariskírteina
ríkissjóðs undanfarin þrjú ár hefur
verið á bilinu 6,7-8,2%, en árleg
ávöxtun hluthafa þessi ár verið nei-
kvæð á bilinu 11-27,6%, er augljóst
að því fer víðsfjarri að Flugleiðir
bjóði hluthöfum sínum upp á 5-7%
betri ávöxtun en er af áhættulaus-
um fjárfestingum.
Hluthafar ekki of sælir
Auðvitað eru hluthafar, sem eiga
fjármuni bundna í hlutafjáreign í
Flugleiðum, ekkert of sælir af hlut-
skipti sínu um þessar mundir, og
gætu því hugsað sem svo, að hefðu
þeir selt hlut sinn í Flugleiðum fyr-
ir þremur árum eða svo, eða þegar
gengi hlutabréfa Flugleiða var
meira en tvöfalt hærra en það er í
dag, þá hefðu þeir getað ávaxtað
sitt pund mun betur en það hefur
ávaxtast í rekstri Flugleiða.
Gengi bréfa Flugleiða var um
áramótin 1990-1991 2,41, en nú
um síðustu áramót var það einungis
1,10. Gengið reis lítillega í upphafi
árs, en féll aftur um 7% þegar af-
komutölur Flugleiða fyrir liðið ár
kvisuðust út um 10. mars og var
þá skráð 1,06. Miðað við gengi
hlutabréfa í Flugleiðum upp á 1.06
hefur markaðsverðmæti hlutafjár-
ins því fallið um 83 milljónir króna
frá áramótum.
Markaðsverð hlutabréfa í Flug-
leiðum um síðustu áramót var ein-
ungis 58% af bókfærðu eigin fé sem
er óvenju lágt hlutfali. Kann það
að lýsa vantrú markaðarins á að
félagið geti skilað viðunandi arð-
semi á eigið fé. Ef stjórnendum
Flugleiða tekst að snúa óheillaþróun
síðustu ára við og nái þeir að skila
viðunandi ávöxtun á eigið fé, má
ætla að gengi hlutabréfa Flugleiða
hækki verulega í ljósi þess að mark-
aðsverð er nú rétt liðlega helmingur
af bókfærðu verðmæti eigin fjár.
Takist Flugleiðum að styrkja fé-
lagið til muna, til dæmis með því
að bæta eiginfjárhlutfallið umtals-
vert, svo sem með hlutafjárútboði,
er vísast að þá muni gengi hluta-
bréfa Flugleiða hækka. Vandamál
Flugleiða sl. sex ár er að afkoma
félagsins hefur verið óviðunandi og
sú staðreynd endurspeglast í mark-
aðsvirði hlutafjárins. Það sem fjár-
festar eru tilbúnir til þess að greiða
fyrir hlutabréf er núvirði vænts
hagnaðar af fyrirtækinu. Miðað við
markaðsvirði Flugleiða um þessar
mundir má telja að fjárfestar telji
félagið ekki fært um að skila viðun-
andi ávöxtun til lengri tíma, til
dæmis meðalútlánavöxtum bank-
anna. Hafa verður í huga, í þessu
sambandi, að þegar eiginfjárhlut-
fallið er orðið jafnlágt og hjá Flug-
leiðum um þessar mundir, þá eykst
áhættan til muna, að því er varðar
verðsveiflur. Raunar þarf ekki nema
nokkurra prósenta verðsveiflu á
markaðsverði flugvéla í eigu Flug-
leiða til þess beinlínis að eigið fé
félagsins þurrkist út. Ef félagið
hefði mun styrkari eiginfjárstöðu,
40-50%, þyldi það mun betur ein-
hverjar markaðssveiflur á verði
flugvélanna.
Ekki á vísan að róa
Þeir sem festa fjármuni sína í
hlutafé í fyrirtæki í flugrekstri geta
sennilega aldrei gert sér vonir um
að hljóta trygga, örugga og sívax-
andi raunávöxtun af því áhættufé.
Enda bendir margt til þess, að
ýmsir þeir sem eiga fjármuni
bundna í hlutabréfum Flugleiða, séu
ekki endiiega þar með að binda fjár-
muni í von um skjótan, mikinn og
auðtekinn arð, heldur er það svo,
að hugsjónir ráða ferðinni hjá ýms-
um hluthöfum — þ.e. að vera þátt-
takandi í rekstri fyrirtækis, sem
gerir fólki kleift að komast til og
frá landinu, eða á milli staða hér
innanlands.
Jafnframt eru margir þeirra sem
líta á fjárfestingu sína sem fjárfest-
ingu til langs tíma og þeir gera sér
í hugarlund að á endanum muni
þeir, eða jafnvel afkomendur þeirra,
uppskera eins og þeir hafa sáð.
Hvað sem því líður, þá er útkoma
Flugleiða á undanförnum árum
óviðunandi: „Rekstrarafkoma Flug-
leiða árið 1993 er óviðunandi,“ sagði
stjórnarformaðurinn m.a. í ræðu
sinni „Það er ljóst, að fyrirtækið
starfar líkt og önnur flugfélög við
erfiðar kringumstæður. Það breytir
þó engu um það, að það er megin-
verkefni ársins 1994 að snúa tap-
rekstri í hagnað," sagði hann einnig.
Það hlýtur að vera skynsamleg
ákvörðun að greiða ekki út arð til
hluthafa, þegar ekki gengur betur
í rekstri en raunin er, að því er
varðar rekstur Flugleiða um þessar
mundir. Hlutafé í fyrirtækjum er
áhættufé, og hluthafar verða að
bíta í það súra epli, að fá engan
arð, þegar enginn rekstrarafgangur
er.
í ljósi þess að hluthafar ætlast til
þess að fá arð af hlutafé sínu, þá
verður það að skoðast sem viss sigur
fyrir stjórn félagsins, að einungis tveir
hluthafar tóku til máls á aðalfundi
félagsins nú á fimmtudag, og gagn-
íýndu þá ákvörðun að greiða ekki
arð. Þeir hiuthafar sem rætt hefur
verið við, eftir fundinn, hafa sagt að
það hljóti að vera erfið ákvörðun að
taka, að greiða ekki arð til hluthafa,
og enn erfiðara að kynna þá ákvörð-
un hluthöfum og veija. En í ljósi
þeirrar afkomu sem félagið hafi búið
við að undanfömu, telji þeir að rétt
hafi verið að ákveða engar arðgreiðsl-
ur í ár. Að þeirra mati væri erfítt
að réttlæta arðgreiðslur við þessar
aðstæður fyrir lánardrottnum félags-
ins, eins og stjórnarformaðurinn vék
að í ræðu sinni.
Afskriftir ríkisbankanna á árinu
1993 skiptast þannig að Landsbankinn
afskrifaði 2,3 milljarða og Búnað-
arbankinn og Búnaðarbankinn rúmar
870 milljónir. Samsvarandi afskriftir
útlána á árinu 1992 var rúmar 1.600
milljónir, 270 milljónir hjá Búnaðar-
bankanum og 1.326 milljónir hjá
Landsbankanum, 1.270 milljónir á ár-
inu 1991 1.141 milljón hjá Landsbank-
anum og tæpar 130 milljónir hjá Bún-
aðarbanmkanum og tæpar 220 milljón-
ir á árinu 1990, 140 milljónir hjá Bún-
aðarbankanum og rúmar 78 milljónir
hjá Landsbankanum.
Um 30% útlánatapa Landsbankans
á árinu 1993 er í fiskeldi, 26% í sjáv-
arútvegi, 14% í iðnaði og um 10% á
lánum til verslunar og sama hlutfall
er afskrifað vegna lána til einstakl-
inga. Þá afskrifaði bankinn 234 millj-
ónir vegna lána til einstaklinga, en 170
milljónir árið áður sem þá var 12,7%
af heildarútlánatöpum. Samsvarandi
hlutfall var 3,4% árið 1991. Á árinu
1992 mátti hins vegar rekja tæp 40%
af útlánatöpum Landsbankans til sjáv-
arútvegs, tæp 20% til iðnaðar og um
10% til fískeldis.
Þórður Sverrisson segir að í
Drewry-skýrslunni séu upp- og útskip-
unargjþld birt á verðlagi hvers árs,
en ekki uppreiknuð til fasts verðlags.
Slík framsetning á þróun verðlags sé
ekki viðhöfð hérlendis, livorki af opin-
berum aðilum né fjölmiðlum. Hægt
sé að sýna fram á að vara og þjón-
usta á Islandi hafi hækkað um tugi
prósenta á liðnum áratug ef ætlunin
sé að villa um fyrir almenningi með
Búnaðarbankinn tapaði hlutfallslega
mest á lánum til þjónustu á árinu 1993
eða tæplega 37%. 30% afskriftanna var
vegna lána til iðnaðar, tæp 20% vegna
lána til verslunar, tæp 5% vegna lána
til sjávarútvegs og rúm 4% vegna lána
til einstaklinga. Samsvarandi skipting
útlánatapa á árinu 1992 var að mest
tapaðist vegna útlána til byggingar-
verktaka tæp 24%, 20% vegna lána til
iðnaðar, tæp 18% vegna lána til þjón-
ustu, 15% vegna iána til verslunar og
tæp 13% vegna lána til einstaklinga.
Gera má ráð fyrir að tap ríkissjóðs,
ríkisbanka og sjóða í eigu hins opin-
bera vegna gjaldþrota hafi numið allt
að sjö milljörðum króna árið 1992,
allt að 5,5 milljörðum árið 1991 og
um tveimur milljörðum króna árið
1990. Þessar upplýsingar komu fram
í svari við fyrirspurn frá Guðrúnu
Helgadóttur fyrr á yfirstandandi þingi.
I svarinu er hins vegár lögð áhersla á
að óvarlegt sé að draga sterkar álykt-
anir af þessum niðurstöðum þar sem
talnagrunnurinn sé veikur og um sé
að ræða endanlega afskrifaðar kröfur
vegna gjaldþrota sem hafi átt sér stað
alllöngu áður.
þessum hætti.
Þórður segir samtök umboðsmanna
skipafélaga hafa á undanförnum
árum hafa haft samráð við Verðlags-
stofnun um breytingar á upp- og út-
skipunargjaldskrám. án þess að Eim-
skip hafi átt nokkra aðild að þeim
samtökum, hafi almennt verið tekið
mið af taxtabreytingum þeirra við
breytingar á gjaldskrám Eimskips
fyrir upp og. útskipun.
Þórður Sverrísson um upp- og útskipunargjöld
Hafa lækkað að
raungildi um 3-4%
ÞÓRÐUR Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips, hafnar
þeirri niðurstöðu Drewrys skýrslunnar að upp- og útskipunargjöld hér
á landi hafi hækkað umfram launa- og verðlagsþróun. Frá 15. mars 1988,
og þar til síðasta gjaldskrárbreyting liafi verið gerð á upp- og útskipunar-
gjaldskrá Eimskips 26. júlí 1993, hafi þessi gjöld þvert á móti lækkað
um 3-4% að raungildi. Er þá iniðað við verðlag í mars 1994 og tekið mið
af þróun byggingarvísitölu, sem hann segir að sé almennt sé lögð til
grundvallar við samanburð af þessu tagi hér á landi.
P