Morgunblaðið - 22.03.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
31
Breyting á rekstri skóla-
dagheimila í Reykjavík
eftir ViktorA.
Guðlaugsson
í tilefni af fréttaflutningi og
umræðu sem orðið hefur um þær
breytingar sem fyrirhugaðar eru á
rekstri skóladagheimila í borginni
vill undirritaður, forstöðumaður
Skólaskrifstofu Reykjavíkur, koma
á framfæri eftirfarandi upplýsing-
um:
Yfirstjórn skóladagheimila í
Reykjavík flyst skv. ákvörðun
borgaryfirvalda á komandi hausti
frá Dagvist barna til Skólaskrif-
stofu Reykjavíkur.
Röksemdir þessarar ákvörðunar
eru að hér er um þjónustu við
grunnskólabörn að ræða. Skipulag
þjónustunnar hlýtur því að taka
mið af skipan skólamála á hveijum
stað og tíma. Það einfaldar allt
skipulag að sami aðili hafi með
höndum skipan lögbundins skóla-
halds og þeirrar hliðarþjónustu
sem sveitarfélagið býður uppá
hveiju sinni sem nú um stundir eru
einkum skóladagheimili og þjón-
ustu heilsdagsskóla.
Sú stefna hefur jafnframt verið
mörkuð að stefnt skuli að því að
hálfsdagsvistun á skóladagheimili
verði meginregla og grunnskólinn
hafi barnið í umsjá hinn helming
dagsins, þar sem lögboðin kennsla
tekur meginhluta þess tíma. Með
tilurð heilsdagsskólans er þess
vænst að skólinn geti brúað það
bil (ca. 60-90 mín.) sem á vantar
til þess að heilsdagsþjónusta verði
veitt þeim er þess óska.
í greinargerð sem undirritaður
og forstöðumaður Dagvistar barna
sendu frá sér 10. febrúar sl. og
var send samdægurs til allra skóla-
dagheimila er skýrt kveðið á um
að þessu stefnumiði verði fram-
fylgt að því tilskyldu að skólarnir
geti í samvinnu við skóladagheimil-
in ábyrgst þjónustu sama daga-
fjölda og skóladagheimilin gera nú
þ.m.t. á virkum frídögum skóla.
Hér er því um stefnumarkandi
ákvæði að ræða sem kemur til
framkvæmda þegar þessir aðilar
geta leyst þennan þátt þjónustunn-
ar. Þegar hafa nokkrir skólar lýst
sig fúsa til að glíma við það verk-
efni á þessu ári og þrír skólar
hafa óskað eftir að fá leyfi til að
gera tilraun með sumarþjónustu
fyrir grunnskólabörn.
Ástæður þess að stefna ber að
hálfsdagsvistun á skóladagheimil-
um eru augljósar:
1. Þetta skólaúrræði er mjög
dýrt, þar sem heilsdagspláss kostar
að meðalta'ii um 300.000 krónur á
ári á meðan sami nemandi í grunn-
skóla kostar nú ca. 150.000. Því
er skylt að reyna að fjölga notend-
um og auka á hagkvæmni í rekstri
þessarar þjónustu.
2. Óhagkvæmt verður að telja
að barnið þurfi að halda plássi á
skóladagheimili á sama tíma og
það stundar nám sitt í skólanum
þannig að í raun sé verið að greiða
fyrir þjónustu við það á tveim stöð-
um samtímis.
3. Með tilkomu hálfsdagsvistun-
ar á skóladagheimilum verður unnt
að bjóða fleiri nemendum þessa
þjónustu sem nú nær aðeins til um
5% barna í aldurshópnum 6-9 ára.
I áðurnefndri greinargerð frá
10. febrúar kemur fram að skoða
eigi sérstaklega aðstæður fjögurra
skóladagheimila. Sú athugun hefur
leitt í ljós að skynsamlegt þótti að
sameina rekstur Hólakots og
Hraunkots í Hraunkoti sem getur
rúmað starfsemi beggja heimil-
anna í dag þannig að notendur
þeirra fái sömu þjónustu en skv.
upplýsingum frá Dagvist barna
voru bæði heimilin verulega van-
nýtt. Á sömu slóðum voru hins
Viktor A. Guðlaugsson
„Hefur Reykjavíkur-
borg nú hafist handa
við einsetningu grunn-
skóla.“
vegar biðlistar eftir leikskólapláss-
um og vildi Dagvist barna því
gjaman fá Hólakot undir slíkan
rekstur. Hefur Skólaskrifstofa fall-
ist á þau rök enda skynsamlegt
að líta á aðstæður fjölskyldna í
hverfinu heildstætt. Þessi breyting
ætti því að auka nýtingu og fjölga
leikskólaplássum um leið og þeim
börnum sem nú njóta vistunar á
skóladagheimili verður tryggð
áframhaldandi skóladagheimilis-
þjónusta. Á skóladagheimilinu
Skála í Vesturbæ er einnig um
verulega vannýtingu að ræða en
vegna skólaaðstæðna í nærliggj-
Get ekki annað
eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sannarlega kennir margra grasa
í ritum Biblíunnar. Hún er hafsjór
sögu, menningar og fróðleiks, en
umfram allt hefur hún að geyma
ákveðinn kjarna sem allt er sprottið
af, kærleika Guðs til okkar mann-
anna barna.
Biblían er öllum ætluð, hún er
bók allra þjóða og landa. Það er
því skylda kristinna manna að gera
allt sem í þeirra valdi stendur til
þess að stuðla að útbreiðslu henn-
ar. Biblían er sameign kirkjunnar
allrar, allra kristinna manna.
Biblían er öðrum bókum fremur
vel til þess fallin að veita þreyttum
nýjan styrk og kveikja vonarbirtu
í skúmaskotum þess sem sér ekkert
nema vonleysi og örvæntií. Guð fer
einfaldlega ekki í manngreinarálit.
Þá hefur Biblían félagslegt gildi
og hefur beinlínis mótað þjóðlíf
fjölda landa jafnt í félagslegu,
menningarlegu, sem og í trúarlegu
tilliti.
Er ekki upplagt tækifæri að njóta
kyrrðar nú um bænadagana og
páskana, hefja lestur í Biblíunni og
eignast þannig þann auð, sem fólg-
in er í rituðu orði Guðs? Biblíu eða
a.m.k. Nýja testamenti ætti að vera
hægt að finna á vel flestum heimil-
um landsmanna. - Sæl er sú þjóð,
sem gleymir ekki Guði.
Las Nýja testamentið
30 árum síðar
Fyrir fáeinum misserum kom
maður til mín á skrifstofu Gídeonfé-
lagsins, sem sagði: „Ég kom nú
bara til þess að þakka fyrir Nýja
testamenti, sem ég fékk að gjöf
þegar ég var 12 ára gamall, en það
eru nú um þijátíu ár síðan. Alltaf
þegar ég fór eitthvað, í ferðalög eða
lengri ferðir, þá tók ég Nýja testa-
mentið með mér, en ég las þó aldr-
ei neitt í því. Það var mér samt
einstaklega kært, sem eins koanr
verdargripur.
Það var svo ekki fýrr en fyrir
u.þ.b. þrcmur árum síðan að ég fór
loks að lesa í þessári blessuðu bók.
Nú hef ég lesið Nýja testamentið
allt, bæði afturábak og áfram,“
sagði þessi ágæti maður og virtist
fargi af honum létt. Hann hélt síðan
áfram og sagði: „Ég gafst Jesú
Kristi og hef nú fylgt honum, sem
meðvitaður kristinn maður í u.þ.b.
þijú ár. Þá má við þetta bæta að
nú sæki ég einnig samfélag trúaðra
reglulega.
Ég var búin að eiga þetta Nýja
testamenti í öll þessi ár. Það hafði
fylgt mér allan þennan tíma, en það
var svo ekki fyrr en þijátíu árum
seinna að ég fór að lesa það og við
lesturinn eignaðist ég nýtt og inni-
haldsríkt líf og trú á frelsarann."
Svo mörg voru orð þessa ágæta
samtímanns og er ástæða til að
gleðjast með honum.
Orðið hverfur ekki aftur
við svo búið
Drottinn sagði fyrir munn spá-
mannsins Jesaja:
„Því eins og regn og snjór fellur
af himni ofan og hverfur eigi þang-
að aftur fyrr en það hefir vökvað
jörðina, gjört hana fijósama og
gróandi og gefið sáðmanninum
sæði og brauð þeim er eta, eins er
því farið með mitt orð, það úr út-
gengur af mínum munni: Það hverf-
Sigurbjörn Þorkelsson
„Sæl er sú þjóð, sem
gleymir ekki Guði.“
ur ekki aftur til mín við svo búið,
eigi fyrr en það hefir framkvæmt
það, sem mér vel líkar og komið
því til vegar er ég fól því að fram-
kvæma.“
Get ekki annað
1 seinni tíð hef ég reynt að ásetja
mér að vita ekkert annað öðru
fremra manna á meðal í ræðu eða
riti en Jesú Krist og hann krossfest-
an og upprisinn frelsara manna og
eilífan lífgjafa. Því ég fyrirverð mig
ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er
kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum
þeim sem trúir og því get ég ekki
annað en talað það sem ég hef séð
og heyrt.
Höfundur er framkvæmdasljóri
Gídeonfélagsins á íslandi.
andi skólum, sjáum við okkur að
svo stöddu ekki fært að veita þeim
nemendum sambærilega þjónustu
sem þangað sækja. Því hafa athug-
anir okkar leitt til þess að Skáli
verði áfram rekinn sem skóladag-
heimili á komandi skólaári en verið
er að kanna hvernig unnt sé að
auka nýtingu með öðrum hætti.
Fjórða skóladagheimilið sem horft
var til var Seljakot sem einkum
þjónar Ölduselsskóla en einnig eru
þar sex börn sem sækja Selja-
skóla. Ölduselsskóli hafði sótt um
að verða einsetinn skóli frá og með
næsta skólaári. Þörf fyrir leik-
skóiapláss er ekki til staðar á þess-
um slóðum. Því kom sterklega til
greina að nýta heimilið sem skóla-
húsnæði tii að ná með þeim hætti
fram einsetningu. Þegar þessi orð
eru skrifuð, bendir hins vegar allt
til þess að skólinn sjái sér að svo
stöddu ekki fært að tryggja þjón-
ustu þessara barna á virkum
starfsdögum skóla og eins og fram
kemur í greinargerðinni frá 10.
febrúar leiðir það til þess að þessi
skipulagsbreyting komi ekki til
framkvæmda á næsta skólaári en
nokkuð er ljóst að einsetning Öld-
uselsskóla er á næstu grösum.
Seljaskóli hefur hins vegar boðið
fram þjónustu er tekur t.il þessara
virku daga og einnig sótt um heim-
ild til að reka sumarþjónustu.
Framtíðarsýn
í gildandi lögum um grunnskóla
er stefnt að því að skólar verði
einsetnir á næstu árum. Allir
stjórnmálaflokkar sem og uppeld-
isstéttir og samtök foreldra hafa
að undanförnu lagt mikla áherslu
á að þetta komi sem fyrst til fram-
kvæmda. Því hefur Reykjavíkur-
borg nú hafist handa við einsetn-
ingu grunnskóla.
Nú eru fjórir skólar einsetnir,
þar af þrír unglingastigsskólar.
Á næsta hausti mun þremur til
fjórum skólum til viðbótar verða
búin aðstaða til einsetningar og
undirbúningur er hafinn að bygg-
ingu viðbótarhúsnæðis við nokkra
eldri skóla sem þá bætast í þennan
hóp innan tíðar.
Þegar einsetning kemur til
framkvæmda verður kennsludegi
nemenda þannig háttað að öll börn
verði í skóla samtímis, t.d. frá kl.
9 að morgni til kl. 14 síðdegis.
Þá breytist að sjálfsögðu sú við-
bótarþjónusta sem veita þarf nem-
endum og þörf fyrir skóladagheim-
ili í núverandi mynd verður ekki
til staðar. Einnig breytast þær for-
’Vsendur sem heilsdagsskólinn bygg-
ir nú á og skólarnir þurfa þá að
laga sína viðbótarþjónustu (heils-
dagsskóla) að þessum nýju for-
sendum.
Þessi þróun mun hins vegar taka
nokkur ár og á meðan munu skóla-
dagheimilin verða rekin sem þýð-
ingarmikill hluti af þjónustu skól-
anna á sömu forsendum og nú er
gert.
Höfundur er forstöðumaður
Skólaskrifstofu Reykjavíkur.
idec
MICRO-1PLC
IÐNAÐARTÖLVUR
á hagstæðu verði
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260
öll verö miöast við staðgriðslu
:,æ vá ::: Mh| I
■ bb m m ■ ■
BORGARTÚNI 20
sími 626788
|/v?s7 Wi \ W‘V |l7
PFAFF 6085 SAUMAVEL
HEIMILISVÉL m/20 SPORUM
GASKRULLUJARN
FRÁ BRAUN
STYLE'N GO
Upplýsingar um
umboðsaðila
hjá Gulu línunni
ÞARSEM
SMÁTÆKIN FÁST
SENNHEISER HD-560
HEYRNARTÓL
FRÁBÆR HLJÓMUR
BRAUN 3012
RAKVÉL SYSTEM 1-2-3
FRAMTÍÐAREIGN
HÁRBLÁSARI FRÁ
BRAUN PX 1200 SÚPERVOL
m/DRElFARA