Morgunblaðið - 22.03.1994, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
Er baráttan gegn EES búin?
eftir Gunnlaug
Júlíusson
EES-samningurinn tók gildi um
sl. áramót. Með honum er ísland,
íslenskt efnahagslíf og íslensk þjóð
komin í mjög náin tengsl við Evr-
ópubandalagið eða Bandaríki Evr-
ópu, eins og það heitir réttu nafni.
Með gildistöku EES-samningsins
um áramótin tóku gildi lög EB sem
eru skráð á 15.000 síður. Lög EB
taka yfir íslenska löggjöf á þeim
sviðum sem samningurinn gildir.
Frá því EES-samningurinn var
undirritaður hefur EB gefið út um
500 reglugerðir og tilskipanir, um
hvað þær fjalla vita fáir, en þær
gilda hérlendis engu að síður.
Eðli EB og EES-samningsins
EB-kerfið er byggt upp af tveim
meginþáttum. Þeir eru markaðs-
kerfið sem einkennist af óheftum
innri markaði og hið pólitíska
kerfi, sem á að tryggja að aðildar-
lönd EB „tali einni röddu“ í efna-
hagsmálum, utanríkispglitík og
varnarmálum.
EES-kerfið er sá hluti banda-
„Svo að reglur EES
hverju sinni stangist
ekki á við íslensk
lög,Hefur Island eins
og öll önnur EFTA-
lönd, neitunarvald inn-
an EES.“
lagsins sem snýr að markaðnum.
EES bannar eða takmjrkar að-
gerðir sem trufla „lausnir" mark-
aðarins, hvort sem það eru opin-
berar reglur um lyfsölu, rétt sveit-
arfélaga til að versla við fyrirtæki
innan sveitarfélagsins eða bregð-
ast við félagslegum undirboðum
erlendis frá.
EES-samningurinn er þannig
ekki einföld viðbót við eldri við-
skiptasamninga einstakra EFTA-
landa við EB, heldur hefur hann
í för með sér grundvallarbreyting-
ar á íslensku þjóðfélagi. EB er ein
heild sem aðeins fræðilega er
hægt að skipta í „innri markað“
og „sameiginlega pólitík“ um
markaðinn sem verður með tíman-
um að raunverulegu bandalagi.
Baráttan gegn EES er ekki
töpuð?
Baráttan gegn EES er ekki töp-
uð, enda þótt Alþingi hafi sam-
þykkt samninginn. Það er vegna
þess að EES kemur til með að
breytast í takt við þær breytingar
sem verða á EB á komandi árum,
ef ísland eða eitthvert annarra
EFTA-landanna beitir ekki neitun-
arvaldi. Markmið EES-samnings-
ins er að EES-svæðið hafi sömu
reglur (sem þýðir EB-reglur) fyrir
frjálst flæði fyrir vörur, þjónustu,
fjármagn og vinnukraft. Það hefur
í för með sér að þær reglur sem
verða samþykktar innan EB í
framtíðinni og varða þetta svið,
koma einnig til með að gilda innan
EES-svæðisins. Svo að reglur EES
hverju sinni stangist ekki á við
íslensk lög, þá hefur ísland eins
og öll önnur EFTA-lönd, neitunar-
vald innan EES. Við getum komið
í veg fyrir að lög EB taki gildi á
Islandi ef okkur sýnist svo.
Hvað hefur neitunarvald í för
með sér?
Neitunarvald getur haft mikil
áhrif. Ef það er notað innan EES-
Gunnlaugur Júlíusson.
samningsins, þá veikist EES-
samningurinn og sameiginlegt
regluverk hans. Þess vegna er
ekki gert ráð fyrir því að einstök
aðildarlönd notfæri sér neitunar-
valdið. EB á nefnilega mótleik í
hvert sinn sem neitunarvaldi er
beitt. EB getur einhliða fellt niður
EES-samninginn á því sviði sem
neitunarvaldi er beitt. Þannig yrði
horfið aftur til þeirrar stöðu sem
var áður en EES-samningurinn
tók gildi. Neitunarvaldið gefur
þeim sem eru á móti EES-samn-
ingnum vissa möguleika. Fyrir þá
sem styðja EES-samninginn er
þetta ógnun. Þess vegna mun það
dragast að neitunarvaldi verði
beitt. Með öðrum orðum, neitunar-
valdið verður einungis notað til
að benda á það sem dæmi um
hvaða áhrif við getum haft innan
EES.
Slagurinn er ekki tapaður
Það hefur í för með sér að slag-
urinn um EES er ekki tapaður,
neitunarvaldinu er hægt að beita
á þeim sviðum sem EES-samning-
urinn bitnar mest á íslandi. Þann-
ig er hægt að vinna tvíhliða samn-
inginn aftur skref fyrir skref.
EES-samningurinn verður því erf-
iður fyrir allar ríkisstjórnir. Hver
einustu lög sem samþykkt verða
innan EB og hafa áhrif á íslenskt
samfélag,' munu á áþreifanlegan
hátt minna á að baráttan gegn
EES mun standa svo lengi sem
EES-samningurinn gildir.
Höfundur er formaður Samstöðu
um óháð Island.
RAÐ/\ UGL YSINGAR
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
ATVINNUHÚSNÆÐI
NAUÐUNGARSALA
Mjög gott atvinnuhúsnæði
til leigu á Höfðabakka 3 (austasta hús).
Laust nú þegar. Hentar vel ýmiss konar iðn-
aði og verslun. Sanngjörn leiga.
Nánari upplýsingar í símum 681860 og
681255 á skrifstofutíma.
Hörður Sveinsson & Co hf.
Félag sjálfstæðismanna í
Skóga- og Seljahverfi
Félagsfundur verður haldinn í Félagsheimili sjálfstaeðismanna í Breið-
holti, Álfabakka 14A, í dag, þriðjudaginn 22. mars, kl. 20.30.
Gestur fundarins verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi
og annar maður á lista sjálfstæiismanna í komandi borgarstjórnar-
kosningum. Maetum vel í nýju húsnæði.
Stjórnin.
* 0 ) Fæðuofnæmi
Sigurveig Þ. Sigurðardóttir læknir, sérfræð-
ingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum,
flytur erindi og svarar fyrirspurnum á fundi
Samtaka gegn astma og ofnæmi í Múlabæ,
Ármúla 34, 3. hæð, fimmtudaginn 24. mars
kl. 20.30. Allir velkomnir. Kaffiveitingar.
Samtök gegn astma og ofnæmi.
Félags matreiðslumanna verður haldinn
í Þarabakka 3 í sal IOGT þriðjudaginn
29. mars kl. 14.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
TÓNLISMRSKÓLI
KÓPWOGS
Frá Tónlistarskóla
Kópavogs
Páskatónleikar skólans verða haldnir á morg-
un, miðvikudaginn 23. mars, kl. 20.30 íTón-
leikasalnum, Hamraborg 11, jarðhæð.
Fjölbreytt efnisskrá.
Aðgangur ókeypis og öllum heimill.
Skólastjóri.
Laxveiðiá
Tilboð óskast í veiðirétt Setbergsár á Skógar-
strönd, Snæf., veiðitímabilið 1994.
Upplýsingar gefa Jakob og Þorleifur í síma
91-616256 og Jón Jónsson, Setbergi, í síma
93-81017.
Tilboð, er greina verð og greiðsludaga, sendist
í ábyrgðarbréfi fyrir 1. apríl 1994 til Jakobs
Jónssonar, Skúlagötu 40a, 101 Reykjavík.
Uppboð
Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Ólafs-
braut 34, lögregluvarðstofunni, Ólafsvík,
föstudaginn 25. mars 1994, kl. 11.00:
ON-733 GO-760 JF-659 P-263
BÞ-451 HB-877 JP-977 P-2995
EV-896 HJ-515 JR-016 P-357
FY-049 HP-147 JS-128 TB-195
G-26206 HP-208 LB-059 TB-835
GP-218 ID-265 LE-738 X-7750
GR-388 IT-900 NJ-718
GR-451 IZ-015 OT-522
Einnig verður boðið upp eftirtalið lausafé:
Axtalux lýsingarrammi tegundarnr. 7122,
Heidelberg Digul prentvél og Grafo-press
prentvél. ^
Vænta má að greiðsla verði áskilin við ham-
arshögg.
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi,
16. mars 1994.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Bjólfsgötu 7, 710
Seyðisfirði, föstudaginn 25. mars 1994 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum:
Austurvegur 30, e.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Björn Sveinsson, Árný
Sveinsdóttlr, Bóthildur Sveinsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir og Sveinn
Guðmundsson, gerðarbeiðendur innheimtumaður ríkissjóðs og Líf-
eyrissjóður verslunarmanna, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.
Austurvegur 36, Seyðisfirði, þingl. eig. Davíð Ó. Gunnarsson, gerðar-
beiðendur Lifeyrissjóður framreiðslumanna og sýslumaðurinn á
Seyðisfirði.
Hafnargata 37, Seyðisfirði, þingl. eig. Fjarðarnet hf., gerðarbeiöandi
sýslumaðurinn á Seyðisfirði.
Hamrahlíð 15, n.h. + vélar og tæki, Vopnafiröi, þingl. eig. Saumastof-
an Hrund hf., gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður.
Háafell 4c, Fellabæ, þingl. eig. Guðmundur R. Guðmundsson, gerðar-
beiðandi Byggingarsjóður ríkisins.
Tjarnarbraut 19, Egilsstööum, þingl. eig. Broddi Bjarnason, gerðar-
beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Sparisjóður vélstjóra.
Torfastaðir, Vopnafirði, þingl. eig. Sigurður P. Alfreðsson, gerðar-
beiðandi Byggingarsjóður ríkisins.
Árbakki, Tunguhreppi, þingl. eig. Kári Ólason, gerðarbeiðandi Vá-
tryggingafélag (slands.
21. mars 1994.
Sýslumaðurinn, Seyðisfirði.
___»
Sma auglýsingor
□ EDDA 5994032219 I 1 FRL.
ATKV.
I.O.O.F. Rb.1 =1433228-9.0.
O HLlN 5994032219IVÁ/2 Frl.
□ FJÖLNIR 5994032219 III
Samkomur í Breiðholts-
kirkju
Tom Roberts frá Bahamaeyjum
talar ( kvöld og annað kvöld
kl. 20.30.
Færeyskur sönghópur syngur.
Allir hjartanlega velkomnir.
ADKFUK
Aðalfundur
Munið aðalfund KFUK (Reykjavík
og Hlíðarmeyja ( kvöld kl. 20.00
á Háaleltisbraut 58-60,3. hæð.
Mætum vel og stundvíslega.
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Opið hús!
I Mörkinni 6 (risi) verður opið
hús þriðjudaginn 22. mars kl.
20.30. Páskaferðir Ferðafélags-
ins kynntar. Fararstjórar verða
til viðtals. Heitt á könnunni.
Komið og kynnið ykkur spenn-
andi ferðir F.f. um páskana.
Páskaferðir F.Í.:
1. 30.03-04.04: Kjölur, sklða-
gönguferð.
2. 31.03-04.04: Landmanna-
laugar, skiðagönguferð.
3. 31.03-04.04: Miklafell-Síðu-
jökull-Lakagigar, skíðagöngu-
ferð.
4. 31.03-02.04: Snæfellsnes-
Snæfellsjökull (gengiö á jökulinn).
5. 02.04-04.04: Þórsmörk
(gönguferðir).
24.-27. mars: Jeppaferð með
Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs.
Ekið að Snæfellsskála um Goða-
hnjúka á Vatnajökli, Geldinga-
fellsskála, skoðaðir ishellar o.fl.
Upplýsingar á skrifstofu F.(.
Ferðafélag fslands.