Morgunblaðið - 22.03.1994, Síða 33

Morgunblaðið - 22.03.1994, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 33 OPIÐ BRÉF TIL AIÞINGISMANNA eftirÁrna Svavarsson Samtökin Fijálst val eru samtök áhugamanna um valfrelsi í fjöl- miðlum. Samtökin eru nýstofnuð og var stofnfundurinn haldinn 24. febrúar. sl. Samtökin voru stofnuð vegna þeirrar staðreyndar að nærri 17.000 kjósendur eru þeirrar skoð- unar að skylduáskrift RÚV sé tímaskekkja. Samantekt þessara undirskriftalista er að komast á lokastig ogverða þeir afhentir inn- an tíðar. Á stofnfundinn mættu um 150 manns og var greinilegt að fólk var sammála um að breyt- inga væri þörf á fyrirkomulagi inn- heimtu og innheimtugjalda RUV. Fleiri samhliða sjónarmið komu fram á fundinum en um þau hefur verið Qallað af öðrum aðilum. Svo virðist vera, sem margir haldi að samtökin séu að beijast fyrir þvl að leggja niður RÚV. Hið rétta er, að samtökin leggja einungis til að fólk fái að velja hvort það er áskrif- endur eða ekki. Tveir af 63 mættu Öllum alþingismönnum var formlega boðið til þessa fundar, enda er erindi okkar við þá. Það er skemmst frá því að segja að aðeins tveir mættu. Vilhjálmur Egilsson sem var framsögumaður á fundinum og Bjöm Bjarnason. Hinir virtu okkur ekki viðlits, nán- ar tiltekið 61 þingmaður, þrátt fyrir formlegt boð. Þetta hlýtur að vera umhugsunarvert fyrir þá tug- þúsundir íslendinga sem skrifuðu undir undirskriftalista samtak- anna. Það er rétt að hvetja alla þessa aðila til að fylgjast grannt með því hvað kemur frá alþingis- mönnum. Ennfremur að fylgjast vel með, þegar málið verður tekið fyrir á þingi og þeir greiða at- kvæði um það. Undirskriftalistum stolið Hér er ég tilneyddur til að bæta við frétt. Það hafa verið nokkur brögð að því að undirskriftalistum hefur hreinlega verið stolið eða þeir eyðilagðir. Það er erfitt að skilja hvað vakir fyrir þessum skemmdarvörgum. Er virkilega til fólk sem er ekki sammála því að allir hafi rétt á að hafa sína skoð- un á málefninu og ættu að geta tjáð sig' með þvi að skrifa undir listana? Því geta þessir aðilar sem ekki vilja styðja kröfur okkar ekki einfaldlega gengið framhjá listun- um þar sem þeir liggja frammi? Samtökin hafa sett sér þær vinnu- reglur að vera fyrst og fremst málefnaleg. Það er greinilegt að við eigum andstæðinga sem vilja fara aðrar leiðir. Umræður á Rás 1 Við í samtökunum höfum fylgst vel með allri umfjöllun um inálið og það sem vekur einna mesta furðu okkar er hversu alþingis- menn virðast almennt vera illa að sér um tillögur útvarpslaganefnd- ar. Getur verið að þeir hafi ekki áhuga eða einfaldlega vilji ekki hrófla við útvarpslögunum? Þessu til staðfestingar vísa ég til fímmtu- dagsumræðunnar 3. mars á Rás 1 Rikisútvarpsins. Viðmælendur Óð- ins Jónssonar útvarpsmanns voru þau Tómas Ingi Olrich formaður útvarpslaganefndar, Kristín Ást- geirsdóttir frá Kvennalista og Jón Kristjánsson alþingismaður og rit- stjóri Tímans. í þessari umræðu sem og öðrum hefur formaður út- varpslaganefndar, Tómas Ingi Olrich, farið geyst og virðist enginn geta svarað honum. Tómasi er tíð- rætt í þessari umræðu um að efla þurfí íslenska dagskrárgerð og að útvarpið hafí menningarhlutverki að gegna. Þetta er Tómas búinn að hamra svo fast inn í umræðuna að allir þeir aðilar sem tala um lögin eru farnir að nota orðalagið hans. Þeir alþingismenn sem og aðrir sem eru fylgjandi óbreyttu fyrirkomulagi nota orðalag sem hljómar eins og klisja frá Tómasi, enda er það besta aðferðin til af fela sitt eigið kunnáttuleysi. Kristín í mótsögn við sjálfa sig Þetta er ljóst eftir að hafa hlýtt á Kristínu Ástgeirsdóttur fulltrúa Kvennalista í umræðunni. Hún virtist bara tala til að tala, enda þegar Tómas var kominn á skrið þá kallaði hún loks frammí „leyfðu mér að tala“, en hvað kom í kjölfar- ið, fleiri orð, en innhaldið lýsti enn frekar vanþekkingu hennar. Enda hlaut að koma að því að þegar orðin voru orðið svona mörg þá varð hún að viðurkenna að hugsan- lega væri hún komin í mótsögn við sjálfa sig. Kristín nefndi enn einu sinni nauðsyn þess að RÚV héldi áfram í óbreyttri mynd m.a. vegna þess öryggis sem stofnunin veitir. Öryggishlutverk RÚV er einungis útvarpsins og ekki meira en svo að allar fijálsu stöðvamar geta sinnt því hlutverki auðveld- lega. Kristín, ég vil eindregið benda þér á að afla þér betri upp- lýsinga um skyldur og þjónustu RÚV. Og þá getur verið hollt fyrir þig að kynna þér t.d. hjá Almanna- vörnum í hveiju öryggið felst. Tómas Ingi er greinilega með flest á hreinu varðandi útvarpslögin. Hann telur meðal annars að það sé veikleiki að vera að hrófla stöð- ugt við lögunum. En hvað er út- varpslaganefnd að gera með því að taka ekki á áskriftarþættinum, er ekki verið að búa til svikamyllu milli þessara laga og samkeppnis- laga? Því miður hefur þetta verið að koma upp á þingi hvað eftir annað að lög eru sett, sem síðan skarast við önnur lög og þá verður að hreyfa við þeim lögum aftur og aftur. Tómasi var tíðrætt um sanngimi og nú spyr ég: Hvaða sanngimi er í því að ef bami er gefíð sjónvarpstæki til að geta spilað á tölvuspilið sitt, þá fær móðirin sendan reikning fyrir af- notagjöldum af RÚV? Hver fær niðurfellingu á áskriftinni og hver ekki? Kristín, hér er „mjúkt“ mál fyr- ir þig. Heimir Steinsson útvarps- stjóri talar um að um átta þúsund skjólstæðingar Tryggingastofnun- ar fái fría áskrift, gott mál. Hvað þá með tíu þúsund atvinnulausa? Ég fullyrði að atvinnulaus maður hefur mun minna milli handanna. Hvemig er áskriftarmálum heym- leysingja háttað? Öll umræðan um innlenda dagskrárgerð kemur þeim lítið að gagni. Einfaldlega vegna þess að íslenskt efni er venjulega ekki textað. Hvað borga sjómenn fyrir afnotin í skipum sínum og hvenær geta þeir notið hennar? Ég skora á þig að skoða þessa hópa líka með tilliti til skylduá- skriftar af RÚV. Að lokum þetta. Ég held að þrátt fyrir allt hafír þú verið betri fulltrúi flokks þín í þessari umræðu en Jón Kristjáns- son var fyrir sinn flokk. Mér liggur við að spyija hann sem ritstjóra, hvað honum fyndist um það ef áskrifendur Tímans þyrftu fyrst að borga áskrift að Lögbirtingar- blaðinu áður en þeir geta gerst áskrifendur að Tímanum? Starfsmenn RÚV eru fagmenn Þá er það von okkar að starfs- menn RÚV skilji að við beram fyllsta traust til þeirra og teljum að þeir séu fagmenn og vinni mjög gott starf. Það er skoðun okkar að með því að leggja niður skyldu- áskriftina sé fullu jafnrétti komið á, þá fyrst er hægt að meta hvað vel er gert á öllum ljósvakamiðlun- um. Sem fagmenn í íjölmiðlum hlýtur það að vera óþægilegt fyrir ykkur að vinna undir stöðugu eftir- liti og afskiptasemi frá hinu opin- bera. Arni Svavarsson „Hið rétta er, að sam- tökin leggja einungis til að fólk fái að velja hvort það er áskrifend- ur eða ekki. “ Fjölmiðlar eiga að veita aðhald Nýlega fór undirritaður niður í menntamálaráðuneyti og fékk ein- tak af tillögum til útvarpslaga. Þar hitti ég fyrir elskulegt fólk sem tók erindi mínu vel. Ein þeirra var Þórann J, Hafstein deildarstjóri. Þegar heim var komið rakst ég á viðtal við hana í Pressunni. Það er greinilegt að Þórann er vel að sér í þessum málum enda kennari við Háskóla íslands og kenndi þar nokkuð sem heitir íjölmiðlaréttur. Þórann segir að íjölmiðlar eigi að veita handhöfum ríkisvaldsins að- hald. Nú er eðlilegt að spyija: Geta frjálsir fjölmiðlar ekki sinnt þessu hlutverki betur en ríkisfjölm- iðill? Við teljum svo vera og reynd- ar má leiða að því nokkur rök. Fjármagn til að sinna skyldum Skylduáskriftin kemur óbeint í veg fyrir að fjölmiðlar geti sinnt þjónustuskyldu sinni. Þetta lýsir sér með því að svo lengi sem Ríkis- útvarpið getur innheimt nauð- ungaráskrift af öllum heimilum í landinu án tillits til vilja þeirra, þá skerðir það möguleika fólks til að kaupa áskrift að frjálsu stöð- inni, ekki síst á erfíðum tímum DEMPARAR Bílavörubúöin FJÖÐRIN Skeifunnu 2 - Sími 812944 eins og nú er. Þetta leiðir síðan af sér að erfíðara verður fyrir fijálsa fjölmiðla að hasla sér völl og ná til áskrifenda og taka á sig þessar svokölluðu skyldur, einfald- lega vegna þess að ef færri kaupa áskriftina þá hefur miðillinn minna ' fjármagn. Það er í þessu tilfelli sem hagsmunir neytenda fara saman við hagsmuni fijálsra fjölmiðla, s.s. Stöðvar 2. Við í samtökunum föram hins vegar ekki fram á ann- að en að við fáum að velja. Það hefur borið nokkuð á því að þeir sem vilja óbreytt ástand telji að við séum á mála hjá Stöð 2. Því viljum við undirstrika að kröfur okkar eru einfaldar og er alger óþarfi fyrir alla aðila að ýja að þessum tengslum, ef þeir hinir sömu vilja hafa umræðuna mák efnalega. Kröfur byggðar á lögum Ef við færam þetta misrétti yfir á einhveijar aðrar greinar í samfé- laginu þá brosa allir, engum dytti í hug að framfylgja slíku misrétti. Kröfur okkar era byggðar á mann- réttindum, valfrelsi og lögum, það geta allir að séð. Nýlega vora sett samkeppnislög og þegar hefur reynt á ákvæði þeirra t.d. með aðskilnaði söludeildar Pósts og síma frá annarri starfsemi fyrir- tækisins. Fyrirtækinu er óheimilt að tengja innheimtu afnotagjalda og sölu á símtæki saman. Þetta* dæmi sannar með tilvísun til laga að við höfum rétt fyrir okkur. Það er okkar skoðun að að lokum verð- ur komist að sömu niðurstöðu hvað varðar afnotagjöld RÚV og sölu á sjónvarpstækjum. Alþingismenn, við skoram á ykkur að taka tiliit til okkar lög- legu sanngimiskröfu. Við viljum fá að velja hvaða stöð við borgum fyrir að horfa á. Krafa okkar er einföld, við óskum eftir því að hafa fijálst val. Við hvetjum alla alþing- ismenn til að koma á fund okkar 22. mars kl. 20.30 á Hótel Loftleið- um og hlýða þar á pallborðsum- ræður um rekstur ljósvakamiðla. Gestir okkar verða m.a. útvarps- stjóri RÚV og Stöðvar 2. og aðrir kunnáttumenn. Fundurinn er opin öllum sem hafa áhuga á málinu. Höfundur er ritari samtakanna Fijálst val. skéiar/námskeið handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Nú er rétti tíminn til að sauma sumarföt- in. Mest 4 nemendur í höp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. myndmennt ■ Málun - myndlist Vomámskeið fyrir byrjendur að hefjast. Unnið með vatns- eða olíulitum. Myndlist fyrir börn 8 vikna námskeiö fyrir 7-12 ára. Skemmtileg verkefni. Upplýsingar og innritun í sima 611525 eftir kl. 13.00 alla daga. Rúna Gfsladóttir. starfsmenntun ■ Námskeiö hjá Stjórnunarfélagi fslands: Markviss fundarþátttaka og stjórnun 23. og 24. mars kl. 13.00-17.00. Valddreifing og verkstjórn 23. mars kl. 13.00-17.00. Yfirburðaaöferð við markmiða- setningu 29. mars kl. 15.00-19.00. Þrjú mikilvæg árangursstoðtæki 5. apríl kl. 15.00-19.00. Nánari upplýsingar í síma 621066. ýmislegt 1. 16., 17., 21. og 22. mars. 2. 6., 7., 11. og 12. apríl. 3. 13., 14., 18. og 19. april. 4. 27., 28. apríl og 2. og 3. maí. 5. 4., 5., 9. og 10. maí. 6. 25., 26., 30. og 31. maí. 7. 1., 2., 6. og 7. júní. 8. 8., 9., 13. og 14. júní. Kennsluefni: Umönnun bama og skyndihjálp. Upplýsingar/skráning: Sími 688188 kl. 8-16. MATREIÐSLUSKÓUNN UKKAR ■ Gerbakstursnámskeið 28.-29. mars kl. 19.30-22.30. Sími 91-653850. ■ Hugleiðsla - litir - málun Námskeiðiö litir Ijóss, hugar og handa verður haldið föstudaginn 25. mars kl. 19-22 og laugardaginn 26. mars kl. 10-17. Það byggir á lita- hugleiðslum og notkun lita á pappír. Leiðbeinandi Helga Sigurðardóttir. Upplýsingar og skráning í síma 97-12175. Myndlistarsýning Helgu, List sálarinnar, er í Söngsmiðjunni, Skipholti 25. Opið virka daga kl. 13-17 og síðustu sýning- arhelgi 26. og 27. mars kl. 13-18. fulloíðnsfrlðslan *• 71155 \l< Hábergl 7 ■ 50% afsláttur til 1. apríll! ■ Grunn- og framhaldsskóla- prófáfangar, námsaðstoð Fuilorðinsnámskeiðin „Byrjun frá byrjun“ í ensku, sænsku, þýsku. íslensk og ensk stafsetning, ísl. f. nýbúa. Samræmd próf og framhald: Námskeið/aukatímar. heilsurækt ■ Undirbúningsnámskeið fyrir barnshafandi konur Slöktrn, öndun, leikfimi og fræðsla. Innritun í símum 12136 og 23141. Hulda Jensdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.