Morgunblaðið - 22.03.1994, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
Frjálst val
eftirTryggva
Þormóðsson
Frumvarp að nýjum útvarpslög-
um hefur nú litið dagsins ljós og
verður brátt til meðferðar á Al-
þingi. Lög þessi eru því miður ekki
sett fram af neinni bjartsýni eða
trú á samkeppnishæfni RÚV og
nánast ekkert atriði í lögunum
breytir einu eða neinu, hvorki sam-
keppnisstöðu „frjálsu" stöðvanna
'eða því sjálfsagða réttlætismáli
frjálsu vali fólks um hvaða þjónustu
það kýs að notfæra sér eða hvort
það kýs að hafna þjónustu allra.
Satt að segja lýsa lögin ,jfrati“
á annars ágætt starfsfólk RÚV og
er því samkvæmt frumvarpinu ekki
treyst til að standa af sér fijálsa
samkeppni.
Frelsi til að velja
Að geta valið um hvort við viljum
nýta okkur þjónustu sjónvarps- og
hljóðvarpsstöðva er í hinum sið-
menntaða heimi talið til sjálfsagðra
mannréttinda, svo ekki sé talað um
að geta valið á milli stöðva sem
^ senda út efni sem fellur að menn-
ingarskilgreiningu hvers og eins,
hvort sem sú „menning" er í formi
rabbþátta, fræðsluefnis eða tónlist-
ar, dægurlaga eða „æðri tónlistar".
Hérlendis er hins vegar enn við líði
sú stefna að fólkinu í landinu sé
ekki treystandi til að skilgreina
hvað er „menning" og þar af leið-
andi þurfí ráðamenn að skilgreiná
menninguna og mata síðan landslýð
í gegnum Ríkisútvarpið undir stjóm
manna sem skipaðir eru til þeirra
starfa af ráðamönnum hveiju sinni.
En ekki dugar þetta til því „menn-
ingin“ kostar, og til að fjármagna
RÚV skal öllum þeim er eiga þau
tæki sem nota má til að sjá eða
heyra RÚV gert að greiða afnota-
gjald RÚV hvort sem viðkomandi
notfærir sér þjónustu þess eður ei,
að vísu skilst mér að þeir sem eru
löglega heyrnarlausir fái 50% af-
slátt. Mest öll innlend dagskrárgerð
fer framhjá þeim þar sem textun
innlends efnis er ekki almenn þó
svo að tækni til móttöku texta fyr-
ir heyrnarlausa hafi verið í al-
mennri notkun til dæmis í Banda-
ríkjunum allar götur síðan 1984.
Öll tæki skráð
Samkvæmt skilgreiningu eiga
allir sem kaupa sjónvarps- og hljóð-
varpstæki að skrá slíka eign sína
og sjá kaupmenn um þá skráningu,
þrátt fyrir að öll seld tæki hafi ver-
ið skráð samkvæmt þessu allar göt-
ur frá stofnun RÚV telur inn-
heimtudeild stofunarinnar þörf á því
að hundelta þá sem ekki eru með
slík tæki á heimilum sínum með
endalausum gíróseðlum og lögtaks-
hótunum, og þá virðist ekki lengur
vera í gildi réttarfar siðmenntaðra
manna og maður er saklaus uns
sekt er sönnuð heldur er viðkom-
andi sekur og skal sæta viðurlögum
samkvæmt því, eða eins og einn
lögfræðinga RÚV svaraði spurning-
unni „En af maður hefur ekki út-
varp?“, „Það er ekki tekið gilt.“!
Allmargir hafa af ýmsum orsökum
lent í miklum hrakingum í baráttu
sinni við þá „vindmyllu" sem inn-
heimtudeild RÚV er, dæmi eru um
tæki sem seld eru og kaupandi gef-
ur upp rangt nafn (ekki er krafist
skilríkja). Aðrir eru einfaldlega ekki
með tæki, og svo eru þeir til sem
búa inni á heimili annarra og fá að
kíkja á skjáinn af og til.
Sjómenn eru í sérflokki hvað
þessa innheimtu snertir og eru mörg
skip flotans með fleiri en eitt tæki
um borð og er að sjálfsögðu krafist
afnotagjalds fyrir þjónustu RÚV.
Það fer hins vegar ekki mikið fyrir
þjónustunni þar sem sendingarnar
ná ekki til þessara skipa utan 4ra
mílna frá ströndum landsins. Þar
af leiðandi eru tæki notuð til að
horfa á myndbönd sem greitt er
„Frjálst val hefur það
ekki á stefnuskrá sinnni
að loka eða leggja niður
RÚV, heldur að fólki sé
frjálst að velja og
hafna...“
fyrir fullu verði á næstu mynd-
bandaleigu.
Fé sótt í vasa almennings
Fijálst val hefur það ekki á
stefnuskrá sinni að loka eða leggja
niður RÚV, heldur að fólki sé fijálst
að velja og hafna af hvaða ástæðum
sem er. Það er umhugsunarvert að
á tímum atvinnuleysis og samdrátt-
ar, skuli vera til stofnun sem hefur
lögverndaðan rétt til þess að sækja
fé í vasa almennings. Fólki er fijálst
að hætta áskrift af blöðum og allri
annarri þjónustu ef svo ber undir,
fólk getur hins vegar ekki hætt að
greiða til RÚV, og skiptir þá engu
um aðstæður fólks svo sem atvinnu-
leysi, dvöl erlendis eða ef fólk ein-
faldlega vill spara sér kostnað. Árs
afnotagjald RÚV, er til dæmis um
það bil andvirði mánaðarafborgunar
af húsbréfaláni ungs fólks!
Móðgun við kjósendur
Ef fólk sættir sig við það að ráða-
menn skammti því efni á öldum ljós-
vakans þá er lítið við því að gera,
en fyrir þá sem ekki kæra sig um
slíka valdníðslu þá er möguleiki að
gera eitthvað í málinu. Til upplýs-
inga fyrir þær þúsundir Íslendinga
sem skrifað hafa i.öfn sín á lista
Frjáls vals má geta þess að þó svo
að öllum alþingismönnum hafí verið
formlega boðið á fund samtakanna
Fijálst val þá sáu aðeins 2 af 63
ástæðu til að mæta. 61 þingmaður
ákvað að hunsa alla þá kjósendur
sína sem skrifuðu sig á lista. í mín-
um augum er þetta ekki aðeins gróf
móðgun við kjósendur heldur lýsir
þessi framkoma takmarkalausu
dómgreindarleysi þessara þing-
manna, að hunsa vilja fjölda kjós-
enda svo stuttu fýrir kosningar.
Samstaða í verki
Þar sem þingmenn sjá ekki
ástæðu til að koma til okkar þá
verðum við að fara til þeirra. Eg
vil því skora á allan þann fjölda
fólks sem ritaði nöfn sín á lista
Frjáls vals að gera nú betur og
senda sínum eftirlætisþingmanni
áþreifanlega áminningu um að seta
þeirra á Alþingi er fyrir tilstuðlan
kjósenda og breytingum háð. Til
þessara nota er kjörið að nota gíró-
seðilinn frá RÚV, skrifa stórum
stöfum á framhlið hans nei takk og
setja í umslag merkt sem hér segir:
Háttvirt/ur--------------------
(Fijálst val þingmanns)
Alþingi við Austurvöll,
150 Reykjavík.
Ef vill er ekkert að því að ljósrita
seðilinn og senda sínum eftirlætis-
þingmanni ljósritið í pósti en greiða
RÚV seðilinn í næsta banka. Þó
held ég að það komi til með að
standa í RÚV að lögsækja hátt í
20 þúsund manns sem ekki greiða
seðlilinn með þessari aðferð.
Tímaskekkja
Ef þú ert mótfallinn þeirri tíma-
skekkju sem skylduáskrift RÚV
raunverulega er, þá er nú tækifæri
til að stuðla að breyttu hugarfari
meðal alþingismanna er þeir fjalla
um frumvarp útvarpslaganefndar,
sem miðar að því að halda áfram
að innheimta með góðu eða illu af-
notagjald af RÚV, hvort sem fólk
notfærir sér þjónustu þess eður ei.
Að lokum vil ég minna fólk á að
fundur á vegum Frjáls vals um þessi
mál verður haldinn nk. þriðjudag,
22. mars, kl. 20.30, Hótel Loftleið-
um.
Höfundur er Ijósmyndari og
áhugamaður um frjálst val á
Ijósvakamiðlum.
------»--♦-♦---
Skólahljóm-
sveit Kópa-
vogs heldur
vortónleika
SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópa-
vogs heldur vortónleika sína í
félagsheimili Kópavogs annað
kvöld, miðvikudaginn 23. mars,
og hefjast þeir kl. 20.
Á tónleikunum koma fram um
áttatíu hljóðfæraleikarar í þremur
sveitum og flytja tónlist úr ýmsum
áttum, m.a. lög eftir Jón Ásgeirs-
son, Henry Mancini, Beethoven og
Sigvalda Kaldalóns. Auk þess mun
fyrrum meðlimur hljómsveitarinn-
ar Ingibjörg Guðlaugsdóttir leika
á básúnu, Rómönsu eftir Car Mar-
ia von Weber.
Skólahljómsveit Kópavogs hef-
ur um árabil verið óijúfanlegur
hluti af menningarlífi Kópavogs
undir stjórn Björns Guðjónssonar
en heldur nú sína fyrstu tónleika
undir stjórn Össurar Geirssonar
sem tók við hljómsveitinni um síð-
ustu áramót.
Þú svalar lestrarþörf dagsins