Morgunblaðið - 22.03.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
35
SJALFSMYNDIN
eftir Þuríði J.
Kristjánsdóttur
Hvað er átt við með hugtakinu
sjálfsmynd? Hvernig mótast sjálfs-
myndin? Hvers vegna eiga upp-
alendur að velta þessu hugtaki fyr-
ir sér? Þetta er vissulega aðeins
hugtak, en við trúum því að það
hafi að baki sé veruleika hvort sem
við notum þetta orð yfír þann veru-
leika eða ekki.
Hvað geta uppalendur, fjöl-
skylda, leikskóli, grunnskóli, gert
til að stuðla að heilbrigðri, já-
kvæðri sjálfsmynd - eða hjálpa þeim
sem hafa neikvæða sjálfsmynd?
Sjálfsmynd er heildarsumma
þess sem við álítum um okkur sjálf,
meðvitað og ómeðvitað. Ég er svona
og svona, get þetta, get ekki hitt.
Margir segja að sjálfsmyndin sé
eitt mikilvægasta atriði í „gerð“
okkar, t.d. ráðist athafnir mjög af
sjálfsmynd.
Sjálfsmynd felur í sér: sjálfskynj-
un, hvernig ég skynja mig, sjálfs-
hugmyndir, þ.e. sjálfskynjun ásamt
þeirri merkingu sem við gefum
henni, og sjálfsviðhorf, og vegna
þess að sjálfsviðhorf beinast inn á
við, að okkur sjálfum, þá eru tilfinn-
ingar, sem þessi viðhorf vekja, sér-
lega sterkar.
Menn eru sammála um að sjálfs-
myndin lærist. Við erum ekki fædd
með mótaða sjálfsmynd, en við
fæðumst visslega með ákveðnar
forsendur sem hafa áhrif á hvernig
námið fer fram. Sjálfsmyndin mót-
ast í samskiptum okkar við um-
hverfið, dautt og lifandi, og þó
mest hið lifandi, annað fólk. Þar
eru þrír aðilar vitaskuld sterkastir:
Fyrst og sterkast er heimilið, for-
eldrar, systkini, annað fólk, þá
fóstrur og annað starfsfólk á leik-
skólum og hin börnin þar og síðar
koma til kennarar í grunnskóla og
hin börnin þar.
Delta Kappa
Gamma - Fé-
lag kvenna í
fræðslustörfum
skrifar á ári
fjölskyldunnar
Einn liður í mótun sjálfsmyndar
er speglun barnsins í hinum full-
orðnu eða í öðrum börnum. Bamið
veit oft ekki í hvaða jarðveg orð
þess og athafnir falla. Það lítur því
á þann sem hjá því er og les svar-
ið: Ég var fyndinn, ég gerði e-ð ljótt
o.s.frv. Við rannsóknir á viðbrögð-
um fullorðinna við orðum og athöfn-
um barna hefur komið í ljós að
okkur hættir til að alhæfa það nei-
kvæða en mun síður hið jákvæða.
Okkur hættir til að segja „alltaf
ertu..., alltaf gerirðu..." þegar um
neikvæða hluti er að ræða. Slikar
endurteknar athugasemdir setja
spor, ekki síst þegar þær koma frá
þeim sterku í umhverfiím. Það er
líka mikilvægt að koma því til skila
að barninu sé ekki hafnað þótt
verknaði þess sé hafnað.
Jákvæðri sjálfsmynd fylgir a) sú
tilfinning að tilheyra, vera viður-
kenndur hluti af samfélagi, litlu eða
stóru, b) sú tilfinning að vera fær
um og c) sú tilfinning að vera e-s
VELDUR BÓKHALDIÐ
ÞÉR ÁHYGGJUM?
$ Áttu í erfiðleikum með skil á vsk-skýrslum?
$ Hefur þú nógu góða yfirsýn yfir reksturinn?
& Viltu fá góða efnahags- og rekstrarreikninga?
KYNNTU ÞÉR ÞÁ VASKHUGANN
700 ánægðir notendur eru okkar bestu meðmæli!!!
Vaskhugi — samtvinnað bókhaldskerfi:
Fjárhags-, sölu-, viðskiptamanna-, birgða-, launa-
og verkefnabókhald.
Vaskhugi hf.
Grensásvegi 13, sími 91-682 680, fax 91-682 679
virði, eiga tilverurétt. Hér stendur
alltaf „sú tilfinning" vegna þess að
tilfinningar mínar í þessu sambandi
eru minn raunveruleiki, hvað svo
sem öðrum sýnist. Þær eru hluti
af mínum einkaheimi sem aðrir eiga
takmarkaðan aðgang að.
Lítum nánar á þetta. Grundvöliur
þeirrar tilfinningar að tilheyra er
talinn vera það öryggi sem fæst á
fyrstu árum barnsins þegar allt fer
vel, þ.e. þegar það öryggi næst að
barnið treystir stöðugleika um-
hverfisins, treystir því að mamma
eða annar einstaklingur komi aftur
inn í líf þess þó svo að hann sé þar
ekki samfellt, og að grundvallar-
þörfum verði fullnægt. Sá sem hef-
ur innbyrt þessa öryggiskennd er
talinn nokkuð brynjaður fyrir áföll-
um á þessu sviði síðar. Umönnunin
þarf að skapa þetta öryggi, en ger-
ist það ekki á ungum aldri er talið
örðugt að bæta þar um síðar.
Sú tilfinning að vera fær um.
Þeir sem helst hafa kannað þann _
þátt leggja áherslu á tilganginn.
Óll athöfn hefur tilgang og einstakl-
ingurinn hefur þörf fyrir að ná þeim
tilgangi. Áhugaleysi á verkefni get-
ur verið ótti við að mistakast.
Umhvprfí þarf að vera þannig að
barnið þori að láta sér mistakast,
þori að horfast í augu við sjálft sig
og læri að skilja að mistök eru eðli-
leg. Það kann hins vegar ekki góðri
lukku að stýra að verkefni séu yfir-
leitt þannig að mistök séu það eina
sem bam reynir. Jákvæð sjálfsmynd
er ekki sú tilfinning að geta allt,
það er vitaskuld óraunhæf sjálfs-
mynd.
Sú tilfinning að vera e-s virði er
sterkur þáttur hér, það er tilfínning
sem aðrir gefa - eða hið gagnstæða
- og byggir á því sem áður er nefnt.
Það er kannski ekki síst umhugs-
Þuríður J. Kristjánsdóttir
„Það er kannski ekki
síst umhugsunarefni
fyrir uppalendur að
sjálfsmyndin heldursér
við. Við látum fram-
komu okkar og frammi-
stöðu falla að þeirri
sjálfmynd sem við höf-
um.“
unarefni fyrir uppalendur að sjálfs-
myndin heldur sér við. Við látum
framkomu okkar og frammistöðu
falla að þeirri sjálfmynd sem við
höfum, látum heiminn falla að
henni, og það á jafnt við hvort sem
sjálfsmyndin er jákvæð eða nei-
kvæð. Við látum okkur mistakast
þegar það á við, ómeðvitað, við
veljum ósjálfrátt félaga og aðstæð-
ur sem hæfa og túlkum það sem
við okkur er sagt samkvæmt því.
Þegar neikvæðri sjálfsmynd er
þannig haldið við getur skapast
vítahringur sem erfitt er að rjúfa
því sjálfmyndin er sérlega föst fyr-
ir. Breytingar, innri breytingar, eru
óþægilegar og við reynum ósjálfrátt
að veija okkur fyrir þeim. Sjálfs-
myndin er m.a. tæki til að halda
innra jafnvægi, hún segir til um
hvernig við túlkum reynslu okkar
og hún stjómar væntingum okkar.
Þegar niðurstöðum margra
rannsókna á sjálfsmynd eru dregn-
ar saman kemur m.a. í ljós:
1. Sjálfsmynd og markstig eru
tengd, en markstig er það mark
sem við miðum frammistöðu okkar
við þegar við dæmum hana góða
eða lélega.
2. Gengi og frámmistaða í námi
er tengt sjálfsmynd. Það gerist oft
að sá sem hefur þá föstu sannfær^
ingu að hann geti ekki lært þetta
eða hitt láti ósjálfrátt frammistöðu
sína falla að þeirri mynd þótt hann
hafí alla burði til að gera betur.
3. Hlýja í uppeldinu'stuðlar að
jákvæðri sjálfsmynd.
4. Virðing fyrir barninu stuðlar
að jákvæðri sjálfsmynd, þ.e. því er
komið til skila að barnið sé fullgild-
ur þegn sem á sinn tilverurétt.
5. Skýr mörk, samkvæmni í upp-
eldinu og tiltölulega hátt markstig
hefur allt jákvæða fylgni við sjálfs-
myndina.
6. Umhverfið sé ekki ógnandi
heldur skapi öry'ggi.
7. Samskipti byggi á gagnkvæm''-*
um skilningi.
Hér hefur verið stiklað á stóru,
e.t.v. of stóru. Gleymum því ekki
á ári fjölskyldunnar að heimilið
þarf að vera sá griðastaður hlýju,
öryggis og festu sem styður barnið
á mestu mótunarárunum. Þegar
ytri aðstæður eru erfíðar getur sigl-
ingin milli skers og báru verið
vandasöm og þá reynir á að láta
ekki ágjöfina lenda á barninu.
Höfundur er fyrrverandi
prófessor.
DIPLOMAT FISTÖLVAN FRÁ MORE
Alvöra
UPPFÆRANLEG
VÍRUSVÖRN í BIOS
Morgunblaðið/Óskar Magnússon
Nágrannar fjölmenntu á Góugleði
Eyrarbakka.
FÉLAG eldri borgara á Eyrarbakka hélt nýlega sína þriðju Góu-
gleði. Að þessu sinni var nágrönnum frá Selfossi og Stokkseyri boð-
ið og fjölmenntu þeir til hófsins. Skemmti fólk sér vel. Góugleðin
var haldin í nýja fjölnotahúsinu á Eyrarbakka.
Diplomat fístölvan fæst 25, 33 eða 66 MHz, með
grátóna- eða litaskjá, hörðum diski allt að 340 MB, sem
einfalt er að skipta um og vinnsluminni allt að 20 MB.
Diplomat hefur tengimöguleika við öll helstu jaðar-
tæki, innbyggt disklingadrif og tengi fyrir bílrafmagn.
"Docking Station" er búin tengjum fyrir skjá, lykla-
borð og mús, og 4 tengiraufum fyrir netkort, hljóðkort,
fax/módem og viðbótar hlið- eða raðtengi.
Rými er fyrir 2 viðbótardrif, t.d. geisladrif og 51/4"
disklingadrif. Með einu handtaki er Diplomat breytt í
hefðbundna borðtölvu.
*BQÐEIND-
Austurströnd 12 • Sírni 612061 • Fax 612081
■