Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
Sigurður Páls-
son — Minning
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Þín tengdadóttir,
Hanna María.
Fæddur 19. nóvember 1908
Dáinn 12. mars 1994
Ó, láttu Kristur,
þá laun sín fá,
er Ijós þín kveiktu,
er lýstu þá.
Ég sé þær sólir,
mín sál er klökk
af helgri hrifning
og hjartans þökk.
Lýstu þeim héðan,
er lokast brá,
heilaga Guðsmóðir,
himnum frá.
(Stefán frá Hvítadal)
Okkur bræðuma langar að minn-
ast afa okkar, Sigurðar Pálssonar,
með nokkrum orðum.
Heimsóknimar á Bergþóragötu
19, þar sem alltaf er tekið vel á
móti okkur, era minnisstæðar. Þar
er alltaf friður og ró og þau afi og
amma Kristín spjölluðu við okkur um
heima og geima. Afi sagði okkur
margar sögur frá liðnum áram.
Heimili þeirra er og hefur alltaf ver-
ið eins konar samkomustaður fjöl-
skyldunnar og vora þeir fáir sunnu-
dagamir sem ekki var fulit út úr
dyrum. Þá naut afi sín vel því honum
leið best í góðra vina hópi.
Þótt að afi hafi verið heilsulítill
síðustu árin þótti okkur gaman að
hann gat komið í heimsókn til okkar
síðustu jól eins og hann var vanur.
Þá var hann venju fremur hress og
munu þessi jól verða okkur bræðran-
um ógleymanleg. Minningin um afa
mun lifa í hugum okkar um ókomin
ár.
Elsku amma, við bræðumir vott-
um þér innilega samúð okkar.
Arnar, Sigurður og Anton.
í dag er til moldar borinn elskuleg-
ur tengdafaðir minn Sigurður Páls-
son. Hann var fæddur 19. nóvember
1908 að Hólakoti í Fljótum, Skaga-
firði, en fluttist 1920 að Hvammi í
sömu sveit. Þar ólst hann upp hjá
foreldram sínum, Páli Amgrímssyni
og Ingveldi Hallgrímsdóttur, ásamt
níu systkinum. Þau era nú öll látin
nema Helgi Pálsson, sem býr á Siglu-
firði.
Ég kynntist Sigurði og Kristínu
Snorradóttur, konu hans, fyrir rúm-
um tuttugu árum þegar ég kynntist
syni þeirra, Jóhannesi. Hann tók mér
og ungum syni mínum strax mjög
vel og langar mig til að þakka honum
fyrir umhyggjuna og velvildina í
gegnum árin. Hann var ætíð til taks
og lá aldrei á liði sínu við að aðstoða
okkur fjölskylduna, hvort sem var
við húsbyggingar, gæslu sonar okkar
eða annað sem við þurftum á að
halda. Hann var alltaf vakinn og
sofinn yfír velferð okkar. Eldri sonur
okkar Jóhannesar fæddist á afmælis-
degi hans og hélt hann á nafna sínum
undir skím um jólin 1972.
Sigurður hafði mikið yndi af því
að segja okkur frá uppvaxtaráram
sínum og sveitinni sinni Fljótum og
oftar en einu sinni var hann leiðsögu-
maður okkar um þessa fallegu sveit.
Þá var ætíð komið við á Siglufírði.
Þar bjuggu þau hjónin þar til þau
ERFIDRYKKJUR
f t R i A n sími 620200
EHFIDEÍÍKKJURÍ
hAtel esji
sími 689509
fluttust til Reykjavíkur 1954 með
bömin sín, Erlu, fædda 1938 og Jó-
hannes, fæddan 1946. Yngsti sonur-
inn, Sigurður, fæddist 1964 í Reykja-
vík.
Tengdafaðir minn var vinnusamur
maður. Framan af ævinni vann hann
aðallega við smíðar. Eftir að hann
hætti vinnu um sjötugt fór hann að
bera út dagblöð og hélt sér þannig
í góðri líkamlegri þjálfun þar til hann
var áttræður.
Fyrir þremur áram veiktist Sig-
urður og var á spítala um tíma. Þessi
veikindi lömuðu þrek hans og þol.
Heim komst hann aftur og var þar
í góðum höndum konu sinnar þar til
honum hrakaði mikið í byijun þessa
árs. Síðustu fjórar vikumar lá hann
á deild A3 í Borgarspítalanum og
andaðist hann þar aðfaranótt 12.
mars.
Langri og farsælli ævi er lokið.
Við fráfall hans fínn ég fyrir sökn-
uði. Elsku Kristín, ég vona að minn-
ingin um góðan mann styrki þig í
sorginni. Tengdaföður mínum þakka
ég samfylgdina.
Mig langar að minnast pabba míns
Sigurðar Pálssonar. Ég minnist þess
frá æsku minni þegar pabbi minn
kom heim í hádeginu og var búinn
að borða þá gaf hann sér tíma til
þess að leika við pottorminn á heimil-
inu. Einnig þeirra mörgu stunda er
við eyddum saman við spilamennsku
eða tafl. Og þegar ég og æskuvinur
minn, Jan, höfðum eignast kassabíl
þá kom í ljós að hjólabúnaðurinn var
ekki sem bestur undir honum. Við
drógum pabba út til að kíkja á kassa-
bílinn og hann sagðist geta lagað
þetta. Það endaði með því að hann
endursmíðaði bílinn eftir okkar höfði
og þegar hann hafði lokið því þá
áttum við flottasta kassabíl í hverf-
inu.
Að spila á spil veitti honum mikla
ánægju, en mest þótti honum varið
í að spila brids enda eru þær stundir
greiptar í minninguna þegar pabbi
var með spilakvöld heima í stofu,
þegar hann og spilafélagar hans sátu
í reykmettuðu lofti og sögðu öll þessi
dularfullu orð sem tengjast bridsinu.
Þama sat ég opinmynntur og fékk
að fylgjast með, en þó með þeim
+
Fósturamma mín,
GUÐNÝ GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
Flekkudal,
Kjós,
andaðist í Borgarspítalanum 20. mars.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Guðný G. ívarsdóttir.
t
Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR ÞÓRÐARSON
varaslökkviliðsstjóri
■ Hafnarfirði,
lést í Landspítalanum 21. mars.
Kristín Friðriksdóttir,
A. Wilhelm Sigurðsson,
Helga Þórunn Sigurðardóttir, Pétur Gunnarsson,
Þórður Kr. Sigurðsson,
Erna K. Sigurðardóttir, Haukur Leifs Hauksson
og barnabörn.
+
Móðir mín og tengdamóðir,
ÁSLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 23. mars
kl. 13.30.
Halldór Karlsson, Ingibjörg Pétursdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
HANS JETZEK,
Tjarnargötu 24,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 24. mars kl. 13.30.
Álfheiður Lindai,
Agnes Hansdóttir, Jacques Melot,
Helga Hansdóttir, Kristinn G. Harðarson,
Tómas Hansson, Vígdfs Ólafsdóttir,
Þórhildur Hansdóttir, ívar Helgason
og barnabörn.
+
Sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi,
ÓLAFUR SVEINSSON,
frá Sléttu í Fljótum,
Hátúni 10 a,
Reykjavík,
er lést í Landspítalanum föstudaginn 18. mars, veröur jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 25. mars. Fyrir hönd aöstand-
enda,
Kristín Þorbergsdóttir.
heim því að þegar komið var í Fljót-
in, þá þekkti hann hveija þúfu og
hvern stein og var óspar á að upplýsa
mig um sögu staðarins og þá menn
sem höfðu alið aldur sinn þar.
Þegar ég og konan mín kynnt-
umst og höfðum verið saman í all
nokkurn tíma, þá kynnti ég hana
fyrir foreldrum mínum og á þeirri
stundu varð pabba að orði að það
væri mikið að hann fengi að hitta
þessa huldukonu. Og þegar við
ákváðum að kaupa okkur íbúð, þá
kom hann og hjálpaði okkur að mála,
kominn á níræðisaldur sem var alveg
einkennandi fyrir hann, alltaf tilbú-
inn að rétta hjálparhönd. Þegar litli
snáðinn okkar fæddist lét ég það
verða mitt fyrsta verk að fara niður
á Bergþórugötu og tilkynna foreldr-
um mínum það að enn eitt barna-
bam væri komið í hópinn. Eftir að
hafa óskað mér til hamingju, þá sagði
pabbi við mig: „Ég ætla að bara að
biðja þig úm eitt Siggi minn, ekki
skíra hann Sigurð, það er komið nóg
af þeim.“ Við urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að foreldrar mínir tóku
að sér að passa litla drenginn aðra
hveija viku meðan við foreldrarnir
sinntum störfum okkar og þegar við
komum að ná í hann þá sat hann
stundum í kjöltu afa síns sem ýmist
söng eða kvað fyrir hann.
Elsku pabbi, ég þakka þér fýrir
samverustundirnar. Blessuð sé minn-
ing þín.
Sigurður Sigurðsson.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SKJÖLDUR EIRÍKSSON
fyrrverandi skólastjóri,
Marklandi 14,
Reykjavfk,
lést í Vífilsstaðaspítala sunnudaginn
20. mars.
Sesselja Níelsdóttir,
Ragnhiidur Skjaldardóttir,
Níels Skjaidarson, ElmÁg. Ingimundardóttir,
Eiríkur S. Skjaldarson, Hulda Hrafnkelsdóttir,
Stefán Skjaldarson, Birgit Nyborg
og barnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Æsufelli 2,
Reykjavik,
andaðist í Borgarspítalanum laugardag-
inn 19. mars.
Sigurður Gíslason, Fanney Davíðsdóttir,
Þorsteinn Gíslason,
Sigurlaug Gröndal
og barnabörn.
+
Sonur okkar, bróðir og mágur,
SIGURJÓN JÓNSSON
„GÓI"
frá Neskaupstað,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju
miðvikudaginn 23. mars kl. 13.30.
Jón Páisson, Viiborg Sigurjónsdóttir,
Steinunn Jónsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson,
Pálmar Jónsson,
Þorsteinn Jónsson, Sólveig Þorsteinsdóttir,
Unnar Jónsson, Ingibjörg Brynjarsdóttir.
+
Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
FANNEY MAGNÚSDÓTTIR,
Aðalstræti 6,
Akureyri,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
14. mars.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 24. mars kl. 13.30.
Hinrik Hinriksson,
Þórður Hinriksson, Rannveig Ágústsdóttir,
Þorberg Hinriksson, Bryndfs Friðriksdóttir,
Sigurlaug B. Hinriksdóttir, Sveinn B. Sveinsson,
ömmubörn og langömmubörn.
skilyrðum að ég hefði hægt um mig.
Pabbi hafði ekki bílpróf og hafði
aldrei átt bíl þar til ég öðlaðist það,
þá tók gamli maðurinn sig til og
keypti einn slíkan sem hann afhenti
mér lyklana af með þeim orðum að
ég skytist nú norður með hann og
mömmu þegar færi að vora. Þetta
gekk eftir og þrátt fyrir að hafa far-
ið ótal ferðir norður í Fljót og á Siglu-
fjörð með bæði rútu og flugi, þá gladdi
það hann ósegjanlega að ráða yfír
farartæki sem gat flutt hann hvert á
land sem var. Þessar ferðir norður
yfir heiðar opnuðu fyrir mér nýjan
+