Morgunblaðið - 22.03.1994, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
39
Ragnar Björnsson
frá Felli - Minning
Fæddur 20. ágúst 1918
Dáinn 10. mars 1994
Þegar okkur barst fregnin um
andlát mágs, föðurbróður og vinar,
Ragga Björns, eða Ragga frænda,
eins og við kölluðum hann gjarnan,
hefði það ekki átt að koma okkur
svo mjög á óvart, þar sem að við
vissum að hann hafði í alllangan tíma
átt við erfið veikindi að stríða. Engu
að síður fannst okkur þessi atburður
gerast fyrirvaralaust og vorum alls
ekki undir það búin að taka svo
skyndilegri harmafregn.
Við höfðum sum hver heyrt í
Ragga í síma af og til í vetur, eða
hitt hann fyrir skömmu. Það var
greinilegt að honum leið misjafnlega
vel eftir dögum, en alltaf var hann
samt hress og bar sig eins og hetja.
Það er raunar ekki nema tæpur hálf-
ur mánuður að hann sagði frá því í
símtali að hann hefði stóran hluta
úr degi verið að sýsla við hestana
og skroppið svo á bak í lokin. Þetta
gaf fyrirheit um að langt væri í land
með sigur elli kerlingar yfir karlinum
Ragnari, sem gjarnan var kenndur
við fæðingarstað sinn og nefndur
Fellibylur. Þetta uppnefni segir þó
meira, en að hann væri fæddur í
Felli í Breiðdal. Það gaf góða lýsingu
á manni, sem fór ekki alltaf alfara-
leið, manni sem gustaði af og lét fáa
eiga hjá sér, hvort sem var á ungl-
ingsárunum á mannamótum eða síð-
ar á lífstíðinni.
Úr uppvexti bamanna á Vengi er
þeim minnisstæður hláturmildur og
þrekinn maður, sem góðan hluta úr
vetri tók þátt í byggingarfram-
kvæmdum þar við múrverk, en að
slíkum verkum gekk hann af og til
í marga áratugi. Okkur eru enn
minnisstæðir málsverðir, þegar hann
var hrókur alls fagnaðar og sagði
sögur, sem sumir trúðu af því að þær
voru fluttar af svo miklum tilfinn-
ingahita að menn sáu atburðina og
persónurnar ljóslifandi fyrir sér, enda
þótt hlátursrokurnar í lokin hefðu
átt að valda því að grímur efasemda
rynnu á einhvetja. Síðar lærðist
mönnum að taka öllum slíkum sögum
með fyrirvara en ætíð var í þeim
fólgin kímni og þær margar hveijar
snilldarlega sagðar.
Við munum líka eftir mörgum
kvöldum þennan vetur, þegar valin-
kunnir bridsspilarar voru fengnir
heim í stofuna á Vengi til að spila
við húsbóndann þar og Ragnar, bróð-
ur hans. Þá lá sá síðarnefndi ekki á
liði sínu og lét svikalaust í ljós álit
sitt á spilamennskunni. Á þeim
kvöldum gat svo sannarlega gustað
af Fellibylnum og ekki var alltaf sleg-
ið laust í borð.
Þegar þetta gerðist var Ragnar
fyrir nokkru fluttur á Höfn. Á þeim
tíma og næstu árum þar á eftir voru
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEFÁN BJÖRNSSON
fyrrverandi forstjóri,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
24. mars kl. 15.00.
Inga Ólafsdóttir,
Hrafnhildur Stefánsdóttir,
, Sigurður Stefánsson, Marta Ólafsdóttir,
Hafdfs Ólafsdóttir, Atli Hauksson
og barnabörn.
Innilegar þakkirtil þeirra fjölmörgu, sem
heiðruðu minningu
ERNU ÞORLEIFSDÓTTUR,
Öldugranda 5,
sem var jarðsungin 14. mars sl.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Reykja-
lundi, starfsfólks Heimahlynningar
Krabbameinsfélags Reykjavíkur og
starfsfólks á deild 32A á LandspítalanUm.
Fyrir hönd fjölskyldunnar og annarra
vandamanna,
Sigurjón Jóhannsson.
+
Inniiegar þakkir fœrum við öllum þeim,
sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns
mins, föður, tengdaföður og afa,
GUNNARS ÁRMANNSSONAR,
Ásvallagötu 63,
Reykjavík.
Guðríður Málfríður Helgadóttir,
Guðný Gunnarsdóttir, Jóhann Einvarðsson,
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar og
tengdaföður,
KARLS AUÐUNSSONAR
útgerðarmanns,
Austurgötu 7,
Hafnarfirði.
Vigdís Jónsdóttir,
Jón Vignir Karlsson, Hjördís E. Ingvarsdóttir,
Auðunn Karlsson, Þorbjörg Sfmonardóttir,
Níels Karlsson, Jóhanna Pétursdóttir,
Sigurður Karlsson, Jóhanna S. Ingadóttir.
samgöngur ekki eins góðar og nú
er og því höfðu menn sjaldnar tæki-
færi til að hittast. Það gerðist þó af
og til og alltaf tókst honum á ein-
hvern hátt að gera þessa endurfundi
minnisstæða og þá ekki síst með
sögnunum, sem gerðu hann nánast
landsfrægan.
Sum okkar muna knattspyrnuleiki
suður á Höfn, ekki síst eftir að Stöð-
firðingar og Breiðdælingar hófu
samstarf á því sviði, þegar Raggi
frændi kom á völlinn. Þá læddist
stundum að okkur sá grunur að við
ættum a.m.k. einn stuðningsmann á
vellinum, sem ekki var sama um
gengi liðsins og lét hann það stund-
um berlega í ljós. Ekki fór raunar á
milli mála að hugurinn var oft heima
í Breiðdal. Þangað kom hann á þorra-
blót, þangað fór hann að veiða lax
og alltaf spurði hann frétta þaðan
og héðan frá Stöðvarfirði, þegar við
hittum hann.
Við munum hann líka sum hver,
þegar komið var í Sindrabæ á síld-
arárunum til að spila á böllum þar.
I starfi húsvarðar Sindrabæjar, sem
hann gegndi af mikilli alúð og dugn-
aði, vann hann sér líka allt að því
landsfrægð, því ekki vitum við bet-
ur, en hann sé húsvörðurinn, sem
gerð eru skil í kvikmynd Stuðmanna
og Grýlanna „Með allt á hreinu". í
því atriði fær Fellibylsímyndin góða
umfjöllun og e.t.v. nokkuð sanna.
Við minnumst manns, sem ekki
var hófsmaður á neinu sviði. Eins
og mörgum er tamt í þessari ætt,
heimtaði hann mat sinn og engar
refjar. Fengi hann ekki hákarlinn og
brennivínið á réttum tíma í verklok,
þegar hann kom aftur hingað austur
til að múra húsin fyrir næstu ættl-
iði, þá einfaldlega orti hann skamm-
arvísur um sendisveininn, en Raggi
fór létt með að gera vísur og kunni
ógrynni af þeim, bæði blautlegum
og öðram þjóðlegum kveðskap.
Ragnar Björnsson va_r gæfumaður
í einkalífi. Hann giftist Áslaugu Jóns-
dóttur, frá Skeggjastöðum á Jökuldal
sem reyndist honum stoð og stytta
alla tíð, stóð með honum í blíðu og
stríðu og veitti honum það svigrúm,
sem hann þurfti. Að henni, Skeggja,
Önnu, Birni, barnabörnum og öðrum
nánustu aðstandendum er að sjálf-
sögðu mestur harmur kveðinn við
fráfall Ragnars. Um leið og við biðj-
úm algóðan guð að styrkja alla, sem
nú eiga um sárt að binda við andlát
hans, viljum við með þessum línum
þakka honum góðar og ánægjulegar
samverustundir á liðnum áratugum,
stundir, sem þó gjarnan hefðu mátt
vera fleiri.
En minningin um góðan og
skemmtilegan mann lifir áfram og
við munum ávallt geyma í huga okk-
ar sögurnar hans, hnittin tilsvör og
óbilandi hæfileika til að sjá spaugi-
legu hliðarnar á öllum hlutum. Á
þann veg hefur Ragnar Björnsson
reist sér bautastein, sem standast
mun tímans tönn. Blessuð sé minning
hans.
Rósalinda Helgadóttir
og fjölskylda.
Mig langar til að minnast í örfáum
orðum föðurbróður míns Ragnars
Björnssonar sem lést 10. mars sl.
Eg minnist Ragnars sem skemmti-
legs frænda og þegar ég var barn
fylgdi því alltaf mikil tilhlökkun að
hitta hann því aldrei var hægt að
vita fyrir, upp á hveiju hann tæki
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki elliheimilisins
Hraunbúða, Vestmannaeyjum.
Már Lárusson,
Guðmundur Lárusson,
Margrét Lárusdóttir,
Jóna Lárusdóttir
og aðrir aðstandendur.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför
KJARTANS
ÞORLEIFSSONAR,
Fannborg 7,
Kópavogi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín M.
+
Faðir minn, afi, bróðir og mágur,
BERGVIN GUÐMUNDSSON,
Austurbrún 6,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 23. mars
kl. 15.00.
Guðmunda Bergvinsdóttir,
Debbie Shackelford,
Engilbert Guðmundsson,lnger Guðmundsson,
Guðbjartur Guðmundsson.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
RAFNJÓNSSON
tannlæknir,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. mars
kl. 15.00.
Sigrún Rafnsdóttir,
Sveinbjörn Rafnsson,
Vilhjálmur Rafnsson,
tengdabörn og barnabörn.
LEGSTEINAR
- VETRARTILBOÐ -
næst. Hann var hress og kátur, fjör-
ugur og ærslafullur þó stundum
gæti líka gustað af honum. Hann
hafði óskaplega gaman af að segja
frá. Hann hafði frá mörgu skemmti-
legu að segja og gerði það listavel.
Ósjaldan tók maður bakfall af hlátri
þegar Ragnar frændi sagði frá.
Eg minnist Ragnars frænda líka
sem umhyggjusams manns. Hann
var tilfinningaríkur og hjartahlýr.
Hann starfaði sem húsvörður í Hafn-
arskóla nú síðustu ár. Þar naut hann
samskipta við nemendur og kennara.
Hann bar hag allra sem í kringum
hann voru fyrir bijósti og tók börn
og jafnvel þá sem eldri voru upp á
sína arma ef honum fannst þess
þurfa.
Gísli Jóhann minnist einnig góðs
frænda. Ragnar tók drengnum alltaf
opnum örmum og hljóp Gísli alltaf
fagnandi á móti honum þegar þeir
frændur hittust.
Minn kæri frændi. Haf þökk fyrir
ánægjulega samfylgd. Blessuð sé
minning þín.
Elsku Ása. og aðrir aðstandendur.
Ég votta ykkur mína dýpstu samúð.
Guðlaug Árnadóttir.
Vinningshatar
í páskasprelli
Nóa-Síríus,
Vífilfells og
Bylgjunnar
þann 16. mars:
Sólveig Hlynsdóttir,
Hringbraut 25, Hafnarf.
Jónína Ingólfsdóttir,
Funafold 5, Rvík.
Ragnheiður Guðlaugsdóttir,
Frostafold 6, Rvík.
Össur Indriðason,
Hólmgarði 50, Rvík.
Kristinn Valdimarsson,
Kelduhvammi 16, Hafnarf.
Óli Jóhann Níelsson,
Haukshólum 4, Rvík.
Brynja Vala Bjarnadóttir,
Neðstaleiti 8, Rvík.
Magnús, Sigmar, Friðrik,
Hverafold 12, Rvík.
Dýrleif Ólafsdóttir,
Selvogsgötu 9, Hafnarf.
Hafþór H. Einarsson,
Skipasundi 83, Rvík.
Hjálmar Guðmundsson,
Skipasundi 85, Rvík.
Ágústa Guðmundsdóttir,
Grófarseli 20, Rvík.
Katrín Haraldsdóttir,
Bleikjukvísl 17, Rvík.
Össur P. össurarson,
Hjallavegi 9, Isaf.
Bent K. Andersen,
Hlaðbrekku 11, Kóp.
Lilja Jónsdóttir,
Laufsmára 25, Kóp.
Alexander Ö. Jóhannsson,
Hamrabergi 40, Rvík.
Aron B. Jóhannsson,
Brimhólabraut 36, Vestm.
Eva Dögg Sveinsdóttir,
Háaleitisbraut 32, Rvík.
Gunnar H. Ólafsson,
Laufengi 112, Rvík.
Páskaeggjana skal vitja hjá
Nóa-Síríus, Hesthálsi 2-4,
á skrifstofutíma.
Vinningshafar utan höfuð-
borgarsvæðis frá páskaeggin send.
(ilæsilcg liíiflí-
hlaölMirð fallegtr
salir og mjög
goö þjónusUL
Upplysingar
i sínui 2 23 22
jg
FLUGŒIÐIR
aim uruiuit