Morgunblaðið - 22.03.1994, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 22.03.1994, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 fólk f fréttum IÞROTTIR Ólöf Þórhalla Magiiúsdóttir íþróttamaður ársins Arsþing Ungmennasam- bandsins Ulfljóts var haldið í Hofgarði í Öræfum 12. mars sl. Auk aðalfundar- starfa voru heiðruð nokkur ungmenni af sambandssvæð- inu sem skarað höfðu framúr í íþróttum með því að setja mörg met í fyrra. Talið frá vinstri: Jón Andrésson varð í 5. sæti, Ragnhildur Einars- dóttir varði í 4. sæti, Rósa Júlía Steinþórsdóttir varð í 3. sæti, Helga Sigurbjörg Gunnarsdóttir varð í 2. sæti og Ólöf Þórhalla Magnúsdótt- ir varð í 1. sæti en hún var einnig kjörin íþróttamaður ársins í annað sinn. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson PIANISTI Norðmenn finna tvífara Vigdisar Norska útgáfan af vikuritinu „Se og hör“ birti nýverið mynd af Vigdísi Finn- bogadóttur forseta íslands og danska píanistanum Monu Lodberg með þeirri fyrirsögn að Mona væri tvífari Vigdísar. Blaðamennimir Sveinung Habbestad og Vidar Engum höfðu samband við píanistann eftir Myndirnar sem norska blaðið birti. margar ábendingar og staðfesti hún þá cið sér hefði verið bent á þetta oft og tíðum. Vigdís er stórglæsileg kona og ég er upp með mér ef ég þyki líkjast henni. Hún er fram- úrskarandi fulltrúi kvenna um allan heim sem hafa dugnað og þor og ná langt án þess að glata kven- legum eiginleikum sínum,“ segir Mona. Sjálf er hún dönsk, en hefur búið í Osló í 30 ár og hún starfar sem píanisti í glæsi- legasta veitingasal Continentalhótelsins í Osló, „Ann- en Etage“. FIMLEIKASAMBANDISLANDS OG AKTIVERUIÍ SVIÞIOÐ W kalla til námsstefnu í þolfimi og pallaleikfimi Staður: Laugardalshöll - Kennslusalir ÍSÍ - íþróttahús Gerplu. Þátttaka: Tilkynnist FSÍ í sima 813101 kf. 10-14 virka daga. Kennarar: Jónína Benediktsdóttir, íþróttafr. og eigandi Aktiverum í Svíþjóð, Ásgeir Bragason, þolfimiþjálfari, Guðfinna Sigurðardóttir, þolfimiþjálfari, Helen Moog, „Step up“ kennari, Yesmine Olsson, dansari, Guðrún ísberg, dómari í þolfimi. 8. til 10. apríl 1994 ÍÞRÓTTAKENNARAR ÞOLFIMIÞJÁLFARAR FIMLEIKAÞJÁLFARAR DANSKENNARAR ÁHUGAFÓLK ERÓBIKK STIG I (L0WIMPACT) ERÓBIKk STIG 2 (HIGH/L0W) . ERÓBIKK STIG 3 (FUNK ERÓBIKK) ERÓBIKK STIG 4 (SH0W ERÓBIKK) ERÓBIKK STIG 5 (KEPPNISERÓBIKK) PALLAR STIG I (GRUNNSP0R) PALLAR STIG 2 (SAMSETNINGAR) PALLAR STIG 3 (STYRKUR 0G Þ0L) Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að kynnast nýjungum og taka þátt í námskeiði með þessum frábæru kennurum. Marco Paoluzzo á ljósmyndasýningpi sinni í Biel í Sviss. ■ ' SVISS Svart-hvít form og stemmniiig úr íslenskri náttúru ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit ara Morgunblaðsins. Svissneski Ijósmyndarinn Marco Paoluzzo hefur þrisvar komið til íslands. Hann fór þangað fyrst sumarið 1991, aðallega til að reyna jeppa sem hann var nýbúinn að kaupa sér. Hann hreifst af landinu og ferðin varð að alvöru vinnuferð. Hann ferðaðist næstu tvö sumur aftur um landið. Nú á hann myndir í myndabók um ísland og í mars opnaði hann sýningu í listasafninu í Biel í Sviss á íslandsmyndum. Myndirnar á sýningunni eru allar svart-hvítar. „Stemmningin í lands- laginu kemur betur fram í svart- hvítu,“ sagði Paoluzzo. „Landslagið er leyndardómsfullt og rólegt á yfír- borðinu en undir niðri er mikið að gerast. Það á betur við mig að vinna í svart-hvítu, auk þess sem veðrið var ekki alltaf til þess fallið að nota lit.“ Það eru 55 myndir á sýn- ingunni alls staðar að af landinu. Margar þeirra eru dimmar og held- ur drungalegar. Hvergi sést lifandi sála. „Það er ekkert fólk á íslandi," sagði Paoluzzo, bara hálfpartinn í gríni. „Það er lítil hætta á að ein- hver flækist allt í einu fyrir þegar maður tekur landslagsmyndir þar.“ Paoluzzo gerði myndirnar í ljós- myndabókina í lit. Nú gælir hann við þá hugmynd að gera einnig bók í svart-hvítu. En fyrst þarf að finna útgefanda í Sviss eða Þýskalandi. „Mig vantar enn vetrarmyndir frá Islandi en held að það sé erfitt að fá gistingu úti á landi yfir vetrar- mánuðina. Sumarhótelin eru öll iok- uð.“ Paoluzzo lærði ljósmyndun í ijós- myndaskólanum í Vevey í Sviss. íslandssýningin er áttunda einkar sýningin hans. Hún verður opin tií 3. apríl. Hann hefur tekið þátt í sex hópsýningum í Sviss og myndi gjarnan vilja sýna á íslandi. Um þessar mundir vinnur hann að verk- ALOE VERA FRA JASON Lækningamáttur ALOE VERA jurtarinnar er nú á allra vitoröi. Reynsla þeirra, sem nota ALOE VERA snyrtivörur frá JASON, er hreint ótrúleg. Gel með 98% ALOE VERA. Notast gegn bruna, psoríasis, exemi, ýmsum tegundum útbrota, tognun, æðahnútum, kláða o.fl. Áríðandi: Aðeins ALOE VERA gel án kemískra ilm- og iitarefna gefur ALOE VERA frá JASON fæst í ai

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.