Morgunblaðið - 22.03.1994, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
45
V/SA
25% afsláttur
afbaðinnréttingum til mánaðamóta
Mávainnréttingar,
Kænuvogi 42, sími 688727.
Sérsmíðum eldhús-, bað- og fataskápa
Opið til kl. 22 í kvöld.
Öryggur sigur A-sveitar TR
SEINNI hluti deildakeppni Skáksambands ísland fór fram í húsnæði
Taflfélags Reykjavíkur 11. og 12. mars sl. 30 sveitir tóku þátt í
keppninni víðs vegar af landinu. í 1. deild var sigur Taflfélags
Reykjavíkur mjög afgerandi. A-sveit félagsins sigraði með 42 vinn-
inga og B-sveitin varð í öðru sæti með 3216 vinning. í þriðja sæti
varð A-sveit Skákfélags Akureyrar með 31 vinning.
í annari deild sigraði A-sveit
Taflfélags Kópavogs með 26 vinn-
inga og flyst því í fyrstu deild að
ári. í öðru sæti varð B-sveit Skákfé-
lags Akureyrar með 25‘/2 vinning
og í þriðja sæti varð D-sveit Tafifé-
lags Reykjavíkur með 24'/2 vinning.
í þriðju deild sigraði G-sveit Tafl-
félags Reykjavíkur, í öðru sæti varð
Taflfélag Vestmannaeyja og í þriðja
sæti B-sveit Taflfélags Hellis.
G-sveit Taflfélags Reykjavíkur flyst
ekki upp í 2. deild þrátt fyrir sigur
þar sem reglur kveða svo á að hvert
félag má aðeins hafa tvær sveitir
í 1. og 2. deiid. Því flyst Taflfélag
Vestmannaeyja í 2. deild.
í fjórðu sveit varð Skákfélag
Selfoss og nágr. í 1. sæti og flyst í
3. deild að ári. B-sveit Taflfélags
Akraness varð í öðru sæti og Skák-
samband Austurlands í þriðja.
■ SKÓLAFÉLAG Sam-
vinnuháskólans heldur sína ár-
legu söngvakeppni, Bifróvision, á
Hótel Borgarnesi laugardaginn
26. mars nk. Bifróvision er og
hefur verið árviss viðburður í
skólalífi Samvinnuháskólans til
margra ára. Veitt eru verðlaun
fyrir bestu frammistöðu umboðs-
manns. Auk þess eru að sjálfsögðu
veitt verðlaun fyrir besta lagið og
einnig besta klæðnaðinn.
■ A FUNDl Oddvita Héraðs
og Borgnríjarðar eystri sem
haldinn var á Hallormsstað 10.
þ.m. var fagnað þeim samgöngu-
bótum sem felast í snjómokstri
yfír Möðrudalsöræfi. Jafnframt
skorar fundurinn á samgönguráð-
herra að vegurinn frá Egilsstöðum
og norður um fjöll verði uppbyggð-
ur og lagt verði til hans fé úr stór-
framkvæmdasjóði svo heilsárs-
tenging milli Norður- og Austur-
lands verði lokið sem allra fyrst.
„Lagt verður verulegt fjármagn í
þetta verk nú á þessu ári og því
skorum við á samgönguráðherra
að áfram verði haldið af sama
þunga þar til þessu verki verði að
fullu lokið,“ segir í samþykkt odd-
vitafundarins.
iislaspilara, tvöföldu kassettutæki, útvarpi, góöum
hótölurum, fullkominni fjarslýringu og innbyggðum vekjara ó fróbæru verði - Goldsfar FFH-333L
ASeins 44.900,- kr.
e5a 39.900,* stgr.
SKIPHOLTl 19
SÍMI 91-29800
Nýtt met Æfingaskóla KHÍ
___________Skák________________
Margeir Pétursson
ÆFINGASKÓLI Kennara-
háskóla fslands vantaði aðeins
einn vinning upp á að sigra
með fullu húsi I sveitakeppni
Grunnskóla í Reykjavík sem
fram fór um helgina. A sveit
skólans hlaut 35 vinninga af
36 mögulegum, það var aðeins
B sveit Æfingaskólans sem
tókst að klípa vinning af sveit-
inni í fyrstu umferð. í sigur-
sveitinni voru þeir Arnar
Gunnarsson, Bragi Þorfinns-
son, Björn Þorfinnsson og Odd-
ur Ingimarsson.
Úrslit:
1. Æfíngaskóli KHÍ, A sveit 35 v.
2. Hlíðaskóli 25>/2 v.
3. Æfíngaskóli KHÍ, B sveit 24'h
v.
4. Hólabrekkuskóli, A sveit 23 Vi
v.
5. Hólabrekkuskóli, B sveit 21 v.
6. Breiðagerðisskóli 19 Vi v.
7. Fossvogsskóli 18'/2 v.
8. Rimaskóli I8V2 v.
9. Breiðholtsskóli, A sveit 18 v.
10. Vesturbæjarskóli 17‘/2 v.
11. Seljaskóli 17 v.
12. Grandaskóli, A sveit 16 v.
13. Ártúnsskóli, A sveit 15'/2 v.
14. Grandaskóli, B sveit 15'A v.
15. Hagaskóli 15 Vi v.
16. Laugamesskóli 15 v.
17. Breiðholtsskóli, B sveit 15 v.
18. Miðskólinn 14‘/2 v.
19. Ártúnsskóli, B sveit 13'/2 v.
Umhugsunartíminn var hálf-
tími á skákina. Skákstjórar vora
Ólafur H. Ólafsson og Ríkharður
Sveinsson.
Tveir náðu jafntefli við
Jóhann
Jóhann Hjartarson, stórmeist-
ari, tefldi fjöltefli við börn og
unglinga á aldrinum 7—14 ára
úr Kópavogi í síðustu viku. Fjöl-
teflið var á vegum Skákskóla ís-
lands og fór fram í félagsheimili
Taflfélags Kópavogs að Hamra-
borg 5, 3. hæð. Jóhann vann 14
skákir, en tveir náðu jafntefli,
þeir Einar Hjalti Jensson, 13 ára,
og Sigurður Heiðar Höskuldsson
sem aðeins er átta ára gamall.
Skákkennsla TK er á þriðju-
dögum kl. 17 til 18.30 og hvetur
stjórn TK bæði stelpur og strákar
til að mæta. Ókeypis er á æfíng-
amar. Á æfingunum eru bæði
mót og uppákomur og þriðjudag-
inn 22. mars verður haldið páska-
eggjamót.
Hraðskákmót Kópavogs fór
fram að loknu skákþinginu. Röð
efstu manna varð þessi:
1. Tómas Björnsson 17‘/2 af 19
mögulegum
2. Hlíðar Þór Hreinsson 17 v.
3. Haraldur Baldursson 15 v.
4. Sölvi Jónsson 14 v.
5. Gunnar Freyr Rúnarsson 12*/2 v.
Skákkeppni stofnana og
fyrirtækja
Árlegu móti stofnana og fyrir-
tækja lauk fyrir skömmu. Þátt-
taka var dræmari en oft áður, í
A flokki mættu t.d. aðeins níu
sveitir til leiks og vora þær flest-
ar skipaðar öflugum og reyndum
skákmönnum. Röð hinna efstu
varð þannig:
A flokkur:
1. íslandsbanki 30‘/2 v. af 36.
2. Búnaðarbankinn 27‘/2 v.
3. Landsbankinn 24 v.
í sigursveit íslandsbanka vora
þeir Björgvin Jónsson, Björn Þor-
steinsson, Þráinn Vigfússon,
Gunnar Gunnarsson, Jón G. Bri-
em og Gunnar Björnsson. Á hrað-
skákmóti í A flokknum sigraði
sveit Sýslumannsins í Reykjavík,
en íslandsbanki varð að láta sér
nægja annað sætið.
Austurlandsmótið
Svæðamót Austurlands fór
fram á Reyðarfirði. Skákmeistari
Austurlands varð Sverrir Unnars-
son sem var þó stigalægstur kepp-
enda. Hann 0g Viðar Jónsson
hlutu jafnmarga vinninga, en
Sverrir var hærri á Bucholz—stig-
um. Hann lagði Viðar að velli í
úrslitaskák í síðustu umferð. Röð
efstu manna varð þessi:
1. Sverrir Unnarsson 4 v. af 5
2. Viðar Jónsson 4 v.
3. Jónas A. Þ. Jónsson 3‘/2 v.
4. Jóhann Þorsteinsson 3 v.
5. Gunnar Finnsson 2'/2 v.
Skákþing íslands 1994
Keppni í áskorenda— og opn-
um flokki á Skákþingi Islands
1994 hefst nk. laugardag kl. 14
í Skákmiðstöðinni Faxafeni 12.
Teflt verður á hveijum degi fram
til mánudagsins 4. apríl, sem er
annar í páskum. Frí er á Skírdag,
31. mars.
í áskorendaflokki er teflt um
tvö sæti í landsliðsflokki í haust.
Keppni er heimil þeim sem hafa
1800 stig eða meira, auk þess
eiga unglingameistari íslands
1993 og kvennameistari íslands
1993 þátttökurétt. Einnig tveir
efstu menn í opna flokknum í
fyrra og efstu sex menn svæða-
móta sem skilgreind eru af stjórn
Skáksambands íslands. Það má
vænta afar harðrar baráttu í
áskorendaflokknum um landsliðs-
sætin tvö. Stjórn SÍ hefur úthlut-
að tveimur boðssætum sínum í
landsliðsflokkinn til Skákþings
Vestfjarða og Skákþings Norð-
lendinga. Þar með er ljóst að
enginn getur verið öraggur um
þátttöku nema vinna sér réttinn.
Öllum er heimil þátttaka í opna
flokknum. Auk venjulegra verð-
launa fá tveir qfstu sæti í áskor-
endaflokki að ári, óháð stigatölu.
Öðlingamót TR
Öðlingamótið er fyrir skák-
menn um fertugt og eldri og hef-
ur verið afar vel látið af þessum
mótum síðan þau hófust. Mótið
hefst miðvikudaginn 23. mars kl.
19.30 í skákmiðstöðinni Faxafeni
12 og er öllum opið sem uppfylla
ofangreind aldursskilyrði. Tefldar
verða sjö umferðir eftir Monrad
kerfí, umhugsunartíminn er ein
og hálf klukkustund á 30 leiki
og síðan hálftími til að ljúka skák-
inni. Ólafur Ásgrímsson, alþjóð-
legur skákdómari, hefur verið
umsjónarmaður öðlingamótanna
og sagði hann að teflt yrði einu
sinni í viku að jafnaði, en mótinu
ætti að ljúka 4. maí. Viku seihni
verður síðan hraðskákmót og
verðlaunaafhending.
er ódýr og örugg
leið til að kynnast
nýju fólki.
Með einu símtali getur þú á
þægilegan og skemmtilegan
hátt hlustað á skilaboð frá
fólki í leit að félagsskap.
Vertu með á
SÍMAstefnumótinu.
Verð 39.90 kr. mínútan.
99 1895
HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN
Laufásvegi 2 • sími 17800
Þæfing
28., 29. og 30. mars
kl. 19.30 - 22.30.
Kennari: Anna Þ.
Karlsdóttir.
Ásaumur í vél
26. og 27. mars
9. og 10. apríl
kl. 10 - 13.45.
Kennari: Hanne
Hintze.
Dúkaprjón
9. apríl - 14. maí
kl. 10 - 13.
Kennari: Ragna
Þórhallsdóttir.
Fatasaumur
13. apríl - 11. maí
kl. 19.30 - 22.30.
Kennari:Herdis
Kristjánsdóttir.
Útskurður
11. apríl - 9. maí
kl. 19.30 - 22.30.
Kennari: Bjarni
Kristjánsson.
Pappírs- og korta-
gerð
5., 6., 12. og 13. apríl
kl. 19.30 - 22.30.
Kennari: Þorgeröur
Hlöðversdóttir.
Prjóntækni
6. apríl - 4. mai
kl. 19.30 - 22.30.
Kennari: Ragna
Þórhallsdóttir.
Námskeið fyrir foreldra og börn
Körfugerð (4 sk.) Pappírsgerð (2 sk.)
7. apríl - 5. maí (fim.) 9. og 10. apríl (helgi)
kl. 19.30 - 21.30 kl. 15 - 18
fyrir börn 8 ára og eldri. fyrir börn 8 ára og eldri.
Kennari: Margrét Kennari:
Guðnadóttir. Þorgerður Hiöðversdóttir.
Myndvefnaður (5 sk.) Smfði (4 sk.)
16. apríl - 14. maí (lau.) 16. apríl - 7. mai (lau.)
kl. 10 - 12 kl. 1Ö - 12
fyrir börn 7 ára og eldri. fyrir börn 11 ára og eldri.
Kennari: Kennari:
Elínbjört Jótisdóttir. Bjarni Kristjánsson.
Til að fá frekari upplýsingar vinsamlegast hringið á skrifstofu
skólans í síma 17800 mánud. - fimmtud., milli kl. 13 og 15
eða til skólastjóra milli kl. 10 og 12 í síma 21913.
Öll kennsla fer fram í húsi Heimilisiðnaöarfélagsins á Laufásvegi 2.
V^terkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!