Morgunblaðið - 22.03.1994, Síða 48

Morgunblaðið - 22.03.1994, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 Farsi Ást er... ... LITAKORT BLEIKT BLÁTT GRÆNT að leyfa henni að skipta afh]r og aftur um skoð- un. TM Reg. U.S Pat Offall rights reserved ° 1993 Los Angeles Times Syndicate Ég er á móti bláum myndum Ct í sjónvarpi, því þá þarf ég alltaf að vera að slökkva á súpan sem við eigum að tækinu. borða í kvöld. HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Stofnum félag nm heilbrigdistækni Frá Vilhjálmi Guðjónssyni: Hvað er heilbrigðistækni? spyr sjálfsagt einhver. Heilbrigðistækni er sú tækni sem tengist líf- og læknisfræði. Hún er bæði fræðileg og verkleg og tengist því sem á ensku er kallað „biomedical eng- ineering“. Hún nær yfir allt ferlið hvernig mæli- og meðferðartæki eða hugbúnaður verður til, allt frá rannsóknum til notanda. Hún fjall- ar um aðferðafræði, öryggismál, gæðakröfur, skipulag og fleira. Víða erlendis er heilbrigðistækni orðin sérstök atvinnugrein og umfangsmikill iðnaður. Undirbúningsnefnd hefur starf- að frá því fyrir áramót við að móta starfsreglur og skilgreina starfsvettvang félagsins. í þessari nefnd starfa tæknimenn af spítöl- um, sölumaður lækningatækja og stoðtækjasmiður. Hugmyndin er sú að þarna verði mjög breiður hópur með mismunandi menntun og mismunandi áhugasvið sem eru þó öll tengd heilbrigðismálum á einhvern hátt. Þarna geta þessir hópar í fyrsta sinn á íslandi miðl- að þekkingu sín á milli. Stoðtækja- smiðurinn gæti til dæmis leitað til tæknimanna á spítölum með vandamál, t.d. varðandi mælingar og/eða greiningar, fengið ráðlegg- ingar og öfugt. Læknar gætu leit- að til iðnaðarfyrirtækja með hug- myndir sem þeir hafa að tækjum og þannig gæti samstarfið nýst öllum aðilum. Ástæðan fyrir því að nauðsyn- legt er að stofna sérstakt félag um heilbrigðistækni er ört vaxandi Gagnasafn Morgimbladsins Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morg- unblaðið áskilur' sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirt- ingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrii'vari hér að lútandi. áhugi fyrir þessum málum. Með því að miðla upplýsingum og koma á samböndum manna á milli gætu þróun, rannsóknir og þekking auk- ist á þessu sviði. Hveijir gætu haft áhuga á þessu framtaki? Sviðið er breitt og erfitt að segja hveijir eiga þangað er- indi og hveijir ekki. Tæknimennt- að fólk með áhuga á líf- eða lækn- isfræði eða fólk úr heilbrigðiskerf- inu með tækniáhuga er líklegt. Starfsfólk tæknideilda og annarra tæknivæddra deilda á sjúkrahús- um, fyrirtækjum, eða einstakling- ar sem tengjast beint eða óbeint iðnaðarframleiðslu og viðskiptum á heilbrigðistæknisviðinu. Stofnfundur verður haldinn í Gerðubergi föstudaginn 25. mars klukkan 15. Á dagskrá verða auk stofnunar félagsins nokkrir stuttir fyrirlestrar. Viktor Magnússon, rafeindatæknir á Landspítalanum, mun tala um „Nýja tækni í heil- Frá Sigurði P. Gíslasyni: Nýlega var úthlutað styrkjum úr Menningar- og framfarasjóði Lud- vigs Storrs. Alls var úthlutað 5 milljónum króna. Tilgangur sjóðs- ins er samkvæmt stofnskrá: „Að stuðla að framförum á sviði jarð- efnafræði, byggingariðnaðar og skipasmíða með því að styrkja vís- indamenn á sviði jarðefnafræða, verkfræðinga, arkitekta, tækni- fræðinga og iðnaðarmenn til fram- haldsnáms, svo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtufn úrlausn- arefnum í þessum greinum.“ Stjórn sjóðsins ákvað að þessu sinni að afla umsókna sem sam- ræmdust vel skipulagsskrá sjóðs- ins. Af þeim umsóknum var ákveð- ið að styrkja eftirtalda íjóra aðila: Límtré hf., kr. 1.500.000 til verkefnisins „Límdar samsetning- ar á timburvirkjum og prófanir á þeim“. Útgerðartækni hf., kr. 1.300.000 til verkefnisins „Ventla- brigðisþjónustu", Kristinn Sig- valdason, svæfingarlæknir á Borg- arspítalanum, mun tala um „Þarf- ir notenda fyrir tækniþjónustu", Þórður Helgason, verkfræðingur á Landspítalanum, mun tala um „Nýsköpun í heilbrigðistækni" og Erla Rafnsdóttir, markaðsstjóri hjá Össuri hf., mun tala um mark- aðssetningu. Undirbúningsnefndin setti upp lista yfir þá einstaklinga og þau fyrirtæki sem hún taldi að hefðu áhuga á málinu og sendi þeim bréf með fundarboði. Þar sem sá listi er engan veginn tæmandi kynnum við þessi mál hér. Allir sem áhuga hafa á tæknimálum sem tengjast á einhvern hátt heil- brigðissviði eru velkomnir meðan húsrými leyfir. Aðgangur er ókeypis. VILHJÁLMUR GUÐJÓNSSON, stoðtækjasmiður hjá Össuri hf. snúningsmælir“. RT hf., kr. 1.200.000 til verk- efnisins „Stöðugleikamælir“. Línuhönnun hf., kr. 1.000.000 til verkefnisins „Tæknilegir eigin- leikar íslenskra bergtegunda". Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storrs var formlega stofn- aður árið 1979 og er í vörslu Há- skóla íslands. Ludvig Storr var fæddur í Kaupmannahöfn 21. október 1897. Að loknu verslunar- prófi sneri hann sér að gleriðnaði, sem forfeður hans höfðu lagt stund á um aldaraðir. Árið 1922 fluttist hann til Reykjavíkur og stofnaði hér byggingarvöruverslun með glersölu og glerslípun sem sérgrein. Hann var mikill félags- málamaður og einkum lét hann til sín taka í ýmsum félagsskap Dana hérlenedis og var aðalræðismaður Dana frá 1956 til dauðadags, 19. júlí 1978. SIGURÐUR P. GÍSLASON hjá Háskóla íslands. Fimm milljónum úthlutað úr Menningar- og fram- farasjóði Ludvigs Storrs // BLÓðð! ... HAðJ/PA \AVAOA VINKONU ? * Yíkveiji skrifar T-kað er héraðsdýralæknum til æt lítils sóma að neita að mæta á fundi sem yfirdýralæknir boðaði til um heilbrigðismál í slát- urhúsum á evrópska efnahags- svæðinu á þeirri forsendu, að þeir fengju ferðakostnað og dagpen- inga ekki greidda úr vösum skatt- greiðenda. Telja héraðsdýralæknar að þeir þurfi ekkert á sig að leggja til þess að gera sjálfa sig hæfari í starfi? Sá hugsunarháttur, sem lýsir sér í viðbrögðum af þessu tagi er af- leitur. Skattgreiðendur eiga ekki að borga allt. Eitt er að greitt sé fyrir því, að námsmenn geti aflað sér menntunar með því að veita þeim aðgang að hagstæðum lánum í lánasjóði námsmanna. Öðru máli gegnir, þegar fólk hefur lokið námi og er í fullu starfi. Þá eiga kröfur þess á hendur sameiginlegum sjóði landsmanna að minnka. Þetta er fáránleg afstaða hjá héraðsdýra- læknum og full ástæða til þess af þessu tilefni að kveða skýrt á um það, að þeir eigi að borga kostnað sem þennan úr eigin vasa. xxx Verð á Kóka Kóla er merkilegur mælikvarði á það, sem er að gerast í verðlagsmálum í landinu. Um þessar mundir kostar tveggja lítra flaska af þessum vinsæla drykk 147 krónur í Hagkaup. Kóka kóla er hins vegar mun dýrara í sjoppum enda eru þær opnarlangt fram á kvöld og væntanlega meiri launakostnaður af þeim sökum. En hvernig má það vera, að Nesti í Fossvogi selji slíka flösku á 170 krónur en Kópavogsnesti á Ný- býlavegi á 210 krónur? X X X Nú ætla framleiðendur nauta- kjöts að koma ,jafnvægi“ á kjötmarkaðinn með því að taka 500 tonn af nautakjöti út af markaðn- um. Hvað ætla þeir að gera við kjötið, sem tekið verður úr sölu? Geyma það? Henda þyí? Telja þeir virkilega að það breyti einhveiju til frambúðar þótt þeim takist að hækka verð með þessum hætti í einhveija mánuði? Auðvitað ekki. Ef framboð af nautakjöti er orð- ið svo mikið, að verðið, sem fyrir það fæst sé langt undir kostnaðar- verði er alveg augljóst, að eina leiðin til þess að koma „jafnvægi“ á markaðinn er að draga úr fram- leiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.