Morgunblaðið - 22.03.1994, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
Grindavík
Prófkjör í
Framsókn
Grindavík.
FRAMSÓKN ARFÉL AGIÐ I
Grindavík hélt prófkjör fyrir
sveitastjórnakosningar um helg-
ina. 453 tóku þátt í því.
Tíu buðu sig fram og var kosn-
ingin bindandi fyrir 3 efstu sætin.
Hallgrímur Bogason varð efstur
með 314 atkvæði í fyrsta sætið og
432 alls, Valdís Inga Kristinsdóttir
varð önnur með 217 atkvæði í
íyrstu tvö sætin og 395 alls og
Sverrir Vilbergsson varð þriðji með
208 atkvæði í fyrstu þtjú sætin og
292 alls. Röð annarra varð eftirfar-
andi: 4. Kristrún Bragadóttir 216
(264), 5. Róbert Tómasson 260
(314), 6. Anna María Sigurðardótt-
ir 228 alls, 7. Símon Alfreðsson 223
alls, 8. Svavar Svavarsson 210 alls,
9. Þórarinn Ólafsson 187 alls og
10. Sigríður Þórðardóttir 159 alls.
Bæjarfulltrúarnir Bjarni Andrés-
son og Halldór Ingvason gáfu hvor-
ugur kost á sér en Framsóknar-
flokkurinn á tvo fulltrúa í bæjar-
stjórn Grindavíkur. Hallgrímur og
Sverrir koma báðir nýir inn á list-
ann ásamt Róberti.
FO
♦ ♦ ♦
Framsókn í Vík
Óbreytt í
4 efstu
sætumim
GUÐMUNDUR Elíasson varð efst-
ur í prófkjöri Framsóknarflokks-
ins í Vík í Mýrdal, sem fram fór
um heigina. Fjórir efstu menn á
listanum skipa núverandi hrepps-
nefnd Mýrdalshrepps. 150 manns
tóku þátt í prófkjörinu sem var
opið og fjórtán buðu sig fram.
Guðmundur Elíasson fékk 118
atkvæði í 1. sæti, Svanhvít Sveins-
dóttir fékk 67 atkvæði í 1.-2. sæti,
Eyjólfur Siguijónsson fékk 89 at-
kvæði í 1.-3. sæti og Sigurður
Ævar Haraldsson fékk 73 atkvæði
í 1.-4. sæti. Þau eiga sæti í hrepps-
iiefnd Mýrdalshrepps.
Næstur er Karl Pálmason sem
fékk 60 atkvæði í 1.-5. sæti, Brand-
ur Guðjónsson fékk 62 atkvæði í 1.
til 6. sæti, Guðný Sigurðardóttir fékk
56 atkvæði í 1.-7. sæti, Njörður
Helgason fékk 55 atkvæði í 1.-8.
sæti, Einar Klemensson fékk 48 at-
kvæði í 1.-9. sæti, Páll Pétursson
fékk 46 atkvæði í 1.—10. sæti, Mál-
fríður Eggertsdóttir fékk 39 atkvæði
í 1.—11. sæti, Matthías Jón Björnsson
fékk 38 atkvæði í 1.-12. sæti, Ásrún
Guðmundsdóttir fékk 22 atkvæði í
1.-13. sæti og Sigurbjörg Tracy fékk
17 atkvæði í 1.-14. sæti.
Kristján Þór Kristjánsson við bílinn, sem virðist nokkuð skemmd-
ur. Gísli, tvíburabróðir Kristjáns, og vinkona hans höfðu farið
úr bílnum fáum mínútum áður.
*
Bíll með tveimur fór í Isafjarðarhöfn
Björgnðu sér á
sundi og klifruðu
upp á bryggju
ísafirði.
TVEIR saulján ára piltar lentu í Isafjarðarhöfn aðfaranótt sunnu-
dags, þegar bíll þeirra fór út af hafskipabryggjunni. Þeir kom-
ust sjálfkrafa út úr bílnum, syntu að bryggjunni og klifruðu upp
eftir hjólbörðunum sem notaðir eru sem stuðpúðar. Þeir ákváðu
að ganga upp á lögreglustöð, til að láta vita af óhappinu, en
fengu far hálfa leiðina með bíl, sem átti leið um. Þeim varð ekki
meint af volkinu
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Bíllinn dreginn úr ísilagðri höfninni morguninn eftir. Ovíst er
hvernig farið hefði ef ísinn hefði legið yfir þegar óhappið varð.
„Við vorum að rúnta um bæinn
og renndum niður á höfn til að
létta á okkur,“ sagði farþeginn í
bílnum, Kristján Þór Kristjánsson
úr Hnífsdal, við Morgunblaðið.
„Við vorum báðir í öryggisbeltum,
en ég var að losa það af mér, um
leið og Torfi stöðvaði bílinn. Þá
gerðist eitthvað, ég fann að bíllinn
byijaði að renna, svo kastaðist
hann til og ég fann fyrir smá höggi.
Svo vissi ég ekkert fyr en bíllinn
lá á hvolfi í sjónum með framend-
ann hallandi niður. Ég reyndi fyrst
að opna hurðina hjá mér, en hún
var blýföst. Við vorum báðir mjög
rólegir og töluðum saman. Við
sáum að afturrúðumar voru upp
úr sjó svo við skriðum aftur þakið
og með sameiginlegu átaki tókst
okkur að opna aðra afturhurðina
og henda okkur út í sjóinn. Við
syntum svo hlið við hlið að hafnar-
kantinum og klifruðum hvor upp
sinn fríholtarenninginn.
Engin umferð var á bryggjunni,
svo við ákváðum að ganga upp á
lögreglustöð og láta vita af okkur.
Ég fór fyrst að finna til mikils
kulda þegar við fórum að ganga á
móti vindinum, en það var um 10
stiga frost þegar þetta skeði og
sjávarhiti um 0 gráður."
Þeir félagarnir voru búnir að
ganga um 300 metra þegar bíll
keyrði fram á þá og tók bílstjórinn
þá upp í og ók þeim á lögreglustöð-
ina. Þangað komu þeir klukkan
1.20. Lögreglan dembdi þeim beint
í bað og dúðaði þá í teppi þar til
komið var með hlý föt á þá að
heiman.
Piltarnir þökkuðu björgunina því
að þeir eru báðir í góðu líkamlegu
formi, en þeir æfa báðir knatt-
spyrnu, og að þeir voru báðir frek-
ar léttklæddir og áttu því betra
með að klifra upp á bryggjuna.
Þannig háttar til á bryggjunni, að
engin ummerki eru um hvar bíllinn
fór útaf önnur en smá bútur af
stuðara, sem lá við bryggjupolla.
Ökumaður bílsins, Torfi Jó-
hannsson, segist ekki geta gert sér
grein fyrir hvað fór úrskeiðis.
Hann var að stöðva bílinn þegar
eitthvað klossfestist og við það
missti hann stjórn á honum. Hann
segir að bíllinn hafi lent á bryggju-
stólpanum og við það hvolfdi hon-
um fram af bryggjukantinum.
Þarna er 6-8 metra dýpi og því
óvíst hvernig farið hefði ef bíllinn,
sem er nýlegur Renault-fólksbíll,
hefði sokkið áður en þeir komust
út.
- Úlfar
Þorlákshöfn
218 kusu hjá D-lista
150 hjá framsókn
SAMEIGINLEGT prófkjör sjálf-
stæðis- og framsóknarmanna var
haldið í Þorlákshöfn Iaugardag-
inn 19. mars. Alls tóku 218 þátt
í prófkjöri D-listans og 150 í próf-
kjöri B-Iistans. í núverandi sveit-
arsljórn Ölfushrepps sitja 3 af
D-lista og 2 af B-lista auk eins
fulltrúa dreifbýlis og eins fulltrúa
af sameiginlegum lista Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags.
Prófkjör sjálfstæðis-
manna á Egilsstöðum
Egilsstöðum.
PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna á Eg-ilsstöðum fór fram um síðustu
helgi. Þátttökurétt í prófkjörinu höfðu allir fullgildir meðlimir Sjálf-
stæðisfélags Fljótsdalshéraðs sem búsettir voru á Egilsstöðum og
náð höfðu 16 ára aldri prófkjörsdagana 18. og 19. mars. Ennfremur
þeir sem kosningarétt eiga í sveitarstjórnarkosningunum og undirrit-
að hafa inntökubeiðni í Sjálfstæðisflokkinn, eða stuðningsyfirlýsingu
við framboð sjálfstæðismanna samhliða þáttöku í prófkjöri.
Efstur varð Einar Rafn Haralds-
son framkvæmdastjóri sem fékk 39
atkvæði í fyrsta sæti og 63 atkvæði
ails, Bjarni Elvar Pjetursson tann-
læknir, nýr maður á lista, lenti í
öðru sæti með 33 atkvæði í annað
sætið og 62 atkvæði alls, Guðmund-
ur Steingrímsson hljóðmeistari lenti
í þriðja sæti með 16 atkvæði í það
sæti og 53 alls. Á eftir þeim komu
fveir nýir menn á lista Sveinn Ingi-
marsson og Hannes Snorri Helga-
son. í 6.-8. sæti lentu síðan Jónas
Þór Jóhannsson, Anna MaríaEinars-
dóttir og Guðjón Sigmundsson. Alls
tóku 66 þátt í prófkjörinu.
„Góður listi“
Efsti maður á lista, Einars Rafns
Haraldssonar, segist ánægður með
listann. Sjálfstæðismenn hafa nú
aðeins einn mann í bæjarstjórn og
telur Einar líklegt að núverandi lista
muni vegna betur í komandi kosn-
ingum.
6 ,p - Ben.S.
Niðurstöður úr prófkjörinu urðu
þessar:
D-listi, 7 efstu sætin.
1. Bjarni Jónsson vélstjóri, 136
atkv. í 1. sæti, 193 alls, 2. Sigurður
Bjarnason skipstjóri, 93 atkv. í 1.
til 2. sæti, 187 alls, 3. Hjörleifur.
Brynjólfsson framkvæmdastjóri,
101 atkv. í 1. til 3. sæti, 183 alls,
4. Kristín Þórarinsdóttir hjúkrunar-
fræðingur, 106 atkv í 1. til 4. sæti,
175 alls, 5. Sesselja Pétursdóttir
verslunarmaður, 122 atkv. í 1. til
5. sæti, 164 alis. 6. Ævar Agnars-
son framleiðslustjóri, 108 atkv. í 1.
til 6. sæti, 129 alls, 7. Jón Davíð
Þorsteinsson vélstjóri, 135 atkv. í
1. til 7. sæti, 135 alls.
B-listi, 7 efstu sætin.
1. Þórður Ólafsson verkamaður,
62 atkv. í 1. sæti, 116 alls, 2. Sigurð-
ur Þráinsson garðyrkjubóndi, 49
atkv. í 1. til 2. sæti, 106 alls, 3.
Þórarinn Snorrason bóndi, 66 atkv.
í 1. til 3. sæti, 117 alls, 4. Ingibjörg
Sverrisdóttir húsmóðir, 55 atkv. í
1. til 4. sæti, 100 alís, 5. Hrönn
Guðmundsdóttir garðyrkjufræðing-
ur, 65 atkv. í 1. til 5. sæti, 102 alls,
6. Sigurður Garðarsson verkstjóri,
78 atkv. í 1. til 6. sæti, 95 alls, 7.
Edda Laufey Pálsdóttir læknaritari,
83 atkv. í 1. til 7. sæti, 88 alls.
Niðurstaða í prófkjöri D-Iistans
er bindandi en hjá B-listanum var
samkomulag fyrirfram um skiptingu
sæta milli dreifbýlis og þéttbýlis, iisti
þeirra verður birtur síðar.
J.H.S.
A
Framtíð garðyrkjunnar á Islandi
Lækkun raforku-
verðs tíl greinar-
innar er lykilatriði
Hveragerði.
IÐNAÐARRÁÐHERRA, Sighvatur Björgvinsson, kom til
fundar með garðyrkjubændum í Hveragerði í gær, mánu-
dag, en tilefni fundarins var að kynna fyrir ráðherra þá
möguleika sem aukin raflýsing býður upp á fyrir þessa
grein. Niðurstaða fundarins varð sú að ráðherra bauðst
til að láta athuga sérstaklega hvaða möguleikar og rök
séu fyrir lækkun á raforkuverði til greinarinnar. Verður
þetta gert í náinni samvinnu milli garðyrkjubænda og
iðnaðarráðuneytisins.
Kjartan Ólafsson, formaður
Sambands garðyrkjubænda,
sagði á fundinum með iðnaðar-
ráðherra að ástæða hefði þótt
til að kynna betur fyrir ráða-
mönnum þá möguleika sem raf-
lýsing gefur, en með henni
mætti bæði jafna út framboðið
og auka afkastagetu innan
greinarinnar. Samband garð-
yrkjubænda hefur lagt hug^
myndir sínar fyrir Landsvirkjuri
og aðra hlutaðeigandi, en við-
brögð þar voru ekki uppör-
vandi, hvorki í verði né öðrum
skilmálum. Frumathuganir
sýna að Landsvirkjun þarf ekki
að leggja út í neinn kostnað þar
sem dreifikerfi RARIK myndi
fullkomlega anna þeirri eftir-
spurn sem af aukinni nýtingu
hlytist.
Björn Guðjónsson garðyrkju-
bóndi sagði á fundinum að ef
engin lýsing væri í sinni stöð
þá yrðu þar aðeins þtjú árs-
verk, en með þeirri lýsingu sem
nú er getur hann veitt sjö
manns atvinnu allt árið.
í landinu eru nú um 115
garðyrkjubýli sem skapa um
450 ársverk. garðyrkjan nýtur
engra styrkja frá hinu opinbera,
enda þótt vitað sé að stuðningur
við garðyrkju innan Evrópu-
sambandsins sé allt að 25%.
A.H.