Morgunblaðið - 22.03.1994, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
51
Prófkjör Alþýðuflokksins í Keflavík/Njarðvík og Höfnum
Fyrrverandi bæjarstjóri
hafnaði sæti á listanum
Keflavík.
VILHJÁLMUR Ketilsson, skólastjóri, fyrrverandi bæjarstjóri og
bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Keflavík ákvað á sunnudag, þegar
úrslit lágu fyrir í prófkjöri flokksins fyrir komandi bæjarsljórnar-
kosningar í nýju sameinuðu bæjarfélagi, Keflavík, Njarðvík og
Höfnum, að taka ekki sæti á listanum. Vilhjálmur hafnaði í öðru
sæti og hefði samkvæmt prófkjörsreglum átt að taka þriðja sætið
þar sem annað sætið var ætlað þeim Njarðvíkingi sem flest at-
kvæði fengi. Anna Margrét Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi hlaut
flest atkvæði í fyrsta sætið, en alls tóku 2.349 þátt í prófkjörinu.
Hjalti Öm Ólason, formaður full-
trúaráðs Alþýflokksfélaganna í
Keflavík, Njarðvík og Höfnum,
sagðist hafa fengið skriflega yfírlýs-
ingu frá Vilhjálmi Ketilssyni á
sunnudag þess efnis að hann myndi
ekki taka sæti á listanum þar sem
hann hefði ekki fengið stuðning í
fyrsta sætið. Hjalti Örn sagði að
fulltrúaráðið myndi leggja til að
frambjóðendur yrðu færðir upp um
eitt sæti á listanum. Hjalti Örn sagði
að meiin væru ákaflega ánægðir
með hversu mikil og góð þátttaka
hefði verið í prófkjörinu og greini-
legt að miklir straumar væra til
flokksins.
„Þessi úrslit urðu mér mikil von-
brigði. Ég stefndi á fyrsta sætið en
fékk ekki stuðning i það og í ljósi
þess hef ég ákveðið að draga mig
í hlé,“ sagði Vilhjálmur Ketilsson í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Alls tóku 22 frambjóðendur þátt
í prófkjörinu, atkvæði greiddu 2,349
og þar af voru 31 ógilt. Úrslit urðu
þau að Anna Margrét Guðmunds-
dóttir, Keflavík, hlaut 650 atkvæði
í 1. sæti og 1.777 atkvæði alls, Vil-
hjálmur Ketilsson, Keflavík, hlaut
Átök í umferðinni
TIL átaka kom síðdegis á sunnudag milli tveggja manna við hringtorg
i Mosfellsbæ eftir að bíll sem annar þeirra, maður á miðjum aldri,
var farþegi í hafði skömmu áður að sögn hins, pilts um tvítugt, svín-
að fyrir bíl hans. Við átökin féilu mennirnir í götuna og hafði piltur-
inn hinn undir. Báðir aðilar sneru sér til lögreglu með kærur.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var aðdragandi átakanna
sá að leið bílanna hafði skorist á
gatnamótum í Mosfellsbæ og hafði
þá annar ökumaður brotið biðskyldu
á hinum. Þeim síðarnefnda, piltinum,
tókst naumlega að forðast árekstur
á glerhálli götunni með því að aka
út fyrir veg. Hinn stöðvaði hins veg-
ar ekki og gramdist piltinum það,
elti bílinn, komst upp að hlið hans á
hringtorgi og þvingaði hann út í
kant. Síðan kom til átaka milli hans
og manns sem var farþegi í hinum
bílnum og veltust þeir um í vegar-
kantinum um stund en hættu síðan
og hélt hvor í sína átt.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
höfðu henni borist kærar frá báðum
málsaðilum vegna framferðis hins.
Hvorugur mun hins vegar hafa
meiðst eða orðið fyrir öðru tjóni.
Frá því Hjúkrunarheimilið var
opnað hafa 360 einstaklingar notið
dvalar þar, til lengri eða skemmri
tíma. Fjöldi legudaga er orðinn
181.500. Árið 1983, sem var fyrsta
lieila starfsárið, voru 153 einstak-
lingar innritaðir. Þá dvöldu einstak-
lingar oft stutt og mikið var um
hvíldarinnlangir, en 1993, tíu árum
seinna, voru 40 einstaklingar lagðir
inn. Þeir sem lagðir eru inn í Sunnu-
hlíð í dag eru mun meiri hjúkrunar-
sjúklingar en þeir sem lagðir voru
inn fyrir tíu áram og þarfnast mun
meiri aðhlynningar. Árið 1983 dvaldi
797 atkvæði í 2. sætið og 1.473
atkvæði alls, þriðji varð Ragnar
Halldórsson, Njarðvík, með 872 at-
kvæði og 1.257 atkvæði alls, Hilmar
Hafsteinsson, Njarðvík, varð fjórði
með 844 atkvæði og 1.308 atkvæði
alls, fimmti varð Kristján Gunnars-
son, Keflavík, með 871 atkvæði og
1.048 atkvæði alls, og í sjötta sæti
varð Reynir Ólafsson, Keflavík, með
899 atkvæði og 1.047 atkvæði alls,
í sjöunda sæti varð Bjöm H. Guð-
björnsson með 686 atkvæði, áttundi
varð Jón B. Helgason með 660 at-
kvæði, níundi Olafur Thordersen
með 676, tíundi Haukur Guðmunds-
son með 621 atkvæði og í ellefta
sæti varð Bergþóra Jóhannsdóttir
með 603 atkvæði.
-BB
Einarvarð
efstur í
Garðabæ
EINAR Sveinbjörnsson veður-
fræðingur, varð í fyrsta sæti í
skoðanakönnin Framsóknar-
flokksins sem fram fór um helg-
ina vegna bæjarsljórnarkosning-
anna í vor. Við síðustu sveitar-
sljórnarkosningar bauð flokkur-
inn fram sameiginlega með Al-
þýðubandalagi og Samtökum um
kvennalista.
Sjö manns tóku þátt í forvali
Framsóknarflokksins, Árni Geir
Þórmarsson, Einar Sveinbjömsson,
Gunnar Jón Ingvason, Hilmar
Bjartmars, Inga Hrönn Hjörleifs-
dóttir, Ólöf Pálína Úlfarsdóttir og
Sigurður P. Sigmundsson. 131 tók
þátt i forvalinu.
Eftir er að raða niður á framboðs-
listann en fýrsta sætið er bindandi
fyrir kjörnefndina.
í matsal
Sr. Þorbergur Kristjánsson hefur annast prestsþjónustu í Sunnuhlíð
um 10 ára skeið. Hér er hann á spjalli við dvalargesti í matsal hjúkr-
unarheimilisins.
Sunnuhlí ð í Kópavogi
fagnar 15 ára afmæli
FIMMTÁN ÁR eru liðin frá því haldin var stofnfundur Hjúkrunarheim-
ilis aldraðra í Kópavogi. Kópavogsbúar söfnuðu sjálfir fyrir heimilinu
með frjálsum framlögum og nú rekur Sunnuhlíð umfangsmikla starf-
semi fyrir eldri borgara. Þar er Iljúkrunarheimilið, dagdvöl fyrir eldri
borgara, sjúkraþjálfun, hár- og fótsnyrtistofa, verslun, matsala o.fl.
en auk þess reka Sunnuhliðarsamtökin alls 108 verndaðar þjónustu-
íbúðir fyrir aldraða í þremur byggingum.
hver einstaklingur að jafnaði 78,3
daga í hjúkrunarheimilinu, en 1993
voru dvalardagar að jafnaði 204,5.
Þjónustan aukin
Stjórn Sunnuhliðar hefur ákveðið
að auka við þjónustu sína og veita
upplýsingar um valkosti eldra fólks
þegar það hyggst skipuleggja líf sitt
og lífsafkomu á ævikvöldi. Stjórnar-
formaður Sunnuhlíðar, Ásgeir Jó-
hannesson, mun hafa sérstaka við-
talstíma tvisvar í viku, á mánudög-
um kl. 11-12 og miðvikudögum kl.
15-16.
Það eru 12 og 13 ára nemendur
í gagnfræðaskóla í Formia, bæ sem
er á milli Rómar og Napólí, sem
sendu bréfíð. Kennari þeirra í sögu
og landafræði hyggst aðstoða þau
við að setja upp Islandssýningu og
hefur óskað eftir litskyggnum,
myndböndum, veggspjöldum, frí-
merkjum, mynt, seðlum, bæklingum
og öllu því sem nota má til kynning-
ar á landi og þjóð. Þess í stað býður
hann ýmis konar efni frá Ítalíu. í
bréfí sínu segist kennarinn, Bar-
tolomeo Pianese, vera orðinn
áhyggjufullur af því að ekki takist
að setja upp sýninguna og furðar
hann sig jafnframt á hinum dræmu
viðbrögðum hérlendis. Send voru
bréf til Útflutningsráðs, Iceland
Rewiew, ítölsku ræðismannsskrif-
stofunnar, íslenskra mátvæla, Flug-
leiða, Hitaveitu Suðurnesja, Sölu-
sambands íslenskra fiskframleið-
enda, Osta- og smjörsölunnar og
Náttúrugripasafnsins á Akureyri, til
að nálgast sem fjölbreyttastar upp-
lýsingar um land og þjóð. Engin
svör höfðu borist þann 16. þessa
mánaðar og biðja Pianese og nem-
endur hans, sem skrifa á ensku, les-
endur Morgunblaðsins um aðstoð.
Heimilisfangið er:
Prof. Pianese Bartolomeo,
Classe 2 C,
Scuola Media „Pollione"
04023 Formia - LT - Italy
Óska aðstoðar
ÞESSIR ítölsku skólakrakkar óska aðstoðar við að setja upp sýningu
um ísland. Hingað til hefur verið fátt um svör frá islenskum fyrir-
tækjum.
Itölsk börn óska aðstoðar við Islandskyimingu
Dræmar undir-
tektir fyrirtækja
ÞEIR sem áhuga hafa á að kynna Island á erlendri grund, virðast
geta lent í hinum mestu erfiðleikum með að koma á tengslum við
þá aðila hérlendis sem að landkynningu starfa. Morgunblaðinu barst
nýlega bréf frá ítölskum skólakrökkum og kennara þeirra sem sögðu
viðleitni sína til að fá kynningarefni frá Islandi engan árangur hafa
borið og höfðu þau þó leitað til ýmissa fyrirtækja, sem ætla skyldi
að létu sig málið varða. Hópurinn hyggst halda sýningu um Island
í júní og segir nú lítinn tíma til stefnu.
11. leikvika, 19. mars 1994
Nr. Leikur:
Röðin:
1. Aston Vitla - Oldham - - 2
2. Leeds - Coventry 1 - -
3. Liverpool - Cheisca 1 - -
4. Man. City - Sheff. Utd - X -
5. QPR - Wimbledon 1 - -
6. Southampton - Arsenal - - 2
7. Swindon - Man. Utd. - X -
8. Tottenham - Ipswich - X -
9. West Ham - Newcastle - - 2
10. Brístol C. - Portsmouth 1 - -
11. Notth For. - Bolton 1 - -
12. Oxford - Tranmere 1 - -
13. Southend - Stoke - X -
Heiidarvinningsupphæðin:
120 milljón krónur
13 réttin 920.760 n kr.
12 réttin 14.460 i kr.
11 réttir: 950 i kr.
10 réttir: 250 i kr.
£ __
fOLTINN
11. leikvika, 20. mars 1994
Nr. Leikur:
Röðin:
1. Cagliarí - Sampdoria - X -
2. Foggia - Roma - X -
3. Genoa - Udinese 1 - -
4. Juventus - Parma
5. Lazio - Napoli
6. Leccc - Crcnione.se
1 - -
1 - -
- - 2
7. Milan - Inter . 1
8. Piacenza - Atalanta 1
9. Reggiana - Torino 1
10. Empoli - Bologna 11. Mantova - Carrarese 12. Perugia - Reggina 13. Pistoiese - Fiorenzuola - X - 1 - - 1 - - - X -
Heildarvinningsupphæðin:
18,0 milljón krónur |
13 réttin 19.980 Jkr.
12 réttir: 1.110 J kr.
11 réttin 0 J kr.
10 réttin 0 J kr.
Austfirsku
Olympíu-
leikarnir
Egilsstöðum.
LILLEHAMMER-leikunum er
lokið í Noregi og þá taka við sk.
Austfirsku ólympíuleikarnir á
íslandi. Leikar þessir eru árviss
uppákoma austfirskra fram-
haldsskólanema. Þeir voru að
þessu sinni haldnir á Egilsstöðum
um síðustu helgi. Opnunaratriði
leikanna vakti ntikla athygli þar
sem hlaupið var með ólymíueld
tvo hringi í salnum og þjóðsöng-
urinn hljómaði um salinn.
Mættir voru til leiks Framhalds-
skóli Austur-Skaftafellssýslu,
Verkmenntaskóli Austurlands,
Menntaskólinn á Egilsstöðum og
Alþýðuskólinn á Eiðum. Keppt var
í hefðbundnum íþróttagreinum eins
og körfubolta, fótbolta og hand-
bolta. Ennfremur var keppt í óhefð-
bundnari greinum eins og troðslu-
keppni og boccia.
- Ben.S
VÁKORTALISTÍl
Dags. 22.3.1994. NR. 153
5414 8300
5414 8300
5414 8300
5414 8301
5422 4129
5221 0010
5413 0312
0310 5102
3163 0113
3164 7117
0494 0100
7979 7650
9115 1423
3386 5018
|Ofangreind kort eru vákort,
sem taka ber úr umferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
og sendir sundurklippt til
Eurocards.
kreditkorthf.,
Ármúla 28,
108 Reykjavík,
sími 685499
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíúum Moggans! y