Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 52
ffgnnMflifrtto blómoual VfSíS/ MORGUNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SlMl 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Lagafrumvarp um leigubílstjóra Skyldu- aðildin afnumin RIKISSTJORNIN hefur lagt fram frumvarp um leigubifreið- ar á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að afnema skyldu leigubíl- stjóra til að vera í einu og sama stéttarfélagi á svæðum þar sem leiguakstur er takmarkaður. Er þetta í samræmi við dóm Mann- réttindadómstóls Evrópu á síð- asta ári um að slík lagaskylda brjóti í bága við Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Jafnframt er gert ráð fyrir því að atvinnuleyfi verði gefin út til leiguaksturs á vörubílum og sendibílum og verði skipaðar sérstakar umsjón- arnefndir með því. Ekki er lagt til að breytt verði lagaákvæði um að atvinnuleyfi leigubílstjóra renni út við 70 ára aldur en vegna þess ákvæðis hafa risið -.dómsmál. Með lagafrumvarpinu nú er gert ráð fyrir að afnema skyldu bifreiða- stjóra til að vera í sama stéttarfé- lagi á þeim félagssvæðum þar sem fjöldi leigubíla hefur verið takmark- aður. Fjöldi leigubíla til fólksflutn- inga er nú takmarkaður á fimm svæðum, fjöldi sendibíla á þremur svæðum og fjöldi vörubíla á 28 svæðum á landinu. Þriggja milljóna króna aukakostnaður Fjöldatakmarkanir á leigubílum til fólksflutninga á einstökum svæð- um eru nú framkvæmdar með út- , gáfu atvinnuleyfa til bifreiðastjóra sem sérstök umsjónarnefnd annast og hefur þetta kerfi verið lengi við lýði. Takmörkun á fjölda vörubíla og sendibíla á einstökum félags- svæðum hefur verið framkvæmd af stéttarfélögum sjálfum en sam- kvæmt lagafrumvarpinu verða nú settar á stofn umsjónarnefndir fyrir vöru- og sendibíla með sama hætti og fyrir fólksflutningabíla. Fjár- málaráðuneytið áætlar að þessar nefndir feli í sér þriggja milljóna króna kostnaðarauka fyrir ríkissjóð á ári. Sjá bls. 2: „Félag sendibifreiða- stjóra tapar máli....“ Færður til hafnar Morgunblaðið/John MacKinnon TOGARINN Rex í höfninni í Stornoway, ásamt skipi bresku strandgæslunnar, Nornu, sem færði togar- ann til hafnar eftir að hann var staðinn að meintum ólöglegum veiðum á Hatton-Rockall svæðinu. Breska strandgæslan stöðvar veiðar á Rockall svæðinu Búist við hárri fjár- sekt vegna veiða Rex BÚAST má við að útgerð togarans Rex verði sektuð um háar fjár- hæðir, eftir að skipið var fært til hafnar af veiðum á Hatton-Roc- kall svæðinu á laugardag. Réttað verður í málinu í skoska hafnar- bænum Stornoway í dag eða á morgun, en undanfarið hefur dóm- stóll þar dæmt útgerðir til greiðslu allt að 5 milljóna króna sekta vegna ólöglegra veiða. Skýrslur voru teknar af áhöfn togarans, sem er frá Færeyjum og íslandi, í gær. Þá hefur eftirlit á Hatton- Rockall svæðinu verið hert. Rex, sem áður hét Arnar HU, var að veiðum um 170 mílur vestur af Rockall þegar Norna, skip bresku strandgæslunnar, kom að togaranum. Rex er í eigu dótturfyr- irtækis Skagstrendings á Kýpur og siglir undir fána þess lands, enda hefur skipið ekki veiðiheimildir hér við land. Vildu skoða veiðarfæri Sveinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Skagstrendings, sagði í gær að skipveijar á Nornu hefðu tilkynnt, þegar þeir voru komnir um borð, að þeir tækju við stjórn skipsins og því verið siglt til Stornoway í Skotlandi. „Skipið var statt á alþjóðlegu hafsvæði, sem Bretar hafa ekkert leyfi til að eigna sér,“ sagði Sveinn. „Þarna réðust bresk yfirvöld á skip í íslenskri eigu og rændu því ásamt 13 manna áhöfn. Það liggur í loftinu að við verðum sektaðir um stórfé.“ Sektir dómstóls í Stornoway undanfarið vegna ólöglegra veiða hafa numið allt að 5 milljónum króna. Debbie Wilson, saksóknari, sagði í gær að ekki væri hægt að upplýsa hvernig ákæra á hendur skipstjóra og útgerð Rex myndi hljóða. Sjá bls. 4: „Bresk yfirvöld réð- ust...“ Skorradalshreppur arnefndin segir af sér BYGGINGARNEFND Skorra- dalshrepps hefur sagt af sér vegna þeirrar ákvörðunar um- hverfisráðuneytisins að hnekkja úrskurði nefndarinnar vegna byggingu sumbústaðs í hreppn- um. Umræddur bústaður var reistur stærri en byggingamefnd heimilaði og mótmælir nefndin málsmeðferð ráðuneytisins harð- lega. Ákvörðun ráðuneytisins er tekin á þeim forsendum að þar sem bygg- ingarnefndin hafi samþykkt geymslu við bústaðinn og heimilað öðrum sumarbústaðaeigendum að reisa bátaskýli og saunaböð til viðbótar við bústaði sína, sem ráðuneytið tel- ur óheimilt, væri það brot á jafnræð- isreglu stjórnsýsluréttar að heimila ekki umræddan bústað óbreyttan. „Umhverfisráðherra er að heimila lögbrot að okkar mati. Úrskurðurinn hefur fordæmisgildi og felur í sér að framvegis geta byggjendur sum- arbústaða byggt eins og þeim sýnist og algjörlega sniðgengið samþykktir byggingarnefnda," segir Ágúst Árnason, formaður nefndarinnar. Skipulagsstjórn ríksisins ályktaði í desember sl. að bygginganefnd væri í fullum rétti í þessu máli og ályktaði seinni hluta febrúar sl. að úrskurður ráðuneytisins stefni „allri umfjöllun byggingarnefndar um sumarbúastaðamál í mikla óvissu, og valda því að erfitt verður eða nánast útilokað að skýra fyrir bygg- ingarnefndum hvernig beri að túlka lög og reglugerðir um skipulags- og byggingarmál." Hlutabréfin í Flugleiðum hf. um síðustu áramót Markaðsvirði 58% af bókfærðu eigin fé ’93 Raunávöxtun hlutafjár neikvæð um 11-28% á ári sl. 3 ár MARKAÐSVIRÐI hlutabréfa í Flugleiðum um síðustu áramót var einungis 58% af bókfærðu eigin fé sem er óvenju lágt hlut- fall. Takist Flugleiðum að snúa Alfred Jolson biskup látinn ALFRED J. Jolson, biskup kaþólsku kirkjunnar á Islandi, lést á Mercy Hospital í Pittsburg í Pennsylvaníu síðdegis í gær. Hann 'fæddist 18. júni árið 1928 í Fairfield í Connecticut og var því á 66. aldursári þegar hann lést. Afi Alfreds var Guðmundur Hjaltason frá Nauteyri í Isafjarðardjúpi og amma hans Karolina Amundsen frá Noregi. Sonur þeirra og faðir Alfreds var Alfred J. Jolson vélsmið- ur. Móðir Alfreds var Justine E. Jolson og var hún af írskum ætt- um. Hún var jarðsett hér á landi. Alfred var af reglu jesúíta, menntaður í heimspeki, hagfræði, -félagsvísindum og bókmenntum. Hann lét af störfum prófessors og deildarforseta við Weeling Jesuit College til að gerast biskup ka- þólsku kirkjunnar hér á landi árið 1987. Eftir hann liggja ritsmíðar, m.a. doktorsritgerð og fjöldi greina. Honum hlotnuðust ýms heiðurs- merki, m.a. Riddari hinnar heilögu grafar, veitt af páfa 1990. Fyrir tveimur vikum fékk Alfred hjartaáfall og var lagður inn á Mercy Hospital. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir rúmri viku og lést síðdegis í gær. neikvæðri þróun síðustu ára við og nái þeir að skila viðunandi ávöxtun á eigið fé, má ætla að gengi hlutabréfa Flugleiða hækki verulega í ljósi þess að markaðsverð er nú rétt liðlega helmingur af bókfærðu verð- mæti eigin fjár. Raunávöxtun hlutafjár hluthafa í Flugleiðum undanfarin þrjú ár hefur verið neikvæð. Árið 1991 var hún neikvæð um 15%, árið 1992 var hún neikvæð um 28% og á liðnu ári var hún neikvæð um 11%. Markaðsvirði hlutafjár Flugleiða hefur fallið um 51% frá árslokum 1990 til ársloka 1993, á verðlagi ársloka sl. árs. Þannig hefur mark- aðsverðmæti hlutafjárins fallið úr 4.612 milljónum króna í 2.263 millj- ónir króna, eða um 2.349 milljónir króna. Gengi bréfa Flugleiða var um áramótin 1990-1991 2,41, en nú um síðustu áramót var það 1,10. Gengið reis lítillega í upphafi árs, en féll aftur um 7% þegar afkomu- tölur Flugleiða fyrir liðið ár urðu kunnar um 10. mars og var þá skráð 1,06. Miðað við gengi hlutabréfa í Flugleiðum upp á 1.06 hefur mark- aðsverðmæti hlutaijárins því fallið um 83 milljónir króna frá áramót- um. Sjá Af innlendum vettvangi: „Markaðsvirði hlutafjár Flug- íeiða fallið um 51% á 3 árum“ í miðopnu blaðsins. Verðbólgu- hraðinn 1,1% LÁNSKJARAVÍSITALA hækkar um 0,09% milli mánaðanna mars og apríl og gildir visitalan 3.346 í aprQmánuði, samkvæmt upplýs- ingum Seðlabanka íslands. Þessi hækkun jafngildir 1,1% verðbólgu á heilu ári. Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,1% frá febrúarmánuði og gildir vísitalan 196,0 fyrir apríl- mánuð. Síðustu tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,7% og hækk- unin síðustu þrjá mánuði er 0,3% sem jafngiidir um 1% verðbólgu á heilu ári. Launavísitala marsmánaðar er 132 stig og hækkar um 0,1% frá febrúarmánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,9%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.