Morgunblaðið - 10.04.1994, Side 4

Morgunblaðið - 10.04.1994, Side 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 ERLEIMT INNLENT Mikið snjó- flóð við ísafjörð STÓRT snjóflóð féll á Seljalandsd- al og Tungudal við ísafjörð á mánudagsmorgun. Einn maður beið bana í flóðinu og mikið eigna- tjón varð. Um 40 sumarhús í Tungudal skemmdust, skóglendi á svæðinu sópaðist burt og í Selja- landsdal eyðilögðust skíðalyftur og önnur mannvirki skíðamanna. Snjóflóðahætta hefur verið aila vikuna á Vestfjörðum og á föstu- dag var yfir 200 íbúum á Flateyri, í Bolungarvík, í Hnífsdal og á ísafirði gert að yfirgefa heimili sín. Minni snjóflóð hafa fallið á Flateyri, Óshlíð og Ólafsfjarðar- veg. Super Puma fyrir Landhelgisgæsluna? TILLAGA Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra um kaup á átta ára Super Puma-þyrlu fyrir Land- helgisgæsluna var rædd á ríkis- stjómarfundi á föstudag, en mál- inu var frestað til þriðjudags. Þyrl- unni hefur verið flogið innan við 400 tíma, sem er tæplega ársnotk- un. Kaupverð hennar með afísing- arbúnaði mun losa 700 milljónir króna en í tillögunni er gert ráð fyrir að samið verði við fyrirtækið Euroeopter. Ef gengið verður til samninga á næstu vikum kæmi þyrlan tii landsins fyrri hluta næsta árs. Rekstrartap íslandsbanka 654 milijónir króna 1993 REKSTRARTAP íslandsbanka hf. á árinu 1993 var 654 milljónir króna. Bankaráð og bankastjóm ákváðu við uppgjör liðins árs að leggja um 600 milljónir króna í afskriftareikning vegna útlána sem metin em í taphættu, til við- bótar þeim 1.600 milljónum króna sem lagðar voru í afskriftareikning á liðnu ári. Endanlegar afskriftir á liðnu ári námu 1.700 milljónum króna. íslandsbanki hefur verið rekinn með 30 til 40 milljóna króna hagnaði á mánuði á þessu ári, þrátt fyrir 120 milljóna króna mánaðar- legt framlag í afskriftareikning. Bankanum tókst að spara um 400 milljónir króna í rekstri á liðnu ári. 20 sakaðir um aðild að fíkniefnahring í HÉRAÐSDÓMI Reykjavíkur var á föstudag þingfest mál sem ríkis- saksóknari hefur höfðað gegn 20 manns, 18 körlum og 2 konum á aldrinum 23-55 ára, í umfangs- mesta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi og snýst um innflutning á allt að 48,3 kg af hassi og tæpum 6 kílóum af am- fetamíni í 21 smyglferð á rúmlega tveggja ára tímabili frá árinu 1992 og fram til júlímánaðar í fyrra. Samningaviðræður við KEA um sölu Smjörlíkis/Sólar STÆRSTU lánardrottnar Smjör- líkis/Sólar hf. hafa ákveðið að taka upp viðræður við KEA sem hefur sýnt áhuga á kaupum á fyrirtæk- inu. Helstu lánardrottnar fyrirtæk- isins eru Iðnlánasjóður, íslands- banki, Iðnþróunarsjóður og Glitnir. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa helstu lánardrottnar jafnframt rætt tilboð sem danska fyrirtækið Drasbæk hefur gert í smjörlíkisþátt fyrirtækisins. Til- boðið mun ekki talið aðgengilegt eins og það lítur út nú en það verður kannað nánar. Takist ekki samningar um sölu á fyrirtækinu fyrir 17. maí næstkomandi, munu lánardrottnamir leysa það til sín. Albert Guðmundsson látinn ALBERT Guðmundsson, fyrrum sendiherra og ráðherra, andaðist á Landspítalanum í Reykjavík á fimmtudag á 71. aldursári. Kirkjuklukkurnar hringdu sjálfar KIRKJUKLUKKUR Landakots- kirkju fóru að hringja af óútskýrð- um orsökum sama dag og Alfred Jojson, biskup kaþólsku kirkjunnar á íslandi, var jarðaður. Klukkumar hringdu einnig tvo daga á eftir. Ekki er vitað til þess að klukkum- ar hafi hagað sér svona áður. Sum- ir vilja kalla þessar klukknahring- ingar jartein eða kraftaverk og líkja jafnvel við það þegar Jón bisk- up Arason var jarðsettur árið 1550. ERLENT Forsetar Búr- úndí o g Rú- anda drepnir FORSETAR Mið-Afríkuríkjanna Búrúndí, Cyprien Ntaryamira, og Rúanda, Juvenal Habyari- mana, biðu bana á miðvikudags- kvöld er flugskeyti var skotið á flugvél þeirra, við lendingu í Rú- anda. Skálmöld ríkir í Rúanda eft- ir að hermenn hliðhollir forsetanum hefndu hans. Skipuleg fjöldamorð eiga sér stað og létu forsætisráð- herra landsins, tíu belgískir friðar- gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna og nítján prestar og nunnur lífið. Styðja loftárásir á Gorazde FRANSKA stjórnin hvatti á fimmtudag til þess að árásir Serba á borgina Gorazde, eitt af griða- svæðum múslima í Bosníu, yrðu stöðvaðar. Sagði stjómin að friðar- gæslulið Sameinuðu þjóðanna væri í fullum rétti að beita loftárásum. Serbar hafa sótt hart að borginni undanfama daga og hafa um 300 manns fallið eða særst í átökunum. Héldu Serbar uppi mikilli sprengju- hríð á fimmtudag, þrátt fyrir yfir- lýsingu um að henni yrði hætt. Auknar líkur á stjórnarmyndun LÍKUR á stjórnarmyndun hægri- flokkanna á Italíu jukust á fimmtu- dag eftir óvæntan fund Umbertos Bossis, leiðtoga Norðursambands- ins, og Gianfranco Fini, leiðtoga Nýfasista. Fundurinn er talinn marka tímamót í samskiptum flokkanna og sagðist Silvio Ber- lusconi, leiðtogi „Áfram Ítalía“ vera viss um að flokkamir kæmu sér saman um stjóm. Daginn áður hafði flokkur hans hótað að knýja fram nýjar þingkosningar ef Bossi héldi áfram að hindra myndun rík- isstjómar. Átta létust í sprengjuárás ÁTTA manns létust og um 50 slös- uðust þegar bíll hlaðinn sprengi- efni sprakk í loft upp við strætis- vagn í bænum Afula í ísrael. íslömsku öfgasamtökin Hamas hafa lýst tilræðinu á hendur sér. Hosokawa segir af sér MORIHIRO Hosokawa, forsætis- ráðherra Japans, sagði af sér á fóstudag, vegna ásakana um spill- igu en deilur um lántökur hans hafa lamað þingstörf að undan- förnu. Zhírínovskíj og Rútskoj í framboð FLOKKUR Vladimírs Zhír- ínovskíjs, Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn, hefur útnefnt hann frambjóðanda í næstu forsetakosn- ingum og búist er við að Alexand- er Rútskoj, fyrrverandi varafor- seti, muni fljótlega taka ákvörðun um framboð. Mannréttindadeilur harðna EINN þekktasti andófsmaður í Kína, Wei Jingsheng, var hand- tekinn á þriðjudag vegna gruns um „ný afbrot". Deilur Kína og Bandaríkjanna vegna mannrétt- indabrota í fyrmefnda ríkinu hafa farið harðnandi að undaförpu og mál Wðií bÖtiii úr sk&k. l?-í Hefja smíði þotu til að taka við af Concorde Enginn árangur af sáttafundi 1 LOK sáttafundar stjórnmálaleiðtoga í Suður-Afríku á föstudagskvöld benti ekkert til þess að Zúlúmenn myndu hætta við að hunsa kosningarnar sem fram fara í landinu undir lok mánaðarins. í yfírlýsingu í lok fundarins var ekki minnst á kosningarnar einu orði. Á myndinni heilsar Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, Mangosuthu Buthelezi, leið- toga Inkatha-hrejrfíngar Zúlu-hreyfíngarinnar en á milli þeirra standa F.W. de Klerk, forseti landsins, og Goodwill, konungur Zúlumanna. London. Thc Daily Tele(fraph. BRESKAR, franskar og þýskar flugvélaverksmiðjur, þær hinar sömu og eiga stærstan hluta í Airbus-flugvélaverksmiðjunum, hafa ákveðið að hefja þróun og hugsanlega framleiðslu hljóðfrárrar farþegaþotu til að taka við af Concorde-þotunni. Gengur verkefnið undir heitinu hljóðfráa evrópska rannsóknarverkefnið, ESRP. í fmmdrögum að nýju þotunni er gert ráð fyrir að hún geti náð tvö- földum hraða hljóðsins svo sem Concorde en verði bæði stærri og helmingi langdrægari. Þannig er henni ætlað að flytja 250 farþega 6.200 mílna vegalengd á þremur mismunandi farrýmum en Concorde tekur aðeins 100 farþega. Nýja þot- Singapore Ungmenni fylgjandi hýðingum Singapore. Reuter. UNGLINGAR í Singapore eru flestir fylgjandi því að fólk sé dæmt til hýðingar, jafnvel fyrir litlar sakir. Telja fæstir þeirra nokkra ástæðu til að milda um- deildan hýðingardóm yfir 18 ára Bandaríkjamanni, Michael Fay, sem var fundinn sekur um að hafa skemmt bíla með úðabrúsa og fleiri afbrot. Ströng viðurlög eru við því í Singapore. Fay var dæmdur til húðstrýking- ar með sex vandarhöggum, fjögurra mánaða fangelsisvistar og 2.000 dala sektar og hafa Bandaríkja- menn, m.a. forsetinn Bill Clinton, mótmælt dóminum harðlega. Ungmenni í Singapore telja ekk- ert athugavert við hýðingarnar og segja þær koma í veg fyrir hina siðferðilegu hnignum og lögleysu sem einkenni Vesturlönd. Virðast unglingarnir vera hlynntari hýðing- um en þeir sem eldri eru. Ungmenn- in segja Vesturlandabúa verða að hlíta sömu lögum og íbúar Singa- pore, vilji þeir búa þar. Útiendum unglingum í smáríkinu er hins veg- ar ekki rótt vegna dómsins, segjast ékkJÆelykja til laga og reglna þess og géti1 pví brotið þau óafvit.andi. an gæti flogið frá Tokíó til New York á innan við sjö klukkustundum eða rúmlega helmingi skemur en nú tekur að ferðast þar á milli. Bresku og frönsku flugvélaverk- smiðjurnar British Aerospace og Aerospatiale þróuðu og smíðuðu Concorde seint á sjöunda áratugnum en flugvélin fór í fyrstu áætlunar- ferðina í ársbytjun 1976. Reka Brit- ish Airways og Air France 14 þotur sem flestar eru orðnar yfír 20 ára gamlar. Þykja þær hafa spjarað sig vel þar sem bjartsýnustu áætlanir gerðu á sínum tíma ráð fyrir að hámarks endingartími Concorde- þotunnar yrði 20 ár. Það eru þýsku flugvélaverksmiðj- urnar Deutsche Aerospace sem ganga til liðs við British Aerospace og Aerospatiale um þróun arftaka Concorde. Efnahagsþróunin á Kyrrahafssvæðinu þykir hafa aukið líkur á því að markaður sé að skap- ast fyrir 500 til 1.000 langdrægar hljóðfráar farþegaþotur af þeirri stærðargráðu sem ætlunin er að smíða. í yfírlýsingu frá verksmiðjun- um þremur segir að stöðug aukning hefði átt sér stað í langflugi, kröfur um beint flug milli áfangastaða færu vaxandi og kallaði það jafnframt á aukin þægindi. Markaðshlutdeild hljóðfrárra flugvéla er taiin koma til með að ráðast af fargjaldaverði. Mun þróun og smíði nýju þotunnar miða að því að hægt verði að lækka verulega muninn sem verið hefur á fargjaldi með hljóðfráum flugvélum og svo hinum, en t.a.m. kostar fargjald fram og til baka til New York frá London með Concorde 5.030 pund eða á sjötta hundrað þúsund króna. Þar sem mikill hávaði hefur fylgt því er Concorde rýfur hljóðmúrinn hafa ríki heims ekki viljað gefa henni leyfí til yfírflugs yfír hljóðhraða. Þannig hefur ekki verið grundvöllur fyrir flugi þotunnar nema yfír Atl- antshafíð. Flugvélaframleiðendur telja sig geta yfirstigið hávaðahindr- anir þar sem tekist hefur að smíða hljóðfráan þotuhreyfíl sem er jafn hljóðlátur í flugtaki og lendingu og nýjustu farþegaþotuhreyflar. Reuter Rannsókn á láti Cobains LÖGREGLUMENN rannsaka lík Kurts Cobains, söngvara bandarísku -'rokkhljómsveitarinnar Nirvana, en hann svipti sig lífí á fimmtudag. Cobain fannst á heimili sínu við Washington-vatn í samnefndu ríki og hafði skotið sig í höfuð. Cobain var 27 ára gamall og var að jafna sig eftir ofneyslu eiturlyfja sem varð til þess að hann missti meðvitund á tónleikum í Róm fyrir um mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.