Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRII, 1994 25 Magnús Guðjónsson er kaupfélags- stjóri Kaupfélags Dýrfirðinga á Þing- eyri. KD er stærsti hluthafinn í fisk- vinnslu- og útgerðarfélaginu Fáfni hf., en það er stærsti vinnuveitandinn á Þingeyri. en skipin eru færanleg en frystihús- in ekki. Þetta sést vel á þeirri til- færslu sem orðið hefur á aflaheim- ildum héðan af þessu svæði við að 7 togarar hafa farið. Kvótakerfinu verður ekki breytt nema með gífur- legri eignaupptöku af útgerðinni og ótrúlegt að það gengi þegjandi og hljóðalaust fyrir sig.“ En hvað um veiðileyfagjald? „Þessi atvinnugrein er að sligast af skuldum. Ég sé ekki hvernig hún á að standa betur ef hengdar eru meiri álögur á hana og get ekki séð hvernig veiðileyfagjald getur leyst kvótavandann. Ég er hræddur um að þessi leið sé ekki vænleg til árangurs." Nýjar vinnsluaðferðir Minnkandi sjávarafli og skertar veiðiheimildir hafa komið niður á Fáfni hf. líkt og öðrum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Til að afla hráefnis og halda uppi atvinnu er fyrirtækið í vaxandi mæli að fara út í fullvinnslu sjófrysts fisks af Sléttanesinu og einnig er keypt sjófryst hráefni af innlendum og erlendum skipum. Að sögn Magnús- ar hefur tekist að halda uppi fullri vinnu í frystihúsinu allt síðasta ár og það sem af er þessu ári. A Þing- eyri er ekkert atvinnuleysi og frek- ar að fólk hafi skort til starfa. Húsnæðisekla hefur staðið í vegi fyrir því að fólk flytji á staðinn. Fáfnir hefur staðið fyrir vöruþró- un á afurðum úr sjófrystum fiski. Úthafskarfi er hausaður og heil- frystur um borð í frystitogaranum en verður fullunninn og settur í neytendaumbúðir á Þingeyri. Karf- inn verður síðan seldur í stórmörk- uðum í Evrópu. Þróunarstarfið við fullvinnslu karfans var unnið í sam- vinnu Fáfnis hf. við þróunarsetur íslenskra sjávarafurða, Iceland Seafood Ltd. í Bologne-sur-Mer í Frakklandi og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Með þessari full- vinnslu í neytendaumbúðir tvöfald- ast útflutningsverðmætið. Tilraun hefur einnig verið gerð með fullvinnslu Rússaþorsks á Þingeyri. Þorskurinn er þíddur og skorinn í bita sem síðan eru laus- .frystir. Sá hluti fisksins sem ekki nýtist í þessa bita er unninn í blokk. Að sögn Magnúsar hefur lítið verið keypt af ferskum fiski á mörk- uðum hér innanlands og er þar fyrst og fremst um að kenna samgöngu- erfiðleikum sem standa í veginum fyrir greiðum fiskflutningum. Auk afla af heimabátum hefur Fáfnir keypt fisk af bátum á Bíldudal sem landað er á Tálknafirði og fluttur þaðan sjóleiðina til vinnslu á Þing- eyri. Atvinnan skiptir mestu Samgöngubætur eru fólki hug- leiknar á Þingeyri. Á vetrum eru lokaðar leiðir til suðurs frá Dýra- firði, sá sem vill aka til Bíldudals, sem er í Arnarfirði næst fyrir sunn- an, verður að aka norður um Djúp og alla leið suður til Stykkishólms, taka þaðan feiju yfir á Bijánslæk og aka síðan norður í Amarfjörð. Flugsamgöngur eru góðar við Þing- eyri, bæði flogið til Reykjavíkur og svo póstflug á milli fjarða. Land- samgöngur eru um Breiðadalsheið- ina til ísafjarðar, nýlega hefur ruðn- ingsdögum ljölgað í þijá í viku, svo fremi snjóflóðahætta loki ekki leið- um. Sem kunnugt er munu væntan- leg jarðgöng greiða mönnum leið undir þénnan erfiða fjallgarð til ísa- fjarðar. En skipta göngin miklu fyrir þróun atvinnulífs og byggðar á Þingeyri? „Göngin eru mikilvægur þáttur í að tengja svæðið í eina heild, eink- um byggðirnar þijá sem næst göngunum liggja, það er Isafjörð, Suðureyri og Flateyri. Þingeyri liggur nokkuð fjær, en vegna Dýra- ijarðarbrúarinnar sem nýlega var vígð og ganganna mun ekki taka nema um 40 mínútur að aka til ísafjarðar. Samgöngur eru mikil- vægar og stuðla að sterkari byggð, Ur rekstri Fáfnis hf. 1988 til 1993 í milljónum kr. Velta 924 Fjármuna- (á verðlagi 1993) myndun Hagnaður/Tap AFKOMA Fáfnis hf. var erfið í fyrra og missir togarans Sléttaness frá veiðum var fyrirtækinu erfiður. Velta fyrirtækisins endurspeglar afla- samdráttinn þau ár sem Magnús Guðjónsson hefur verið framkvæmda- stjóri Fáfnis. Fjármunamyndun gefur til kynna það veltufé sem komið hefur frá rekstrinum. en eru þó ekki meginforsenda byggðar að mínu mati. Ég held að það skipti mestu að það sé sterkt atvinnulíf á staðnum og að þar sé lífvænlegt fyrir fólk. Stóru þétt- býliskjarnarnir eru ágætir en þeir þurfa líka á jaðarbyggðum að halda. Ef jaðarbyggðirnar flosna upp held ég að stóru bæirnir fylgi á eftir.“ Dugmikið starfsfólk Þrátt fyrir erfiðleikana í fyrra er engan bug að finna á Magnúsi. Hann segir að fyrirtækin hafi góðu og dugmiklu starfsfólki á að skipa og það sé tilbúið að leggja mikið á sig til að vinna fyrirtækin út úr erfiðleikunum. „Menn hafa trú á því að þessi rekstur eigi framtíð fyrir sér, ekki síst í ljósi þeirra möguleika sem hafa skapast með breyttu skipulagi og nýjum vinnslu- aðferðum." Velkomin til Norðurlanda! Kynntu þér hagstæð kjör og spennandi ferðamöguleika næst þegar þú ferðast til Norðurlanda. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða Flugleiða eða ferðaskrifstofuna þína. Heigarfargjöld ^' Lukkufargjöld Keflavík-Kaupmannahöfn..........28.400.............................33.700 Keflavík-Osló...................28.400.............................33.700 Keflavík-Bergen.................30.100.............................33.700 Keflavík-Stavanger.............. 30.100 33.700 Keflavík-Stokkhólmur............28.400............................ 33.700 Keflavík-Gautaborg..............33.600........................... 33.700 Kef lavík-Jönköping.............33.600.......................... 33.700 Keflavík-Kalmar.................33.600.............................33.700 Keflavík-Malmö..................30.100.............................33.700 Keflavík-Norrköping.............33.600.............................33.700 Keflavík-Vaxjö..................33.600.............................33.700 Keflavík-Vásterás...............33.600.............................33.700 Keflavík-Örebro.................33.600.............................33.700 Keflavík-Helsinki...............34.200............................ 38.500 Kef lavík-T ampere..............34.200............................ 38.500 Keflavík-Turku..................34.200............................ 38.500 Hámarksdvöl helgarferða er 4 nætur, lágmarksdvöl aðfararnótt sunnudags. 50% barnaafsláttur fyrir 2-12 ára börn. Hámarksdvöl iukkufargjalda er 1 mánuður, lágmarksdvöl aðfararnótt sunnudags. Kaupa þarf farmiða lukkufargjalda 7-14 dögum fyrir brottför. 50% afsláttur fyrir 2-18 ára börn og unglinga ef þau eru í fylgd með fullorðnum fjölskyldumeðlimum. Innlendur flugvallarskattur 1.340 kr., danskur 710 kr., sænskur 130 kr. og norskur 590 kr. SAS, sími 622211. Flugleiðir, sími 690300. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.