Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 .... MkJM ■ m a i \r~^\ vc/K //'“'' A o ■ ■r ■■^■■^■^^AALvCj^l / O// \Iks7/AK Kennarar Kennarar óskast til yfirferðar á samræmdum prófum 1994. Skilyrði er að viðkomandi hafi kennararrétt- indi og reynslu af kennslu í stærðfræði, ís- lensku, dönsku eða ensku í 10. bekk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Rann- sóknastofnun uppeldis- og menntamála milli kl. 10 og 16, virka daga til 15. apríl 1994, í síma 10560. Hjúkrunarfræðingar - nemar óskast til afleysingastarfa í sumar á sjúkra- húsið Vog. Á Vogi eru rúm fyrir 60 sjúklinga og er unnið við sérhæfða hjúkrun í afeitrun áfengis- og vímuefnasjúklinga. Kjörið tæki- færi til að kynnast vímuefnahjúkrun. Upplýsingar gefur Jóna Dóra Kristinsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í símum 681615 og 676633. Lögfræðingur Staða löglærðs fulltrúa við embætti sýslu- mannsins í Vestmannaeyjum er laus til um- sóknar. Launakjör eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum ber að skila til undirritaðs fyrir mánudaginn 25. apríl nk. Vestmannaeyjum 8. apríl 1994. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, Georg Kr. Lárusson. Heildverslun í Reykjavík óskar að ráða starfskraft hálfan daginn til sölustarfa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Leitað er að aðila á aldrinum 35-40 ára sem hefur reynslu af sölustörfum, helst tengd fatnaði og snyrtivörum. Nauðsynlegt er að umsækj- andi hafi bíl til umráða. Umsóknum skal skilað á auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. apríl merktar: „Sölustarf - 94“. |L ST. JÓSEFSSPlTALI LANDAKOTI Matreiðslumaður Matreiðslumaður óskast til sumarafleysinga í júní, júlí, ágúst og september. Upplýsingar veitir Egill Egilsson, yfirmat- reiðslumaður, sími 604390 eða 604379. i Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við leikskólann Ösp, Iðufelli 16, er laus til umsóknar. í leikskólan- um Ösp er lögð áhersla á starf með fötluðum og ófötluðum börnum. Framhaldsmenntun æskileg. Umsóknarfrestur er til 24. apríl nk. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson, framkvæmdastjóri, og Margrét Vallý Jóhannsdóttir, deildarstjóri, í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Matreiðslumaður Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Verdi, Suðurlandsbraut 14. Upplýsingar á staðnum mánudag milli kl. 14.00 og 17.00. 100% starfskraftur 30 ára kona í framhaldsnámi óskar eftir sum- arstarfi. Alhliða reynsla af verslun og ferða- mannaþjónustu. Öll norðurlandamál, enska og þýska. Skotheld meðmæli. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „S -100%“. Atvinnurekendur Sjálfstæð ung kona óskar eftir 50-100% starfi. Góð reynsla í daglegum rekstri og bókhaldi. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „B - 13“. Garðyrkjumaður óskar eftir vinnu í Hveragerði eða á höfuðborgarsvæðinu. 12 ára reynsla í rósum, pottaplöntum, lauk- um, trjáplöntum o.fl. Uppl. ísíma 98-34616. St. Franciskusspítali, Stykkishólmi Hjúkrunarfræðingar Húsnæði íboði Góð laun Upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri og framkvæmdastjóri í síma 93-81128. Prentari Vantar fjölhæfan prentara, helst vanan lita- prentun. Alprent, Glerárgötu 24, 600Akureyri, símar 96-22844 og 96-23209. Framkvæmdastjóri íþróttafélags Aðalstjórn UMF Aftureldingar, Mosfellsbæ, óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í hálft starf frá miðjum apríl. Viðfangsefni almenn skrifstofustörf og fjöldi ólíkra verkefna. Þekk- ing eða reynsla af félagsstörfum æskileg. Umsóknir sendist til: UMFAfturelding, Pósthólf 174, 270 Mosfellsbæ. Tæknimaður - tölvunarfræðingur Öflug fjármálastofnun leitar að tæknimanni til að annast uppsetningu og rekstur net- kerfa, tölvubúnaðar o.fl. auk aðstoðar við notendur. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á PC-vélum, DOS- og Windows stýrikerfum auk þekkingar á a.m.k. einu netstýrikerfi. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á fjar- skiptamálum og starfsreynslu í tölvumálum. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 19. apríl, merktar: „Tæknimaður-4562“. Sölustarf Hf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson óskar eftir starfsmanni til þess að sjá um starfsemi fyrir- tækisins á Austurlandi. Starfið felur í sér sölu, dreifingu, innheimtu og annað, er lýtur að starfsemi Ölgerðarinnar á svæðinu. Starfsemin er gerð út frá Reyðarfirði og er því æskilegt að starfsmaðurinn búi í ná- grenni Reyðarfjarðar. Leitað er að starfsmanni sem hefur áhuga og þekkingu á sölumennsku og er tilbúinn að takast á við krefjandi og fjölbreytt starf. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Ö -11609“. Garðrækt/skógrækt Nemi í HÍ óskar eftir sumarstarfi við hvers kyns umhirðu á gróðri. Hef góða tilfinningu og þó nokkra reynslu, auk þess að hafa unn- ið við torftöku og torf- og grjóthleðslu. Kristrún, sími 643588. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Administration of occupational safety and health Bíldshöföa 16 • Pósthólf 12220 • 132 Reykjavík Tfmabundin eftirlitsstörf Vinnueftirlit ríkisins augiýsir eftir starfs- mönnum til tímabundinna starfa við skoðun vinnuvéla og tækja fyrir umdæmisskrifstof- urnar á ísafirði, Akranesi og Sauðárkróki. Viðkomandi þurfa að hafa góða tæknimennt- un og helst réttindi á farandvinnuvélar. Einn- ig þurfa þeir að hafa bifreið til afnota til notkunar við starfið. Ráðningartími er fjórir og hálfur mánuður. Upplýsingar um starfið veita: Jóhann Ólafsson, umdæmisstjóri á ísafirði, í síma 94-4464. Guðjón Sólmundsson, umdæmisstjóri á Akranesi, í síma 93-12670. Stefán P. Stefánsson, umdæmisstjóri á Sauðárkróki, í síma 95-35015. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Vinnueftirlits ríkis- ins, Bíldshöfða 16, fyrir 24. apríl 1994. Lögfræðingur - forstöðumaður Samkomulag hefur orðið milli nefndar at- vinnurekenda á Norðurlandi, Samtaka iðnað- arins og Vinnuveitendasambands íslands um að stofna til reksturs skrifstofu atvinnurek- enda á Norðurlandi og verður hún staðsett á Akureyri. Við leitum að starfsmanni með lögfræði- menntun til að veita skrifstofunni forstöðu. Um er að ræða tímabundna ráðningu til tveggja ára, en ákvörðun um framhald rekstr- arins verður tekin í lok þessa reynslutíma. Umsókn um starfið óskast send fyrir 20. þ.m., til framkvæmdastjóra Sl eða VSÍ, sem einnig veita nánari upplýsingar. SAMTÖK IÐNAÐARINS Vinnuveitendasamband íslonds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.