Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 Sigurvegarinn Nýr og breyttur; Spielberg með þremur aðalleikurum Lista Schindl- ers, Ralph Fiennes, Ben Kingsley og Liam Neeson. eftir Arnald Indriðason ÞAÐ LÁ allan tímann í loftinu og þegar það gerðist hefur það varla komið mörgum á óvart. Gulldrengurinn í kvikmynda- borginni Hollywood, Steven Spielberg, hlaut þá viðurkenn- ingu á síðustu óskarsverð- launahátíð sem lengi hefur verið talað um að honum bæri. Bandaríska kvikmyndaaka- demían gat ekki litið framhjá bestu listrænu mynd hans til þessa og það sem kannski meira var, gat ekki litið fram- hjá helförinni, sem hann hafði endurskapað með stórkostleg- um hætti í Lista Schindlers. Með nokkrum sanni má segja að Spielberg hafi endurskapað sjálfan sig í Ieiðinni. Hann seg- ist standa á tímamótum því hann eigi erfitt með að snúa héðan aftur til ævintýramynd- anna sem gert hafa hann einn áhrifamesta og örugglega vin- sælasta kvikmyndaleikstjóra samtímans. egar hann tók á móti verðlaununum fyrir bestu myndina og bestu leikstjórnina var langri bið lokið sem hann sagð að væri „mesta þurrkatímabil lífs míns“. Það var löngu frægt hvemig viðskipti hans og akademíunnar höfðu verið í gegnum árin. Gull- drengurinn átt greinilega ekki uppá pallborðið hjá henni. Skemmst er að minnast Purpuralitarins sem hlaut 11 útnefningar til Oskarsins en hreppti engin verðlaun. Eða mynd- anna hans sem útnefndar hafa verið til allra helstu verðlaunanna en hans að engu getið sem leikstjóra. Þannig hefur Spielberg átt í einhverskonar ástar/haturs-sambandi við kvik- myndaakademíuna. Hann hefur, eins og á við um flesta kvikmyndagerðar- menn Bandaríkjanna, alla tíð þráð viðurkenningu hennar, hún hefur aldrei tekið hann á löpp. Listi Schindlers breytti því eftirminnilega. Og myndin hefur kannski breytt Spielberg til frambúðar. Ekkert sem Spielberg hefur gert hingað til hefur búið mann undir Lista Schindlers. Hún er engin ævin- týrasaga, engin Indiana Jones og síðasta krossferðin eða Náin kynni af þriðju gráðu. Það ber vitni um hver staða hans er í dag að hann gerði vinsælustu mynd allra tíma, Júragarðinn, næstum því á sama tíma og Lista Schindlers. Báðar voru þær frumsýndar á síðasta ári og hrepptu samanlagt tíu Óskara og þær segja best söguna um tvíeðli hans sem kvikmyndahöfundar og stríðið sem hann hefur löngum þurft að heyja við sjálfan sig. Annars veg- ar er gamli góði Spielberg með enn eina metsöiumyndina (hann á þegar fjórar af tíu mestsóttu) fyrir börn, ekki síst þessi fullorðnu, hins vegar nýr og þroskaðri Spielberg með ógleymanlega mynd fyrir veröld sem fljót er að gleyma. Er hann aðeins flinkasti töframaður afþreyingar- iðnaðarins eða kvikmyndagerðar- tnaður sem ber að taka alvarlega? Sjálfur segist hann hafa gengið í gegnum heilmikið breytingarskeið á undanförnum árum. „Eg hafði ekki viljann í mér til að gera þessa mynd fyrir tíu árum,“ er haft eftir honum um Lista Schindlers. „Kannski var ég ekki nógu þroskaður, ég var ekki tilbúinn að sinna helförinni, ég var ekki tilbúinn að líta á mig sem gyð- ing.“ Spielberg hefur sagt að allar myndir sínar hafi hann gert í blindri þjónkun við áhorfendur. Enginn veit betur hveiju áhorfendur upp til hópa sækjast eftir. Þeir þurfa hraða, spennu og helst stanslausa skemmt- un. Allir þurfa sitt þijúbíó og Spiel- berg er snillingur í að kvikmynda það. „Ég lét vinsældir mínar leiða mig í gönur. Ég hafði alltaf reynt að höfða til áhorfenda sem gátu minnst sinnar eigin æsku og notið ævintýramyndanna með börnunum sínum,“ segir hann. „En þegar ég reyndi að höfða beint til barna missti ég fótanna. Þá rann það upp fyrir mér að þegar maður gerir bíómyndir getur maður verið of meðvitaður um hlutina." Með Lista Schindlers kom nýtt markmið. í fyrsta sinn hugsaði hann ekki um vinsældir fyrst og fremst. En það tók tíma að koma myndinni í verk. „Ég ýtti henni alltaf á undan mér í brennandi þrá minni til að skemmta fólki.“ Hann reyndi að koma henni af sér og í hendur leik- stjóra á borð við Martin Scorsese en Schindler sótti á hann og á endanum hættu vinsældirnar og áhorfendurnir að skipta höfuðmáli og hann gerði myndina fyrir sjálfan sig. Hún þurfti á vinsælasta kvikmyndagerðarmanni samtímans að halda, án hans hefði hún sjálfsagt aldrei verið gerð. Ekk- ert kvikmyndaver í Hollywood hefði litið við svart/hvítri, rúmlega þriggja tíma langri mynd um eins niðurdrep- andi efni og útrýmingu gyðinga nema maðurinn á bak við hana væri Steven Spielberg. Hann kærði sig kollóttan um sitt helsta áhugamál fram til þessa, að skemmta áhorfend- um. Ævintýraheimurinn hvarf og með honum hvarf liturinn, kranatök- umar, rennibrautirnar undir mynda- vélarnar, loftmyndirnar. Hann vildi ekki hafa myndina smarta og auð- melta, nokkuð sem verið hefur hans vörumerki hingað til. Hann vildi ekki Hollywoodútlitið og hélt einfaldlega aftur af tækniþekkingunni sem gert hefur hann vinsælasta leikstjóra heimsins. „Ég vildi ekki láta hana líta út eins og allar hinar myndirnar mínar. Ég vildi ekki gera svart/hvít- an Indiana Jones.“ Hann hafði heldur engu að tapa, segir hann. „í Bandaríkjunum höfðu gagnrýnendur tekið mig til bæna fyrir flestar þær myndir sem ég gerði eftir E.T. Ég var álitin einskonar hetja fyrir fyrstu fímm myndimar mínar og eftir að E.T. varð svona vinsæl var ekki að neinu að stefna nema helling af góðri gagnrýni. Ég kom mér upp þykkum skráp í Banda- ríkjunum og brátt hætti ég að hugsa um hvað fólki fannst. Það var mjög mikilvægt fyrir mig. Mér varð Ijóst að ég gæti gert Lista Schindlers án þess að hafa áhyggjur af því hvort henni yrði tekið fagnandi eða henni yrði hafnað. Ég varð að gera hana fyrir sjálfan mig. Á þeim tímapunkti fór ég í gang ..." Markar Listi Schindlers þau stefnumót sem löngum hefur verið rætt um að nú hafí þijúbíóleikstjór- inn loksins fullorðnast sem kvik- myndagerðarmaður? „Ég lít á Veldi sólarinnar og Purpuralitinn sem „fullorðinsmyndir" en það sem ég held að hafi komið fólki á óvart var að ég skyldi fara aftur í þijúbíóform- ið með Króki og Indiana Jones og síðustu krossferðinni. Ég fullorðnað- ist löngu áður en Listi Schindlers var gerð. Ég fullorðnaðist 1985 þegar fyrsta barnið mitt fæddist en það kom ekki endilega fram í myndunum mínum.“ Listi Schindlers snerti hann djúpt persónulega. Hann hefur sagt að áður hafi hann skammast sín fyr- ir að vera gyðingur en núna sé hann stoltur af því. „Ég veit ekki hvenær sú breyting átti sér stað,“ segir hann. Og annars staðar: „Ég hafði sam- viskubit árum saman af þvi' ég var ekki farinn að gera Lista Schindlers. Þegar ég loksins var bytjaður á henni fann ég stórkostlega þörf til að segja þessa sögu og mér fannst hún eiga erindi til allra. Þetta er ekki aðeins gyðingasaga, þetta er mannleg saga. Það var fargi af mér létt því þetta var mynd þar sem ég sýndi á minn hátt hversu vænt mér þykir um að vera gyðingur og hversu stoltur ég er af því og hversu stoltur ég er af foreldrum mínum fyrir að hafa alið mig þannig upp.“ Margir velta því fyrir sér hvað taki við hjá Spielberg nú þegar hann ■hefur hlotið sína eftirminnilegu við- urkenningu. Mun hann halda áfram á sömu braut og hann hefur markað með Lista Schindlers eða hverfur hann aftur til ævintýramyndanna? Gerir hann hvort tveggja? „Það er orðið svo að ég finn mig ekki knúinn til að takast á við neitt sem stendur. Ég hef ekki fundið nýja mynd til að leikstýra. Venjulega er ég með margt í takinu en ég er ennþá að átta mig á hlutunum." Hann segist ætla að taka sér frí á þessu ári en hann von- ar að myndin um útrýmingu gyðinga eigi eftir að leiða hann inná nýjar brautir. Hann hefur þegar ákveðið að stofna nýtt framleiðslufyrirtæki meðfram Amblin Entertainment fyr- irtækinu, sem framleitt hefur ævin- týramyndir hans. Nýja fyrirtækið á að einbeita sér að alvarlegri, list- rænni myndum. „Það væri ekki heið- arlegt af mér að fást einungis við þjóðfélagslega mikilvægar myndir héðan í frá. Ég vona svo sannarlega að næsta verkefni muni orka á mig sjálfan sem manneskju frekar en að ég sjái í því tækifæri til að gera góða söluvöru eða að það höfði til barnsins í mér. En ef eitthvað skýtur upp kollinum sem höfðar til barnsins væri óheiðarlegt af mér að hafna því bara vegna þess að allir yrðu fyrir vonbrigðum vegna þess að ég hélt ekki áfram að þroskast eftir Lista Schindlers." Hann neitar því að hann muni Ieik- stýra framhaldsmynd Júragarðsins. Hann mun framleiða hana. Hvað þá með Indiana Jones 4? „Ég hefði ekki áhuga á að gera Indiana Jones 4 ef hún væri eins og númer 2 og 3. Ef hún væri gersamlega ólík þeim og hreinlega ný upplifun mundi ég íhuga það en ég hef ekki áhuga á að endur- taka mig.“ Það verður a.m.k. fróðlegt að sjá hvað Spielberg tekur sér fyrir hendur næst. Hann hefur brotið óskarsálög- in og heldur opinni gömlu gættinni inn í ævintýraheiminn um leið og hann hefur opnað nýja leið til fram- tíðar. Sem stendur er hann í raun- inni óskrifað blað. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Aðalfundur Ljósmæðra- félags íslands verður haldinn laugardaginn 7. maí 1994 kl. 13.30 í húsi BSRB, Grettisgötu 89, 4. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður hald- inn laugardaginn 16. apríl nk. kl. 15.00 í Borgartúni 18. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs. 2. Staðfesting á endurskoðuðum ársreikn- ingi og ráðstöfun tekjuafgangs. 3. Kosning sparisjóðsstjórnar og endur- skoðanda. 4. Tillaga um þóknun til stjórnarmanna. 5. Nýjar samþykktir fyrir sparisjóðinn í sam- ræmi við lög nr. 43/1993. 6. Önnur mál. Aðgöngumiðar verða afhentir stofnfjáreig- endum fimmtudaginn 14. apríl og föstudag- inn 15. apríl svo og við innganginn. Garðbæingar í tíiefni af ári fjölskyldunnar verður haldinn fræðslufundur í Kirkjuhvoli mánudaginn 11. apríl kl. 20.30. Nanna K. Sigurðardóttir heldur erindi um fjöl- skylduna er nefnist: Lífsskeið og fjölskyldu- bönd. Aðgangur ókeypis. Fjölskyldunefnd Garðabæjar. Vélbátatrygging Reykjaness Fundarboð Fundur er boðaður eigendum báta sem eru í tryggingu hjá Vélbátatryggingu Reykjaness, miðvikudaginn 13. apríl nk. Fundurinn verður á Glóðinni í Keflavík og hefst kl. 15.00. Til umræðu verður framtíð félagsins eftir breytingar á tryggingaskyldu í félaginu sem taka fullt gildi um næstu áramót. A fundinn mæta menn frá Samábyrgð íslands. Stjórnin. Stjórnin. YBarnaheiIl Framhaldsstofnfundur Vesturlandsdeildar Barnaheilla verður hald- inn í D-álmu Grundaskóla á Akranesi þriðju- daginn 12. apríl kl. 20.30. Félagar Barnaheilla mætum öll. Undirbúningsnefndin. HÍBarnaheiIl Undirbúningsfundur að stofnun Vestfjarðadeildar Barnaheilla verður haldinn í Grunnskólanum á ísafirði fimmtudaginn 14. apríl kl. 20.30. Félagar Barnaheilla mætum öll. Undirbúningsnefnd. Aðalfundur Þormóðs Ramma hf., Siglufirði, verður haldinn föstudaginn 15. apríl nk. í Hótel Læk, Siglufirði, kl. 15.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.