Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994 eftir Guðrúnu Guðlaúgsdóttur ÉG KEM að morgni dags á móttökudeild Unglingaheimilis ríkisins. Reisulegt húsið í vina- legu umhverfi virðist bjóða mig velkomna í morgunsólinni. — Bráðum kemur vor, hugsa ég og hringi dyrabjöllunni. Lávax- in, dökkhærð kona situr með stóra blokk á hnjánum inni í stofu, í marglitum hringsófa sitja þrír drengir — vormenn íslands, hugsa ég, ofurlítið til- finningasöm af vorstemmning- unni. Tveir starfsmenn sitja VmUMUSTAÐUR miklu leiðinlegra,“ svarar viðmæl- andi minn súr á svip. „Það var svo sem ekkert að heima, ég byrjaði bara að vera með eldri strákum, fór að slaka á í skólanum og varð svo alveg sama um hann. Ég hugsa að veran hérna hjálpi mér að laga þetta með skólann, en ég hætti ekkert að vera með vinum mínum. Mig langar samt að hætta þessu veseni, það tek- ur bara smá tíma að venja sig af því. Stundum spáir maður í framtíð- ina, mig langar helst að verða vél- virki,“ segir hann að lokum. Ég spyr hina tvo strákana hvort þeir vilji tala við mig. Annar þeirra neitar en hinn fylgir mér inn í her- bergið. „Ég losna bráðum út,“ segir hann um leið og hann sest á stól á móti mér. „Af hverju varstu sendur hingað,“ spyr ég. „Ég var bara erfið- ur heima og var að ræna.“ — „Hveiju svo sem,“ spyr ég. „Peningum og svoleiðis drasli, keypti mér svo sígar- ettur en þá fattaðist þetta ogpening- arnir voru teknir af mér.“ Ég spyr hvoit ræningjaferðinni hafi ekki fylgt mikil spenna. „Nei, nei, ég er vanur,“ segir viðmælandinn og gerir sig veraldarvanan á svip. „Byrjaði í búðum, en nú ætla ég að reyna að hætta. Ég ætla líka að reyna að mæta betur skólann." Ég spyr hvern- ig' honum líki á Unglingaheimilinu. „Eina sem maður gerir er að éta, sofa, laga til og gera verkefnablöð," segir hann svolítið þreytulega. En af hvetju skyldi hann hafa lent í þessum kringumstæðum. „Mamma hlustar aldrei á mig, hún er alltaf að horfa á sjónvarpið," svarar hann. „Hér eru aftur á móti allir mjög af- skiptasamir, ef maður fer út að reykja vilja þeir meira að segja vita hvað maður talar um.“ Þegar við komum aftur út úr her- berginu' er unga stúlkan, sem von var á, komin. Hún býður af sér góð- an þokka og ég sé að strákarnir gefa henni laumulega auga. Ég spyr hana hvernig henni lítist á sig á nýja staðnum. „Skárra en ég hélt, hér eru í það minnsta engir hlekkir eða neitt svoleiðis kjaftæði," segir hún. — „Hlekkir?" segi ég hissa. „Já, mér var sagt að fólk væri hér með hlekki á fótunum, kannski er það í lokaða kjallaranum," segir hún. Ég hlæ. „Ég sá ekkert slíkt þegar ég skoðaði mig um þar áðan,“ segi ég svo. „Nei, auðvitað er þetta vit- leysa, ég trúði þessu heldur ekki í alvöru,“ segir hún og hlær líka. „Mér líst annars bara ágætlega á mig,“ bætir hún svo við. Kolbrún Baldursdóttir deildarstjóri og yfirsálfræðingur er nú komin á vettvang og gefur sér tíma til að spjalla við mig aðeins um starfsemi Morgunblaðið/Kristinn MBWUfiHt þennan morgunfund að auki. Strákarnir þrír eru einu ungl- ingarnir á heimilinu þessa stundina. Þeir eru allir hver öðrum mannvænlegri og næsta ótrúlegt að þeir skuli eiga í einhveijum vandræðum með sjálfa sig. Svo hlýtur samt að vera, þarna vistast enginn unglingur nema að beiðni barnaverndarnefnda og/eða fé- lagsmálastofnana einhvers staðar á íslandi. í mörgum til- vikum er þó rót vandræðanna að leita í fjölskyldu eða um- hverfi unglinganna, sem hegð- unarerfiðleiklar þeirra eru rök- rétt afleiðing af. A móttöku- deildinni er unnið mikið með- ferðar- og greiningarstarf og ég er hingað komin til þess að fræðast um það. egar morgunfundinum er lok- ið og línumar fyrir daginn hafa verið lagðar standa við- staddir upp og teygja úr sér. Strák- amir þrír fara að sinna húsverkunum en ég fæ að skoða húsakynnin í fylgd með Sigríði Bjömsdóttur aðstoðar- deildarstjóra. Hún strýkur dökkt hárið bak við eyrun og skundar svo með mig inn í herbergi þar sem tvö rúm eru. Allt er með fábrotnara móti, greinilegt er að svefnherbergin eru ekki íverustaðir til langs tíma. Ekki er heldur gert ráð fyrir lengri vistun hér en til fjögurra vikna, á þeim tíma er reynt aðgreina vanda unglingsins og koma með tillögur til úrbóta. Þótt enginn íburður sé í húsa- kynnunum er allt bjart, hreint og vinalegt. „Við reynum að hafa þetta allt sem heimilislegast, vinna öll vel saman,“ segir Sigríður. Eftir að hafa gaumgæft herbergi, stofu, eldhús og ganga fylgi ég Sigríði niður á neðri hæðina. Einn strákurinn er að ryk- suga stigann og færir sig hæversk- lega til meðan við mismunum okkur framhjá honum. Hinir strákarnir tveir eru að laga til í herbergi sem tiheyrir efri hæðinni. Kannski eru Móttökudeild Unglingaheimilis ríksins vistar unglinga sem eiga i vandrœó- um í skiptum sinum viö sam- fferóaffólkió þeir pínulítið spenntir, það er nefni- lega von á ungri stúlku til vistar þennan sama morgun, hún á að fá herbergi á neðri hæð hússins. Bak við læstar dyr, sem Sigríður opnar, er nánast önnur deild. Þar er stofa, tvö hurðarlaus herbergi, fátt hús- gagna og engar myndir á veggjum. I þessum hluta kjallarans er tekið á móti unglingum tíl skammtímavist- unar. Rannsóknarlögreglan getur vistað þar unglinga í einn sólarhring og barnaverndarnefndir og félags- málastofnanir í allt að tvær vikur. Ekki eru allir sáttir við að gista þess- ar vistarverur, um það vitnar milli- hurðin, sem greinilega hefur fengið á sig högg um dagana. „Hér eru stundum vistaðir unglingar í slæmu ásigkomulagi, þess vegna gætum við þess að hér sé ekkert sem þeir geti skaðað sig á,“ segi Sigríður um leið og við göngum aftur fram á ganginn. Þegar ég kem upp eru strákarnir að setjast við stóra eldhúsborðið, von er á kennara úr Einholtsskóla, sem kennir þeim og metur námsstöðu þeirra og annarra unglinga sem þarna eru vistaðir. Ég bið einn strák- inn að tala við mig. Hann eltir mig inn í herbergi: „Hvernig líst þér á að vera hér,“ spyr ég. „Það er svo sem ágætt, en ekki skemmtilegt," segir hann. „Af hverju ertu hér,“ spyr ég. „Það var vesen á mér, ég var að stela og svoleiðis, bæði frá fjölskyldunni og fieirum, ég var líka oft með vinum mínum, sem eru eldri en ég og lét þá ekkert vita af mér. Hér fær maður bara að sofa fram eftir á helgum, annars förum við snemma á fætur og svo er fundur eftir morgunmat. Á laugardögum verslum við.“ „Er þetta ekki bara heilbrigðara líf en þú lifðir,“ spyr ég. „Jú, en móttökudeildar Unglingaheimilis ríksins. „Markmið heimilisins er að við sem vinnum hér, ég sem er sál- fræðingur, Sigríður aðstoðardeildar- stjóri, sem er félagsfræðingur og uppeldisfulltrúarnir átta, sem eru vel menntaðir og reyndir í sínu fagi, sameinumst um, hvert út frá sínu starfi, að skoða faglega, vitsmuna- lega og tilfínningalega, félagslega stöðu unglinganna. Eg geri allar sálfræðiathuganir hér, fyrir utan að sjá um almenn stjórnunarstörf og bera ábyrgð á rekstri deildarinnar. Ég m.a. greindarprófa unglingana, geri fjölskyldutengslapróf og per- sónuleikapróf. Ég legg einnig spurn- ingalista fyrir foreldra, þar sem þau lýsa sínu bami. Niðurstaða þessara prófa, viðtöl við fjölskyldu og ungl- inginn, eru svo uppistaðan í lokasál- fræðiskýrslu minni. í þeirri skýrslu eru síðan alltaf einhveijar tillögur til frekari úrræða. Við skiljum ekki vist- unaraðila bara eftir með upplýsingar heldur líka tillögur um hvað viðkom- andi barn gæti notið góðs af. Þegar unglingur vistast hér eru foreldrarnir oftast mjög fúsir til sam- vinnu við okkur. Allir eru yfirleitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.